Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 13 HELGA Leifsdóttir héraðsdóms- lögmaður segir að dómstólar þurfi að breyta sönnunarmati sínu á framburði fórnarlamba kynferðis- brota. „Það má eiginlega segja að til séu tvær útgáfur af sannleik- anum, sannleikur réttarkerfisins og svo hinn raunverulegi sannleikur,“ segir Helga sem hefur starfað sem réttargæslumaður fyrir fórnarlömb kynferðisbrota síðastliðin sjö ár. Hún segir að í kynferðisbrotum sé oft afar erfitt að sanna verkn- aðinn fyrir dómstólum. Sjaldnast séu vitni að atburðinum og fátítt að sýnileg sönnunargögn séu fyrir hendi og dómstólar sakfelli sjaldn- ast sakborning eingöngu á grund- velli framburðar þess sem kveðst vera fórnarlamb. „Um 90% kynferðisbrotamála eru felld niður í réttarkerfinu sökum sönnunar- skorts út af þeirri grundvallarreglu vestræns réttarfars að ákæruvaldið skuli bera sönnunarbyrðina,“ segir Helga. Ef til vill eigi reglan um sönnunarbyrði ákæruvaldsins illa heima í þessum brotaflokki þó svo það sé ljóst að sönnunarbyrðinni verði aldrei snúið við. „Mér finnst þó full ástæða til þess að oftar sé ákært í þessum málum og að dóm- arar taki meira tillit til framburðar brotaþolans,“ segir Helga. Hún segir að svo virðist sem kyn- ferðisbrot verði sífellt grófari og skipulagðari. Full þörf sé á að herða refsingar kynferðisbrota- manna sem fái iðulega mun vægari dóma en þeir sem gerast sekir um fíkniefnabrot eða fjársvik. Helga er réttargæslumaður þriggja barna sem rúmlega þrítug- ur karlmaður áreitti kynferðislega í stigagangi fjölbýlishúss í Breiðholti í byrjun mánaðarins. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í um viku en var svo sleppt þar sem rannsóknarhags- munir voru ekki lengur í húfi. Helga segir að hún hafi rætt mögu- leika á því að fara fram á nálg- unarbann á manninn við lögreglu. Það hafi hins vegar verið niðurstaða þeirra að héraðsdómur myndi ekki fallast á slíkt nálgunarbann. Mað- urinn mun nú vera í áfengismeð- ferð. Engin úrræði til fyrir kyn- ferðisbrotamenn Guðjón Bjarnason, sálfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir engin sérstök meðferðarúrræði til hér á landi fyrir fullorðna kynferðisbrota- menn og hann viti ekki til þess að það sé á döfinni að koma slíkri með- ferð á. Það sé þó ýmislegt gert í þessum málum, þessir menn geti leitað sér sálfræðihjápar. Þó verði að gera betur. Lög þyrftu t.d. að heimila dómurum að þvinga menn til að leita sér hjálpar, jafnvel þó ekki sé víst að slíkt skili árangri. Guðjón segir meðferð fyrir full- orðna kynferðisbrotamenn til víða erlendis og hafi í sumum tilvikum skilað árangri. „Við þurfum að stefna að því að bjóða upp á slíka meðferð og þjálfa fólk í það verk- efni.“ Barnaverndaryfirvöld eru að undirbúa meðferð fyrir unga kyn- ferðisbrotamenn, þ.e. þá sem eru yngri en 18 ára. Guðjón segir hegð- un þeirra ekki eins mótaða og hjá eldri kynferðisbrotamönnum og því auðveldara að beita þá meðferð. Hjá eldri kynferðisbrotamönnum sé hegðunin mun fastari í sessi. Þeir komi sér upp tækni til að fela af- brotin og komast upp með þau. Spurður um úrræði til að koma í veg fyrir að maður sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot haldi áfram brotum, segir Guðjón að eins og í öðrum sakamálum sé helsta úr- ræðið að bíða eftir því að maðurinn hljóti dóm. Menn séu saklausir þar til sekt þeirra sannist. Guðjón bendir á að í frumvarpi til barnaverndarlaga sé ákvæði um að Barnaverndarstofa geti fengið að- gang að sakaskrá og fengið upplýs- ingar um hvaða menn hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot. Þessar upplýsingar sé hægt að láta t.d. dagheimilum, skólum eða sumar- búðum í té til að koma í veg fyrir að slíkir menn fái þar vinnu. Í þessu ákvæði felist ákveðin vörn gegn kynferðisbrotum. Helga Leifsdóttir héraðsdómslögmaður