Morgunblaðið - 04.04.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.04.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 23 Apotheker SCHELLER N A T U R K O S M E T I K SUÐUR-KÓRESKA utanrík- isráðuneytið mótmælti í gær formlega samþykki japönsku stjórnarinnar á kennslubókum í sögu, og sagði þær innihalda „rangfærslur“ um grimmdarverk Japana á stríðstímum. Í yfirlýsingu suður-kóreska ut- anríkisráðuneytisins segir að þar- lendum stjórnvöldum þyki „ákaf- lega miður“ að Japanar skuli hafa lagt blessun sína yfir þessar umdeildu bækur, sem önnur ná- grannaríki í Asíu hafa fordæmt og sagt þær hvítþvo aðgerðir Japana í seinni heimsstyrjöldinni. Bækurnar eru ætlaðar fyrstu- bekkingum í menntaskólum og segir í yfirlýsingu Suður-Kóreu- manna að bækurnar „innihaldi enn réttlætingu og fegrun á fyrri misgjörðum Japana, á forsendum sjálfhverfrar túlkunar á sögunni“. Ekki minnst á kynlífsþrælkun Suður-kóresk stjórnvöld kvarta yfir því að í japönsku bókunum sé ekki minnst á að japönsk yfirvöld hafi hneppt asískar konur í kyn- lífsþrælkun á stríðsárunum. Choo Kyu-Ho, sá starfsmaður ráðuneyt- isins sem sér um málefni er varða Japan, sagði aftur á móti að það væri of snemmt að segja að þetta væri það eina sem athugavert væri við bækurnar. Suður-kóreska stjórnin kemur saman til aukafundar í dag til þess að ræða hvernig hægt sé að bregðast við málinu, að sögn Choo. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap sagði að stjórnin myndi væntanlega hvetja Japana til að endurskoða bækurnar, fresta opnun markaða fyrir japanskar menningarvörur eða kalla heim sendiherra Suður-Kóreu í Tókýó. Mótmæla kennslubókum Reuters Park Du-ri, 78 ára gömul suður-kóresk kona, við minnismerki um þján- ingar kóreskra kvenna í síðari heimsstyrjöld. Park var ein þriggja kvenna sem voru neyddar til að veita japönskum hermönnum kynlífs- þjónustu og dæmdar voru bætur fyrir það í sögulegum dómi í fyrra. Æðri dómstóll í Hiroshima hnekkti þessum dómi sl. fimmtudag. Skortur á umfjöllun um kynlífsþrælkun kvenna í Asíulöndum sem hernumin voru af Japönum í síðari heimsstyrjöld er meðal atriða í nýjum japönsk- um skólabókum sem reitt hafa Kóreubúa til reiði. Seoul. AFP. ÁKVÖRÐUN Tony Blairs forsætis- ráðherra um að fresta væntanlegum kosningum í Bretlandi vegna gin- og klaufaveikifaraldursins hefur vakið margvísleg viðbrögð. Bændur fagna frestuninni en ýmsir liðsmenn Verkamannaflokksins, þ.á m. ráð- herrar í ríkisstjórninni, voru ekki hlynntir frestuninni. Bresk dagblöð, sem eru á vinstri væng stjórnmála, benda á það að dyggustu stuðnings- mönnum flokksins finnist lítið til ákvörðunarinnar koma auk þess sem bent hefur verið á að Verkamanna- flokkurinn sækir ekki fylgi sitt í sveitir landsins. Íhaldsflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt að kosn- ingunum hafi ekki verið frestað um óákveðinn tíma. Margir ráðherrar í ríkisstjórn Blair ráðlögðu honum að fresta ekki sveitarstjórnarkosningunum til 7. júní en talið er fullvíst að þá muni þingkosningar einnig fara fram. Þegar Blair tilkynnti um frest- unina í fyrradag sagði hann að með því að fresta kosningunum væri leit- ast við að sameina hagsmuni þeirra sem styðja ríkisstjórnina og þeirra sem eru henni andvígir. Bændur fögnuðu mjög ákvörðuninni en leið- togar þeirra höfðu lýst yfir áhyggj- um sínum af því að Blair gæti ekki beitt sér að fullu í aðgerðum gegn gin- og klaufaveiki ef kosningar væru í nánd. Ben Gill, forseti bresku bændasamtakanna, sagði í samtali við breska ríkissútvarpið, BBC, „lífsnauðsynlegt að ekkert truflaði baráttuna gegn gin- og klaufaveiki“. Skoðanakannanir sýna einnig að meirihluti kjósenda er hlynntur frestuninni. Í skoðanakönnun sem The Guardian birti í gær styður meirihluti aðspurðra frestunina, einnig á meðal kjósenda Verka- mannaflokksins. En margir sem tengjast Verkamannaflokknum hafa gagnrýnt frestunina og benda á að þeir sem hún friðar tilheyri ekki hefðbundnum stuðningshópi Verka- mannaflokksins. „Eins og málin standa núna þá munu þeir sem horn hafa í síðu Blair ... segja að forsætis- ráðherrann hafi enn einu sinni leiðst af réttri braut vegna skorts á öryggi eða vegna löngunar sinnar til að falla í kramið,“ sagði í leiðara The Guard- ian. Fréttaskýrandi AFP bendir á að samflokksmenn Blair líti þann eig- inleika forsætisráðherrans að höfða til breiðs hóps kjósenda ekki endi- lega jákvæðum augum. Margir með- limir flokksins séu lítt hrifnir af til- burðum Blair til að höfða til kjósenda úr röðum millistéttarinnar. Sú stefna hafi löngum leitt til þess að hefðbundnum markmiðum vinstri- manna hafi verið kastað fyrir róða. Íhaldsmenn, sem hafa verið ein- dregnir fylgismenn frestunarinnar, voru fljótir til að gagnrýna Blair fyr- ir skort á stefnufestu. Talsmenn ferðaþjónustunnar eru hins vegar á öðru máli og segja frek- ari frestun muni hafa enn neikvæð- ari áhrif en orðið er. Margvísleg viðbrögð við ákvörðun Blair Bændur fagna kosningafrestun London. AFP, The Daily Telegraph.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.