Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Samtök íþróttafréttamanna sjá á eftir miklum frumherja og einum af stofnendum félagsins. Nú er aðeins Atli Steinarsson eftirlifandi af stofn- endunum og það er fyrir glettni ör- laganna að hann skuli vera afabróðir unnustu minnar, Hólmfríðar R. Eyj- ólfsdóttur. Ég hafði ekki lítið gaman af því þegar safnast var saman á veg- um félagsins að tengjast tveimur stofnendum þess með þessum hætti. Nú eru aðrir tímar, Hallur settist í helgan stein og er nú allur en ég hef snúið mér að öðrum sviðum blaða- mennskunnar. Eftir situr minningin um góðan mann og frábæran félaga, Hall Símonarson. Ég sendi ástkæru frændfólki mínu, Stebbu og öllum börnunum, barnabörnunum og nú barnabarna- börnunum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Björn Ingi Hrafnsson. Einn frumherjanna úr hópi ís- lenskra íþróttafréttamanna er fall- inn frá, sá þriðji af þeim fjórum sem stofnuðu Samtök íþróttafrétta- manna fyrir 45 árum, en áður eru látnir þeir Frímann Helgason og Sigurður Sigurðsson. Aðrir geta rak- ið betur langan og litríkan feril Halls í íþróttunum, blaðamennskunni frá 1948, briddsinu og hljómsveita- bransanum, en mín fyrstu kynni af honum voru árið 1978. Ég þekkti vissulega nafnið, hafði sem barn og unglingur lesið íþróttasíður dagblað- anna upp til agna, og þar kom skammstöfunin „hsím“ æði oft fyrir undir áhugaverðum greinum. Málin æxluðust þannig að ég gerðist knatt- spyrnufréttaritari fyrir Dagblaðið á Austurlandi og varð þar með mál- kunnugur þessum jöxlum sem ég sá myndir af í blaðinu daglega, eins og þá tíðkaðist með blaðamenn Dag- blaðsins. Kynni okkar Halls voru einvörð- ungu símleiðis framan af. Ég dvaldi síðan í eina viku hjá honum í starfs- kynningu sem menntaskólanemi vorið 1979 og Hallur tók mér strax af þeirri ljúfmennsku sem einkenndi allt hans fas í minn garð frá þeim tíma. Þegar leið mín lá til Reykjavík- ur bauð Hallur mér starf á Dag- blaðinu og undir hans handleiðslu steig ég mín fyrstu skref sem íþróttafréttamaður haustið 1981. Það er eftirminnilegur tími, og þá sérstaklega fyrir þann kraft, áhuga og vinnusemi sem einkenndu Hall og urðu mér dýrmæt fyrirmynd. Eftirfarandi sýn er mér ógleym- anleg: Hallur í reykjarkófi í langa og mjóa herberginu í Síðumúlanum sem rúmaði þessa tveggja manna íþrótta- deild Dagblaðsins, berjandi gömlu ritvélina með báðum höndum, ann- arri bæklaðri eftir bassaleik fyrri ára, fljótari en margir sem notuðu rétta fingrasetningu. Gömlu hand- ritablöðin þutu í gegnum ritvélarg- arminn og mynduðu síhækkandi bunka á borðinu til hliðar. Hallur var úrvalskennari fyrir ný- liðann í faginu. Hann hélt ekki langa fyrirlestra um starfið, heldur lét hann mig læra af reynslunni og leið- beindi eftir þörfum. Hann lét mig stinga mér í djúpu laugina strax, setti á mig ábyrgð, og fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Atvikin höguðu því þannig að sam- starf okkar þetta haustið varð mun styttra en efni stóðu til. Á meðan Hallur dvaldi í löngu fríi í Ameríku í nóvember voru Dagblaðið og Vísir sameinuð og nýliðinn sat eftir at- vinnulaus. Hallur var sár og reiður fyrir mína hönd en sat ekki aðgerða- laus. Innan mánaðar frá sameining- unni var búið að bjóða mér nýtt starf í þessari fámennu stétt íþróttafrétta- manna. Ég hóf störf þremur húsum utar í