Morgunblaðið - 04.04.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 04.04.2001, Síða 60
Sigursveit Músíktilrauna í ár heitir Andlát. Birgir Örn Steinarsson hitti alla meðlimi sveitarinnar og kynntist þeim betur. 60 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 3.45Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.50. Vit nr. 210. Sýnd kl. 8.30 og 10.15. Vit nr. 197. Sýnd kl. 3.40, 5.50,8 og10.15. Vit nr. 207. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að uppgötva þá.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Good Will Hunting. Vinsælasta Stúlkan Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 217. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. vit nr. 213 kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Vit nr. 214 "Sprenghlægileg ævintýramynd" "Frábær mynd úr smiðju Disney þar sem nornin Isma rænir völdum og breytir Keisaranum í lamadýr. Nú þarf Keisarinn að breyta um stíl!" "Brjáluð Gamanmynd" Rocky & Bullwinkle "Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervi fegurðardrottningar og komast að því hver er að eyði- leggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA." " r ll rf f i ll vi til t r i r í rvi f r r r tt i r t ví v r r y i- l j i . r r rí y l ll t í ." Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.35. B. i. 16. Vit nr. 201. www.sambioin.is HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 5.45 og 8Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30.  AI Mbl  TvíhöfðiKvikmyndir.is Sýnd kl. 10.15. B. i. 14. Síðasta sýning Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna Joan Allen, besti kvenleikari í aðalhlutverki Jeff Bridges, besti karlleikari í aukahlutverki Gary Oldman, Christian Slater FRAMBJÓÐANDINN Stundum getur þú tekið leiðtoga af lífi án þess að skjóta einu einasta skoti  Kvikmyndir.com  HL Mbl Lalli Johns eftir ÞorfinnGuðnason. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. THE GIFT Vinsælasta Stúlkan "Brjáluð Gamanmynd" sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30.  HK DVStrik.is Ó.H.T Rás2 "Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervi fegurðardrottningar og komast að því hver er að eyðileggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA." SV Mbl CAD kynning 10:00 Skráning 10:15 Velkomin 10:20 AutoCAD 2000i (Finnur P Fróðason) 10:45 Mechanical Desktop (Jens Pedersen) 11:45 SPI Sheetmetal (Róbert Unnþórsson) 12:10 Matarhlé 13:00 Autodesk Inventor (Finnur P Fróðason/ Róbert Unnþórsson) 14:00 Ansys Designspace (Jens Pedersen) 15:00 AlphaCAM (Andy Hadley) 15:30 Hlé/ spurningar 16:00 Rebis Autoplant (Glenn Worral) 17:00 Léttar veitingar Dagskrá: Kynning á hugbúnaði fyrir tölvustudda hönnun Fimmtudaginn 5.apríl Haldið í Tölvu & Viðskipta- skólanum Faxafeni 10. Allir velkomnir! CAD ehf. - Skúlagata 61A 105 Rvk. - Sími: 552-3990 ehf. ÞUNGAROKKIÐ er síður en svo dautt úr öllum æðum hér á klakanum. Það sannaðist síðastliðið föstudags- kvöld þegar hljómsveitin Andlát sigr- aði á Músíktilraunum Tónabæjar. Að sigra á tilraununum hefur gefið hverri sveit, sem það hefur afrekað, aukin tækifæri á tónlistarsviðinu og oftar en ekki hafa sigursveitirnar gef- ið út plötu fyrir árslok sama ár og sig- urinn var innsiglaður. Það er því búið að vera heilmikið líf í heimi þeirra Andlátspilta síðustu daga. Stórstjörnur framtíðar „Við erum að spá í hvort við ættum ekki að fá okkur einkaritara til þess að svara öllum símtölunum,“ segir Bjarki Fannar Atlason gítarleikari þegar blaðamaður náði að króa þá af úti í horni svo þeir kæmust engan veginn framhjá spurningalista hans. Fyrst bað blaðamaður þá félaga að þefa upp leifarnar af sigurvímu föstu- dagskvöldsins. „Þessi áhorfendahópur var alveg ótrúlegur. Þetta var eitthvað í kring- um hundrað manna hópur fyrir fram- an sviðið,“ segir Sigurður Trausti Traustason, eða bara Siggi eins og hann er kallaður, og roðnar. „Við er- um stórstjörnur framtíðarinnar.