Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN
50 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að vekur alltaf jafn-
mikla furðu manns
þegar komið er til
lands á borð við Bosn-
íu hvað allt virðist eðli-
legt á yfirborðinu. Hvort heldur er
í stríði eða þeim viðkvæma friði
sem náðst hefur. Stríð eru háð þar
sem óbreyttir borgarar eru. Mitt í
öllum hryllingnum og firringunni
reyna þeir að halda áfram að lifa
daglegu lífi og eftir stríðið er dag-
lega rútínan ótrúlega fljótt á sínum
stað. En hvar stendur Bosnía tæp-
um sex árum eftir að stríðinu, sem
kostaði um 100.000 manns lífið og
enn fleiri allt sitt, þar með talið sál-
arró og andlegt jafnvægi, lauk?
Nú, nokkrum árum eftir stríðs-
lok, hafa tískusveiflurnar náð af al-
vöru til borga á borð við Sarajevo,
hægt er að hlusta á það nýjasta í
tónlist, kaupa merkjavöru (reynd-
ar í takmörk-
uðu magni),
drekka capp-
uccino og
borða ítalskar
samlokur á
börum þar
sem flestir viðskiptavinirnir eru í
jakkafötum og með bindi. Þó þarf
ekki að keyra nema nokkur hundr-
uð metra til þess að sjá heim-
ilislaust fólk ylja sér við elda á
ruslahaugum og fjölskyldur sem
búa í húsnæði svo illa förnu eftir
stríðið að það telst langt frá því að
vera íbúðarhæft.
Þrátt fyrir að kaffibarirnir séu
fullir af fólki drekkur hver og einn
ekki nema einn bolla af kaffi, fæst-
ir fá sér meðlæti og í slóvenska
stórmarkaðnum þar sem allt fæst
heyrir til algerra undantekninga
að sjá fólk með fullar inn-
kaupakörfur.
Um leið og farið er að tala við
fólk kemur í ljós að margir eiga
enn við erfiðleika að stríða í kjölfar
stríðsins, andlega og líkamlega.
Flest unga fólkið vill bara flytja á
brott þótt misjafnlega gangi að
láta þann draum verða að veru-
leika og allir kvarta yfir spillingu í
stjórnkerfinu. Alþjóðasamfélagið
reynir að koma til aðstoðar með
blöndu af ráðgjöf og fyrirskip-
unum sem falla misvel í kramið og
eru hunsaðar eins og hægt er.
Og sá algeri klofningur á milli
þjóða, sem varð í stríðinu, er enn á
sínum stað. Vissulega eru dæmi
um fólk sem er farið að snúa aftur
til síns heima, þótt það sé á svæði
þar sem önnur þjóð ræður nú ríkj-
um. Staðreyndin er engu að síður
sú að Bosnía er þrískipt, hún er í
raun og sann ekki eitt land heldur
þrjú; múslímsk Bosnía, króatísk
Hersegóvína og Serbneska lýð-
veldið.
Ökuferð um þessi þrjú svæði
segir meira en mörg orð; í Serb-
neska lýðveldinu eru langflestar
áletranir á kyrillísku og far-
símakerfið serbneskt. Í Herzeg-
óvínu blaktir króatíski fáninn við
hún, verð eru gefin upp í króat-
ískum kúnum og þrátt fyrir að íbú-
arnir séu skyldir að lögum til að
hafa límmiða á bifreiðum sínum
sem á stendur BiH (Bosnía og
Hersegóvína) hafa Bosníu-Króatar
brugðið á það ráð að búa til eins
límmiða nema hvað einu horninu
hefur verið lyft svo að glittir í
skjöldinn í króatíska skjald-
armerkinu.
Hin múslímska Bosnía verður
svo að standa undir þeim vænt-
ingum sem gerðar eru til landsins.
Þar blaktir bosníski fáninn við
hún, þar eru breytileg mörk (KM)
notuð og þar eru flestar al-
þjóðastofnanir og samtök, auk
þess sem NATO-herir eru þar
mun sýnilegri.
