Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Heitt vor í
Kramhúsinu
• Yoga fyrir
byrjendur
• Kripalu-jóga
• Power-jóga
• Jóga fyrir
barnshafandi
• Mömmu-jóga
• Leikfimi
• Flamenco
• Magadans
• Salsa
• Tango
• Afró
• Breikdans
• Trommur
• Didgerido
• Hip hop
símar 551 5103 og 551 7860
„VIÐ óttumst ekki þyrlur ykkar, við
óttumst ekkert. Það réttlæti sem
gildir í Bandaríkjunum og Bretlandi
ætti að ríkja gagnvart okkur.“ Páska-
boðskapur séra Ratko Peric, biskups-
ins af Mostar í Bosníu, er ekki í hátíð-
aranda þetta árið. Spennan í borginni
hefur aukist í kjölfar nýlegra uppþota
Króata við Hercegovacka-bankann
sem fulltrúar alþjóðasamfélagsins
hugðust loka fyrr í mánuðinum.
Króatar eru reiðir í garð alþjóðasam-
félagsins og hrifning þeirra á músl-
ímskum nágrönnum er einnig tak-
mörkuð. Messuhald þeirra ber keim
af þessu, predikun biskupsins fellur í
frjóan jarðveg.
Bosníska borgin Mostar er tvískipt
og þrátt fyrir að rúmlega fimm ár séu
liðin frá stríðslokum andar enn köldu
á milli króatískra og múslímskra íbúa
hennar. Ef eitthvað er hefur spennan
aukist í kjölfar uppþotanna við bank-
ann. Útlendingar eru ekkert sérlega
velkomnir í króatíska hlutanum, átta
brynvarðir bílar og þungvopnaðir
hermenn eru fyrir utan skrifstofur
Öryggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu, ÖSE, annað eins við skrifstofu
Fulltrúa alþjóðasamfélagsins (OHR).
Sú síðarnefnda er reyndar tóm, æstur
múgur gerði tilraun til að ráðast inn í
kjölfar bankamálsins og ekki er talið
óhætt að opna í bráð.
Bankanum lokað
Bankanum var lokað þar sem talið
var ljóst að hann væri notaður til að
fjármagna fyrstu skrefin í átt að sjálf-
stæði suðurhluta Bosníu, Herzegóv-
ínu, sem er að meirihluta byggð Kró-
ötum. M.a. var bankinn notaður til að
greiða hermönnum laun sem sögðu
skilið við bosníska sambandsherinn
og gengu í nýstofnaðan her Króata.
Ekki tókst betur til en svo að aðsúgur
var gerður að starfsmönnum OHR
sem loka áttu bankanum og kom
SFOR, herlið NATO, til aðstoðar.
Um 25 hermenn særðust í átökum við
reiðan múginn og var talin mildi að
enginn skyldi láta lífið en byssu var
haldið að höfði bandarísks starfs-
manns OHR og honum hótað lífláti.
Kölluðu Bandaríkjamenn alla starfs-
menn sína í Mostar heim um páska-
helgina.
Bankinn hefur verið lokaður í tæp-
ar tvær vikur og ekkert bendir til
þess að hann verði opnaður í bráð að
sögn vestrænna embættismanna sem
hafa hvatt yfirmenn bankans til að af-
henda skjöl hans. Hinir síðarnefndu
neita samvinnu og reiðin vex á meðal
viðskiptavinanna, ekki síst ellilífeyr-
isþega sem ekki fá lífeyrinn greiddan.
Króatar fullyrða að lokun bankans
hafi þegar haft slæm áhrif á viðskipti í
Herzegóvínu. Ónefndir alþjóðlegir
embættismenn segja að í undirbún-
ingi séu frekari lokanir en viðurkenna
jafnframt að OHR óttist afleiðingarn-
ar ef látið verði til skarar skríða.
Reiðir alþjóðasamfélaginu
En málið snýst ekki aðeins um
bankann. Króatar eru ekki aðeins
reiðir vegna bankans, þeir eru reiðir
ÖSE fyrir að refsa flokkum þjóðern-
issinnaðra Króata í Herzegóvínu fyrir
að efna til þjóðaratkvæðis um sjálf-
stæði um leið og þingkosningar fóru
fram í nóvember sl. Talsmenn HDZ,
sem er systurflokkur flokks Franjo
Tudjmans, fyrrum forseta Króatíu,
segja yfir 70% Bosníu-Króata hafa
greitt atkvæði með sjálfstæði og í síð-
asta mánuði lýsti bandalag þjóðern-
issinna með HDZ í broddi fylkingar
yfir sjálfstæði Herzegóvínu.