segir refsingar við kynferðisbrotum of vægar Breyta þarf sönnunarmati á framburði fórnarlamba SKRÚÐGÖNGUR verða frá nokkr- um stöðum í Reykjavík í dag í tilefni sumardagsins fyrsta. Er það Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem skipuleggur daginn og skátafélög sjá víða um hátíðahöld dagsins. Í Grafarvogi hefst skrúðganga kl. 13.30 frá Rimaskóla og verður gengið að Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem verður skemmtidagskrá. Skrúðganga í vesturborginni hefst við Melaskóla kl. 13 og endar í Frostaskjóli þar sem skemmtun hefst kl. 15. Í Bústaðahverfi hefst skrúðganga kl.13 frá Grímsbæ og verður haldið í Bústaðakirkju og boð- ið upp á samverustund fyrir alla fjöl- skylduna. Þaðan verður gengið í Vík- ina og hefst dagskrá þar kl. 17. Í Breiðholti hefst dagskrá með fjölskylduhugvekju í Fella- og Hóla- kirkju kl. 13 og síðan verður gengið að Miðbergi þar sem verður hátíð- ardagskrá. Í Seljahverfi verður skrúðganga frá Seljabraut 54 kl. 13 í fjölskylduguðsþjónustu í Seljakirkju og skemmtun við Hólmasel hefst kl. 14. Í Árbæ verða skrúðgöngur kl. 11 frá Selási og Ártúnsholti að Árseli þar sem skemmtidagskrá hefst kl. 14. Þá verða sérstakar dagskrár í félagsmiðstöðvunum í Þróttheimum kl. 14 til 16 og í Tónabæ kl. 14-16.30. Hafnarfjörður Skátafélagið Hraunbúar mun sem fyrri ár verða með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. Gengið verður frá skátaheimilinu við Hjallabraut kl. 10. Farið verður niður Hjallabraut, upp Hraunbrún, út Flatahraun og Álfaskeið, niður Sólvangsveg og Lækjargötu að Hafnarfjarðarkirkju. Þar verður stutt skátamessa og kaffi- sala í safnaðarheimilinu, Strand- bergi. Boðið verður upp á kaffi, kakó, vöfflur, kleinur og djús. Ágóðinn af sölunni mun renna í sjóð þeirra 57 skáta sem eru að fara til Danmerkur og Svíþjóðar í sumar á skátamót. Kópavogur Hátíðarhöldin í Kópavogi eru í um- sjón Skátafélagsins Kópa eins og undanfarin ár. Dagskrá hefst með skátamessu í Hjallakirkju. Prestur er sr. Íris Kristjánsdóttir, ræðumaður er Edda Jónsdóttir, skátakórinn syngur og einsöng syngur Magnea Tómasdótt- ir. Kl. 13.30 fer skrúðganga frá Digraneskirkju undir stjórn fána- borgar skáta og Skólahljómsveitar Kópavogs að Íþróttahúsinu Smáran- um þar sem fjölskylduskemmtun fer fram. Kynnir á skemmtuninni verður Steinn Ármann Magnússon. Meðal atriða verður Rapp úr Jemen í flutn- ingi krakka frá félagsmiðstöðinni í Lindaskóla, Möguleikhúsið verður með atriði úr Lómi og Snuðru og Tuðru og stúlkur úr Fimleikafélag- inu Gerplu sýna. Garðabær Skátafélagið Vífill sér um hátíðar- höldin í Garðabæ. Sterk hefð hefur myndast um þennan dag og hafa þau verði með svipuðu sniði. Sumardag- urinn er um leið afmælisdagur félagsins og er þetta sá þrítugasti og fjórði. Dagurinn hefst með fánaathöfn við Vídalínskirkju laust fyrir klukkan 13 og hefst svo skátaguðsþjónusta í kirkjunni strax á eftir. Aðalræðu- maður verður Ásdís Halla Braga- dóttir bæjarstjóri. Skrúðgangan hefst svo eins og venja er klukkan 14 og verður gengið frá Vídalínskirkju, niður Hofsstaðabraut, eftir Bæjar- braut að Hofsstaðaskóla. Skátafor- ingjar úr Vífli munu sjá um fánaborg í skrúðgöngunni og sér Lúðrasveit Garðabæjar um göngutaktinn og hressan undirleik. Við Hofsstaðaskóla mun lúðra- sveitin leika nokkur lög og að því loknu hefst skemmtidagskrá þar sem finna má þrautabraut, leiktæki, söng og skemmtiatriði. Hofsstaðaskóli verður opinn og skátatertuhlaðborð Vífils verður þar með sérstöku af- mælissniði. Kaffisalan verður í sam- komusal skólans og á sviði verða létt skemmtiatriði og afmælisdagskrá. Mosfellsbær Mosfellingar halda upp á 50 ára af- mæli félagsheimilisins Hlégarðs sumardaginn fyrsta. Hlégarður hef- ur verið miðstöð samkomuhalds í bænum. Það voru Ungmennafélagið Afturelding, Kvenfélag Lágafells- sóknar og