Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hallur Símonar-son fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 21. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurást (Ásta) Hallsdóttir, f. 15. maí 1895 á Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, d. 8. júní 1973, og Símon Sveinbjörns- son skipstjóri, f. 22. mars 1881 á Innra-Hólmi í Innri-Akranes- hreppi, d. 7. júlí 1935. Símon og Ásta eignuðust fimm syni, Krist- ján stýrimann, f. 21.10. 1920, d. 5.8. 1955, kvæntur Herdísi Símon- ardóttur; Gunnar loftskeytamann, f. 3.8. 1923, d. 21.5. 1953, kvæntur Elínu Runólfsdóttur; Kára, f. 26.7. 1930, dáinn á fyrsta ári, og Símon framkvæmdastjóra, f. 24.9. 1933, var kvæntur Eddu Finnbogadótt- ur, þau slitu samvistir. Síðari kona hans er Kristín María Magnúsdótt- ir. Þá átti Hallur tvær hálfsystur, Sigríði Ágústu Dórótheu, f. 8.1. 1908, d. 9.12. 1992, dóttur Sigríðar Jónsdóttur, f. 25.10. 1887, d. 9.1. 1908, og Svövu, f. 2.8. 1917, dóttur Þóru Guðlaugar Þórarinsdóttur, f. 8.10. 1893, d. 16.3. 1929. Hallur kvæntist 24.12. 1947 Stefaníu Runólfsdóttur, f. 6.6. 1923 á Öndverðarnesi í Neshreppi á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Runólfur J. Dagsson, bóndi á Öxl í Breiðavíkurhreppi og síðar sjómaður á Sandi, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Börn þeirra eru: 1) Símon Hallsson, borgarendurskoðandi í Reykjavík, f. 2.7. 1946, maki Anna Eyjólfs- dóttir myndlistarmaður. Börn þeirra eru Eyjólfur arkitekt, f. 2.10. 1965, kvæntur Adriönnu Bandosz, börn þeirra eru Daníel Thor, f. 31.5. 1996, og Natalia kvæntur Helenu Rúnarsdóttur, börn Alexander, f. 14.10. 1990, og Lísa Rún, f. 2. ágúst 1994. 4) Ásta Ingibjörg Hallsdóttir leikskóla- kennari, f. 13.1. 1953, gift Bene- dikt Ólafssyni sjóntækjafræðingi, börn þeirra eru Hugborg Erla, f. 12.2. 1981, Ólafur, f. 1.5. 1984, og Anna Lísa, f. 1.9. 1990. 5) Heba Hallsdóttir framkvæmdastjóri, f. 22.1. 1958. M I. Arnbergur Þor- valdsson, slitu samvistir, dóttir Hulda Soffía, f. 6.1. 1978. M II. Jón Salómon Bjarnason framkvæmda- stjóri, börn Hallur Símon, f. 12.8. 1987, og Apríl Sól, f. 18.9. 1988. 6) Hulda Guðrún, danskennari og flugfreyja, f. 12.3. 1960. 7) Stein- þór Einarsson, skrúðgarðyrkju- meistari, f. 15.1. 1952, ættleiddur. K. I. Katrín Sigurrós Óladóttir, skildu, dóttir Lilja Kolbrún, gift Bjarna Sveinssyni, dóttir Katrín Alda, f. 9.9. 1996. K. II Sylvie Nellie Marie Primel, börn Elsa Nadsja, f. 7.3. 1993, Máni Emeric, f. 22.10. 1997. Áður átti Sylvie dóttur, Ganaelle, f. 14.12. 1979. 8) Birna verkfræðingur, f. 24.12. 1966, maki Gunnar Örn Sigurðs- son, börn Bergsteinn, f. 16.4. 1991, og Kári f. 1.8. 1996. Eftir nám í Ágústarskólanum í Reykjavík og tónlistarnám varð Hallur kunnur íþróttamaður, handhafi Íslandsmeta á gullöld frjálsra íþrótta, fyrirliði fyrsta Ís- landsmeistaraliðs Víkings í hand- knattleik 1946 og lék á kontra- bassa í fyrsta KK-sextettinum sem stofnaður var árið 1947. Hann var um langt árabil í fremstu röð bridgespilara, margfaldur Ís- landsmeistari og landsliðsmaður og jafnframt liðtækur skákmaður. Hann var varaformaður Víkings 1944–47 og sæmdur gullmerki félagsins. Árið 1948 hóf hann störf á dagblaðinu Tímanum og starfaði við blaðamennsku í rúm fimmtíu ár. Hann var einn af stofnendum samtaka íþróttafréttamanna og var sæmdur heiðursmerki alþjóða- samtaka íþróttafréttamanna 1974. Hallur var heiðursfélagi í Blaða- mannafélagi Íslands og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 3. Útför Halls verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Anna, f. 23.12. 