Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 83
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 83 VINIR DÓRA spila í kvöld  BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin Sóldögg leikur föstudagskvöld. 16 ára aldurstakmark.  CAFÉ 22: Brasilíska taktráðið í samvinnu við Nulleinn.is og Break- beat.is standa fyrir búgalú-partýi föstudagskvöld. Dj. Maestro frá Brasilíu verður í aðalhlutverki á efri hæðinni og dj. Pétur sér um grúvið á neðri hæðinni. Aðgangseyrir 500 kr. Kvöldið hefst kl. 23.  CATALINA, Hamraborg: Bara 2 leika fyrir dansi föstudags- og laug- ardagskvöld.  DALABÚÐ, Búðardal: Hljómsveit- in Land og synir leika á Jörfagleði laugardagskvöld.  DUBLINER: Hljómsveitin Penta skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld.  FÁKSHEIMILIÐ Í VÍÐIDAL: Hljómsveitin Spútnik heldur stuð- dansleik laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hip Hop- kvöld í samvinnu við Budweiser, Magic, Exodus og Kronik fimmtu- dagskvöld. Á þessu fyrsta kvöldi Freestyle úr hljómsveitinni Arsonists troða upp ásamt Shabazz the Disciple og dj. Daddy Dong úr 5th Platton. Hip Hop-kvöldin verða framvegis þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og er 18 ára aldurstakmark. Verðið á þetta fyrsta kvöld er 750 kr og hefst kvöldið kl. 21. Teknótónlistarmaður- inn og plötusnúðurinn Dave Clarke leikur laugardagskvöld. Tilefnið er heimsreisa kappans í tengslum við nýja plötu, World Service, sem kemur út um miðjan maí. Honum til halds og traust verður Exos og í aukarýminu á efri hæðinni verður dj. Maestro við stjórnvölinn.  GRAND HÓTEL REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leik- ur og syngur öll fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir.  H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga- Baldur sér um tónlistina föstudags- og laugardagskvöld. Miðaverð 500 kr. frá miðnætti.  H.M. KAFFI, Selfossi: Tónleikar með Heiðu og heiðingjunum frá kl. 23. 500 kr. aðgangseyrir fimmtudags- kvöld.  HITT HÚSIÐ: Hljómsveitin Dikta leikur á Föstudagsbræðingi á Geysi – Kakóbar föstudagskvöld. Dikta er skipuð þeim Hauki Heiðari Hauks- syni, gítarleikara og söngvara, Jóni Bjarna Péturssyni gítarleikara, Jóni Þóri Sigurðssyni trommuleikara og Skúla Gestssyni bassaleikara. Einnig kemur fram rafhljómsveitin Melód- íska Anonymus. Hún er skipuð Marlon Lee Úlfi Pollock og Tönyu Pollock. Tónleikarnir hefjast kl. 21. 16 ára aldurstakmark, frítt inn og ekkert rugl.  IÐNÓ: Tónleikar með hljómsveit- inni Quarashi föstudagskvöld. Tón- leikarnir eru í framhaldi af frumflutn- ingi lagsins og upphitun fyrir útkomu breiðskífu sveitarinnar Jinx sem kemur út með vorinu. Miðasala á tón- leikana hefst kl. 12 í miðsaölu Iðnó og kostar 1.000 kr.  KAFFI REYKJAVÍK: Hljómsveit- in Sixties leikur föstudags- og laug- ardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Dúettinn Hot’n’Sweet ásamt Helgu Möller leikur fyrir dansi föstudagskvöld. Stjörnukvöld með Björgvini Hall- dórssyni og Siggu Beinteins laugar- dagskvöld. Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti og hefst sýningin kl. 21.30.  LIONSSALURINN Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu- dans verður með dansæfingu kl. 21.30 föstudagskvöld. Elsa sér um tónlist- ina. Allir velkomnir.  NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyr- ir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Reykjavíkurstofa – bar og koníaks- stofa: Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. Op- ið frá kl. 18.  NELLYS CAFÉ: Dj. Le Chef verð- ur í búrinu föstudags- og laugardags- kvöld.  ODDVITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Hálft í hvoru skemmtir föstu- dags- og laugardagskvöld.  SJALLINN, Akureyri: Dj. Páll Óskar sér um tónlistina frá kl. 21 laugardagskvöld. Hljómsveitin Á móti sól leikur laugardagskvöld.  SKUGGABARINN: Dj. Nökkvi verður í búrinu föstudags- og laug- ardagskvöld.  SKÚLI FÓGETI, Aðalstræti 10: Hljómsveit Rúnars Þórs sér um fjörið föstudagskvöld. Dúóið Túkall í bana- stuði laugardagskvöld. 25 ára aldurs- takmark. Snyrtilegur klæðnaður.  