Morgunblaðið - 04.04.2001, Síða 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOKSINS hafði ein-
hver kjark í sér til þess
að sprengja bóluna um
Kyoto-bókunina, til-
raun skriffinna Sam-
einuðu þjóðanna, Evr-
ópusambandsins og
umhverfishreyfing-
anna til að koma al-
heimshöftum á elds-
neytisnotkun og þar
með iðnvæðingu og at-
vinnuþróun. Það kom í
hlut Bandaríkjanna að
slá hræðsluherferðina
um „loftslagsbreyting-
ar af mannavöldum“
af. Þetta eru gleðifrétt-
ir fyrir Íslendinga, sér-
staklega þó framtíðar landsmenn
þar eð þessir svokölluðu loftslags-
samningar, sem Kyoto-bókunin
hefði getað fætt af sér, hefðu fyrr
eða síðar sett höft á þróun byggðar
á Íslandi og reyndar líka um allan
heim.
Vísindalegan
grundvöll vantar
Kenningin um upphitun loftslags
af mannavöldum er aðeins kenning,
það hefur ekki verið hægt að sanna
hana. Margumtöluð tölvulíkön hafa
hvað eftir annað reynst gagnslaus
við að spá fyrir um loftslag. Helstu
kenningar og „rannsóknaniðurstöð-
ur“ um aukinn hita, meiri óveðra-
tíðni, hækkandi sjávarstöðu eða
bráðnun jökla af mannavöldum hafa
verið hraktar, þótt ekki sé hægt að
sjá það í fjölmiðlunum sem hafa
gagnrýnislaust dreift áróðri um-
hverfisöfgaiðnaðarins. Sveiflur sem
orðið hafa á loftslagi er hægt að
skrifa á reikning náttúruaflanna
sjálfra. Er þar aðallega á ferðinni
hitagjafi jarðarinnar, sólin.
Þáttur Sameinuðu þjóðanna í
Kyoto-málinu er einkennilegur. Það
er umhugsunarefni hvernig þessi al-
þjóðasamtök þjóðríkja geta orðið
leiksvið umhverfisöfga. Það er líka
eftirtektarvert hvernig svokallaðar
„vísindaniðurstöður“ hafa verið not-
aðar af nefndum á vegum Samein-
uðu þjóðanna til þess að villa um
fyrir almenningi sem ekki hefur að-
gang að hlutlausum upplýsingum.
Kostir
koltvísýringsins
Efnahagur margra jarðarbúa hef-
ur batnað vegna meiri uppskeru síð-
ustu áratugina. Ástæðan fyrir þessu
er meðal annars að koltvísýrings-
magnið í loftinu hefur aukist
(hversu mikið af völdum manna og
hversu mikið sem afleiðing aukins
sólarstyrks veit enginn). Koltvísýr-
ingurinn er í örlitlu magni í and-
rúmsloftinu, aðeins tæplega 0,04%,
en hann er samt eina fæðan sem
jarðarbúar hafa, gróðurinn og þar
með dýr og menn. Öll næring jarð-
arbúa er búin til úr honum. Þegar
magnið í lofthjúpnum eykst vex
uppskeran, sérstaklega á köldum
eða þurrum svæðum. Það eru ekki
miklar líkur á að koltvísýringurinn
aukist mikið þar eð gróðurinn tekur
því meira til sín sem meira er af
koltvísýringi í loftinu. Jörðin býr yf-
ir jafnvægiskerfi sem jafnar sveiflur
í koltvísýringnum. Þessar sveiflur
hafa reyndar verið tröllauknar í
jarðsögunni, sveifla síðustu aldar er
smáfiðringur miðað við þær. Menn-
irnir framleiða aðeins
brot af því sem jörðin
sjálf framleiðir af
koltvísýringi, jafnvæg-
ið í hringrásinni getur
lítið raskast af manna
völdum. Og ef koltví-
sýringurinn reynist
geta varið jörðina
kólnun yrði það mikill
akkur fyrir fólk á norð-
urslóðum, sem má eiga
von á afdrifaríkum
kuldaskeiðum hvenær
sem er, það ríkir stöð-
ug undiralda kólnunar
og hefur gert síðustu
4000 árin.
