Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 65 mikinn stuðning hvor af annarri. Amma reyndi stundum að kenna mér að ég og aðrir ættum að sætta okkur betur við það sem við höfum og vera ekki alltaf að hugsa um það sem við ekki höfum. Já, það var margt gott sem hún amma kenndi mér og verð ég henni æv- inlega þakklát fyrir það. Bless, elsku amma mín. Herdís Pála. Þú varst eitt það besta í lífi mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst svo skemmtileg, svo góð við mig að ég mun aldrei gleyma þér. Mamma mun ekki gleyma þér heldur. Og við munum alltaf elska þig. Ég man þegar þú leyfðir mér að pissa á gólfið, smíða og mála úti á svölum, leika með kallana, spil- aðir við mig fótbolta, þegar við ræktuðum kartöflur á svölunum og þegar þú last fyrir mig um Dag- finn dýralækni og Tarzan. Takk fyrir þetta allt og fyrir að hafa verið langamma mín. Jóhannes Geir Ólafsson. Herdís Jónsdóttir kvaddi þenn- an heim á sinn hátt, hljóðlega og af einskonar hlédrægni. Herdís eða Hedda eins og hún var oftast kölluð var systir ömmu minnar, Guðlaugar Dahlmann sem lést fyr- ir nokkrum árum. Þær systurnar áttu það meðal annars sameigin- legt að vera hlédrægar og láta lítið fyrir sér fara, en létu verkin tala. Ég kynntist Heddu þegar hún bjó á Hraunsnefi í Borgarfirði ásamt manni sínum Hirti Brynjólfssyni. Þegar sá sem þetta skrifar var fimm ára var stungið upp á því við hann að hann myndi dvelja hjá Heddu frænku yfir sumarið á Hraunsnefi. Þó að Hedda væri mér þá nær ókunnug kona hafði hún þannig áhrif á mig að ég játti því tafarlaust að fara með henni og til að missa örugglega ekki af þessu tækifæri var ég búinn að klæða mig á undan öðrum fjöl- skyldumeðlimum morguninn sem við áttum að fara með rútu að Hraunsnefi. Þetta sumar og reyndar næstu þrjú sumur þar á eftir dvaldi ég hjá Heddu og fjöl- skyldu hennar. Meðan á dvöl minni hjá þeim hjónum stóð var framkoma þeirra í minn garð þannig að mér leið eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Það sama er að segja af börnum þeirra, þeim Jóhannu, Atla, Einari, Hjördísi og Herði, þau létu mig aldrei finna fyrir því að ég væri ekki einn af þeim, þvert á móti var mér sérlega vel tekið af öllum á heimilinu. Hedda var réttsýn, einstaklega heiðarleg og barngóð sem kom sér vel þegar heimþráin gerði vart við sig. Dvölin á Hraunsnefi var góð í alla staði og fyrir það hef ég alla tíð verið mjög þakklátur Heddu og hennar fjölskyldu. Þetta var lífs- reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. En síðan ég bjó hjá þeim á Hraunsnefi eru liðin mörg ár og þeim fækkaði skiptunum sem við hittumst. Það kom mér mikið á óvart þeg- ar ég frétti af fráfalli Heddu. Hún var mjög hraustleg að sjá, reyndar það hraustleg að ég hafði gert ráð fyrir henni í a.m.k. næstu fjögur ættarmót en þau höldum við á fimm ára fresti. Það var mikið traust sem sett var á Heddu af foreldrum mínum þegar þau tóku þá farsælu ákvörð- un að senda mig í sveit til hennar í heilt sumar og sjálfur var ég tilbú- inn að treysta henni fullkomlega. Þessu trausti brást hún aldrei. Ég votta fjölskyldu Heddu sam- úð mína. Sigurður Bragi Guðmundsson. Ekki man ég svo langt, að ég muni ekki móðursystur mína, Her- dísi Jónsdóttur, sem lést á áttug- asta og áttunda aldursári hinn 6. apríl. Hún var flesta vetur æsku minnar á heimili foreldra minna á Ísafirði. Einnig var Guðrún, yngsta systir mömmu, hjá okkur og gekk í skólann þar. Það var yndislegt að alast upp á þessum árum. Líf og fjör og margt um manninn. Hedda frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, var kát og söngvin, en einn fannst okkur ljóður á hennar ráði. Hún var fram úr öllu hófi stríðin. Eftir á að hyggja höfðum við systurnar gott af þessu. Við hættum að taka okk- ur sjálfar mjög hátíðlega og fórum að reyna að svara fyrir okkur. Svo kom vorið og þá