Klofningurinn verður aðeins
skýrari þegar rætt er við fólk. Að-
eins ein stúlka, ein fárra Serba
sem enn búa í hinni skiptu borg
Mostar, segist ekki líta á sig sem
Serba heldur Bosníumann. Hún
sker sig því miður úr fjöldanum,
einkum eru það Króatar og Serbar
sem halda fast í þjóðerni sitt þótt
skiptar skoðanir séu meðal þeirra
um hvort þeir vilja sjálfstæði eða
sameiningu við „móðurríkið“ –
Króatíu eða Serbíu. Bæði hafa
sagt hreint út að þau hafi engan
áhuga á að bæta hlutum af Bosníu
við sig en þjóðernissinnar í hinum
króatísku og serbnesku hlutum
Bosníu láta það sem vind um eyru
þjóta.
Eftir stendur spurningin um
hvort hægt sé að koma í veg fyrir
skiptingu landa á borð við Bosníu í
kjölfar stríðsátaka. Bosnía og Kos-
ovo raunar eru gott dæmi um lönd
þar sem tilraunir alþjóðastofnana
til að koma í veg fyrir nær algera
skiptingu landssvæða bera ekki
árangur. Íbúarnir sjá sjálfir um að
skipta svæðum með sér og sú
skipting stendur af sér langflestar
tilraunir alþjóðasamfélagsins til að
breyta henni.
Þegar illa gengur freistast
margir fulltrúar þess til þess að
hugsa um hvort ekki sé réttast að
leyfa algeran klofning ríkja gömlu
Júgóslavíu. Tilraunin til að halda
henni saman eftir fall járntjaldsins
hafi jú mistekist? Verði ríkjum
gömlu Júgóslavíu leyft að klofna
enn frekar verður aftur á móti
hrint af stað ferli sem ekkert fær
stöðvað. Nái þjóðernissinnar sínu
fram er fátt sem bendir til þess að
kyrrstaða náist heldur þvert á
móti muni svæðið brotna upp í æ
smærri einingar. Slíkt gerist ekki
á friðsamlegan hátt og óstöð-
ugleikinn sem óhjákvæmilega
fylgir verður til þess að skapa
kjöraðstæður fyrir skipulagða
glæpastarfsemi.
Tíminn vinnur með og á móti
þeim sem vilja halda Bosníu sam-
an. Reynslan frá öðrum löndum
sýnir að því lengra sem líður frá
lokum stríðsins, því minni verða
líkurnar á því að flóttamönnum
takist að flytja aftur heim. En þótt
djúpstætt hatur sé enn fyrir hendi
er það ekki eins blint og áður, því
lengra sem líður frá stríðinu fennir
yfir martraðarkenndar minningar.
Bosníumönnum og alþjóða-
samfélaginu er nauðugur einn
kostur: að reyna að halda landinu
saman. Reynslan sýnir að sé geng-
ið fram af hörku gagnvart þjóðern-
issinnum, flokkar þeirra bannaðir,
fjársektum og hótunum beitt, láta
þeir undan. Nýleg lög um rétt
fólks til að snúa aftur í íbúðir sínar
og skyldu lögreglunnar til að reka
þá sem fyrir eru á brott eru til
marks um þetta, þvert á allar
svartsýnisspár hafa þau orðið til
þess að um 100.000 manns hafa
snúið aftur á hálfu öðru ári. Árang-
urinn hefur að minnsta kosti gefið
mörgum von um að ef til vill eigi
Bosnía sér von um framtíð þótt
hún sé vissulega ekki sérlega
björt. Hún er að minnsta kosti fyr-
ir hendi.
Sundur,
saman?
Bosnía er þrískipt, hún er í raun og
sann ekki eitt land heldur þrjú; músl-
ímsk Bosnía, króatísk Hersegóvína og
Serbneska lýðveldið.
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is
NÚ Á vormánuðum
fer fram árleg endur-
skoðun úthlutunar-
reglna Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna.
Stúdentaráð Háskóla
Íslands hefur sett
fram skýrar kröfur um
nauðsynlegar breyt-
ingar á úthlutunar-
reglunum og vegur
þar þyngst hækkun
grunnframfærslu LÍN,
sem er eitt brýnasta
hagsmunamál stúd-
enta.
Stúdentar
80% fólk?
Námslánin eru byggð á fram-
færslugrunni LÍN, og eiga skv. 3.
gr laga um lánasjóð íslenskra náms-
manna að standa straum af náms-
og framfærslukostnaði meðan á
námi stendur. Framfærslugrunnur-
inn tekur mið af neyslukönnun
Hagstofunnar frá 1995 og er við-
miðunarhópurinn almennir laun-
þegar með tekjur undir kr.
1.000.000.