1998; Hallur rekstrarfræð- ingur, f. 29.9. 1967, barnsmóðir Anna Sig- urbjörg Þórisdóttir, slitu samvistir, dætur Tinna Lind, f. 26.10. 1990, og Embla Sigur- ást, f. 30.1. 1993, sam- býliskona Magnea Lena Björnsdóttir, dóttir Irena Huld, f. 31.1. 2000; Guðrún kennaranemi, f. 8.4. 1971, gift Ólafi Erni Jónssyni kerfisfræð- ingi, börn Anna Margrét, f. 2.12. 1994, Bjarki Már, f. 27.6. 1996, og Hildur Ósk, f. 6.5. 1998. 2) Valgarður Ómar veitinga- maður, f. 17.3. 1948. K I. Erla Traustadóttir, skildu, dóttir Sig- rún Heba húsmóðir, f. 1.1. 1972, gift Arnari Grétarssyni, atvinnu- manni í knattspyrnu, börn Sigurð- ur Örn, f. 8.5. 1991, og Saga Lind, f. 31.1. 1999. Áður átti Erla Trausta Ívarsson sölumann, f. 4.11. 1962. K II. Ruth Ragnars- dóttir, skildu, börn þeirra eru Stefanía leiklistarnemi, f. 4.9. 1976, dóttir Júlíana Frederiksen, f. 10. maí 1996; Ómar Björgvin sölumaður, sonur Nicolai, f. 21.2. 2001; og Hilmir Þór, f. 8.5. 1985. Áður átti Ruth Rakel Þóru Matth- íasdóttur veitingamann, f. 10.10. 1970, barn Daníel Hauksson, f. 16.7. 1991. Barnsmóðir Hildur Björnsdóttir, sonur Björn Róbert, f. 17.10. 1979. Barnsmóðir Hrönn Geirlaugsdóttir, sonur Freyr Óm- arsson, f. 1.1. 1987. 3) Hallur fram- kvæmdastjóri, f. 8.5. 1951, kvænt- ur Jórunni Lísu Kjartansdóttur stjórnarráðsfulltrúa, börn þeirra eru Arnar Hallsson tæknifræðing- ur, f. 28.9. 1972, kvæntur Guðnýju Steinunni Jónsdóttur líffræðingi, dóttir Valdís Birta, f. 3.8. 1993; og Hallur Már, nemi í félagsvísinda- deild Háskóla Íslands, f. 17.12. 1978. Áður átti Lísa Kjartan Andr- ésson kaupmann, f. 18.4. 1970, Það er kominn tími til að kveðja. Faðir minn, Hallur Símonarson, er látinn í Reykjavík eftir stutt veikindi á Landspítalanum í Fossvogi. Eng- inn má sköpum renna. Hann hafði gengist undir aðgerð í kviðarholi en fékk heilablæðingu og lést rúmum sólarhring síðar án þess að komast til meðvitundar. Fráfall Halls Sím- onarsonar var óvænt. Hann hafði verið ferskur til huga og handar fram á síðasta dag. Að leiðarlokum langar mig til að færa fram kveðju því hann var miklu meira en faðir. Undir hans leiðsögn steig ég mín fyrstu skref í blaða- mennsku. Það er aldarfjórðungur síðan. Ég var kennari við Héraðs- skólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og var að huga að ferð suður á ný. Faðir minn hringdi. Hann stóð í ströngu. Hörð átök voru á íslenskum blaðamarkaði – átök á Vísi. Flestir starfsmenn höfðu ákveðið að söðla um og stofna nýtt blað, Dagblaðið – frjálst og óháð. Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn Eyjólfsson útgef- andi voru í brúnni og ekki er ofmælt að Hallur Símonarson hafi verið lyk- ilmaður. Þeir voru að brjóta blað í fjölmiðlun á Íslandi. Vildi ég vera með? Þetta var einstakt tækifæri sem ég greip tveimur höndum, kornung- ur og reynslulaus. Þetta var bylting! Hver vill ekki taka þátt í byltingu? Ég dreif mig suður, fór í fylgd föður míns á heimili Jónasar á Seltjarn- arnesi. Það var eins og að koma inn á herráðsfund í miðri orrustu, menn skeggræddu saman í krókum og kimum, allt var á tjá og tundri. Ég var kallaður til Jónasar. Örlög mín voru ráðin.