Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 77
VG-smiðjan - Opin námsstefna
um Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðju á Reyðarfirði
laugardaginn 21. apríl kl. 13-17 í Borgartúni 6.
Dagskrá:
1. Setning: Kristín Halldórsdóttir.
2. Tryggvi Felixson kynnir rammaáætlun um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
3. Geir A. Gunnlaugsson og Sigfús Jónsson
kynna skýrslu Reyðaráls hf. um mat á umhverfis-
áhrifum vegna álverksmiðju á Reyðarfirði.
4. Sigurður St. Arnalds, Gísli Gíslason og Kristinn
Haukur Skarphéðinsson, ráðgjafar Landsvirkjunar,
kynna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna
Kárahnjúkavirkjunar.
5. Fyrirspurnir milli erinda.
Fundarstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Námsstefnan er öllum opin og er
tilvalið tækifæri til að fræðast um
sjónarmið framkvæmdaraðila.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð.
LAURA ASHLEY
LAURA ASHLEY
Laugavegi 99, sími 551 6646.
Rýmingarsalan
heldur áfram
Höfum bætt við enn meira af fatnaði.
Leirtau, veggfóður, borðar og
gluggatjaldaefni (eldri gerðir)
með 30 - 70% afslætti.
Opið
mán. - föstud. frá kl. 10-18
laugardaga 11-14
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 77
Fundur um
menningarmál
á Höfn
OPINN fundur um menningarmál
verður haldinn í Pakkhúsinu á Höfn
laugardaginn 21. apríl kl. 14–17.
Á fundinum mun Gísli Sverrir
Árnason forstöðumaður kynna helstu
niðurstöður stefnumótunarinnar í
menningar- og safnamálum sem sam-
þykkt var í bæjarstjórn 1. mars sl.
Arnþór Gunnarsson sagnfræðing-
ur flytur erindi um Miklagarð og reif-
ar hugmyndir um nýtingu hans og
uppbyggingu gamla hafnarsvæðisins.
Að því loknu verða umræður. Fund-
arstjóri er Inga Jónsdóttir, formaður
menningarmálanefndar.
Lýsa áhyggjum vegna
vændis á Íslandi
NÝLEGA var haldinn í Svartsengi
Landsfundur Zontasambands Ís-
lands. Sambandið mynda sex Zonta-
klúbbar: Zontaklúbbur Akureyrar,
Zontaklúbbur Reykjavíkur, Zonta-
klúbbur Selfoss, Zontaklúbburinn
Þórunn hyrna, Akureyri, Embla,
Reykjavík, og Fjörgyn, Ísafirði.
Landsfundurinn gerði m.a. eftir-
farandi samþykkt:
„Landsfundur Zontasambands Ís-
lands, haldinn í Svartsengi 31. mars
2001, lýsir yfir þungum áhyggjum
vegna upplýsinga sem fram koma í
nýútgefinni áfangaskýrslu um vændi
á Íslandi, á grunni athugana sem
unnar voru á vegum dómsmálaráðu-
neytisins.
Fundurinn telur að vændi sé gróft
ofbeldi og feli í sér alvarlegar afleið-
ingar, bæði fyrir einstaklinga og
samfélag. Ekki sé hægt að líða að
vændi sé í nafni frjálsræðis falið inn-
an löglegrar starfsemi, t.d. á nektar-
dansstöðum. Að efnahagsleg neyð
skuli leiða til nauðavændis sé auk
þess óverjandi í velferðarsamfélagi.
Fundurinn telur mikilvægt að sett
verði skýr lög hið fyrsta um að sá sem
kaupir vændi gerist sekur um ólög-
legt og refsivert athæfi. Með slíkri
lagasetningu verði unnt að draga úr
kynferðislegu ofbeldi og þeirri niður-
lægingu sem slíkt felur í sér.“
Berst fyrir bættri stöðu kvenna
Íslensku Zontaklúbbarnir tilheyra
hinni alþjóðlegu Zontahreyfingu sem
stofnuð var í Bandaríkjunum 1919.
Hreyfingin berst fyrir bættri stöðu
kvenna víða um heim á sviði laga, at-
vinnu og efnahags, hlúir að heilsu
kvenna og barna og styrkir konur til
mennta. Þetta hefur hún m.a. gert
með framlögum til kvenna og barna í
þróunarlöndum og árlegum styrkj-
um til kvenna sem stunda æðra há-
skólanám í flug- og geimvísindum.
Hreyfingin vinnur nú að þremur
meginverkefnum. Barist er gegn um-
skurði stúlkubarna í Afríku, bólusett
gegn stífkrampa hjá fæðandi konum
og nýburum í Nepal og unnið gegn
ofbeldi á konum á Indlandi. Þessi
þrjú verkefni eru skipulögð og unnin
í samvinnu við stofnanir Sameinuðu
þjóðanna, Barnahjálpina (UNICEF)
og Kvennastofnunina (UNIFEM).
Íslensku klúbbarnir hafa auk þess
unnið að margvíslegum verkefnum í
þágu kvenna og barna á Íslandi en
einnig að líknar- og menningarmál-
um.
Ráðstefna um
réttaröryggi
fatlaðra
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp í
samvinnu við fleiri aðila standa
þann 23. apríl að ráðstefnu um rétt-
aröryggi og réttindagæslu fatlaðra.
Ráðstefnan er helguð minningu
Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingis-
manns og fyrrverandi formanns
Þroskahjálpar. Á eftir ávarpi Gerð-
ar Steinþórsdóttur varaformanns
Þroskahjálpar mun Ásdís Jenna
Ástráðsdóttir setja ráðstefnuna.