Eftirgjöf
Íslendingar gerðu upprunalega
þá kröfu að koltvísýringslosun frá
orkunýtandi iðnaði á Íslandi, sem
notaði reyklausa orku, yrði undan-
þegin þeim hömlum sem setja átti á
koltvísýringslosun frá brennslu
jarðefnaeldsneytis. Þessu var vel
tekið, ekki síst af fulltrúum Banda-
ríkjanna. Í viðræðum síðastliðið
haust um „loftslagsamningana“
gerðist það svo að samninganefnd
Íslands taldi sig tilneydda (enda
áróðurinn þá í hámarki) til þess að
slá af samningskröfunum og taka
inn í tillögurnar ákveðið hámark á
losun Íslands. Þetta hefði getað haft
í för með sér að hömlur hefðu getað
orðið á iðnaðaruppbyggingu á Ís-
landi þegar á næsta áratug. Nú er,
sem betur fer, ljóst að þetta skiptir
ekki máli þar eð fyrirsjáanlega verð-
ur ekki af „loftslagssamningum“.
Hlutskipti
Bandaríkjanna
Það er ekki tilviljun að Bandarík-
in þurfi að ganga á undan við að
sprengja Kyoto-bóluna, þar eru
hvað flestir og sérhæfðastir vísinda-
menn sem hafa þekkingu á lofts-
lagsfræðum, sem og þróuðust tækn-
in. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur
beinan aðgang að þeim. Það er langt
í að vísindamenn viti hvort mann-
kynið getur haft áhrif á loftslagið og
hvernig þau þá verða. Það gæti
þurft áratuga rannsóknir til.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Bandaríkin þurfa að berjast við
öfgastefnur sem reknar eru aðallega
frá Evrópu, það virðist hafa verið
hlutverk þeirra mestalla 20. öldina
að kveða niður ýmsar slíkar. Þær
hatrömmustu kostuðu Bandaríkin
stríð og mannfórnir og ein þeirra
átta áratuga harða og stundum tví-
sýna baráttu. Það var staðfesta
Bandaríkjanna í baráttunni fyrir
frelsi sem gerði gæfumuninn, þau
standa undir nafni sem leiðandi afl
hins frjálsa heims, meðan Evrópa
leitar í gamalt far regluvæðingar og
forræðishyggju.
Framganga
Íslands
Íslenska ríkisstjórnin hefur tekið
með festu á Kyoto-málinu. Það er
eftirtektarvert að Ísland virðist nú
enn einu sinni í frekar fámennu liði
með Bandaríkjunum í baráttunni
gegn öfgastefnum og afturhaldi. Þar
er ekki í kot vísað eins og sagan
sýnir. Bandaríkin hafa oft reynst Ís-
lendingum hvað best þegar á reynir,
meðal annars ruddu þau Íslandi
braut inn í samfélag frjálsra þjóða
þegar þau urðu fyrsta þjóðin til að
viðurkenna hið nýja og sjálfstæða
Ísland. Ísland var eina þróaða land-
ið sem hafði kjark til að skrifa ekki
undir bókunina 1999 og taka þannig
afstöðu gegn haftahugmyndum. Ís-
lendingar eru nú þar á bekk með
sínum sögulegu bandamönnum í
baráttunni fyrir frelsi manna til
uppbyggingar og sóknar til betra
lífs.
Kyoto-bólan
sprungin
Friðrik
Daníelsson
Loftslag
Sveiflur sem orðið hafa
á loftslagi, segir Friðrik
Daníelsson, er hægt að
skrifa á reikning nátt-
úruaflanna sjálfra.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
GREINARGERÐ
Morgunblaðinu hefur borist eftirfar-
andi:
„Vegna greinargerðar Friðriks
Þórs Guðmundssonar og Jóns
Skarphéðinssonar, „Fyrstu viðbrögð
vegna skýrslu RNF“ í Morgun-
blaðinu 27. mars 2001, telur örygg-
isnefnd Félags íslenskra flugum-
ferðarstjóra nauðsynlegt að koma á
framfæri eftirfarandi leiðréttingum.
Í athugasemdum Friðriks og Jóns
við skýrslu RNF, sem þeir setja
fram í 20 tölusettum liðum, fjalla
þeir í fyrstu 7 liðunum um flugum-
ferðarstjórn.
Í 1. lið tala þeir um „augljós og al-
varleg mistök við flugumferðar-
stjórn.“ Hún hafi verið „óskipulögð
og fumkennd þar sem blandað var
saman með vítaverðum hætti blind-
flugs- og sjónflugsumferð í döprum
skilyrðum.“
Í Handbók flugmanna (AIP
ICELAND), RAC 3-3 (20. maí
1999), er flugstjórnarsvið Reykja-
víkurflugvallar skilgreint sem flokk-
ur D.
Í handbók flugmanna, RAC 0-4
(13. júl 2000), er eftirfarandi skil-
greining á loftrými í flokki D:
Flokkur DIFR (blindflug) og
VFR (sjónflug) er leyft, öll loftför
njóta flugstjórnarþjónustu og IFR-
loftför eru aðskilin frá öðrum IFR-
loftförum og fá upplýsingar um
VFR-loftför. VFR-loftför fá upplýs-
ingar um aðra flugumferð sem máli
skiptir.
