Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 41 Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 - ANNO 1929 - K O R T E R ÞEGAR ég las grein Sifjar Konráðsdóttur réttargæslumanns brotaþola í máli því sem ég gerði að um- talsefni í grein minni í blaðinu hinn 22. mars sl. kom mér ekki á óvart að reynt yrði að koma umræðunni í annan farveg. Réttar- gæslumaðurinn lætur vera að fjalla um aðal- atriði málsins heldur fer þá leið að segja að margt í grein minni hafi verið rangt og efni hennar hennar hafi verið fullyrðingar og dylgjur um störf hennar sem rétt- argæslumanns stúlkunnar. En hvað er rangt í grein minni? Er það rangt að neitað hafi verið að koma með stúlkuna fyrir dóm þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar og án þess að foreldrar eða forráðamenn stúlkunnar hefðu kannað aðstæður þar? Er það rangt að sú ákvörðun hafi verið tekin að frumkvæði og samkvæmt ráðum ann- arra en foreldra eða forráðamanna barns- ins? Það er ekkert af þessu rangt. Þetta eru staðreyndir málsins. Það stendur hins vegar eftir ósvarað hvers vegna neitað var að koma með stúlkuna fyrir dóm og þar með hugsanlega fórnað mik- ilvægum hagsmunum hennar. Voru aðrir hagsmunir meiri og þá hverjir? Hafi ekki verið aðrir og meiri hagsmunir í húfi fyrir stúlkuna er varla hægt með góðu móti að draga aðra ályktun en þá að ákveðnum hagsmunum stúlkunnar hafi verið fórnað í pólitískum tilgangi. Það var síðan sorglegt að sjá hvernig fólk, sem staðið hefur framarlega í póli- tískri baráttu fyrir því að skýrslu- tökur af börnum fyrir dómi fari fram í Barnahúsi, notaði dóm þennan, sem ekki gat farið efnislega á annan veg, og hélt því fram fullum fetum að brotið hefði verið á réttindum stúlk- unnar og jafnvel að annarleg sjón- armið dómara hefðu ráðið niðurstöð- unni. Að lokum til að létta á áhyggjum réttargæslumannsins og vegna þess að honum varð tíðrætt um dylgjur í fyrri grein minni get ég upplýst hann um að eina sem ég hef fengið frá Héraðsdómi Reykjavíkur um mál þetta er endurrit af dóminum sjálf- um sem allir geta fengið. Með grein þessari hyggst ég jafn- framt láta lokið umfjöllun minni um þetta einstaka mál, a.m.k. á síðum dagblaða. Hagsmunir barna sem brotaþola Brynjar Níelsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Dómur Því er ósvarað hvers vegna neitað var að koma með stúlkuna fyrir dóm, segir Brynjar Níelsson, og þar með hugsanlega fórnað mikilvægum hagsmunum hennar. TALSVERT hefur verið fjallað um staf- rænt sjónvarp í fjöl- miðlum undanfarið. Að því tilefni er ætlunin að fjalla í tveimur stuttum greinum um þá þjón- ustu sem býðst í staf- rænu sjónvarpi og þá þróun sem nú er að eiga sér stað í nágranna- löndum okkar á þessu sviði. Stafræn útsending er grunnur að ótelj- andi möguleikum Í grófum dráttum má skipta hugtakinu stafrænu (digital) sjónvarpi í þrennt þar sem það nær yfir afar ólíka notk- unarmöguleika. Í fyrsta lagi ber að nefna stafræna útsendingu á sjón- varpsefni sem er ekki gagnvirk. Í öðru lagi er um að ræða stafræna út- sendingu með bakaleið og í þriðja lagi á hugtakið við stafræna einkarás með bakaleið. Bæði stafræn útsending með bakaleið og stafræn einkarás teljast vera stafrænt gagnvirkt sjón- varp þar sem notendur geta með bakaleiðinni stýrt þeirri þjónustu sem þeir þiggja. Grunnurinn að því að geta boðið hundruð sjónvarpsrása, að geta leigt kvikmyndir, hlustað á tónlist að vild, geta spilað sjónvarpsleiki