Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 77

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 77
VG-smiðjan - Opin námsstefna um Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðju á Reyðarfirði laugardaginn 21. apríl kl. 13-17 í Borgartúni 6. Dagskrá: 1. Setning: Kristín Halldórsdóttir. 2. Tryggvi Felixson kynnir rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. 3. Geir A. Gunnlaugsson og Sigfús Jónsson kynna skýrslu Reyðaráls hf. um mat á umhverfis- áhrifum vegna álverksmiðju á Reyðarfirði. 4. Sigurður St. Arnalds, Gísli Gíslason og Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ráðgjafar Landsvirkjunar, kynna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar. 5. Fyrirspurnir milli erinda. Fundarstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Námsstefnan er öllum opin og er tilvalið tækifæri til að fræðast um sjónarmið framkvæmdaraðila. Vinstrihreyfingin - grænt framboð. LAURA ASHLEY LAURA ASHLEY Laugavegi 99, sími 551 6646. Rýmingarsalan heldur áfram Höfum bætt við enn meira af fatnaði. Leirtau, veggfóður, borðar og gluggatjaldaefni (eldri gerðir) með 30 - 70% afslætti. Opið mán. - föstud. frá kl. 10-18 laugardaga 11-14 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 77 Fundur um menningarmál á Höfn OPINN fundur um menningarmál verður haldinn í Pakkhúsinu á Höfn laugardaginn 21. apríl kl. 14–17. Á fundinum mun Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður kynna helstu niðurstöður stefnumótunarinnar í menningar- og safnamálum sem sam- þykkt var í bæjarstjórn 1. mars sl. Arnþór Gunnarsson sagnfræðing- ur flytur erindi um Miklagarð og reif- ar hugmyndir um nýtingu hans og uppbyggingu gamla hafnarsvæðisins. Að því loknu verða umræður. Fund- arstjóri er Inga Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Lýsa áhyggjum vegna vændis á Íslandi NÝLEGA var haldinn í Svartsengi Landsfundur Zontasambands Ís- lands. Sambandið mynda sex Zonta- klúbbar: Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Reykjavíkur, Zonta- klúbbur Selfoss, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Akureyri, Embla, Reykjavík, og Fjörgyn, Ísafirði. Landsfundurinn gerði m.a. eftir- farandi samþykkt: „Landsfundur Zontasambands Ís- lands, haldinn í Svartsengi 31. mars 2001, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna upplýsinga sem fram koma í nýútgefinni áfangaskýrslu um vændi á Íslandi, á grunni athugana sem unnar voru á vegum dómsmálaráðu- neytisins. Fundurinn telur að vændi sé gróft ofbeldi og feli í sér alvarlegar afleið- ingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Ekki sé hægt að líða að vændi sé í nafni frjálsræðis falið inn- an löglegrar starfsemi, t.d. á nektar- dansstöðum. Að efnahagsleg neyð skuli leiða til nauðavændis sé auk þess óverjandi í velferðarsamfélagi. Fundurinn telur mikilvægt að sett verði skýr lög hið fyrsta um að sá sem kaupir vændi gerist sekur um ólög- legt og refsivert athæfi. Með slíkri lagasetningu verði unnt að draga úr kynferðislegu ofbeldi og þeirri niður- lægingu sem slíkt felur í sér.“ Berst fyrir bættri stöðu kvenna Íslensku Zontaklúbbarnir tilheyra hinni alþjóðlegu Zontahreyfingu sem stofnuð var í Bandaríkjunum 1919. Hreyfingin berst fyrir bættri stöðu kvenna víða um heim á sviði laga, at- vinnu og efnahags, hlúir að heilsu kvenna og barna og styrkir konur til mennta. Þetta hefur hún m.a. gert með framlögum til kvenna og barna í þróunarlöndum og árlegum styrkj- um til kvenna sem stunda æðra há- skólanám í flug- og geimvísindum. Hreyfingin vinnur nú að þremur meginverkefnum. Barist er gegn um- skurði stúlkubarna í Afríku, bólusett gegn stífkrampa hjá fæðandi konum og nýburum í Nepal og unnið gegn ofbeldi á konum á Indlandi. Þessi þrjú verkefni eru skipulögð og unnin í samvinnu við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Barnahjálpina (UNICEF) og Kvennastofnunina (UNIFEM). Íslensku klúbbarnir hafa auk þess unnið að margvíslegum verkefnum í þágu kvenna og barna á Íslandi en einnig að líknar- og menningarmál- um. Ráðstefna um réttaröryggi fatlaðra LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp í samvinnu við fleiri aðila standa þann 23. apríl að ráðstefnu um rétt- aröryggi og réttindagæslu fatlaðra. Ráðstefnan er helguð minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingis- manns