SPOTLIGHT: Dj. Mamma Sigga skellir sér í búrið og sér um tónlistina fimmtudagskvöld. Dj. Cesar verður með TranceMaster-kvöld föstudags- kvöld. Dj. Ívar Amor verður í stuði í búrinu laugardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Sælusveitin leikur föstudags- og laugardagskvöld. Frá A – Ö SHADOWS-SÝNINGUNNI var hleypt af stokkunum síðastliðið haust á Broadway og hefur hún fall- ið í góðan jarðveg. Þeir sem voru á unglingsárum á sjöunda áratugnum muna margir eftir goðumlíkum gít- arhljómum Hank Marvin og félaga og í kjölfarið spruttu upp margar séríslenskar Shadows-sveitir. Næsta laugardag munu íslensku Skuggarnir troða upp á Broadway, undir dyggri handleiðslu Gunnars Þórðarsonar sem endranær. Það er gaman að geta þess að eftir mið- nætti mun svo fornfræg sveit troða upp, Siglufjarðarhljómsveitin Stormar sem gerði það gott hér á árum áður og var með helstu dæg- urlagasveitum Norðurlands. Evróvisjónfarinn Kristján Gíslason syngur hlutverk Cliff Richards í Shadows-sýningunni og leysti hann Eyjólf Kristjánsson af í þeim efnum. „Þetta kom nú þannig til að Eyjólf- ur þurfti að bregða sér til Banda- ríkjanna til að syngja með Stefáni Hilmarssyni,“ útskýrir Kristján fyr- ir blaðamanni. „Það þurfti því af- leysingamann og Gunnar Þórðars- son hringdi í mig og bað mig um að taka þetta. Mér þótti það vera alveg sjálfsagt mál, maður er með þennan Cliff-pakka alveg í blóðinu. Það er vegna mömmu (hlær).“Kristján seg- ir að það hafi gengið vel að syngja Cliff og þetta sé búið að vera skemmtilegt. „Maður hélt alltaf að þetta væri frekar „lítil“ rödd hjá honum Cliff. Það kom mér því á óvart er ég fór að syngja lögin hvað þetta spannar þó mikið tónsvið. Hann er að fara mjög djúpt en einn- ig mjög hátt líka. Þetta reyndi því mun meira á en ég átti von á.“Krist- ján segist þó ekki munu syngja með Stormum. „Nei, ekki hef ég heyrt af því,“ segir hann og hlær við. „Ekki enn þá.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Shadows-sýningin var sett á fjalirnar í haust og hef- ur gengið vel að sögn Gunnars Þórðarssonar. Stormandi lukka Kristján Gíslason one voru í höndum Stefáns Fannars Stefánssonar sem lék Bugsy Malone, Sigríður Auðna Guðgeirsdóttir lék Blousey Brown, Elín Káradóttir lék Tallulah, og Hálfdán Eiríksson lék Samma feita. Leikstjórar Grease voru Margrét Sverrisdóttir og Elín Sigríður Arn- órsdóttir. Stefanía Malen Stefáns- dóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir leikstýrðu Bugsy Malone. Undirleik önnuðust Julian Isacs og Jón Arn- grímsson. Allt eru þetta kennarar við Brúarásskóla nema Julian sem er skólastjóri Tónskólans. NEMENDUR Grunnskólans í Brú- arási réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á árshátíð sinni þeg- ar þeir settu upp tvo söngleiki ásamt kennurum sínum sem leikstýrðu og sáu um undirleik. Nemendur eldri deildar fluttu Grease og nemendur yngri deildar Bugsy Malone. Auk þess fluttu yngstu nemendurnir leik- þátt sem heitir Samtal í skólatösk- unni. Í aðalhlutverkum í Grease voru Steinunn Sigurðardóttir sem lék Sandy og Eyþór Stefánsson sem lék Danny. Aðalhlutverk í Bugsy Mal- Nemendur í Grunnskóla Brúaráss brugðu á leik á árshátíð Þrjótarnir í Bugsy Malone. Sandy syngur um sumarástina. Leðurjakkagæjar og byssubófar Norður-Héraði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins T-birds-gengið hæðist að Eugene. Sandy og Danny, í bílabíói með- an allt leikur í lyndi. NEMENDUR Menntaskólans í Kópavogi héldu á dögunum árshátíð sína og fjölmenntu í hátíðarkvöldverð á Hótel Sögu og á dansleik á Gauki á Stöng. Að sögn Önnu Regínu Björnsdótt- ur, sem er í skemmtinefnd MK, var árshátíðin hin besta skemmtan. „Fyr- ir sjálft ballið var árshátíðarkvöld- verður á Hótel Sögu,“ sagði Anna, „þar sem ég var veislustjóri og Frosti Ólafsson, formaður Nemendafélags- ins, og Margrét, skólameistari MK, fluttu ræður. Þau eru bæði nokkuð skondin í tilsvörum og var gaman að hlýða á. Guðrún Ragna, sem vann söngkeppnina okkar, söng fyrir okk- ur. Svo var loks fluttur leikinn gam- anannáll yfir viðburði ársins og af nógu að taka til að gera grín að.“ Seinna um kvöldið þustu MK-ingar og gestir þeirra að Gauki á Stöng þar sem Straumar, með Birni Jörundi og Stefáni Hilmarssyni, héldu uppi ríf- andi stemmningu ásamt Páli Óskari, 200.000 naglbítum, DJ Markúsi og DJ Ella. Anna segir hátíðina hafa tekist vel: „Reyndar var mikil aðsókn að aðal- sviðinu svo þar var nokkur þröng á þingi, em það var ógeðslega gaman hjá öllum, það vantaði ekkert upp á það.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þær Steinunn Sigurðardóttir, Hrafnhildur Reynisdóttir og Kristveig Þorbergsdóttir dönsuðu inní nóttina. Þeir ollu engum vonbrigðum enda vanir stuðbolt- ar: 200.000 naglbítar á árshátíð MK. Mikil gleði hjá MK-ingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.