Við endurskoðun úthlutunar-
reglna LÍN síðastliðið vor fóru
stúdentar fram á að tekið væri mið
af raunverulegum menntunarkostn-
aði þeirra, þar sem hann væri tals-
vert hærri hjá háskólastúdentum en
almennu launafólki. Jafnframt fóru
stúdentar fram á að miðað væri við
núverandi húsnæðiskostnað, þar
sem hann hefur hækkað talsvert frá
árinu 1995. Stjórn LÍN hafnaði
þessum kröfum námsmanna og af-
leiðingin var sú að námsmenn fá nú
aðeins 80% af raunverulegri fram-
færsluþörf sinni að láni frá sjóðn-
um. Því er ljóst að LÍN er ekki að
uppfylla 3. gr. lánasjóðslaganna.
Grunnframfærslan dugar ekki
Núverandi grunnframfærsla LÍN
er 66.500 kr. og gefur augaleið að
hún dugar skammt miðað við raun-
verulegan framfærslukostnað
námsmanna. Til nánari skýringar
má nefna að leiguverð fyrir ein-
staklingsíbúð á stúdentagörðum
Félagsstofnunar stúdenta er um
30.000 kr. og er leiguverð mun
hærra á almennum markaði. Þá á
eftir að greiða matarkostnað, bóka-
og menntunarkostnað, heilsugæslu,
föt, samgöngur og fleiri grundvall-
arneysluþætti. Auk þess eru náms-
lánin skert hlutfallslega fari tekjur
námsmanna yfir kr. 265.000.
Afleiðingar þessa eru mjög alvar-
legar því að umtalsverður fjöldi
stúdenta á þess ekki kost að hefja
háskólanám af fjárhagslegum
ástæðum og aðrir hrökklast frá
námi því þeir sjá enga aðra leið til
að ná endum saman.
Menntun er fjárfesting
Nám við háskóla er og á að vera
full vinna. Þessi vinna stúdenta skil-
ar sér síðan aftur til þjóðfélagsins
með margvíslegum hætti í formi ný-
sköpunar í atvinnulífi, hærri skatt-
tekna og aukinnar velmegunar í
þjóðfélaginu. Einnig hefur verið
sýnt fram á að sérhver króna sem
ríkið ver til menntunar skilar sér
margfalt til baka í einu eða öðru
formi. Það er því gríðarlega mik-
ilvægt fyrir stjórnvöld að gera sér
grein fyrir þessari staðreynd og
tryggja stúdentum námslán sem
gera þeim kleift að stunda nám sitt.
Það er skylda þeirra að nám sé
möguleiki sem stendur öllum opinn,
ekki aðeins þeim efnameiri.
Guðmundur Ómar
Hafsteinsson
Framfærsla
Núverandi grunn-
framfærsla LÍN er
66.500 kr. Guðmundur
Ómar Hafsteinsson og
Sæunn Stefánsdóttir
segja að hún dugi
skammt miðað við raun-
verulegan framfærslu-
kostnað námsmanna.
Höfundar sitja í Stúdentaráði fyrir
Röskvu og Guðmundur er fulltrúi
SHÍ í stjórn LÍN.
Sæunn
Stefánsdóttir
Stúdentar eiga rétt á
lágmarks framfærslu
FYRIR skömmu
var birt skoðanakönn-
un um viðhorf fólks til
þess að selja áfengi í
matvörubúðum og nið-
urstaðan sú að rífur
helmingur taldi slíkt
af hinu góða.
Þetta er vissulega
vonbrigðaefni öllu
hugsandi fólki, ekki
sízt hjá þeim sem
áfengisvandinn kemur
við á alvarlegan máta,
en vitað er að það eru
ógnvænlega margir
sem þjást undir oki
neyzlunnar og fátt
grátbroslegra en þeg-
ar orðið frelsi er vanhelgað um leið
og fjallað er um nauðsyn þess að
auka vanda sem er ærinn fyrir. Nú
veit ég ekki hvernig fólk hefur ver-
ið leitt að svarinu, enda tek ég nú
öllum skoðanakönnunum og úrslit-
um þeirra með talsverðum fyrir-
vara, veit þó að það munar hvort
spurningin er gjörð saklausari með
því að útiloka sterku vínin, þótt all-
ir viti nú að þau komi í kjölfarið, og
gjöra allt saklausara með því að
tala um eingöngu létt vín (innan
sviga máske spurt um matarvín,
s.s. ég heyrði þau kölluð á dög-
unum) og svo bjór sem svo margir
veruleikafirrtir telja nú bara ekki
til áfengis. Vonbrigðaefni eru úr-
slitin í ljósi þeirra staðreynda sem
allar kannanir sýna, jafnt austan
hafs og vestan, að aukið og
greiðara aðgengi að áfengi eykur
neyzluna og í kjölfar þess að sjálf-
sögðu ofneyzluna.
