Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAtli Eðvaldsson landsliðsþjálfari hefur valið Möltufarana / B1 Skagamenn draga kvennalið í knattspyrnu úr keppni / B1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Heimsklúbbi Ingólfs, „Fagra veröld 2001“.Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag LÖGREGLAN í Reykjavík hefur fundið 9.000 e-töflur og 200 grömm af kókaíni til viðbótar þeim rúm- lega 7.000 e-töflum og 8 kílóum af hassi sem voru í vörusendingu sem lagt var hald á fimmtudaginn 5. apríl sl. Samtals var því lagt hald á um 17.000 e-töflur sem er mesta magn af e-töflum sem lagt hefur verið hald á í einu lagi hér á landi. Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir vitjuðu sendingarinnar hjá hraðflutninga- fyrirtæki í Reykjavík. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, voru fíkniefnin falin í hljómflutningstækjum. Við leit í hátölurum fundust 7.000 e-töflur og 8 kíló af hassi. Þegar leitað var í öðrum tækjum fannst meira magn fíkniefna en lokið var við leit í vörusendingunni í fyrradag. Hörð- ur segir að fíkniefnunum hafi verið afar haganlega fyrir komið. Aukinn kraftur lagður í að stöðva innflutninginn Hörður segir að lögreglan í sam- vinnu við tollgæsluna hafi lagt auk- inn kraft í að stöðva innflutning á fíkniefnum. „Við höfum áhyggjur af því að það skuli alltaf vera mark- aður fyrir þetta,“ segir Hörður. Hann segir helstu neytendur e- töflunnar ungt fólk, á framhalds- skólaaldri og upp úr. „Það hlýtur að þurfa einhverja vakningu til að fá fólk til að átta sig á því hvað þetta er hættulegt.“ Enginn viti í raun uppruna þessara efna eða hvar þetta er framleitt. Hér hafi ekki fundist eitur í e-töfl- um en það hafi gerst bæði í Hol- landi og Danmörku. „Það er furðulegt að þetta unga fólk skuli hiklaust láta þetta ofan í sig,“ segir Hörður. Hinn 25. mars síðastliðinn hand- tók tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mann með ígildi 2.000 e-taflna sem hann faldi í buxnastreng og úða- brúsa. Á mánudaginn voru þrír menn handteknir á flugvellinum í sam- eiginlegri aðgerð lögreglunnar í Reykjavík og tollgæslunnar vegna innflutnings á um 2.800 e-töflum. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi. Á um þremur vikum hafa lög- reglu- og tollayfirvöld lagt hald á um 22.000 e-töflur. Nemur sölu- verðmæti efnanna á götumarkaði milljónatugum. Um 17.000 e- töflur faldar í vörusendingu 22 þúsund e-töflur hafa fundist á síðustu þremur vikum KONUR eru í meirihluta í störfum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi en af 4.834 starfsmönnum eru rúmlega 3.800 konur eða 79,4% og tæplega 1.000 karlar sem er um 20%. Sé litið á einstakar stéttir eru karlar í 75,8% af læknisstöðum spítalans en eingöngu konur gegna störfum ljósmæðra. Þetta kemur fram í nýjum stjórn- unarupplýsingum spítalans. Af einstökum sviðum er hæst hlut- fall karla á skrifstofu tækni og eigna eða 40,6% en alls starfar þar 621, 369 konur og 252 karlar. Næsthæsta hlut- fall karla er hjá yfirstjórn og skrif- stofu fjárreiðna og upplýsinga eða 25,8%, 39 karlar á móti 112 konum. Hæst hlutfall kvenna er á kvennasviði 93,6%, 249 konur á móti 17 körlum. Sé litið á einstakar stéttir eru það eingöngu konur sem gegna störfum ljóðmæðra og störfum á leikskólum. Þá gegna konur 99,6% ritarastarfa og 96% starfa sjúkraliða. Á fjórum svið- um eru karlar í meirihluta, þ.e. í iðn- aðar- og tæknistörfum, störfum lækna og við stjórnun. Konur gegna nærri 80% starfa á Landspítala               !""                            !     "  #  $  ####% & '() *' + *+ ,, *- ,. , + ' ' /) ,- ** -, ',+ - + )-.  0 1  2  2!  ,*3 ,4,/3 ,** /+. ,*3 *(( (, *-. ,, 3' *' * ' ,. */) .3( . *( '4(+( %  /,' ,4,.. ,** /*. ,'/ ',3 )( *-( ,, 3- *- -, ,) ') '*+ ,4+/( ,' *( 34../    2  20                                                 EMBÆTTI yfirdýralæknis er stöð- ugt með aðgerðir sínar í endurskoðun sem eiga að varna því að gin- og klaufaveiki berist til landsins frá Evr- ópu. Meðal nýrra aðgerða er að spjöld hafa verið útbúin til að setja í sætis- bök flugvéla í Evrópuflugi. Á heimleið lesa flugfreyjur orðsendingu frá emb- ættinu og benda farþegum á að lesa upplýsingarnar á spjöldunum. Hall- dór Runólfsson yfirdýralæknir sagði að Flugleiðir og önnur flugfélög hefðu tekið vel í þá bón embættisins að koma varnaðarorðum og fróðleik á framfæri með þessum hætti. Halldór sagði embættið standa í ströngu við að koma til skila fræðslu um þennan dýrasjúkdóm og varnir til að hindra útbreiðslu hans. Embætt- inu berst fjöldi fyrirspurna og auglýs- ingum hefur verið komið á framfæri í fjölmiðlum. Þá hafa starfsmenn emb- ættisins átt fundi með samtökum af- urðastöðva í mjólkuriðnaði og slátur- leyfishöfum og í gær átti Halldór fund með forráðamönnum Reykjavíkur- hafnar og fleirum vegna móttöku á skemmtiferðaskipum í sumar. Halldór sagði að varðandi skemmtiferðaskipin og smithættu á gin- og klaufaveiki væri stærsta spurningin um sorphirðumál. Hafn- aryfirvöld og heilbrigðisfulltrúar eiga að hafa eftirlit með að sorpi frá skip- unum verði eytt með öruggum hætti við komuna til landsins og þá annað- hvort urðað eða brennt eftir því sem aðstæður í viðkomandi höfnum leyfa. Að sögn Halldórs er einnig verið að skipuleggja eftirlit í samráði við toll- og löggæslu með komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar í sumar en fyrst leggst ferjan að bryggju 24. maí nk. Fræðslu á að koma til farþega um að stranglega sé bannað að koma með hráar vörur til landsins eins og hrátt kjöt og ógerilsneydda osta. Einnig verða farþegar minntir á að koma með hrein föt og skófatnað og hafa ökutækin hrein. Aðgerðir gegn gin- og klaufaveiki Flugfreyjur ávarpa farþega HÆSTI tindur landsins, Hvannadalshnúkur í Öræfa- jökli, skartaði sínu fegursta á páskadag og gengu tíu manns í þremur hópum á fjallið í sólskini og góðu færi. Einar Sigurðsson, leiðsögumaður í Hofsnesi, sem hér sést skíða niður af hnúknum hefur farið yfir 140 sinn- um á fjallið og er orðinn hagvanur þar efra. Margir voru samt að klífa fjallið í fyrsta sinn og var því glatt á hjalla á tindinum í 2.119 m hæð eftir allt að 10 klst. göngu. Snjófylla var í öllum sprungum á jöklinum og á tindinum sjálfum var NV 13–18 m/sek og nokkuð frost. Stórkostlegt útsýni blasti við fjallgöngumönnum, allt til Herðubreiðar og Snæfells. Ljósmynd/Haukur Snorrason Hvannadalshnúkur í páskasól
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.