Síðumúlanum, á Þjóðviljanum, og komst fljótlega að því að Hallur hafði þar haft hönd í bagga með sím- tali til ritstjóra „Kommablaðsins“ sem hann nefndi grannana í daglegu tali. Leiðir okkar lágu saman á ný í ársbyrjun 1988 þegar ég var ráðinn á DV sem þá var flutt í Þverholtið. Þá var Hallur hættur í íþróttunum og hættur að reykja, nýbúinn að hrista af sér erfið veikindi. Hann tók á móti mér af þvílíkum virktum að það var eins og týndi sonurinn væri loks kominn heim. Enda fékk ég að heyra það reglu- lega að hann ætti dálítið í mér. Og það leið varla sá dagur að hann liti ekki við ef við vorum á annað borð í vinnu á sama tíma. Stundum með ábendingar um efni eða fréttir, stundum til að kanna hvort ekki væri möguleiki á að birta frétt og eða mynd frá einhverjum fréttaritaran- um á landsbyggðinni, stundum bara til að kíkja á fótboltafréttirnar á Sky. Oftar en ekki fylgdu með athuga- semdir um hans menn í Manchester United eða Víkingi, félögunum tveimur sem stóðu hjarta hans næst. Ef hallað var á annað hvort þeirra í umfjöllun okkar á íþróttadeildinni, að hans mati, lét hann það umbúða- laust í ljós og skýringar á ósigrum eða sigrum voru alltaf á reiðum höndum. Það einkenndi líka ávallt leikmenn þessara tveggja félaga í frásögnum Halls að þar fóru úrvals- drengir, snjallir og vel gefnir, og Víkingskonurnar voru upp til hópa bráðmyndarlegar og af góðum ætt- um. Halli var ekki allt of mikið um tölvubyltinguna á ritstjórninni gefið. „Ég passa mig á að læra bara það sem ég nauðsynlega þarf,“ sagði hann við mig einhverju sinni. En hann lærði það líka vel og það var meira að segja hann sem kenndi mér að nota „Makka“ sem ég þurfti að læra á til að skrá inn laun fréttarit- ara íþróttadeildarinnar þegar byrjað var að tölvukeyra þau. Hallur hafði arfleitt mig að þeim starfa á fyrsta degi mínum í Þverholtinu. Frá því Hallur lagði íþróttafrétta- mennskuna til hliðar og þar til hann hætti störfum hjá DV fyrir fáum ár- um sá hann um fréttaritara blaðsins á landsbyggðinni. Þeir voru sem börnin hans og hann annaðist þá af natni og umhyggju. Ég fékk oft að heyra að hinn eða þessi væri alveg bráðsnjall og til þjónustu reiðubúinn ef við á íþróttadeildinni þyrftum á honum að halda. Þegar Hallur hætti voru margir fréttaritaranna nánast munaðarlaus- ir fyrst á eftir og kvörtuðu sáran undan því að störf þeirra væru ekki eins vel metin og áður. Hallur var nefnilega duglegri að koma efni þeirra í blaðið en arftakar hans. Við Hallur yfirgáfum Þverholtið með skömmu millibili. Hann settist í helgan stein, ég fór á Morgunblaðið. Ég efa ekki að hann fylgdist daglega með því sem ég skrifaði, af sínum einlæga og víðtæka íþróttaáhuga, og stundum velti ég því fyrir mér hvað Halli fyndist um það sem ég lét frá mér fara. Ég votta eiginkonu Halls Símon- arsonar og öðrum aðstandendum hans mína innilegustu samúð. Víðir Sigurðsson. Sá, sem þessar línur ritar, átti þess kost að stíga sín fyrstu skref í blaðamennsku undir öruggri leið- sögn Halls Símonarsonar. Það var á Tímanum á sjöunda áratugnum. Hallur var einn af frumkvöðlum nú- tíma íþróttablaðamennsku og átti sem slíkur drjúgan þátt í aukinni út- breiðslu Tímans með daglegri íþróttasíðu, sem höfðaði til íþrótta- áhugamanna um land allt. Það voru einkum skrif hans um enska knatt- spyrnu sem vöktu athygli, en Hallur fylgdist