fóru þær systur heim í Hrútafjörð til afa og ömmu á Tannstaðabakka. Svona gekk þetta nokkur ár og eitt vorið fékk ég að fara með Heddu og vera „í sveit“ á Bakka. Þetta var yndislegasta sumar æsku minnar. Eitt sinn lögðum við systurnar höfuðið í bleyti því okkur kom saman um að ekki væri hægt að missa Heddu svona frá okkur á hverju vori og fundum við manns- efni fyrir hana. Mikill vinur okkar var ungur og ógiftur og því grá- upplagt að gifta þau tvö. Þar slægjum við tvær flugur í einu höggi. Hedda yrði kyrr á Ísafirði og við fengjum ágætan frænda í kaupbæti. Við lögðum málið fyrir Heddu og henni brá töluvert. Spurði okkur höstum rómi hvort við hefðum nefnt þetta við ein- hvern. Þegar við neituðum því létti henni og harðbannaði okkur að nefna þetta nokkurntíma. Við urð- um að vonum sárar, en þetta lýsti bara fullorðna fólkinu vel að okkar dómi. Það var ekki fyrr en löngu seinna að við skildum að við höfð- um aðeins náð okkur niðri á henni fyrir alla stríðnina. Veturinn 1944–5 varð síðasti vetur Heddu hjá okkur en í des- ember 1943 fæddist fyrsta barn hennar hjá okkur á Ísafirði. Nú fór að verða lengra á milli og minna um samveru. Hedda giftist síðan og átti fimm börn. Flest sín hjú- skaparár bjó hún á Hraunsnefi í Norðurárdal. Ég giftist sjálf ung og það var lítið um ferðalög á þeim árunum. En sumarið 1954 komum við hjónin og dóttir okkar að Hraunsnefi og var tekið forkunn- arvel. Yngsti sonurinn, Hörður, var þá nýfæddur og það var drifið í að skíra drenginn og við beðin að vera skírnarvottar. Var það auð- sótt og ekki lítill vegsauki fyrir okkur. Síðan komum við aftur árið 1956 og þá með tvær dætur. Eru til yndislegar myndir frá þessum tveimur heimsóknum okkar. Frænka mín var fádæma dugleg og vinnusöm manneskja og þurfti á því að halda um dagana. Hún vann á sumrum í Samvinnuskól- anum á Bifröst frá sínu stóra heimili. Kjarkmikil var hún og kom það vel fram þegar bærinn brann ofan af henni þegar hún var ein með börnin. Hún náði þeim öll- um út og reyndi svo að bjarga ein- hverjum rúmfatnaði, en það var víst fátt sem bjargaðist. Hjónin reistu nýtt hús á Hraunsnefi, en fljótlega skildu leiðir þeirra og Hedda flutti suður með börnin. Hún keypti sér íbúð á Reykjavík- urvegi. Hún vann í mörg ár á dval- arheimilinu á Hrafnistu og eftir erfiðan vinnudag prjónaði hún lopapeysur og seldi þær. Þegar börnin voru uppkomin eignaðist hún íbúð í Austurbrún 4, á tíundu hæð og er dýrðlegt útsýni þaðan eins og nærri má geta. Þar leið henni ákaflega vel. Hedda vann langt fram yfir elli- lífeyrisaldur, en síðustu árin var hún loks farin að verða dálítið góð við sig eins og hún sagði sjálf. Sumarið 1993 lá ég í átta vikur á Landspítalanum og Hedda kom oft til mín. Hún átti aldrei bíl, en fór allra sinna ferða í strætisvagni eða gangandi fram á síðustu ár. Þetta haust varð hún áttræð. Einn eft- irmiðdag kom hún og hittist þá þannig á að enginn annar kom til mín þennan dag og ég var ein á stofunni. Þennan eftirmiðdag spjölluðum við margt og aldrei vorum við eins nánar. Ég sagði við hana: „Óskaplega hefur þetta verið erfitt hjá þér, Hedda mín.“ Hún þagði um stund og sagði síðan: „O, já, það var æði oft erfitt. En í dag vildi ég ekki skipta við nokkurn mann. Ég á börn og tengdabörn sem vilja allt fyrir mig gera, elskuleg barnabörn og svo eru yndislegu langömmu- börnin að koma hvert af öðru.“ Eina sögu verð ég að segja af frænku minni. Hún hafði ákaflega gaman af að spila á spil. Eða eins og hún sagði sjálf: „Ég er algjört spilafífl.“ Tvo daga í viku þýddi ekkert að koma til hennar, því þá spilaði hún. Fyrir einu og hálfu ári varð hún fyrir því að detta og mjaðmargrindarbrotna þegar hún var á leið í spilamennsku. Um það hafði hún þetta að segja: „Árans vandræði, ég var ekki búin að spila.