við aðra sjónvarpsnotendur og vafrað um Int- ernetið svo eitthvað sé nefnt, er að út- sendingar sjónvarps verði stafrænar. Eins og kunnugt er ekkert fyrir- tæki að bjóða íslenskum notendum stafrænt sjónvarp nú og eru allar sjónvarpsstöðvarnar sendar út hlið- rænt (analogue). En til að hægt sé að bjóða gagnvirkt sjónvarp þarf að byggja upp stafrænt dreifikerfi sem getur verið hvort heldur þráðlaust eða gegnum leiðara, t.d. ljósleiðara. Enn fremur þurfa notendur að fá sér- stakan endabúnað sem tengist sjón- varpstækinu til að geta tekið á móti útsendingum stafræns sjónvarps og horft á það á núverandi hliðrænum sjónvarpstækjum. Stafrænt sjónvarp er ekki það sama og gagnvirkt sjónvarp Stafræn útsending þarf ekki að vera gagnvirk. Í sinni einföldustu mynd verða engar breytingar á notk- unarmöguleikum þar sem allt staf- rænt sjónvarp býður ekki upp á gagnvirkni. Stafræn útsending býður hinsvegar upp á meiri nýtingu á tíðni- sviði sem þýðir fleiri sjónvarpsstöðv- ar fyrir notendur. Þar sem tíðnisvið í lofti er takmörkuð auðlind er hægt að fjölga sjónvarpsstöðvum og senda út 4–8 stafrænar sjónvarpsrásir fyrir hverja hliðræna rás sem send er út í dag. Þar sem skortur er nú á tíðni fyrir sjónvarpsútsendingar í lofti skapar stafræn útsending því mögu- leika á fleiri sjónvarpsrásum. Þannig geta ný fyrirtæki komist inn á mark- aðinn og þær sjónvarpsstöðvar sem nú dreifa sjónvarpsefni hafa mögu- leika á að fjölga sjónvarpsrásum. Notendur stafræns sjónvarps í ein- földustu mynd geta því fengið aðgang að fleiri sjónarpsstöðvum. Stafræn útsending með bakaleið Þar sem mikill kostnaður fylgir því að byggja upp stafræn dreifikerfi auk þess sem kostnaður fylgir endabún- aði notenda hefur áhersla verið lögð á stafrænt gagnvirkt sjónvarp sem býður upp á mun meiri möguleika en aðeins fjölgun sjónvarpsrása. Í gróf- um dráttum má segja að stafrænu gagnvirku sjónvarpi megi skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða stafræna útsendingu með bakaleið og hinsvegar stafræna einkarás með bakaleið. Stafræn útsending getur t.d. verið DVB-T („Digital Video Broadcast-Terrestrial“) eða gervi- hnattasendingar. Endabúnaðurinn gerir notendum kleift að velja úr því efni sem í boði er og er bakaleiðin er venjulega annaðhvort í gegnum síma eða kapal. Einnig má nefna þráðlaust símasamband, t.d. GSM sem hugsan- lega bakaleið. Stafræn útsending býður upp á mikinn fjölda sjónvarpsrása þar sem notendur geta valið að horfa á það efni sem þar er í boði. Með því að nýta sér bakaleiðina getur þjónustu- fyrirtæki stóraukið þjónustu sína með því að t.d. selja aðgang að kvik- myndum sem sýndar eru á ákveðnum tímum á sérstökum kvikmyndarás- um, bjóða bankaþjónustu í sjónvarpi, auk þess sem hægt er að bjóða ýmiss konar leiki, íþróttaútsendingar þar sem áhorfendur velja sjónarhorn og margt fleira. En þar sem slík stafræn útsending er háð takmörkuðu tíðni- sviði er um að ræða takmarkað fram- boð á efni. Stafræn einkarás með bakaleið Stafræn einkarás er frábrugðin stafrænni útsendingu að því leyti að fjarskiptaleiðir eins og ljósleiðari, xDSL (tækni sem eykur bandbreidd á símavírnum) og kapall bjóða upp á það mikla bandbreidd til hvers not- anda að hann getur valið klæðskera- sniðna sjónvarpsdagskrá fyrir sig. Framboð á efni er því ekki háð ákveðnu tíðnisviði heldur flutnings- getu fjarskiptaleiðarinnar. Munurinn er því sá að notendur geta valið sér sjónvarpsefni, svo