Síðan gefst ráðstefnugestum kostur
á að kynnast ýmsum aðgerðum sem
gripið hefur verið til á öðrum Norð-
urlöndum í þeim tilgangi að auka
réttaröryggi og stuðla að jafnrétti
fatlaðra og ófatlaðra.
Hans von Axelsson skrifstofu-
stjóri umboðsmanns fatlaðra í Sví-
þjóð fjallar um starfssvið þess emb-
ættis. John Möller fulltrúi
félagsmálaráðherra í stjórnarnefnd
um málefni fatlaðra í Danmörku
kynnir tilgang og verksvið Jafnrétt-
ismiðstöðvar fatlaðra í Danmörku.
Sidsel Gradsli formaður norsku
Þroskahjálparsamtakanna segir frá
störfum nefndar sem hefur eftirlit
með framkvæmd laga sem er ætlað
að draga úr notkun þvingana og
valdbeitingar í þjónustu við þroska-
hefta í Noregi.
Íslenskir fyrirlesarar eru Bryn-
hildur Flóvenz lögfræðingur sem
fjallar um jafnræðisregluna og rétt-
inn til að vera öðruvísi, Halldór
Gunnarsson, formaður Þroskahjálp-
ar, spyr spurningarinnar hvort þörf
sé á aukinni réttindagæslu á Ís-
landi og María Hreiðarsdóttir for-
maður Átaks, félags fólk með
þroskahömlun, kallar fyrirlestur
sinn „Maður verður að berjast fyrir
rétti sínum“.
Að lokum verða pallborðsumræð-
ur þar sem fjallað verður um
hvernig réttaröryggi fatlaðra verði
best tryggt á Íslandi. Að lokinni
ráðstefnu býður félagsmálaráð-
herra upp á veitingar.
Ráðstefnugjald er kr 6.500 en
fatlaðir og foreldrar þeirra greiða
kr 3.500. Innifalið í ráðstefnugjaldi
er léttur hádegisverður, morgun-
og síðdegiskaffi. Erlendir fyrir-
lestrar verða þýddir á íslensku.
Skráning þátttöku er hjá Þroska-
hjálp.
Sumri heilsað
á Keili
ÚTIVIST efnir í dag, sumardaginn
fyrsta, til gönguferðar á Keili. Þrátt
fyrir að Keilir sé aðeins 378 m y.s. er
þaðan frábært útsýni yfir Reykja-
nesskagann.
Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og
stansað við kirkjugarðinn í Hafnar-
firði. Ekið er inn á Höskuldarvelli
þaðan sem gengið er, en áætlaður
göngutími er um 4 klst. og farar-
stjóri er Steinar Frímannsson. Mið-
ar eru seldir í farmiðasölu BSÍ og
kosta kr. 1.300 fyrir félaga og 1.500
kr. fyrir aðra.
Námskeið í
kræklingarækt
HALDIÐ verður námskeið í kræk-
lingarækt dagana 21.–22. apríl á
vegum Endurmenntunar Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri.
Námskeiðið hefst klukkan 13 á
laugardeginum og lýkur 18 á
sunnudeginum.
Á þessu námskeiði verður meg-
ináhersla lögð á staðarval fyrir
kræklingarækt, líffræði kræklings
og ræktunartækni. Einnig verður
farið í Hvalfjörð og skoðuð kræk-
lingarækt hjá tveimur kræklinga-
ræktarbændum. Fyrirlesarar
verða Guðrún G. Þórarinsdóttir,
Hafrannsóknastofnun, og Valdi-
mar I. Gunnarsson, Veiðimála-
stofnun.
Fullt verð á námskeiðið er
12.500 kr. til greiðslu á gistingu,
fæði og námskeiðsgögnum. Þeir
sem ekki taka gistingu greiða
8.500 kr. fyrir hálft fæði og nám-
skeiðsgögn.
Grindavík
Fundað um-
málefni ver-
tíðarbáta
FUNDUR um málefni vertíðarbáta
verður haldinn í Grindavík í kvöld,
fimmtudag. Fundurinn verður hald-
inn á vegum útgerðarmanna og skip-
stjórnarmanna. Allir þingmenn kjör-
dæmisins hafa verið boðaðir á
fundinn.
Á fundinum verður rætt um það
hvort enn ein kvótaskerðingin sé yf-
irvofandi hjá vertíðarflotanum, hver
sé munurinn á smábát og vertíðarbát
og hvort frjáls veiði á króka sé það
sem koma skuli.
Fundurinn verður haldinn í Sjó-
mannastofunni Vör og hefst hann
klukkan 20.00. Fundurinn er ætlað-
ur öllum sem áhuga hafa á sjávar-
útvegi og byggðamálum, segir í frétt
frá fundarboðendum.
Kaffisala
Vatnaskógar
KAFFISALA Skógarmanna verður
í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg
í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisal-
an er til styrktar sumarbúðunum í
Vatnaskógi sem Skógarmenn hafa
stafrækt í tæplega 80 ár.
„Framkvæmdum við nýjan svefn-
skála, Birkiskála, er nú nýlokið og er
gistiaðstaða í Vatnaskógi orðin hin
besta. Þó bíða enn mörg verkefni
Skógarmanna, m.a. endurnýjun á
elsta húsi staðarins, Gamla skála.
Skráning í Vatnaskóg hófst 2. apríl
og orðið nú þegar fullt í flesta flokka
sumarsins,“ segir í frétt frá Skóg-
armönnum. Kaffisalan stendur frá
kl. 14 til 18.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