hreppsfélagið sem stóðu að byggingu Hlégarðs en húsið var teiknað af Gísla Halldórssyni arki- tekt. Í tilefni 50 ára afmælisins býður bæjarstjórn Mosfellsbæjar upp á veitingar og fjölbreytta skemmtidag- skrá fyrir alla fjölskylduna. Húsið verður opið frá kl. 14–17. Við það tækifæri mun Þröstur Karlsson for- seti bæjarstjórnar flytja ávarp og greina frá hugmyndum bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar um framtíð svæð- isins í kringum Hlégarð og að Brú- arlandi. Afmælisdagskráin hefst kl. 14 með því að skátar leiða skrúðgöngu frá Kjarna að Hlégarði og verður götu- leikhús á leiðinni. Frá kl. 14–17 verður bæjarbúum boðið upp á kaffiveitingar í Hlégarði upp á gamla mátann. Veislutríóið, sem skipað er þeim Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Sigurði Snorra- syni og Páli Einarssyni, leikur hátíð- artónlist milli atriða. Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 14.30 með ávarpi Þrastar Karlssonar forseta bæjarstjórnar. Því næst tek- ur Diddú lagið, Álafosskórinn syngur undir stjórn Helga R. Einarssonar, Leiklestur Leikfélags Mosfellssveit- ar. Flutt verða atriði úr gömlum leik- ritum sem leikin voru í Hlégarði. Að því loknu verður danssýning frá Félagsmiðstöðinni Bólinu og Stuð- mennirnir Ragga Gísla og Jakob Frí- mann koma fram. Kl. 16:30 leikur Fiðlusveit Tónlistarskóla Mosfells- bæjar og að því loknu sýnir Leikfélag Mosfellssveitar Nýju fötin keisarans. Kynnir verður Örlygur Richter. Í Hlégarði verður ljósmyndasýn- ing þar sem sýndar verða svipmyndir frá 1951–1976 og fyrir utan Hlégarð verður einnig ýmislegt í boði, t.a.m. grillaðar pylsur, minigolf, töframað- ur o.fl. frá kl. 14–17. Margs konar hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta Fjölmargar skrúðgöngur og skemmtanir Morgunblaðið/KristinnSkrúðgöngur verða víða í tilefni sumardagsins fyrsta. HOXA sem sérhæfir sig í innflutn- ingi íslenskra fiskafurða til Svíþjóð- ar hefur ákveðið að kæra norska fyr- irtækið Pronova, dótturfyrirtæki Norsk Hydro, sem framleiðir bræðslulýsi, fyrir staðhæfingar í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist á Netinu og send var sænskum fjölmiðlum síðastliðið haust. Þar var m.a. staðhæft að lifr- arlýsi innihéldi ekki Omega 3-fitu- sýrur. Hafði skaðvænleg áhrif á lýsissölu í Svíþjóð Að sögn Pálmars Magnússonar, markaðsstjóra Hoxa, er um að ræða rakalaus ósannindi sem hefur haft skaðvænleg áhrif á lýsissölu Hoxa í Svíþjóð. Þess verður krafist að Pron- ova leggi fram sannanir fyrir stað- hæfingum sínum og fyrirtækið jafn- framt krafið um afsökunarbeiðni. Sannist sekt þeirra verður farið í skaðabótamál. „Pronova segir að fólk rugli gjarnan saman lifrarlýsi sem við Íslendingar þekkjum og bræðslulýsi, sem er framleiðsluvara fiskimjölsverksmiðja,“ segir Pálmar Magnússon. „Þeir staðhæfa að Omega 3 fitusýrur finnist í fiskfitu en ekki í fisklifur og staðhæfa einnig að hrávaran, þ.e. bræðslulýsið sem notað er t.d. í Pikasol, vinsæla fram- leiðsluvöru Pronova, sé úr fiski sem gert hefur verið að áður en hann var bræddur. Það tíðkast hins vegar hvergi að gera að fiski áður en hann er bræddur. Framganga Pronova hefur valdið okkur tjóni sem hleypur á milljónum sænskra króna og gert íslenska lýsið vafasamt. Á meðan svo er fáum við enga sölusamninga við hið opinbera, t.d. við skólamötu- neyti.“ Norskt fyr- irtæki kært fyrir stað- hæfingar um lýsi HEPPINN Norðmaður vann tæpar 102 milljónir króna í Víkingalottói í gær. Hann var einn með sex tölur réttar en enginn var með fimm tölur réttar auk bónustölu. Þrír Íslendingar voru með fimm tölur réttar og fengu 131 þúsund krónur í sinn hlut. Heildarupphæð vinninga var 103,7 milljónir króna, þar af rúmar 1,7 milljónir á Íslandi. Víkingalottóið Norðmaður vann 102 milljónir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.