Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „LÍFIÐ hefur verið mér gott og þessi hundrað ár hafa nú bara verið fljót að líða,“ segir Jónína Heiðar sem í gær hélt upp á ald- arafmæli sitt í stórum hópi vina og ættingja sem flestir komu frá Bandaríkjunum til að heiðra af- mælisbarnið og ættmóðurina á þessum merkisdegi. Afmælisbarnið ber aldurinn með sóma, er vel ern, hefur skýra hugsun og skarpa sjón og heyrn svo viðmælendur gleyma fljótt hugtökum eins og aldri og kynslóðabili. Jóna, eins og hún er jafnan kölluð, fæddist og ólst upp á Stóru-Vatnsleysu. Hún lærði ung karlmannafatasaum og þótti, og þykir enn, mikil hagleikskona, listfeng og vandvirk mjög. Jóna giftist tónskáldinu og kórstjór- anum Salómoni Heiðar árið 1928 og eignuðust þau tvö börn, Guð- rúnu og Helga. Jóna missti mann sinn árið 1957 og fór vestur um haf í heimsókn til Guðrúnar sem þá bjó í Kanada. Jóna brosir þeg- ar hún segir blaðamanni að eitt- hvað hafi nú aðeins teygst úr heimsókninni sem að lokum varð að þrjátíu ára búsetu í Kanada og í Bandaríkjunum. Enskan er henni jafn töm og íslenskan en ekki segist hún vera mikil mála- manneskja, sér nægi vel það sem hún hafi. Jóna segist þrátt fyrir langa dvöl í vesturheimi vera mikill Ís- lendingur og hafi þess vegna ákveðið að flytjast heim um hálfnírætt til að geta eytt ellinni með íslenskum samtíðarmönnum sínum. Fyrstu tólf árin var hún á dval- arheimilinu Felli en hefur búið á Elliheimilinu Grund síðustu ár. Afkomendurnir búa allir vest- anhafs en koma „heim“ einu sinni til tvisvar á hverju ári. Guðrún og Helgi, sem einnig er búsettur í Bandaríkjunum, tala lýtalausa ís- lensku og heyrist ekki á mæli þeirra að þar fari fólk sem hefur verið búsett fjarri Íslands strönd- um um áratuga skeið. Jóna fylgist vel með heimsmál- unum og segir Guðrún dóttir hennar það iðulega gerast í nær daglegum símtölum mæðgnanna að móðir sín segi sér nýjustu fréttir, ekki bara heiman frá heldur færi hún sér fróðleik frá heimskringlunni allri. En hún hefur lítinn áhuga á stjórnmálum. „Nei, ég hef engan áhuga á póli- tík lengur – en ég get nú alveg sagt eins og satt er að ég hall- aðist nú til hægri hérna í gamla daga,“ segir Jóna og brosir kank- víslega. „Ég hef líka nóg annað að gera en fylgjast með þjóðfélagsþras- inu. Ég er í sönghópi með nokkr- um eldri frúm á Grund og við hittumst til að syngja saman og svo fer ég í leikfimi daglega, það er ósköp gott að liðka sig og hreyfing er öllum nauðsynleg.“ Jóna les líka mikið og segist hafa mikla ánægju af æviminn- ingum jafnt sem skáldsögum. „Núna er ég að lesa Vesturheims- sögur Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Þetta var erfitt líf sem mætti þessu fólki sem flutti til Ameríku og margar hindranirnar sem það þurfti að yfirstíga. Nútímafólk hefur það miklu betra og mikið ósköp væri gaman að vera ungur í dag,“ segir Jóna og rifjar upp þegar hún sjálf var ung stúlka og dansaði fram á rauða nótt á dansiböllum í sveitinni. Langamma veit hvað er í móð Jóna er orðlögð fyrir smekkvísi og er glæsileg að vanda á afmæl- isdaginn í fallegri fjólublárri dragt sem fer vel við silfurhvítt hárið. Hún hefur nælt fíngerðu blómi í barminn sem