Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ ár eru liðin frá því að viðræður, sem miðuðu að því að afstýra stríði í Kosovo, fóru út um þúfur. Stjórn Slobodans Milosevic notaði þá her- menn, sem safnað hafði verið saman, til að hefja hamslausar þjóðernis- hreinsanir og manndráp. Atlants- hafsbandalagið (NATO) hóf síðan sprengjuárásir sínar, sannfært um að öryggi í Evrópu byggðist á friði á Balkan-skaga. Nú, tveimur árum síðar, eru blik- ur á lofti um að ný hrina átaka sé að hefjast á Balkan-skaga. Átökin hafa stigmagnast í norðurhluta Make- dóníu og Vesturlönd þurfa að bregð- ast skjótt við til að tryggja friðsam- lega sambúð þjóðarbrotanna í landinu. Hik eða tafir frammi fyrir æ erfiðari vandamálum Makedóníu myndu aðeins gera illt verra; sem stendur er NATO eina stofnunin sem getur með áhrifaríkum hætti stuðlað að viðræðum í stað átaka. Friðargæslulið Sameinuðu þjóð- anna, KFOR, og NATO þurfa að koma á nánu samstarfi við stjórn Makedóníu til að stöðva straum vopna og skæruliða yfir landamærin. Við verðum að gera stjórn Make- dóníu fulla grein fyrir því að einnig verður fylgst grannt með gerðum hennar. Valdbeiting ein og sér leysir ekki vandamálin, heldur gerir þau erfiðari úrlausnar. Til lengri tíma litið felst lausnin í því að stjórn Makedóníu láti ekki nægja að segjast ætla að bæta hag albanska minnihlutans heldur fylgi því eftir í verki. Umræða þarf að hefjast án tafar á þingi Makedóníu um stjórnlagalega stöðu albanskra íbúa landsins. Brýn nauðsyn er á að gefa meiri gaum að rót vandamál- anna meðal makedónskra Albana – mennta-, heilbrigðis- og húsnæðis- málunum og efnahagslegum tæki- færum þeirra. Þjóðir heims geta að- stoðað Makedóníumenn í þeim efnum og ættu að gera það. Síðar á árinu á að hefja umdeilt manntal í Makedóníu. Þjóðir heims ættu að hafa eftirlit með þessu manntali til að tryggja að það verði sanngjarnt og nái til allra sem líta á Makedóníu sem heimaland sitt. Albanar í Makedóníu hafa raun- verulega ástæðu til að vera óánægð- ir. Víðtækari vandi, sem hefur valdið ófriði í Suður-Serbíu og Kosovo, hef- ur einnig kynt undir óánægjunni og hann felst í því hversu hægt hefur miðað að koma á raunverulegri sjálf- stjórn Kosovo. Þessi seinagangur hefur stuðlað að því að upp hefur risið ný kynslóð albanskra öfgamanna, sem gera sprengjuárásir í Kosovo, skotárásir í Suður-Serbíu og berjast í Makedón- íu. Þeir eru vopnaðir, skipulagðir og of bardagafúsir. Sem vinur Kosovo vil ég taka skýrt fram að gerðir þessara róttæklinga og allra þeirra Albana sem styðja þá skerða aðeins möguleika Kosovo til frjálsari og friðsamlegri framtíðar. Við Bandaríkjamenn og vina- þjóðir okkar í NATO þurfum að hjálpa leiðtogum Kosovo að sýna íbúum héraðsins að hófsemi, ekki of- stæki, er lykillinn að framförum. Nýir leiðtogar Kosovo og íbúar hér- aðsins þurfa að átta sig á því að NATO mun ekki skerast í leikinn aftur til að vernda þá, í þetta sinn fyrir afleiðingum gerða eigin öfga- manna. Mikil hætta er á því að rót- tækir Albanar geri nú það sem Mil- osevic er ekki lengur fær um; tendri ófriðarbál í Makedóníu og hefji þjóð- ernishreinsanir í Kosovo. Íbúar Kos- ovo verða einnig að átta sig á því að frekari átök seinka því að þeir geti tekið