Það hefði verið eðlilegt að spyrja
fólk samhliða, hvort því fyndist
ástæða til eða þörf á aukningu á
neyzlu áfengis og
hvort það áttaði sig á
samhengi greiðara að-
gengis og aukningar í
neyzlu. Það hefði
einnig mátt inna þá
sem spurðir voru, eft-
ir því hvort þeim
þætti ekki tjón af
hvers konar áfengis-
neyzlu vera nægilegt
og ef svo væri, hvort
menn teldu þá á það
hættandi að gjöra eitt-
hvað sem yki vandann
og hinar mörgu
hörmulegu afleiðingar,
allt yfir í að fórna líf-
inu sjálfu eða eyði-
leggja það.
Ég á von þess að margir hefðu
þá hikað og svörin um verzlunar-
„frelsið“ hefðu þá nokkuð önnur
getað verið, þótt ég viti fullvel að
fjöldamargir hafa hér af engar
áhyggjur og allra sízt þeir sem
ætla sér af ógæfuvaldinum góðan
gróða.
Þessu jáfólki „frelsisins“ hefði
verið nær að hlýða á aðvörunar-
raddir okkar færustu lækna á
þessu sviði sem þekkja bezt til af-
leiðinganna, oft ógnvekjandi og
sem lýsa því sem hreinni vá að feta
þennan „frelsis“veg. Aðvaranir
okkar bindindismanna um afleið-
ingar þess að afnema bjórbannið
fólust í tvennu umfram annað, þ.e.
að heildarneyzlan myndi aukast og
neyzlan færast enn neðar í aldurs-
stiganum. Þótt ég hafi verið með
þeim fremstu í hópi þeirra er
þannig aðvöruðu segi ég auðvitað í
dag: Því miður hafa þessar hrak-
spár rætzt hræðilega.
Þetta jáfólk hefur greinilega
ekki hlýtt á boðskap hins mikil-
hæfa stjórnmálamanns og læknis,
Gro Harlem Brundtland, sem nú
stýrir þeirri alþjóðastofnun þar
sem afleiðingar áfengisneyzlu eru
hvað skýrast tíundaðar og taldar,
til varnar og verndar snúizt um
leið, en hér á ég við WHO, Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunina.
Gro var ekkert myrk í máli þegar
hún varaði við áfengisauglýsingun-
um sem greinilega beindust um-
fram allt að þeim ungu (kannast
menn máske við blessunarhjalið
hér um auglýsinga„frelsið“ sem er
svo hræðilegt að ekki skuli ríkja
hér?). Gro hvatti til vökullar bar-
áttu félagasamtaka til varnar og
sóknar gegn áfengisvánni og mælti
mót auknu aðgengi af röggsemi.
Síðast en ekki sízt tíundaði hún
hinar hræðilegu tölur fórnarkostn-
aðar, þar sem hún sagði 50.000
manns í blóma lífsins falla í valinn
af völdum áfengis í Evrópu –
fimmtíu þúsund – á ári og samt ber
að skilja meirihluta íslenzkrar
þjóðar svo, að ekki saki að taka
enn frekari áhættu í þessum mál-
um, a.m.k. túlka fjölmiðlungar það
svo, að nú sé lag til að auka enn
aðgengið og ekki skal því trúað að
þeir sjái ekki hin augljósu tengsl
orsakar og afleiðingar. Hugsað til
allra þeirra harmsagna sem hvar-
vetna eiga sér stað um samfélagið
hljótum við að biðja allt hugsandi
fólk að rasa ekki um ráð fram,
heldur hjálpa okkur til að verjast
og berjast. Þörfin knýr og kallar.
Helgi
Seljan
Áfengi
Allar kannanir sýna,
segir Helgi Seljan, að
aukið og greiðara
aðgengi að áfengi
eykur neyzluna.
Höfundur er formaður
bindindissamtakanna IOGT.
Aðgát skal
ærna hafa