jafnan með útsendingum BBC og miðlaði þeim fréttum til les- enda sinna. Að sama skapi var hann yfirburða penni í frásögnum sínum og gagnrýni á íslenzka knattspyrnu, handknattleik og frjálsar íþróttir, enda sjálfur upprunninn úr íþrótta- hreyfingunni og var keppnismaður, m.a. í frjálsíþróttum. Í íþróttaskrif- um sínum voru efnistök hans sérstök og ávallt gerður skýr munur á aðal- atriðum og aukaatriðum hvers at- burðar, sem fjallað var um. Auk starfa sinna sem íþrótta- fréttaritari sá Hallur um umbrot innblaðs Tímans á þessum árum og átti mikil samskipti við starfsmenn í prentsal. Hann þótti góður sam- starfsmaður og var dáður af prent- urunum vegna prúðmennsku sinnar og lipurðar, en oft var handagangur í öskjunni við frágang blaðsins á síð- kvöldum og réð útsjónarsemi um- brotsmanns þá oft hversu vel gekk að koma blaðinu í prentun. Þetta var á tímum blýprentunar, en síðar átti Hallur eftir að vinna við gerbreyttar aðstæður sem blaðamaður á DV. Það var býsna öflug sveit, sem stóð að stofnun Samtaka íþrótta- fréttamanna laust eftir miðja síðustu öld. Þessir öflugu íþróttafréttamenn hafa horfið á braut hver af öðrum, Frímann Helgason á Þjóðviljanum, Örn Eiðsson og Einar Björnsson á Alþýðublaðinu, Sigurður Sigurðsson og Jón Ásgeirsson á Ríkisútvarpinu og nú síðast Hallur Símonarson. Allra þessara mætu manna minnist ég með virðingu og þökk. Þeir ruddu brautina fyrir þá blómlegu íþrótta- fréttamennsku, sem allir landsmenn þekkja í dag. Alfreð Þorsteinsson. Eigi löngu eftir að DV hóf göngu sína hafði kunningi minn einn, sem var handgenginn blaðinu, orð á því við mig að það vantaði fréttaritara í Strandasýslu. Með nokkuð hvatvís- legum hætti lýsti ég því þá yfir að ég væri fullur áhuga fyrir því að skrifa í þetta nýja blað. Minna varð um efnd- ir á þessu heiti mínu næstu árin og hafðist ég ekkert að í því að koma mér á framfæri. Það var ekki fyrr en ég hafði sent nokkur fréttaskot til blaðsins á árunum 1990 og 1991 að skriður komst á málið. Hallur Sím- onarson hafði þá samband við mig og tjáði mér að blaðið bráðvantaði fréttaritara á þessu svæði, hvort ég vildi ekki taka það að mér. Hann lagði nokkuð fast að mér að gera þetta og sagði að fréttaskotin bentu til þess að ég hefði allgott vald á ís- lensku máli. Þetta var í fyrsta skipti sem við Hallur ræddum saman og er mér þetta samtal okkar afar minn- isstætt. Það var hlýja í rödd hans, ásamt mikilli ákveðni og festu sem snart mann notalega. Þannig var þá viðmót og raddblær þessa þekkta blaðamanns og bridsspilara sem ég hafði vitað örlítil deili á frá unga aldri þegar bæði í útvarpi og blaði sveit- anna, Tímanum, var getið árangurs hans og afreka bæði innanalands og utan í bridsíþróttinni. Frá þessum degi, þessu fyrsta samtali okkar Halls, hófust kynni okkar sem urðu tiltölulega fljótt nokkuð sterk og einlæg. Hafi ein- hver kvíðatilfinning gert vart við sig við fyrstu fréttaskrifin þá var skammt þess að bíða að þetta yrði mín eftirlætisiðja þegar næði gafst frá skyldustörfum sem oft gerðist enda hef ég, allt frá unga aldri, jafn- an fundið samsvörun með orðum skáldsins Tómasar Guðmundssonar í kveðskap hans um pennann „En penninn minn og ég höfum alltaf elskað pappír.