við stjórn eigin mála. Í stað þess að flýta sjálfstjórn Kosovo verður ofbeldi vatn á myllu þeirra sem halda því fram að héraðið sé óviðráðanlegt. Straumur uppreisnarmanna út úr Kosovo styrkir þá sem segja að Kos- ovo verðskuldi ekki vernd NATO og þá einkum Bandaríkjanna. Skærur albönsku öfgamannanna benda ennfremur til þess að aukin sjálfstjórn Kosovo leiði til stríðs í Makedóníu og sífelldra átaka við Serba fremur en stuðla að varanleg- um friði á Balkan-skaga. Þetta eru röng skilaboð. Það er þó ekki stefna okkar að kenna Kosovo-búum einum um; aðr- ir, þeirra á meðal ráðamenn í Banda- ríkjunum og öðrum NATO-ríkjum, þurfa einnig að axla ábyrgð. Friðargæsluliðið verður að koma í veg fyrir ögranir í Kosovo og með- fram landamærunum að Serbíu og aðstoða eftirlitsmenn Evrópusam- bandsins á svæðinu. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna þurfa að krefj- ast þess að Kosovo-Albanar fái sæti við samningaborðið með KFOR og stjórninni í Belgrad og stuðli að lausn sem bindi enda á átökin á svæðinu. Verði ekki brugðist við með myndugleika örvar það aðeins öfgamennina og stofnar hermönnum okkar í enn meiri hættu. Þjóðir heims verða að lokum að viðurkenna að kjarni vandans felst í töfinni á því að koma á lýðræðislegri sjálfstjórn í Kosovo og ná samkomulagi um framtíðarstöðu héraðsins. Ólíklegt er að átökin á svæðinu fjari út fyrr en Kosovo-búar taka fullan þátt í því að byggja upp eigin stofnanir. Til að koma á friði og stöðugleika í Kosovo þurfum við að efna loforð okkar og greiða fyrir kosningum til löggjaf- arsamkomu með raunveruleg völd; hraða breytingum í átt til sjálf- stjórnar; og ákveða skýra tímaáætl- un viðræðna um framtíðarstöðu hér- aðsins. Kosovo-búar verðskulda sjálf- stjórnarréttindi. Albanar í Make- dóníu og Suður-Serbíu verðskulda sanngjarna meðferð. Það er mikið hagsmunamál fyrir Bandaríkin og önnur NATO-ríki að úr þessu verði bætt snarlega. Leiðtogar Kosovo og íbúar héraðsins verða hins vegar að skilja að þeir hafa engan hag af því að tendra ófriðarbál á Balkan-skaga og það kæmi þeim sjálfum í koll. Vandamál Make- dóníu þola enga bið Reuters Makedónskur Albani skoðar rústir húss síns í þorpinu Gajre, nálægt borginni Tetovo í Makedóníu, eftir hörð átök milli makedónskra örygg- issveita og albanskra uppreisnarmanna. Þjóðir heims verða að viðurkenna að kjarni vandans felst í töfinni á því að koma á lýð- ræðislegri sjálfstjórn í Kosovo og ná sam- komulagi um framtíð- arstöðu héraðsins. eftir Wesley K. Clark Höfundur er fyrrverandi yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu og á sæti í stjórn ICG (International Crisis Group). FLUTNINGALEST hlaðin kjarn- orkuúrgangi gat loks haldið áfram för síðdegis í gær, eftir að herskáir kjarnorkuandstæðingar höfðu tafið hana í nærri sólarhring með því að festa sig kirfilega við teinana með keðjum og steinsteypu. Lögregla sagði að hótanir kjarn- orkuandstæðinga um frekari hindr- unaraðgerðir á síðasta spölnum að áfangastað – geymslustöðinni í Gorleben – yllu því að alls óvíst væri hvenær tækist að ljúka verkinu. Í gær höfðu 110 mótmælendur verið handteknir frá því á mánudag, flestir ákærðir fyrir að stefna járnbrautar- umferð í hættu. Lestin með sex svokölluðum Ca- stor-gámum, sem