og fyrrverandi formanns Þroskahjálpar. Á eftir ávarpi Gerð- ar Steinþórsdóttur varaformanns Þroskahjálpar mun Ásdís Jenna Ástráðsdóttir setja ráðstefnuna. Síðan gefst ráðstefnugestum kostur á að kynnast ýmsum aðgerðum sem gripið hefur verið til á öðrum Norð- urlöndum í þeim tilgangi að auka réttaröryggi og stuðla að jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra. Hans von Axelsson skrifstofu- stjóri umboðsmanns fatlaðra í Sví- þjóð fjallar um starfssvið þess emb- ættis. John Möller fulltrúi félagsmálaráðherra í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra í Danmörku kynnir tilgang og verksvið Jafnrétt- ismiðstöðvar fatlaðra í Danmörku. Sidsel Gradsli formaður norsku Þroskahjálparsamtakanna segir frá störfum nefndar sem hefur eftirlit með framkvæmd laga sem er ætlað að draga úr notkun þvingana og valdbeitingar í þjónustu við þroska- hefta í Noregi. Íslenskir fyrirlesarar eru Bryn- hildur Flóvenz lögfræðingur sem fjallar um jafnræðisregluna og rétt- inn til að vera öðruvísi, Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálp- ar, spyr spurningarinnar hvort þörf sé á aukinni réttindagæslu á Ís- landi og María Hreiðarsdóttir for- maður Átaks, félags fólk með þroskahömlun, kallar fyrirlestur sinn „Maður verður að berjast fyrir rétti sínum“. Að lokum verða pallborðsumræð- ur þar sem fjallað verður um hvernig réttaröryggi fatlaðra verði best tryggt á Íslandi. Að lokinni ráðstefnu býður félagsmálaráð- herra upp á veitingar. Ráðstefnugjald er kr 6.500 en fatlaðir og foreldrar þeirra greiða kr 3.500. Innifalið í ráðstefnugjaldi er léttur hádegisverður, morgun- og síðdegiskaffi. Erlendir fyrir- lestrar verða þýddir á íslensku. Skráning þátttöku er hjá Þroska- hjálp. Sumri heilsað á Keili ÚTIVIST efnir í dag, sumardaginn fyrsta, til gönguferðar á Keili. Þrátt fyrir að Keilir sé aðeins 378 m y.s. er þaðan frábært útsýni yfir Reykja- nesskagann. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og stansað við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Ekið er inn á Höskuldarvelli þaðan sem gengið er, en áætlaður göngutími er um 4 klst. og farar- stjóri er Steinar Frímannsson. Mið- ar eru seldir í farmiðasölu BSÍ og kosta kr. 1.300 fyrir félaga og 1.500 kr. fyrir aðra. Námskeið í kræklingarækt HALDIÐ verður námskeið í kræk- lingarækt dagana 21.–22. apríl á vegum Endurmenntunar Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri. Námskeiðið hefst klukkan 13 á laugardeginum og lýkur 18 á sunnudeginum. Á þessu námskeiði verður meg- ináhersla lögð á staðarval fyrir kræklingarækt, líffræði kræklings og ræktunartækni. Einnig verður farið í Hvalfjörð og skoðuð kræk- lingarækt hjá tveimur kræklinga- ræktarbændum. Fyrirlesarar verða Guðrún G. Þórarinsdóttir, Hafrannsóknastofnun, og Valdi- mar I. Gunnarsson, Veiðimála- stofnun. Fullt verð á námskeiðið er 12.500 kr. til greiðslu á gistingu, fæði og námskeiðsgögnum. Þeir sem ekki taka gistingu greiða 8.500 kr. fyrir hálft fæði og nám- skeiðsgögn. Grindavík Fundað um- málefni ver- tíðarbáta FUNDUR um málefni vertíðarbáta verður haldinn í Grindavík í kvöld, fimmtudag. Fundurinn verður hald- inn á vegum útgerðarmanna og skip- stjórnarmanna. Allir þingmenn kjör- dæmisins hafa verið boðaðir á fundinn. Á fundinum verður rætt um það hvort enn ein kvótaskerðingin sé yf- irvofandi hjá vertíðarflotanum, hver sé munurinn á smábát og vertíðarbát og hvort frjáls veiði á króka sé það sem koma skuli. Fundurinn verður haldinn í Sjó- mannastofunni Vör og hefst hann klukkan 20.00. Fundurinn er ætlað- ur öllum sem áhuga hafa á sjávar- útvegi og byggðamálum, segir í frétt frá fundarboðendum. Kaffisala Vatnaskógar KAFFISALA Skógarmanna verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisal- an er til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi sem Skógarmenn hafa stafrækt í tæplega 80 ár. „Framkvæmdum við nýjan svefn- skála, Birkiskála, er nú nýlokið og er gistiaðstaða í Vatnaskógi orðin hin besta. Þó bíða enn mörg verkefni Skógarmanna, m.a. endurnýjun á elsta húsi staðarins, Gamla skála. Skráning í Vatnaskóg hófst 2. apríl og orðið nú þegar fullt í flesta flokka sumarsins,“ segir í frétt frá Skóg- armönnum. Kaffisalan stendur frá kl. 14 til 18. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.