sem kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leiki eða tónlistar- myndbönd af miðlara á rauntíma og má því í raun tala um rafræna mynd- banda-, tónlistar- og leikjaleigu sem getur hýst gríðarlegt magn af efni. Slík rafræn leiga gefur áhorfendum kost á að greiða aðeins fyrir það efni sem þeir vilja horfa á. Sjónvarpsnot- endur geta því sjálfir valið og stýrt á hvað þeir horfa og hvenær. Sjón- varpsefnið er aðgengilegt notendum í ákveðinn tíma og hafa þeir innan þess tíma fulla stjórn á efninu. Not- endur geta því spólað fram og til- baka, sett í bið eða stöðvað mynd- efnið. Þar sem sjónvarpsmiðlun sem þessi er ekki háð tíðnitakmörkunum er möguleikt að veita ýmiss konar sérhæft efni sem ekki höfðar til fjöldans, s.s. fræðslu- og kennsluefni eða sjónvarpsrásir og kvikmyndir frá ólíkum menningarsvæðum. Í næstu grein verður fjallað um þróun í stafrænu sjónvarpi í ná- grannalöndum okkar en í erlendum fjölmiðlum hefur verið talað um gagnvirkt sjónvarp sem næstu tæknibyltingu Evrópu þar sem Evr- ópuþjóðir munu verða leiðandi í þró- uninni. Stafrænt gagn- virkt sjón- varp og nýir möguleikar I Davíð Gunnarsson Sjónvarp Bæði stafræn útsending með bakaleið og stafræn einkarás teljast vera stafrænt gagnvirkt sjónvarp, segja Elfa Ýr Gylfadóttir og Davíð Gunnarsson, þar sem notendur geta með bakaleiðinni stýrt þeirri þjónustu sem þeir þiggja. Elfa Ýr er yfirmaður viðskiptamótunar og Davíð er tæknistjóri hjá GMi Digital. Elfa Ýr Gylfadóttir þurft að grípa til ráðstafana í sam- keppnismálum sem ganga gegn hagsmunum neytenda. Vissulega fara áherslur þó oft saman. Að efla Neytendasamtökin Ljóst er að neytendasvið Sam- keppnistofnunar verður flutt yfir til umboðsmanns neytenda verði farið að tillögum Neytendasamtakanna. Embætti umboðsmanns neytenda verður því ekki dýrt fyrir samfélag- ið. Það myndi hins vegar styrkja stöðu neytenda verulega og um leið allt atvinnulífið. Þótt Neytendasamtökin séu byggð upp sem áhugamannasamtök, eins og Sigurður bendir á í grein sinni, hafa þau byggt upp faglega og öfluga þjónustu við félagsmenn sína og raunar alla neytendur. Þetta hef- ur tekist vegna þess hve stór hluti neytenda hefur séð ástæðu til þess að vera félagsmenn í samtökunum, enda eru þau hlutfallslega fjölmenn- ustu neytendasamtök í heimi ásamt systursamtökum sínum í Hollandi. Það hljómar ekki illa en sá hængur er þó á að Íslendingar eru fámenn þjóð og þótt Neytendasamtökin séu fjölmenn miðað við íbúafjölda vantar enn verulega uppá að þau séu nægi- lega fjölmenn til þess að geta aðstoð- að neytendur sem skyldi og talað máli þeirra af nægilegum krafti. Starfið byggist nefnilega að mestu á félagsgjöldum almennra neytenda og þau eflast því með hverjum nýjum félagsmanni. Til upplýsingar má geta þess að árgjaldið er aðeins 2.950 krónur en fyrir þá upphæð fá félags- menn margvíslega þjónustu sem öðrum stendur ekki til boða án end- urgjalds. Má þar til dæmis nefna að- gang að leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustunni, Neytendablaðið, aðgang að niðurstöðum margvís- legra kannana og margt fleira. Neytendamál Ég get tekið undir það með Sigurði Jónssyni, segir Jóhannes Gunnarsson, að leið- beininga- og kvört- unarþjónusta er að mörgu leyti í ágætum farvegi hér á landi þótt talsvert vanti enn uppá að stjórnvöld við- urkenni fjárhagslega ábyrgð sína á rekstri þjónustunnar. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.