“ Segir líklegast margt um fólk hvernig það hagar sér á svona tilfinn- ingaríkum augnablikum. Eins og hvernig það bregst við eftir það spennufall að standa uppi sem sig- urvegarar Músíktilrauna. „Við fórum á Nonna-bita og feng- um okkur samloku ...“ segir Siggi og hinir meðlimirnir glotta við minn- inguna. „... svo fórum við heim til Valla [Vals Árna Guðmundssonar tromm- ara] og drukkum bjór,“ segir Ingi Þór Pálsson, hinn gítarleikari sveit- arinnar, líkt og hann sé staðráðinn í því að halda í leifarnar af rokkara- ímyndinni lúnu. „Svo horfðum við líka á video-upp- töku af þessu,“ bætir Siggi svo við. Öryggið uppmálað? Á úrslitakvöldinu virtust þeir félagar mjög öruggir á sviðinu. Hljómsveitin var sérlega þétt og eftir að hún hafði lokið sér af hefði líkleg- ast þurf sprengjuhótun eða eitthvað þvíumlíkt til þess að halda henni frá því að taka við sigurskjöldunum úr höndum borgarstjóra. Það er greini- lega ekki allt sem sýnist. „Ég bjóst ekki einu sinni við að við kæmumst í úrslit, ég hélt að við vær- um bara of harðir. Svo kom annað í ljós,“ segir Siggi. „Ég hélt að Halim myndi vinna,“ bætir Ingi gítarleikari við en sú sveit sem hann nefnir hafnaði í öðru sæti. „Nei, nei, frá því að við skráðum okkur í þessa keppni þá vissum við að við myndum vinna þetta,“ bætir Siggi við og roðnar aftur. Hópurinn skellir þó upp úr. „Mér fannst ótrúlega mikið af böndum líkleg til að vinna,“ segir Ingi hógvær. „Ef við hefðum verið fyrstir, þá hefðum við ekki unnið,“ bætir bassa- leikarinn Haukur Valdimar Pálsson við. „Þá var alveg ömurlegur hljóm- ur. Þetta lagaðist sem betur fer þeg- ar leið á kvöldið.“ „Fyrst ætluðum við ekki að nenna að taka þátt en skráðum okkur á end- anum, rétt viku fyrir keppni og tók- um eina æfingu,“ segir Ingi. „Ég sparkaði bara í rassgatið á þeim þar til þeir sögðu já,“ segir Siggi. Plötuútgáfa, fyrr og síðar Hljómsveitin stefnir á plötuútgáfu á árinu, og það jafnvel í sumar, en út- gáfa er reynsla sem er þeim ekki al- gjörlega ókunn. „Við brenndum disk í janúar. Tók- um hann upp á 16 rása stafrænt tæki sem trommarinn okkar á og gerðum um 40 stykki sem seldust strax upp í plötubúðunum,“ útskýrir Haukur. „Við gerum örugglega fleiri eintök núna,“ bætir Siggi við. Hvað á svo að gera við stúdíótím- ana 25 sem þeir félagar fengu að launum? „Við ætlum að brjóta Botnleðju- metið og taka upp plötu á 20 og hálf- um tíma. Við ætlum að spila lögin svo hratt, helmingi hraðar en venjulega,“ segir Haukur og enn skellir hópurinn upp úr. Drungi og dauði Tónlist Andláts er afar drungalegt mulningsrokk og minnir sérstaklega mikið á gamla dauðarokkið. „Það gerðist eiginlega óvart. Við byrjuðum bara að spila, héldum að við værum að fara spila eitthvað harðkjarnarokk,“ segir Haukur „Þetta er bara „metal“,“ útskýrir Ingi. „Nafnið er komið til út af því okkur fannst þetta svo fyndið hvað þetta var dauðarokkslegt,“ segir Haukur. „Á fyrstu tónleikunum okkar var þetta of hægt til þess að fólk gæti „mossað“ við þetta en of hratt til þess að það gæti „slammað“. Það vissi enginn hvað hann átti að gera,“ segir Siggi. Að lokum áttaði blaðamaður sig á því að það er greinilega mikill tónlist- aráhugi og metnaður sem rekur þessa ungu tónlistarmenn áfram í tónlistarsköpun sinni. „Mig hefur alltaf langað til þess að vera í svona hljómsveit, þetta er al- veg þvílík útrás að öskra svona á sviði. Betra en að fara niður í bæ og lemja einhvern eins og ég geri venju- lega,“ segir Siggi og glottir kald- hæðnislega og roðnar enn meira en áður að lokum. Guði sé lof að þessir menn hafa eitthvað fyrir stafni. Andlát lifi Andlát: Frá vinstri Haukur, Ingi, Bjarki, Siggi og Valur. Morgunblaðið/Þorkell Nýkrýndir sigurvegarar Músíktilrauna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.