vekur at- hygli tveggja unglingsstúlkna sem dást að skrautinu og verða svolítið montnar yfir að langamma skuli vita hvað er í móð. Spurð hver sé lykillinn að lang- lífinu og góðri heilsu brosir hún, hallar sér nær blaðamanni og hvíslar í eyra hans með stríðni í röddinni: „Það er leyndarmál,“ en bætir svo við að reyndar hafi pabbi sinn orðið „svolítið gam- all“, – hann varð 95 ára. Gestir streyma inn í sal Hótels Loftleiða og það verða fagn- aðarfundir þegar gamlir vinir hittast á ný. Veisluborðið svignar undan kræsingum þar sem rammíslenskt góðgæti eins og flatkökur með hangikjöti og rjómapönnukökur skipa veglegan sess að ógleymd- um rjúkandi kaffisopanum. Það er með miklum myndarbrag sem hundrað ára heiðurskona býður gesti sína velkomna til veislu. Jónína Heiðar segir að hundrað árin hafi verið fljót að líða Les mikið og fer daglega í leikfimi Morgunblaðið/Ásdís Afmælisbarnið Jóna Heiðar ber aldurinn vel og segir árin sín hundrað hafa verið fljót að líða. ÞORSTEINN Jóhann- esson, fyrrverandi pró- fastur í Norður-Ísa- fjarðarprófastsdæmi, er látinn, 103 ára að aldri. Þorsteinn fædd- ist 24. mars 1898 í Ytri-Tungu á Tjörnesi. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóhann- esson, bóndi á Ytra- Lóni á Langanesi, og Þuríður Þorsteinsdótt- ir. Þorsteinn varð stúd- ent í Reykjavík 25. júní 1920 og lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands 8. júní 1924. Hann var settur sóknarprest- ur í Staðarprestakalli í Steingríms- firði sama ár, veittur Staður árið 1925 og Vatnsfjörður 1928. Þorsteinn var settur prófastur í Norður-Ísafjarðarpró- fastsdæmi í ársbyrjun 1939. Honum var veitt lausn frá embætti 1955 og var hann skip- aður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu sama ár, þar sem hann starfaði til ársins 1969. Þorsteinn var formaður Presta- félags Vestfjarða 1939 til 1944 og síðar aftur um skeið. Þorsteinn kvæntist Laufeyju Tryggvadóttur 23. júní 1923 og áttu þau fimm börn. Laufey lést árið 1990. Andlát ÞORSTEINN JÓHANNESSON KENNARAR í Kennaraháskóla Íslands, KHÍ, hafa boðað tímabundið verkfall dagana 7. til 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Umræddir dagar eru prófatími í skólanum. Talningu í atkvæðagreiðslu um verkfall lauk í gær hjá Kennarafélagi KHÍ og voru 108 háskólamenntaðir starfsmenn skólans á kjörskrá. Alls greiddu 103 atkvæði og reyndist niðurstaðan mjög afgerandi. Já við verkfalli sögðu 99 eða 96,1% og nei sögðu 4 félagsmenn eða 3,9%. Engir seðlar voru því auðir eða ógild- ir. Steinunn Helga Lárusdóttir, formaður Kenn- arafélags KHÍ, sagði við Morgunblaðið að nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar gæfi í skyn mjög skýr skilaboð um vilja kennara og annarra há- skólamenntaðra starfsmanna skólans. Annríki hjá sáttasemjara Einn fundur hefur verið haldinn hjá ríkis- sáttasemjara eftir að deilunni við ríkið var vísað þangað og hefur næsti fundur verið boðaður á morgun, föstudag. Mikið annríki var hjá embætti ríkissáttasemj- ara í gær, síðasta vetrardag, þegar alls 14 fund- ir voru á dagskrá. Um miðjan dag í gær hafði einn samningur verið undirskrifaður, þ.e. milli vélstjóra og fyrirtækisins Björgunar hf. Sjómenn