Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND stendur sig einna verst af EFTA-löndunum, sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, í því að lögfesta þær tilskipanir sem samþykktar hafa verið innan EES. Þetta kemur fram í ársskýrslu Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir árið 2000 sem nýlega kom út. Í lok síðasta árs áttu EFTA- löndin þrjú í EES að hafa lögfest 1.424 tilskipanir en af þeim höfðu Íslendingar uppfyllt að fullu 94%. Þetta er nokkuð lægra hlutfall en hjá hinum EFTA-ríkjunum en það var 95,3% hjá Norðmönnum og best í Liechtenstein eða 97,6%. Hlutfallið er í öllum tilfellum örlítið hærra sé einnig tekið mið af þeim tilskipunum sem að hluta til eru komnar í gildi. Í skýrslunni kemur fram að Ís- lendingar virðast hafa slakað á í þessum málum undanfarin ár og var hlutfall tilskipana sem voru í gildi að hluta eða að fullu um tveimur prósentum lægra í fyrra en árið þar á undan. Sé eingöngu litið á þær tilskip- anir sem framfylgja átti á árinu 2000 kemur í ljós að árangur Ís- lands er mun slakari en hinna land- anna. Af þeim 118 tilskipunum sem um ræðir lögfesti Ísland aðeins tæp 53% að fullu á meðan Noregur inn- leiddi tæplega 68% og Liechten- stein tæplega 83%. Formlegum aðvörunum sem ESA sendi til aðildarríkja sinna vegna tilskipana sem ekki höfðu verið lögfestar fjölgaði um 28% í fyrra sé miðað við árið á undan. Ís- land á þar stærstan hlut að máli og fékk helmingi fleiri formlegar að- varanir í fyrra eða 51 en árið 1999 þegar þær voru 25 talsins. Ísland er einnig það land sem hefur fengið flestar slíkar aðvaranir á sjö ára tímabili, á árunum 1994 - 2000. Eftir að ESA hefur sent frá sér formlega aðvörun gefst aðildarrík- inu færi á að koma með athuga- semdir. Ef ESA er enn þeirrar skoðunar að aðildarríkið brjóti í bága við tilskipanirnar er því sent rökstutt álit um hvers vegna það er talið brjóta í bága við tilskipunina. Ísland fékk sjö slík álit í fyrra, Noregur fékk fjögur en Liechten- stein níu. Í skýrslunni kemur fram að í lok ársins 2000 hafi ESA borist kvört- un vegna miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði þar sem viðkom- andi telur að grunnurinn brjóti í bága við alþjóða persónuverndar- tilskipanir sem Ísland hefur m.a. staðfest. ESA kannar nú hvort þetta eigi við rök að styðjast. Ísland og Noregur fengu í fyrra sendar formlegar aðvaranir þar sem ríkin höfðu ekki tilkynnt um lögfestingu tilskipunar um flutning hættulegra efna á vegum sem taka átti gildi árið 1999. Síðan hefur Noregur lögfest tilskipunina en hið sama er ekki að segja um Ísland og er enn beðið eftir tilkynningu um lögleiðingu þaðan að því er segir í skýrslunni. Stjórnvöld hafa fengið viðvörunarbréf Þá hefur Ísland ekki lögleitt nokkrar tilskipanir er varða flutn- ing á vegum. Má þar nefna reglur um flutning farþega með langferða- bifreiðum, reglur um skrásetning- arbúnað í flutningabílum, reglur um farþegaflutning í langferðabif- reiðum landa á milli og reglur um farþegaflutning erlendra flutnings- aðila. Hafa íslenskum stjórnvöldum verið send formleg viðvörunarbréf vegna þessara tilskipana. Í skýrslunni er aukinheldur bent á að Ísland hefur ekki lögleitt fjölda reglugerða er varða sam- keppnismál og er átján mánuðum á eftir áætlun Evrópska efnahags- svæðisins í þeim efnum. Ísland stendur sig einna verst af löndunum í EFTA-samstarfinu Uppfyllir fæstar tilskipanir ÁTAK, félag fólks með þroska- hömlun, efndi í gær til móttöku þar sem handbókin „Að þekkja sjálfan sig“ var afhent í húsnæði Þroska- hjálpar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Þeir sem veittu bókinni viðtöku voru fulltrúar Félagsþjónustunnar í Reykjavík og fulltrúar frá félags- þjónustum um allt land og fulltrúar Svæðisskrifstofa um málefni fatl- aðra. Einnig voru þar fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum sem sjá um fræðslu fyrir fatlaða, trúnaðar- menn fatlaðra, fulltrúar frá vernd- uðum vinnustöðum og fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum sem berj- ast fyrir málefnum fatlaðra. Auk þessara aðila var félagsmálaráð- herra og menntamálaráðherra af- hent eintak. Handbókin að þekkja sjálfan sig er unnin með styrk frá Leonardo- áætlun Evrópusambandsins og var hluti af verkefninu „Vinnum saman sem jafningjar“ sem Átak tók þátt í ásamt samtökunum Mencap í Bretlandi og Lev í Danmörku en þessi samtök eru systursamtök Þroskahjálpar á Íslandi. Þetta verkefni stóð yfir í þrjú ár og lauk í desember á síðasta ári. Útgáfa handbókarinnar er eitt aðalframlag Átaks til verkefnisins. Markmið bókarinnar er að auka sjálfstæði og sjálfstraust einstak- linga með þroskahömlun, efla þekkingu þeirra og skilning á