„Króatar hér eru búnir að fá nóg.
alþjóðasamfélagið kemur fram við
okkur eins og það sé okkur æðra; tal-
ar niður til okkar. Það er engin þörf á
því. Við viljum sjálfstæði, að minnsta
kosti meira sjálfræði en nú er. Okkur
svíður að sjá serbneskt lýðveldi í
Bosníu á sama tíma og við erum
þvingaðir til að vera í sambandsríki
með múslímum,“ segir Króatinn Mar-
io, vel þekktur blaðamaður og pistla-
höfundur.
Þrátt fyrir að allt sé með kyrrum
kjörum í Mostar er Mario ekkert sér-
lega vongóður um áframhaldið. „Hinn
króatíski hluti Mostar er fullur af
reiðu, öskureiðu fólki, sem allt hefur
byssur undir höndum og er reiðubúið
að nota þær. Það þarf ekki að senda
króatískan liðsauka hingað, menn hér
eru vanir að nota vopn. Stríðið varð til
þess að fólk hér er ekki hrætt við
neitt, síst af öllu hermenn,“ segir
hann.
Eins og margir aðrir Krótar er
hann ósáttur við þá ákvörðun SFOR
að senda auka liðsafla til Herzegóvínu
og segir að alþjóðasamfélagið hafi
gert mistök sem króatískir harðlínu-
menn hafi óspart nýtt sér. „Það er
þeim í hag að ástandið sé sem óstöð-
ugast.“
Mario talar fyrir hönd margra
Króata, fólks sem vill helst af öllu
komast hjá átökum. En sé því ógnað
af harðlínumönnum, eins og ónefndur
vestrænn stjórnarerindreki í Bosníu
segir fullvíst að eigi sér stað, eða finn-
ist því á hlut sinn gengið, er hætt við
að óánægja magnist sem erfitt er að
hafa stjórn á.
Moskurnar og krossinn
Spennan í Mostar er ekki ný af nál-
inni. Hún birtist ekki síst í trúarleg-
um byggingum kaþólikka og múslíma
í hvorum borgarhlutanum fyrir sig.
Nokkrar nýjar moskur hafa risið,
þétt upp við hver aðra, og feiknahár
kirkjuturninn sem er í byggingu í
króatíska hlutanum stingur í stúf við
umhverfið. Umdeildastur er þó án
nokkurs vafa tuttugu metra kross
sem kirkjuyfirvöld í Mostar ákváðu
að reisa á Hum-hæðinni sem er yfir
borginni. Krossinn er ekki aðeins afar
áberandi í hrjóstrugri hlíðinni, hann
er líka staðsettur á sömu hæð og her
Króata var er hann lagði stóra hluta
borgarhluta múslima í rúst. „Kristið
tákn fer ekki fyrir brjóstið á mér en
staðsetningin gerir það,“ segir eldri
maður í múslímska hlutanum reiði-
lega. „Króatarnir myndu setja kross-
inn upp hér í hverfinu okkar ef þeir
gætu. Þeir verða að sýna mátt sinn og
megin.“
Þrátt fyrir að múslimar og tals-
menn alþjóðasamfélagsins hafi látið í
ljósi óánægju með byggingu krossins,
var ekkert hafst að og hann reis sl.
sumar. „Krossinn á Hum er eingöngu
trúartákn, hann hefur enga aðra
merkingu,“ segir Peric biskup.
Króatíski presturinn Svetozar
Kraljevic segir tengsl trúar og þjóð-
ernishyggju óhjákvæmileg, líkir þeim
við vaxtarverki þjóðar. „Mér þykir
leitt að sjá trúna notaða til að ýta und-
ir þjóðernishyggju en ég geri mér
grein fyrir að ekki verður hjá því
komist. Fólk grípur dauðahaldi í
trúna þegar allt annað er í upplausn.
Krossinn í Mostar er dæmi um þetta.
Moskurnar sem hafa sprottið upp um
alla Bosníu eru það einnig.“
Á föstudaginn langa ganga þús-
undir manna upp Hum-hæðina að
krossinum, stöðva fjórtán sinnum til
að biðjast fyrir og minnast píslar-
göngu Krists. Ræða biskupsins undir
krossinum kafnar næstum í ísköldu
rokinu en ekki leikur neinn vafi á boð-
skapnum sem fléttaður er inn í trúar-
legar útleggingar á páskaboðskapn-
um; Króatar eru búnir að fá nóg.
Útlendingar; komið ef þið þorið. „Við
erum ekki hræddir við afleiðingar
Dayton, aðrir geta gert það sem þeir
vilja en þeim mun ekki takast það,“
segir Peric biskup. „Við óttumst ekki
þyrlur ykkar,“ bætir hann við með
greinilegri vísan til SFOR þyrlu sem
flaug yfir nokkrum mínútum áður.
