Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR Einarsdóttir, fyrr- verandi húsmóðir í Þórisholti í Mýrdal, hélt upp á 100 ára afmæl- ið sitt í hópi ættingja og vina á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal í gær. Þorgerður, sem er hress miðað við aldur, býr nú á dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík. Hún man tímana tvenna og t.d. segist hún muna vel eftir Kötlugosinu 1918, en þá var hún 17 ára vinnukona hjá Þorsteini Þorsteinssyni, kaup- manni í Vík. Sérstaklega man hún vel eftir öskufallinu og elding- unum. Skemmtanir eru hennar líf og yndi Þorgerður segist hafa gaman af að spila og allar skemmtanir eru hennar líf og yndi. Hún mætir á flestar samkomur sem haldnar eru í Mýrdalnum og ætlar að halda því áfram eins lengi og kraftar og heilsa leyfa. Síðast mætti hún á þorrablót í vetur. Milli 200 og 300 manns mættu í afmælið hennar, enda á hún orðið stóra fjölskyldu og marga vini á langri ævi. Við þetta tækifæri var Þorgerður gerð fyrsti heið- ursfélagi í Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdal og Austur- Eyjafjallahreppi, en þar hefur hún verið félagi frá stofnun. Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps, færði henni stóra blóma- körfu sem gjöf frá íbúum hrepps- ins, enda eru íbúar stoltir af Þorgerði og flest börn kalla hana langömmu, jafnvel þótt hún sé ekki langamma þeirra. Fjölmenni í 100 ára afmæli Þorgerðar Einarsdóttur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorgerður Einarsdóttir fékk 100 rauðar rósir í tilefni dagsins. Flest börn í sveitinni kalla hana langömmu Fagradal. Morgunblaðið. RAGNAR Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi formaður, þing- maður og ráðherra Alþýðubanda- lagsins, hefur gengið til liðs við Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð í Reykjavík, VG. Ragnar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði meginástæðuna vera stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum, sem hon- um hugnast ekki. Hann studdi Samfylkinguna í síðustu þingkosningum. „Spurningin um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu er stærsta og örlagarík- asta málið á dagskrá íslenskra stjórnmála í dag. Mín afstaða hef- ur verið skýr. Ég vil að Íslending- ar varðveiti sjálfstæði sitt óskert og hef haft fyrir því mörg rök hvar sem ég hef komið því við. Þegar Samfylkingin var stofnuð sem kosningabandalag fyrir tveimur árum var það undirstöðuatriði í þeirri samningagerð að Samfylk- ingin myndi ekki hefja baráttu fyrir aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. En það er staðreynd að margir helstu forystumenn Sam- fylkingarinnar, með formanninn í broddi fylkingar, hafa keppst við að boða þetta fagnaðarerindi leynt og ljóst og því get ég alls ekki un- að,“ sagði Ragnar, sem telur illa rökstuddan málflutning forystu- manna Samfylkingarinnar í Evr- ópumálum vera eina helstu ástæð- una fyrir því að fylgið hefur verið að tínast af flokknum. Brýnt að styrkja andófið Ragnar sagði mikinn áróður vera í gangi í þjóðfélaginu fyrir inngöngu í Evrópusambandið og margir fjársterkir aðilar stæðu þar á bakvið. Á hinn bóginn væri andófið heldur veikt. „Ég tel brýnt að styrkja andófið og finnst þá hreinlegast að styðja þann flokk sem ég treysti best til þess að leiða baráttuna. Stein- grímur J. Sigfússon er gamall baráttufélagi minn og hann og hans þingflokkur hefur staðið sig með miklum ágæt- um á öllum sviðum þjóð- málanna. Þau eiga því skilið minn stuðning,“ sagði Ragnar. Aðspurður hvort hann myndi gefa kost á sér í framboð fyrir VG sagðist Ragnar ekki vilja útiloka þann mögu- leika að taka sæti á lista. Hugur- inn stæði þó ekki til þingmennsku á ný heldur ætti rithöfundarstarf- ið hug hans allan. Hann sagðist ekki hafa þurft að ganga úr Samfylkingunni þar sem hann hefði ekki verið þar sem formlegur félagi. Hann hefði hins vegar verið skráður félagi í Al- þýðubandalaginu í Skagafirði. „Ég tel ekki gefið, eins og margir halda fram, að félagar í Al- þýðubandalaginu séu sjálfkrafa meðlimir í Samfylkingunni. Al- þýðubandalagið hefur ekki verið lagt niður og var ekki tekið inn í Samfylkinguna í heilu lagi. Engin samþykkt hefur verið gerð í þá veru. Menn hafa hins vegar geng- ið í félög Samfylkingarinnar í hverju kjördæmi fyrir sig,“ sagði Ragnar. Ragnar sat á Alþingi nær sleitu- laust frá 1963 til 1999 fyrir Al- þýðubandalagið á Norðurlandi vestra, þar af varaþingmaður 1967–1971. Ragnar var fyrsti for- maður Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks á árunum 1968– 1977, hann var menntamála- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978–1979 og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980–1983. Ragnar Arnalds til liðs við VG Ragnar Arnalds BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði á ársfundi bankans sl. þriðjudag að það væri mat Seðla- bankans að efnahagslífið væri komið yfir erfiðasta hjallann í ofþenslunni. Birgir Ísleifur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að forsendur þessa mats væru m.a. þær að sjá mætti ótvíræð merki um að heild- arvelta í atvinnulífinu hefði dregist saman ef veltutölur á síðustu tveim- ur mánuðum seinasta árs væru born- ar saman við sama tímabil á árinu 1999 á föstu verðlagi. Samdráttur í smásölu og heildsölu miðað við 1999 „Ef veltan er skoðuð eftir atvinnu- greinum má sjá að mikill samdráttur hefur orðið í smásöluverslun og líka í heildsölu. Það er stöðnun í iðnaðin- um en á hinn bóginn er enn mikil veltuaukning í byggingariðnaði. Þar eru enn ýmis stór verkefni í gangi en ef litið er lengra fram á veginn er ljóst að þeim mun ljúka á haustmán- uðum. Það er líka ljóst að útlán hafa minnkað þótt þau séu ennþá töluvert mikil. Ef tekið er tillit til verðbólgu og gengisbreytinga nam útlánaaukn- ingin um 13%, sem er auðvitað tölu- vert mikið en þó verulega miklu lægra en var árið þar á undan,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Birgir Ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri Sam- dráttur á ýmsum sviðum SIGURÐUR Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri innkaupafyrirtækisins BÚR ehf., sagðist líta já- kvæðum augum á úrskurð Samkeppnisstofnunar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Kjarni málsins væri sá að með honum væri Sam- keppnisstofnun að stuðla að aðskilnaði milli við- skipta með grænmeti á innanlandsmarkaði annars vegar og innflutnings á grænmeti hins vegar. Jafnframt væri í úrskurðinum afurðasölufyrir- tækjunum meinað að gera einkasölusamninga við framleiðendur. „Ég tel að það sé til bóta að markaðurinn opnist þannig að aðilum sé gert auðveldara um vik að nálgast grænmeti á íslenska markaðinum. Það er hins vegar annað atriði sem er ekki síður mikilvægt að taka á og það er niðurfelling ofur- tolla og stýring hins opinbera á þessari verslun. Þar er um fáránlega aðgerð að ræða og algerlega úr takt við nútímaviðskiptaumhverfi. Við höfum tækifæri til að flytja inn grænmeti allan ársins hring, en það er hins vegar gert ógerlegt vegna þessara ofurtolla. Ef það er verið að opna mark- aðinn með aðgerðum gagnvart innlendum fyrir- tækjum væri eðlilegt að stjórnvöld opnuðu við- skiptin gagnvart útlöndum líka.“ BÚR, sem m.a. kaupir inn fyrir Kaupás og Nettó, hefur sjálft ekki staðið í innflutningi á grænmeti, en Sigurður sagði að BÚR myndi hefja slíkan innflutning um leið og fyrirtækið væri búið að koma sér upp aðstöðu til að geyma innflutt grænmeti. Búið væri að gera samning við Samskip um vörugeymslu. Tollar draga úr neyslu á grænmeti Sveinn Sigurbergsson, verslunarstjóri í Fjarð- arkaupum, sagði að síðastliðin fimm ár hefðu Fjarðarkaup skipt einvörðungu við eitt grænmet- isfyrirtæki og tvo bændur. Fyrirtækið hefði verið mjög ánægt með þetta fyrirkomulag. Innflutn- ingsfyrirtækið Mata ehf., sem væri nánast eina sjálfstæða grænmetisfyrirtækið sem stendur utan við samsteypu Sölufélags garðyrkjumanna, hefði þjónað Fjarðakaupum vel í gegnum árin. „Mata er í sjálfu sér í svipaðri stöðu og Fjarða- kaup, sem er eini stórmarkaðurinn sem stendur utan við þessar tvær stóru verslanakeðjur sem eru ráðandi á markaðinum. Það má segja að við séum þjáningarbræður. Það sem við höfum óttast er að Mata hverfi af markaðinum. Þá værum við í slæmri stöðu. Þessar tvær stóru keðjur eru með gífurlega stórt hlutfall af markaðinum og þeir nán- ast ráða yfir þessum birgjum sem skipta við þá. Ef Mata hyrfi af markaðinum værum við komnir í þá stöðu að þurfa að sitja og standa eins og þeim sýndist,“ sagði Sveinn. Sveinn sagðist geta tekið undir gagnrýni á háa tolla á grænmeti. „Þessir tollar gera það að verk- um að fólk hunsar grænmetið. Sala minnkar og þetta er því engum til góðs. Mér finnst að þetta sé ákaflega óskynsöm stefna.“ Ekki náðist í fulltrúa Baugs til að fá viðbrögð fyrirtækisins við breytingum á matvörumarkaði. Leggja mikla áherslu á að tollar á grænmeti lækki Telja ofurtolla draga stórlega úr neyslu Íslendinga á grænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.