“ Hún náði sér samt sem áð- ur nokkuð vel af þessari byltu og var alla daga mjög hraust og and- legum kröftum hélt hún að mestu fram undir það síðasta. En í vetur hefur hún fundið fyrir hjartakvilla og var á sjúkrahúsi nokkra daga, en komst heim með þeim orðum hve gott væri að vera komin heim. Daginn eftir var komið að henni meðvitundarlausri og þannig lá hún örfáa daga og sofnaði síðan svefninum langa. Hún fór eins og hún hafði alltaf óskað sér að fara. Við systkinin þökkum Heddu frænku samfylgdina langa og góða og sendum frændsystkinum okkar innilegar samúðarkveðjur. Ebba Dahlmann. Kæra amma, nú er komið að kveðjustundinni. Við tekur ferðalagið sem ég veit að þú varst farin að velta fyrir þér og jafnvel hlakka til. Eftir stönd- um við afkomendurnir með söknuð og trega í hjarta en þó einnig gleði, sem þér fylgdi ætíð og smit- aði í kringum sig. Á stundu sem þessari leita minningabrotin upp í hugann og hjálpa manni að sefa sorgina og sætta sig við missinn. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Reykjavík- urvegi, heimsóknir mínar þangað eru í huganum sveipaðar sólar- geislum, þar bjóst þú ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum, að mér fannst við ævarandi fögnuð. Seinna meir minnist ég margra stunda sem barn og unglingur að spilum ásamt þér og fleirum. Starfa þinna á Hrafnistu að sinna „gamla fólkinu“. Einnig heimsókna Gunnu frænku og skyldukossa sem þeim fylgdu, nammiskálin á sínum stað og viðkvæðið: Súkkulaði getur ekki verið alvont úr því það er svona gott. Einnig man ég þá stund þegar ég mætti til þín rogg- inn að tilkynna þér að ég væri að verða faðir og að þú værir að verða langamma í fyrsta skipti. Þú varðst svo skemmtilega sposk á svipinn og sagðir: „Það var nú yndislegt, Arnar minn, en þó er önnur að slá þér við, og gettu nú hver það er.“ Heimsóknir þínar á fæðingardeildina og í afmæli hjá börnunum eru líka eftirminnilegar, og aldrei taldir þú eftir þér að þeytast um í strætó eða á annan hátt í þessar heimsóknir. Seinna meir minnist ég svo einnig samverustunda fjölskyldu minnar með þér, sem þó hefðu mátt vera svo miklu fleiri. Lopa- sokkar og vettlingar, sem yljuðu litlum fingrum og tám, voru alltaf vel þegnir. Grallaraspóarnir mínir og stelpuskjáturnar voru lánsöm að fá að kynnast langömmu sinni. Á lífsleiðinni hittir maður og kynnist mörgu fólki sem hefur á mann mismunandi áhrif. Sumir fylla mann aðdáun og maður telur sig breyttan eftir að hafa kynnst þeim. Meðan þú varst á lífi þá dáði ég þig fyrir dugnað, þrautseigju og kímni sem þú sýndir, hvað sem á gekk. Nú þegar þú ert liðin á braut þá sé ég það enn betur hversu mikil stytta þú hefur verið okkur öllum sem að þér stóðum. Dugnaður þinn, þrautseigja, inni- leiki og væntumþykja eru eigin- leikar sem ég vona að ég geti að einhverju leyti tileinkað mér. Ég vona að ferðalagið sem þú ert lögð í og áfangastaðurinn sjálf- ur slái við öllum ferðalögum og áfangastöðum sem þú kynntist á ferðum þínum um ævina. Vertu bless, elsku amma. Arnar, Helga og börnin.                     !             !! " #!  $! ## %&''($' ## )'($' ## *% +&$  ,'($'  % &-+'($' ## .'($' ## '($''/!(% &  ''($'   &!0  ##  1 & 2,3 "   #          #   $    %  &$&     %  '    '       456%6--0 044 $& (3 () * " # %3" # ## 7  3'($'  8  " #  &  ,9: ; &'" #  7 3 ' ## 763" # ## ! &-3" #  0& ';" #  8& 7&' '  ##    22, 222,3  '     '     6<4 /6%/=4.-. 044> '2*% &#'$ +   ,  - &      .     /  '($'  /(?+&  % ! %' ## .&! ?+&  '( ; & ## ?+&  '(@" # ## 0& '?+&  '(@%+& +##    22, 222,3        '    ;  4.> 0%6.  3  #'  &% &  0' #   1  ;'!(';  #  ## (A(  %'';  #   '(@ &,& 7 ;  #   , @ ## 4;  #   % ,!  , ## '($''A2 ,  '&!% &## #   2  .&!  ## 22, 222,3 %6--06.>6 044> +"&  !)& 7@   ! 7 &# (/ #'&  BCDE1FGGG3 .% &    2,     3              .       .  # &     * $  #    )'            #  * &  *  ( &  '(' '(  )&*3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.