Biskup líkir krossinum á hæðinni
við kross á gröf, eða móttakara fyrir
skilaboð frá Guði. Dregur svo úr her-
skáum boðskapnum með því að
hvetja til þolinmæði og umburðar-
lyndis; „Við verðum að fyrirgefa þeim
sem gera okkur illt því þeir skilja ekki
hvað þeir gjöra.“
Krossinn
yfir Mostar
Enn ríkir spenna í króatíska hlutanum í
Mostar í kjölfar lokunar eins króatísku bank-
anna. Útlendingar hafa fallið í ónáð og ekki
hefur dregið úr þjóðernishyggjunni sem
helst í hendur við sterka trúarvitund Króata.
Urður Gunnarsdóttir skrifar frá Mostar.
Thomas Dworzak/Magnum Photos
Kaþólskir Bosníu-Króatar ganga fylktu liði sl. föstudag að krossi sem nýlega var reistur á hæð ofan við Mostar.
Í borgarastríðinu notuðu Bosníu-Króatar hæðina til stórskotaliðsárása á múslímska hluta borgarinnar.
FRÆÐSLUYFIRVÖLD í fjölmenn-
asta héraði Suður-Afríku vilja banna
eina þekktustu skáldsögu Nóbels-
verðlaunahöfundarins Nadine Gord-
imer. Segja þau bókina einkennast af
„kynþáttahatri“ en Gordimer, sem er
hvít á hörund, var á sínum tíma einn
skeleggasti andstæðingur aðskilnað-
arstefnunnar í landinu. Þá bönnuðu
hvítu stjórnarherrarnir þrjár bækur
hennar.
Gordimer sagði í gær, að hún liti á
það sem móðgun að vera kölluð kyn-
þáttahatari eftir allt, sem á undan
væri gengið, alla hennar baráttu ár-
um saman. Hafa ýmsir kunnir rithöf-
undar í Suður-Afríku komið henni til
varnar en það voru skólayfirvöld í
Gauteng-sýslu, sem tekur m.a. til Jó-
hannesarborgar og Pretoríu, sem
komust að því, að Gordimer lítilsvirti
svertingja.
Bókin, sem um ræðir, heitir „Júlí-
fólkið“ og kom út 1981. Hefur hún
verið lesin í skólum frá 1994. Segir
sagan frá borgarastyrjöld milli hvítra
manna og svartra og frá hvítri fjöl-
skyldu, sem leitar á náðir blökku-
manns og fv. vinnu-
manns síns. Þar eru
sem sagt höfð enda-
skipti á hefðbundnum
samskiptum kynþátt-
anna.
Svörtu ritskoðararnir
sögðu bókina einkenn-
ast af kynþáttahatri og
hroka hvíta mannsins
og þeim fannst hún
tímskekkja vegna þess,
að hún lýsti atburðum,
sem aldrei hefðu gerst.
Þá lögðu þeir einnig til,
að Hamlet Shakespear-
es yrði úthýst úr skól-
unum vegna þess, að
innihaldið væri ekki nógu „upplífg-
andi“. Þeir létu þó Kaupmanninn frá
Feneyjum óátaldan.
Gordimer, sem er 77 ára, er einn
kunnasti rithöfundur Suður-Afríku.
Auk Nóbelsverðlaunanna hefur hún
unnið til bresku Booker-verð-
launanna og á tíma aðskilnaðarstefn-
unnar var hún fremst í flokki þeirra,
sem börðust gegn henni og ritskoð-
uninni í landinu. Margir
mennta- og fræðimenn í
Suður-Afríku ætla að
mótmæla ákvörðunum
skólayfirvalda í Gaut-
eng harðlega og tals-
maður Lýðræðisbanda-
lagsins í menntamálum
sagði, að yrði einhvers
konar pólitísk rétthugs-
un notuð sem mælistika
á bókmenntir, væri
skammt í opinbera rit-
skoðun og bókabrenn-
ur.
Hatur á hvítum
mönnum
Breska blaðið Daily Telegraph
fjallaði um þetta mál í leiðara í gær og
sagði það sýna hvernig ástandið væri
að verða í landinu. Það sýndi ekki síst
afstöðu yfirvalda, blökkumanna, til
hvítra manna og skipti þá engu máli
hvort um væri að ræða fólk, sem bar-
ist hefði gegn aðskilnaðarstefnunni.
Upp væri að rísa ný aðskilnaðar-
stefna í landinu.
Varað við ritskoðun og
nýrri aðskilnaðarstefnu
Nadine Gordimer
Lagt til að skáldsaga verði bönnuð í einu héraði S-Afríku
Jóhannesarborg. AFP, Daily Telegraph.