sérhannaðir eru til flutninga á kjarnorkuúrgangi, hafði beðið í 15 tíma á lestarstöð í smá- bænum Dahlenburg á meðan lög- regla beitti loftpressubor og stór- virkum klippum til að losa fimm ungmenni sem höfðu í fyrrinótt fest sig við teinana á leiðinni að endastöð- inni Dannenberg en þar átti að færa Castor-gámana yfir á vörubíla sem flyttu þá síðustu 25 km leiðarinnar til Gorleben við Saxelfi. „Við höfum tíma og látum ekkert slá okkur út af laginu,“ sagði talsmaður lögreglunn- ar, en yfir 20.000 lögreglumenn hafa tekið þátt í öryggisgæzlu vegna hinna umdeildu flutninga á leifum kjarnorkueldsneytis úr þýzkum kjarnorkuverum sem var endurunn- ið í endurvinnslustöð í Norður- Frakklandi. Í Þýzkalandi er engin endurvinnslustöð fyrir notað kjarn- orkueldsneyti. Málið er neyðarlegt fyrir ríkis- stjórn jafnaðarmanna og græningja en umhverfisráðherrann, græning- inn Jürgen Trittin, tók á árum áður sjálfur virkan þátt í mótmælaað- gerðum vegna fyrri flutningaferða þýzks kjarnorkuúrgangs. Strax eftir að græningjar komust í ríkisstjórn haustið 1998 bannaði stjórnin þessa flutninga á þeim grundvelli að þeir væru of hættulegir en hún varð að bakka með það eftir að Frakkar juku þrýsting á þýzku stjórnina að standa við gerða samninga um að taka við hinum geislavirka úrgangi sem tek- inn var að hrannast upp í endur- vinnslustöðinni í La Hague, nærri hafnarborginni Cherbourg. Þaðan lagði Castor-lestin af stað á mánu- dag og átti farmurinn samkvæmt áætlun að vera kominn til Gorleben í gær. Vilja gera flutningana óverjandi dýra Trittin ver flutningana nú með þeim rökum, að þeir séu liður í samn- ingum stjórnarinnar við rekstrar- aðila hinna 19 kjarnorkuvera Þýzka- lands um að loka þeim öllum á næstu 20-25 árum. Gera áætlanir stjórnar- innar ráð fyrir tveimur Castor-flutn- ingaleiðöngrum til Gorleben á ári næstu árin. Er yfirlýst markmið kjarnorku- andstæðinga að valda því með mót- mælaaðgerðum sínum að flutning- arnir verði svo dýrir, bæði pólitískt fyrir stjórnina og í peningum talið vegna hinnar umfangsmiklu örygg- isgæzlu, að stjórnmálamennirnir sjái sér ekki stætt á öðru en að sjá til þess að þeim verði hætt og þýzku kjarnorkuverunum lokað fyrr en um hefur verið samið. Mótmælendum tekst að tefja kjarnorkuflutninga Lögregla beitir loftpressubor og klippum til að fjarlægja mótmælendur AP Mótmælendur, með handlegg- inn fastan í steypu á járnbraut- arspori, veifa til fréttamanna. Dannenberg, Dahlenburg. AFP, Reuters. Ármúla 21  108 Reykjavík Sími 533 2020  Bréfsími 533 2022 Líttu á verðið Handklæða- ofnar Nuddsturtuklefi m. hitastilltu blöndunartæki kr. 99.990 stgr. Rain Adria Sturtuhorn 70-80 cm verð frá kr. 18.951 80-90 cm verð frá kr. 19.690 Ketch Baðkarshliðar 2 einingar 120 cm plast kr. 7.990 stgr. Hert gler kr. 11.280 stgr. 3 einingar 140 cm plast kr. 9.025 stgr. Hert gler kr. 13.330 stgr. 76,5x60 kr. 12.685 stgr. 120x60 kr. 15.835 stgr. 181x60 kr. 23.486 stgr. Orion door Baðkershurð 165-170 cm, verð kr. 19.361 stgr. 170-175 cm, verð kr. 22.744 stgr. Gafl kr. 7.886 stgr. Zenith 70-112 cm rennihurðir verð frá kr. 17.105 stgr. 68-90 cm hliðar, verð frá kr. 10.463 stgr Hert gler Segullokun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.