Ljóst er því, að ekkert óeðlilegt er
við að þjónusta bæði blind- og sjón-
flugsloftför í flugstjórnarsviði
Reykjavíkurflugvallar á sama tíma.
Í 2. lið: „Þegar flugvél í blindflugi
lýkur blindflugi er það aðeins gert
með einum hætti. Flugmaður við-
komandi flugvélar kallar í flugum-
ferðarstjórn og segir (í tilfelli TF-
GTI): „Gunnar Teitur Ingi lýkur
blindflugi.“ Flugumferðarstjórn
svarar með kalli og segir: „Gunnar
Teitur Ingi lýkur blindflugi klukkan
xx:xx.“
Hið rétta er skv. Handbók flug-
manna, RAC 0-10 (13. júlí 2000): „Ef
flugmenn ákveða að hætta blindflugi
og fylgja sjónflugsreglum skal nota
orðavalið „blindflugi lokið“. Séu
flugumferðarstjórar í minnsta vafa
um hvort flugmenn hafi lokið blind-
flugi, vegna óljóss orðavals, skal
spyrja þar til fullvissa er fengin.
Í 3. lið: „Hvort sem flugvélin TF-
GTI var í blindflugi eða sjónflugi,
var flugumferðarstjórnin ámælis-
verð. Hafi flugvélin verið í blindflugi
bar flugumferðarstjórnun að
ábyrgjast aðskilnað hennar og ann-
arrar flugumferðar og flugvélin
hefði átt að halda upphaflegu númeri
til lendingar og alls ekki átt að vera
sett afturfyrir sjónflugsumferð (TF-
FTS).“
Rétt er að taka fram að flugum-
ferðarstjórinn í turninum á Reykja-
víkurflugvelli hafði upplýsingar um
að flugmaður TF-GTI hefði lokið
blindflugi áður en hann kom inn í
flugstjórnarsvið Reykjavíkurflug-
vallar, en jafnvel þó svo hefði ekki
verið má alltaf búast við að röð til
lendingar breytist ef flugumferðar-
stjórinn telur það henta betur.
Enn fremur í 3. lið. „Hafi flugvélin
lokið blindflugi tryggði flugumferð-
arstjóri ekki aðskilnað Dornier-flug-
vélar Íslandsflugs við TF-GTI en
Dornier-inn var í blindaðflugi að
flugbraut 20 og kom úr skýjum í 600
feta hæð. Það skal undirstrikað að
við eðlilegar aðstæður ber flugmað-
ur ábyrgð á aðskilnaði við aðrar
flugvélar þegar flogið er sjónflug en
við þær aðstæður sem uppi voru
þetta kvöld var flugmanni TF-GTI
ómögulegt að tryggja aðskilnað við
flugumferð, í blindflugi í skýjum.“
Í Handbók flugmanna, RAC 0-6
(13. júlí 2000) eru skilgreindar regl-
ur um sjónflug. Þar segir m.a.: „Allt
VFR-flug skal háð þeim skilyrðum
um skyggni og fjarlægð frá skýjum
sem jöfn eru eða strangari en um
getur í eftirfarandi töflu.“ Taflan til-
greinir eftirfarandi skilyrði fyrir
sjónflugi í flugstjórnarsviði Reykja-
víkurflugvallar (flokkur D): „Fjar-
lægð frá skýjum: 1500 m lárétt, 1000
ft lóðrétt. Flugskyggni: 5 km.“
Veðurstofan gefur út veðurlýs-
ingu (METAR) fyrir Reykjavíkur-
flugvöll a.m.k. einu sinni á klukku-
stund. Samkvæmt veðurlýsingu
voru skilyrði til sjónflugs í flug-
stjórnarsviðinu. Samkvæmt reglum
ICAO (Alþjóðaflugmálastofnunar-
innar), Annex 2 – Rules of the Air,
ber flugmanni sem flýgur sam-
kvæmt sjónflugsreglum (VFR) að
haga flugi þannig að ekki sé farið
niður fyrir þau lágmörk um skyggni
og fjarlægð frá skýjum sem lýst er
hér á undan. Enn fremur ber flug-
manni í sjónflugi í loftrými D að ann-
ast eigin aðskilnað frá annarri flug-
umferð hvort heldur sem er
sjónflugs- eða blindflugsumferð.
