Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Neytendasamtökin gerðu nýlega saman- burð á verði fjölmargra tegunda mat- og hrein- lætisvöru í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Það kom svosem ekki á óvart að samanburður- inn reyndist vera ís- lenskum neytendum mjög í óhag. Könnunin sýnir einnig greinilega að samsæri ávaxta- og grænmetisheildsala gegn neytendum hefur tekist ágætlega því við þurfum að greiða miklu hærra verð fyrir þessar vörur en íbúar dönsku höfuðborgarinnar. Tekið skal fram að allar tölur sem koma fram hér á eftir eru án virð- isaukaskatts, en hann er 14 prósent á matvörum hér en 25 prósent í Dan- mörku. Full ástæða er til að gaumgæfa nið- urstöður könnunarinnar vel. Hvaða glóra er til dæmis í því að á meðan Danir fá blómkálið á 100 krónur kílóið þurfum við að borga rúmlega þrefalt meira eða 341 krónu? Og er nokkurt vit í því að á meðan Danir fá hvítkálið á 72 krónur þurfum við að greiða rúmlega helmingi meira eða 162 krónur? Sama gildir um púrrulauk. Danir fá hann á 150 krónur kílóið en við þurfum að borga 332 krónur. Og áfram mætti telja þótt vissulega minnki munurinn eitthvað. Og til að tíunda líka það sem vel er gert hér má minna á að tómatar eru örlitlu ódýrari hér en í Danmörku. Ekki eru tollar á ávöxtum sem fluttir eru hingað fremur en í Dan- mörku. Samt verður maður gapandi af undrun þegar borið er saman verð ávaxta hér og í Kaupmannahöfn. Í umræðunni að undanförnu hafa ban- anar komið mikið við sögu. Því er meðal annars lýst í skýrslu sam- keppnisyfirvalda hvernig markaðn- um með þessa vöru var skipt milli að- ila. Árangurinn kemur í ljós þegar verðið er skoðað. Í Kaupmannahöfn kostar kílóið 119 krónur en 192 krónur hér eða 62 prósentum meira. Eru einhver skynsam- leg rök fyrir þessum mikla mun? Eða að plómur skuli kosta 294 krónur í Kaupmanna- höfn en 525 krónur hér eða 79 prósentum meira. Þó eru dæmi um að innflytjendur geti stað- ið sig bærilega. Þannig eru kívíávextir nokkru ódýrari hér og enn meiri munur er á avókadó okkur í vil. Gallinn er bara sá að báðar þessar tegundir eru með dýr- ustu ávöxtum. Þessi dæmi sýna vissu- lega að menn kunna til verka í þess- um efnum, íslenskir neytendur njóta þess bara sorglega sjaldan. Fylgjum málinu eftir Raunveruleikinn staðfestir þannig niðurstöður samkeppnisyfirvalda um samráð og fákeppni á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum. Ávaxta- og græn- metissalar hafa kært afgreiðslu sam- keppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Ekki er við öðru að búast en að áfrýjunarnefnd staðfesti úrskurð samkeppnisráðs í öllum meg- inatriðum. Það er hins vegar svo að ef málið tapast þar geta samkeppnisyf- irvöld ekki fylgt málinu eftir fyrir dómstólum. Komi sú staða upp munu Neytendasamtökin skoða það vand- lega hvort fylgja eigi málinu eftir og alla leið til Hæstaréttar ef nauðsyn- legt reynist. Jafnframt er eðlilegt að ríkissaksóknari taki þetta mál til skoðunar og meti hvort ástæða sé til, í ljósi þess hve brotin eru alvarleg, að gefa út opinbera ákæru. Því verður ekki trúað að óreyndu að fyrirtæki sem uppvís hafa orðið að svo alvar- legu broti, sem samsæri gegn neyt- endum er, komist upp með það án þess að þeim sé refsað hart fyrir. Það myndi misbjóða réttlætiskennd þorra neytenda ef þessir aðilar slyppu á meðan lögreglan er í flestum tilvikum kölluð til ef krakkar stela banana. Mótmælum á www.ns.is Eins og margir hafa orðið varir við standa Neytendasamtökin nú fyrir undirskriftasöfnun gegn grænmetis- og ávaxtaokrinu á heimasíðu sinni, www.ns.is. Þessi söfnun mun standa fram yfir næstu helgi. Miðað við um- ræðuna og ummæli fólks er ljóst að mikill meirihluti neytenda er afar óánægður með stöðu mála og tekur heilshugar undir gagnrýni Neytenda- samtakanna. Á heimasíðunni getum við sameinast um að krefjast afnáms tolla á grænmeti, en tollarnir eru mik- ilvægt tæki til að tryggja fákeppni á þessum markaði. Ég hvet því lesendur Morgunblaðs- ins til þess að liggja ekki á liði sínu en skrá sig hið fyrsta á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta haft samband við okkur í síma 545 1200. Ekki væri verra ef þeir sem lesa þessar línur myndu hvetja ættingja og vini til að láta rödd sína heyrast. Neytendur hafa áður knúið fram afnám einokun- ar með samtakamætti sínum. Sam- staða er allt sem þarf. Sættum okkur ekki við grænmetisokrið Jóhannes Gunnarsson Neytendamál Miðað við umræðuna og ummæli fólks, segir Jó- hannes Gunnarsson, er ljóst að mikill meirihluti neytenda er afar óánægður með stöðu mála og tekur heilshug- ar undir gagnrýni Neytendasamtakanna. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Í ÞESSARI grein skilgreini ég vertíðar- flotann sem öll fiski- skip önnur en togara, nótaskip og smábáta þó svo að hún eigi jafnframt við þá ísfisk- togara sem fiska að staðaldri fyrir land- vinnslur hver á sínum stað. Einkanlega á þessi grein við þann fjölda einyrkja og smærri útgerða sem hafa í fimmtán ár bar- ist við niðurskurð á aflaheimildum á sama tíma og hver stjórn- valdsaðgerðin á fætur annarri hefur fært öðrum útgerð- arflokkum veiðiheimildir á kostnað þeirra. Þessi skip hafa því fórnað meiru en önnur skip til að ná stjórn á veiðum við Ísland. Til viðbótar eru möguleikar þeirra til að vinna þetta upp með veiðum utan landhelgi eða í frjálsri veiði í öðrum tegundum til muna takmarkaðri en hjá smábát- um og úthafsskipum. Nú gera tals- menn smábátanna kröfu um að kvóti þessara skipa í steinbít, ýsu og ufsa verði skorinn niður til að viðhalda frjálsri sókn þeirra sjálfra. Áróðurinn Það dylst engum að nú stendur yfir öflug og skipulögð áróðursher- ferð þeirra sem vilja að smábátar haldi áfram að veiða umfram þær heimildir sem fiskifræðingar hafa ráðlagt og pólitíkin sett sér að fara eftir. Fram að þessu hafa þau rök helst verið notuð að landvinnslan og byggðarlögin eigi meira undir því að smábátar veiði aflann fremur en aðrir bátar. Þetta er auðvelt að hrekja. Landvinnslan víða um land byggist meira á veiði lítilla og stórra vertíðarbáta en smábátum, þau eru fleiri, byggðarlögin sem byggjast á bátaút- gerð, en þau sem byggjast á smábátaút- gerð, fiskmarkaðirnir eiga ekki síð- ur sitt undir hefðbundnum bátum en smábátum og bátar í sinni víð- ustu mynd skapa fleiri störf í kring- um sig en flest annað sem í þessum byggðarlögum er. Mjög vinsæl að- ferð í umræddum áróðri er að teikna upp sem andstæður litla varnarlausa manninn á trillunni og stóra gráðuga manninn í stóra út- gerðarfélaginu sem allt vill gleypa. Um það sem þar er á milli talar enginn því það hentar illa um- ræðunni. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að á milli þessara elda er fjöl- breytileikinn mestur og jarðvegurinn fyrir grósku hvað frjóastur. Á meðan „hinn gleymdi floti“ stundaði frjálsar veiðar var ótrúlegur uppgangur í sjávarpláss- unum, svo mikill að aldrei hefur annað eins gerst frá því síldaræv- intýrin voru og hétu. Uppgangur smábátanna í dag byggist miklu fremur á sama frelsi og vertíðarflot- inn hafði fyrir 15 árum en á tækni- framförum eða nýjungum. Sú þróun sem orðið hefur við færa- og línu- veiðar (í öllum stjórnkerfum) hefur ekki síður verið með önnur veið- arfæri samhliða byltingu í fiskleit- artækjum og staðsetningartækjum í öllum skipum. Nýjustu rökin Þeir sem vinna í aflamarki hafa tvo kosti til hagræðingar í sinni út- gerð. Annað er það að „skipta á jöfnu“ sem þýðir það að menn skipta t.d. á einu tonni af þorski fyr- ir tvö tonn af karfa sem leiðir til þess að ekki er nauðsynlegt að bæði skip hafi veiðarfæri til að veiða báð- ar tegundir. Þetta eru allir sammála um að sé af hinu góða enda breytir þetta engu um heildarveiði úr fiski- stofnunum og virkar því sem fullgilt verndunarákvæði án þess að fórna hagkvæmninni (arðseminni). Hitt er svokölluð „tegundatilfærsla“ sem þýðir að hægt er að breyta einni tegund í aðra. Ef skip fiskar t.d. tvö tonn af karfa án þess að eiga von á þeim afla er hægt að breyta einu tonni af kolakvóta í tvö tonn af karfakvóta. Þetta er hægt að gera upp að 5% af heildarafla. Þetta ákvæði hefur nú verið þrengt þann- ig að ekki má breyta nema 2% í eina tegund. Andstætt „jöfnu skipt- unum“ getur „tegundatilfærslan“ leitt til þess að úhlutaður kvóti einnar tegundar næst ekki á sama tíma og farið er fram úr á annarri tegund. Þeir sem gagnrýnt hafa kvótakerfið hafa gert það á þeim grunni m.a. að sveigjanleikinn sé ekki nægur. Það skýtur því skökku við að sömu menn komi nú fram á Pétur Hafsteinn Pálsson Fiskveiðistjórnun Að ætla sér að skerða veiðiheimildir þessa flota á þeim grunni að hann hafi ekki nýtt sér úthlutaðan kvóta telur Pétur Hafsteinn Páls- son vera öfugmæli og nánast móðgun við hlutaðeigandi. Smábátaflotinn, vertíðar- flotinn og nýting kvótans Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.