“. Hallur var til að byrja með nokkuð oft í sambandi við þennan nýja fréttaritara með hvatn- ingarorð og hrós, allar voru leiðbein- ingar hans settar fram með mildum hætti. „Ég get komið þér í samband við góðan ljósmyndara sem getur leiðbeint þér með að bæta mynda- tökur innanhúss,“ sagði hann eitt sinn á fyrsta eða öðru starfsári mínu. Þannig voru öll orð hans sett fram af miklu ljúflyndi og mannást. Aldrei var hægt að merkja eða finna að hann, þessi reyndi blaðamaður með áratugareynslu í blaðamennsku, væri nokkuð yfir byrjandann hafinn, slíkt var lítillæti hans. Ekki löngu eftir að fréttaskrif mín hófust leitaði hann ráða hjá mér. Hann var ekki sáttur við orð sem notað var yfir tiltekinn verknað og tengdist frétt sem var aðsend til blaðsins. Óneitanlega gladdi það mitt lítilmótlega hjarta að sjá frétt- ina í blaðinu nokkrum dögum síðar með orðið innan texta sem ég hafði gert að tillögu minni að notað væri. Flestir, hygg ég, jafnreyndir honum í faginu hefðu látið slíkt ógert að leita út fyrir hinn þrönga hóp stétt- arinnar með ráðgjöf varðandi slíkt efni en þannig opinberaði hann traust það sem hann alla tíð með ein- lægni sinni og falsleysi bar til sam- starfsfólks síns. Með orðum sínum og áherslum gerði hann mér frétta- ritarastarfið bæði mikið áhugavert og ekki síst skemmtilegt. Af um 500 fréttum sem ég sendi, á því níu ára tímabili sem samstarf okkar stóð, voru aðeins örfáar sem ekki birtust. Fyrir kom líka að hann hringdi og spurði hvort ég hefði ekki eitthvað fréttnæmt af svæðinu. Þannig var þessi maður áhuga- samur og vakandi með hvatningar- orð og viðmót sem veitti manni gleði og það reyndist svo auðvelt að líta á hann sem vin sinn. Það var ætíð upp- örvandi að ræða við hann og notaleg tilfinning fylgdi manni þá til annarra starfa. Reyndar voru samfundir okkar fá- ir, það kom þó ekki að sök, sam- bandið hélst eigi að síður. Hann tal- aði sjaldan lengi og átti það til að kveðja að fyrra bragði hringdi mað- ur í hann og án þess að þekkja vinnu- lag hans til neinnar hlítar veit ég að hann var bæði vinnusamur og afar vel skipulagður. Einstöku sinnum ræddi hann um fjölskyldu sína og þurfti ekki glöggan mann til að finna að hann unni henni mjög. Í eitt skipti átti ég þess kost að sækja hann heim á fallega heimilið þeirra Stefaníu á Bústaðaveginum. Það var bæði mik- ið ánægjuleg heimsókn og eftir- minnileg. Fréttaritarar vildu þá sýna þess- um góða tengilið sínum við blaðið um árabil nokkurn þakklætisvott. Nú hefur rödd Halls hljóðnað og hann kvatt þetta tilverusvið. Við, sem honum kynntumst, mun- um sakna hans. Íslensk blaðamanna- stétt er fátækari við fráfall hans. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans, sem og afkomendum öllum. Guðfinnur S. Finnbogason.  Fleiri minningargreinar um Hall Símonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 5       498@0 9 &)$A  7(%!      '   #  !  # *      +'   +    ,   % )   6- ,'    38&3#" $$  8  ! @ & + $   %    50*, 94 0  ( #&)$12  7(%! 4 /)     7  9 ! > (  # 4 "" $$  9  "9 !## '  (:"#" $$ + 8              %   > *0> *0 0 #B#$(   ( $C $(   # +   0  &'  6   +    /)  !# # > &  *  ! #" $$  & ! >&" $$    ( ## (*() >&" $$  3 4( $## 4 #$( >&>&# 8 !*  $#" $$  9!>&" $$  4 #$( :"##  +9 ## & ) + 8         %  8 8 0  "A , )  0   '  6)  )9-) '  7/)  !  # *       +    +    , %, , - 2%%     5 &  9 #" $$  & 3 %%": #" $$  ": 5 ": ## &  ": ## 97(  ": ## &": #" $$ +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.