Í 4. lið er staðhæft að sjónflugs-
skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi
þar sem „…Dornier-flugvél Íslands-
flugs kom úr skýjum í 600 feta hæð
rétt við Örfirisey og því ljóst að sjón-
flugsskilyrði voru ekki fyrir hendi á
þessum tíma en þau eru skilgreind
þannig að skýjahæð sé minnst 1.500
fet frá jörðu og flugvallarskyggni 5
kílómetrar.“
Samkvæmt reglum ICAO, Annex
2 – Rules of the Air, eru lágmarks-
veðurskilyrði til sjónflugs í flug-
stjórnarsviði þessi: a) skýjahæð
(ceiling) a.m.k. 1500 ft. og b) vall-
arskyggni a.m.k. 5 km. Skilgreining
ICAO á skýjahæð (ceiling) er sú hæð
frá yfirborði jarðar upp að neðra
borði lægsta skýjalags sem er neðan
við 6.000 m (20.000 fet) og þekur
meira en helming himinhvolfsins.
Ljóst er að sjónflugsskilyrði geta
verið fyrir hendi þó svo að einhver
ský séu neðar en 1.500 ft. Það er
hinsvegar flugmanns að haga flugi
þannig að lágmörk um skyggni og
fjarlægð frá skýjum séu virt.
Í 5. lið: „Margt bendir til þess að
fráhvarfsflugið örlagaríka hafi verið
með öllu óþarft og að flugvélin TF-
GTI hefði getað lent á eftir Dornier-
flugvél Íslandsflugs.“ […] „Turninn
hafði nægan fyrirvara til að biðja
flugstjóra Dornier-vélarinnar að
hraða ferð sinni af brautinni en gerði
það greinilega ekki, þó hafði Fokk-
er-flugvél Flugfélags Íslands verið
beðin um að hraða akstri af flug-
braut skömmu áður.“
Hafa þarf í huga að austur/vestur
brautin var lokuð vegna fram-
kvæmda. Fokker-vél Flugfélagsins
þurfti því að snúa við á brautinni og
var að aka til baka til að komast að
flugstöð Flugfélagsins. Eðlilegt var
því að gefa fyrirmæli um að hún
hraðaði akstri. Dornier-vélinni hafði
hins vegar verið gefin fyrirmæli um
að rýma til vinstri sem þýddi að hún
átti að yfirgefa brautina eins fljótt
og hægt var. Rétt er að taka fram til
skýringar að flugumferðarstjórinn
gat ekki gefið TF-GTI heimild til
lendingar fyrr en Dornier-vélin
hafði yfirgefið brautina.
Í 6. lið: „Hvergi er þess getið í
skýrslunni að flugumferðarstjórnun-
in hafi verið með því sleifarlagi, að
hætta kunni að hafa verið á árekstri
milli Dornier-flugvélarinnar og TF-
GTI yfir eða í námunda við Örfir-
isey. Þessar tvær flugvélar voru á
svipuðum stað nánast á sama tíma í
lélegu skyggni og ljóst að aðskiln-
aður var ekki tryggður hvort heldur
sem TF-GTI hafi verið í blindflugi
eða ekki.“
Fullyrðingar sem hér eru settar
fram um flugumferðarstjórn eiga
sér ekki stoð en virðast byggðar á
vanþekkingu eða misskilningi á
þeim reglum sem gilda.
Í 7. lið: „Í skýrslunni er getið um
„aukaálag“ á flugmanninn í aðflug-
inu vegna annarrar flugumferðar. Í
engu er getið um hvort álag kunni að
hafa verið á viðkomandi flugumferð-
arstjóra. Ekkert kemur fram hvort
viðkomandi flugumferðarstjóri hafi
verið sendur í endurþjálfun en slíkt
hefur áður verið gert af minna tilefni
enda gengið út frá því í skýrslunni
að engin mistök hafi átt sér stað við
flugumferðarstjórn. Flugmaður TF-
GTI, skv. skýrslu RNF, virðist hafa
farið að fyrirmælum flugumferðar-
stjórnar í hvívetna.“
Flugumferð í flugvallarsviði
Reykjavíkurflugvallar var með eðli-
legum hætti og ekkert sem bendir til
að álag á flugumferðarstjórann hafi
verið meira en ásættanlegt er. Eins
og fram kemur hér að ofan fóru allir
flugmennirnir, sem að málinu komu,
að fyrirmælum flugumferðarstjór-
ans athugasemdalaust enda allir
vanir að fljúga í þessu umhverfi og
kunnugt um hvaða reglur gilda.
Eins og rökstutt hefur verið hér
að framan er ljóst að flugumferð-
arstjórn var með eðlilegum hætti og
í samræmi við starfsreglur.
Að lokum vottar öryggisnefnd
FÍF öllum, sem um sárt eiga að
binda vegna þessa hörmulega slyss,
samúð sína.
Virðingarfyllst,
Öryggisnefnd FÍF.“
Athugasemd frá öryggis-
nefnd Félags íslenskra
flugumferðarstjóra
Morgunblaðið/Árni Sæberg