og útvegsmenn voru á meðal þeirra er sátu á fundum fram eftir degi og einnig áttu háskólakennarar stuttan fund með samninga- nefnd ríkisins án þess að mikið miðaði þar í samkomulagsátt. Hafi samningar ekki tekist í þeirri deilu skellur á verkfall í Háskóla Íslands 2. maí sem á að standa til 16. maí nk., eða á sama tíma og flest próf eiga að fara fram. Kennarar í KHÍ samþykkja að fara í verkfall í maí TIL stendur að hefja byggingu á nýjum veitingaskála í Þrast- arlundi á þessu ári. Ungmenna- félag Íslands á húsið og 40 hektara land. Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri gaf Ungmennafélaginu landið árið 1911. Veitingaskál- inn í Þrastarlundi er illa farinn en verður þó í rekstri í sumar. Samhliða því verður hafist handa við byggingu á nýjum veitingastað og þjónustuskála sem verður úr bjálkum. Húsið, sem verið er að teikna, verður nær ánni. Einar K. Jónsson, formaður Þrastaskóganefndar og formaður Ungmennafélags Vesturhlíðar, segir að húsið verði í líkingu við eldra hús sem þarna var og brann 1943. Húsið verður tveggja hæða og verður tilbúið næsta vor verði hafist handa á þessu ári. Rætt hefur verið um að hafa 70–80 fermetra bar á neðri hæð hússins sem snýr út að ánni og í húsinu verður einnig kjörbúð. Einar segir að auglýst hafi ver- ið eftir hugsanlegum rekstrar- aðilum og nokkrir hafi þegar haft samband. Áform um að reisa bjálkahús í Þrast- arlundi ÖLLU fé á bænum Hrafnkelsstöð- um í Hrunamannahreppi á Suður- landi, um 370 kindum, hefur verið fargað eftir að riða greindist í þrem- ur kindum á bænum skömmu fyrir páska. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem riða kemur upp en árin 1999 og 2000 kom riða upp á tveimur bæj- um í landinu hvort ár. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis hafa fleiri riðutilfelli á þessu svæði á Suðurlandi ekki fundist en skoða á aðstæður á næstu bæjum. Riða hefur ekki áður greinst á bænum Hrafnkelsstöðum en fyrir um áratug kom sjúkdómurinn upp á tveimur bæjum í grenndinni. Fleiri bæir skoðaðir Riðan á Suðurlandi ♦ ♦ ♦ HÓTEL Atlantis á Grensásvegi ætl- ar í sumar að óska eftir íbúðum í Reykjavík til útleigu fyrir erlenda ferðamenn. Mikill skortur er á gistirými í borginni yfir sumarmánuðina og segir Tryggvi Þorsteinsson, hjá Hót- el Atlantis, að íbúðareigendur geti haft góðar tekjur af útleigu íbúða sinna meðan þeir eru sjálfir í sum- arfríi. Greitt verður markaðsverð fyrir íbúðir en einkum er sóst eftir húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna að greiddar eru um 60.000 kr. fyrir tveggja her- bergja íbúð í einn mánuð. Einkum verður sóst eftir minni íbúðum til út- leigu í lengri tíma en þrjár vikur. Tryggvi segir að þetta hafi spurst út og nú þegar hafi nokkrir haft samband við sig. Hann segir að með þessu móti gefist íbúðareigendum kostur á því að lengja fríið sitt og fá greitt fyrir. Fyrirtækið mun annast eftirlit með íbúðunum og útvega sængur og sængurföt og jafnframt annast þrif. Hann sagði að flugfélag- ið Go flygi til landsins á hverjum degi í sumar og ljóst væri að mikil eftirspurn yrði eftir gistingu. Íbúðir leigðar út til ferða- manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.