Ég var tekinn í áhöfn á nýju blaði, Dagblaðinu – það var frjálst og óháð! Í áhöfn Dagblaðsins var einvalalið. Margir bestu blaðamenn landsins. Við skynjuðum allir að um sögulegan viðburð var að ræða. Jónas Krist- jánsson, Hallur Símonarson, Jón Birgir Pétursson, Bragi Sigurðsson, Haukur Helgason, Atli Steinarsson, Anna Bjarnason, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, Erna Ingólfsdóttir, Ómar Valdimarsson, Helgi Péturs- son, Ásgeir Tómasson og Bolli Héð- insson. Bjarnleifur Bjarnleifsson og Björgvin Pálsson munduðu linsu, Ásgeir Hannes Eiríksson stýrði aug- lýsingum, Jóhannes Reykdal útliti, Þráinn Þorleifsson fjármálum, Már Halldórsson dreifingu, Sveinn Eyj- ólfsson framkvæmdastjórn. Viðtökur fólksins í landinu voru með ólíkindum þegar Dagblaðið kom út 8. september 1975. Prentuð voru 32 þúsund eintök. Þau seldust upp á tveimur klukkustundum! Óli blaða- sali Þorvaldsson seldi 500 eintök á rúmri klukkustund. Í Austurstræti hópaðist fólk saman til þess að taka á móti nýju blaði. Öngþveiti skapaðist við afgreiðslu DB. Landsmenn tóku Dagblaðinu opnum örmum. Og þarna var ég, reynslulaus og fákunnandi. Mín gæfa er að faðir minn leiddi mig inn í heim blaða- mennskunnar. Hann kenndi mér, leiðbeindi og vandaði um ef þurfti. Og þess þurfti! Daglegt amstur tók við. Næstu fjögur ár var ég í læri á Dagblaðinu hjá föður mínum og vin- um. Það var góður tími og lærdóms- ríkur. Þá lá leiðin á Morgunblaðið. Mér bauðst að fara til starfa á því góða blaði. Faðir minn hvatti mig eindregið og ég lét slag standa. Það voru gæfuspor. Matthías Johannes- sen og Styrmir Gunnarsson héldu áfram kennslu föður míns. Hann fylgdist ávallt vel með. Rúmum ára- tug eftir að hann kallaði mig til starfa á DB lá leið mín á sjónvarp. Við ræddum saman um fréttir og viðburði. Engan mann þekki ég sem fylgdist betur með fréttum en hsím. Það voru einmitt einkennisstafir hans – hsím. Hann lét af störfum hjá DV á síð- astliðnu ári. Þá tók hann fram spilin á ný. Það var eins og við manninn mælt. Með Ísaki Erni Sigurðssyni varð hann hlutskarpastur í hverju mótinu á fætur öðru á vegum Bridgesambandsins. Hann var ein- stakur afreksmaður. Hallur Símon- arson var fyrsti fyrirliði Íslands- meistara Víkings í handknattleik 1946 með köppum eins og Bjarna Guðnasyni, Sveinbirni Dagfinnssyni, Ólafi Ólafssyni, Einari Jóhannes- syni, Guðmundi Steinbach, Haraldi Gíslasyni, Árna Árnasyni og Hirti Hjartarsyni. Hann var varaformað- ur Víkings á unglingsárum sínum í formennskutíð Brands Brynjólfs- sonar, fyrsta fyrirliða íslenska lands- liðsins í knattspyrnu. Íslandsmethafi fyrir ÍR á gullöld frjálsra íþrótta fyr- ir 1950 í boðhlaupum með Hauki Claussen, Finnbirni Þorvaldssyni og Kjartani Jóhannssyni. Með æskuvini sínum, Svavari Gests og Kristjáni HALLUR SÍMONARSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur                                !  !"##    ! " #" $$    %!## & ' " #" $$  ()   # !&"  " ##   % #" $$   *( " $$ + $                  % *, -.   / 0  *" # 12 3#%!     &' ()     !  ! ## *       +   +       , % ) '  4 #$!*() #" $$  % *() ##   5   ##  6" *() ## * &"*() #" $$  &   ##  ' #" $$   * 7(  & ## -&3#$8&3#" $$    & ## 5 () &* &" $$  & &   & ## '  8&3#" $$ + $    -       9      : $      '  .        !  !"## 9 :"## 8 ! #$ #" $$  -#$() &9 #" $$  :" 9 ## 9!#:"## &  #$" " + $     )           * 9 / ; /8    3%! %&<     .  /)    +   0  (        /)   !## 1    , %2%%   3   ) " 9& $## * 7() "#" $$  * & .## :" ) "##  ! :"#" $$  $) "## 9 ! =+) "##    #" $$   ) &  ) + $                   *, >/4 0  4 /) 4   +    0  &  0""&  #" $$  >  *() ## & 3 :#" $$  0""&  *() ## > 7 ?:"#" $$  ()" $ *() ## & !  &  " $$  *() &  *() ## 5 () &*() #" $$  $$  ##  '  *() #" $$  0$$  ## '  *() #" $$  9"" '" *() #" $$   ) &  ) +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.