rétti sínum og styrkja þá til að vera í forsvari fyrir eigin hagsmunabar- áttu. Megináhersla er lögð á um- ræðuefni sem sett eru fram í formi umræðuæfinga. Vonast er til þess að æfingarnar megi nýtast fólki með þroskahömlun í viðleitni sinni til að öðlast betri sjálfsmeðvitund. Handbókinni fylgir myndbands- spóla sem talsett er af leikhópnum Perlunni og verður hún afhent seinna í vor. Morgunblaðið/Árni Sæberg María Hreiðarsdóttir afhendir Páli Péturssyni fyrstu bókina. Afhentu ráðherra handbók um þroskahömlun NEFND sérfræðinga sem skipuð var í nóvember í fyrra til að gera úttekt á hópbifreiðum í notkun og öryggisbúnaði þeirra hefur skilað áliti. Tilefni úttektarinnar var ábending rannsóknarnefndar um- ferðarslysa vegna margra alvar- legra umferðarslysa hér á landi á undanförnum árum þar sem far- þegar í hópbifreiðum hafa slasast og í nokkrum tilfellum látist. Nefndin hefur nú lokið störfum en þar áttu sæti Birna Hreiðars- dóttir, deildarstjóri Löggildingar- stofu, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Ragnhildur Hjalta- dóttir, skrifstofustjóri í samgöngu- ráðuneytinu, Lárus Sveinsson, fulltrúi hjá Skráningarstofunni hf., Benedikt Guðmundsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri um- ferðarráðs, og Þorleifur Þór Jóns- son, hagfræðingur, Samtökum ferðaþjónustunnar. Í starfi nefndarinnar var aðal- áhersla lögð á að athuga mögu- leika á því að lögleiða öryggisbelti í þeim hópbifreiðum sem ekki hafa slíkan búnað. Í því sambandi var kannað hvernig ganga megi frá festingum slíkra öryggisbelta, þannig að þau uppfylli ítrustu ör- yggiskröfur. Meginniðurstaða nefndarinnar er að leggja til að gerðar verði breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja til að tryggja að lagaskylda verði að hafa örygg- isbelti í öllum hópbifreiðum hér á landi sem ætlaðar eru til sérleyfis- og hópferðaaksturs.Veittur verði frestur til 1. jan. 2004 til að koma þessum málum í rétt horf. Ekki er þó gerð krafa um að hópbifreiðir sem skráðar voru fyrir 30. janúar 1998 séu búnar rúlluöryggisbelt- um. Gerð verði sú krafa að ný- skráðar notaðar hópbifreiðir sem fluttar eru til landsins eftir að ofangreind ákvæði í reglugerð um gerð og búnað ökutækja taka gildi séu búnar öryggisbeltum áður en þær eru skráðar hér á landi. Að öðru leyti gildi sömu reglur um notaðar hópbifreiðir sem fluttar eru til landsins. Öryggisbelti verði í öllum hópbifreiðum SAMRÆMDUM prófum í grunnskólunum lýkur fimmtu- daginn 26. apríl. Með samstilltu átaki skóla, félagsmiðstöðva, lögreglu, Félagsþjónustunnar, foreldra o.fl. undanfarin ár hef- ur tekist að draga stórlega úr hópamyndunum og drykkju meðal barna við lok samræmdu prófanna. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Félagsþjónustan í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Lögreglan í Reykjavík, SAMFOK, Heimili og skóli, samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar í afbrota- og fíkniefnavörnum og Ísland án eiturlyfja hafa af þessu til- efni sent frá sér ályktun þar sem segir m.a: Ólöglegt að kaupa áfengi fyrir unglinga „Við viljum minna á að for- eldrar eru besta forvörnin, elskulegir og ákveðnir. Við hvetjum foreldra til að verja deginum og kvöldinu með börn- um sínum eða hvetja þau til að fara í skipulagðar ferðir sem víða verður farið í þennan dag. Mörg dæmi eru um að á þessum degi, eða næstu helgar, neyti börn áfengis í fyrsta skipti. Að gefnu tilefni viljum við minna á að ólöglegt er að kaupa, veita og afhenda ein- staklingi undir 20 ára aldri áfengi. Einnig viljum við brýna fyrir foreldrum að samþykkja ekki eftirlitslaus partý og ferðir og minnum á að börn undir 16 ára aldri mega ekki vera úti eft- ir kl. 22.00 nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar, elskum börnin okkar óhikað! Foreldrar eru besta forvörnin, elskulegir og ákveðnir.“ Byrjað að undirbúa lok samræmdu prófanna SPARISJÓÐUR Kópavogs, SPK, brást snöggt við og gaf þeim Ás- dísi Rósu og Mími ný hlaupahjól, eftir að upplýst varð að hlaupa- hjólum þeirra var stolið þegar þau systkinin voru viðstödd opn- unarhátíð SPK í Smáranum ný- lega. Í Velvakanda miðvikudaginn 11. apríl var sagt frá því að Ásdís Rósa og Mímir urðu viðskila við hlaupahjólin sín á opnunarhátíð- inni. Þar voru þau ásamt fjölda fólks að njóta skemmtiatriða og veitinga í tilefni opnunar nýrrar afgreiðslu SPK. Ekkert hefur spurst til hjólanna og því brugð- ust forsvarsmenn SPK við því og gáfu þeim ný hjól. Á myndinni eru Hildur Grét- arsdóttir, markaðsstjóri SPK, Ás- dís Rós Hafliðadóttir 9 ára, Mímir Hafliðason 7 ára og móðir þeirra Valdís Kristjánsdóttir. Fengu ný hlaupahjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.