Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.04.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM ÁRAMÓTIN lét Haukur J. Gunnarsson af starfi leikhússtjóra héraðsleikhússins í Tromsø í Noregi eftir fjögurra ára starf en áður hafði hann stýrt samíska þjóðleikhúsinu í Tromsø í sex ár. „Mér fannst þetta orðinn hæfilega langur tími á leikhússtjórastóli og nú langar mig til þess að snúa mér heill og óskiptur að leikstjórn að nýju,“ segir Haukur í samtali við Morgun- blaðið en hann er staddur hér á landi til að taka sér „langþráð frí“ eins og hann orðar það. Íslenskt leikhúsáhugafólk rekur vafalaust minni til sýninga sem Haukur hefur sett upp í íslenskum leikhúsum, síðast stýrði hann upp- færslu Leikfélags Akureyrar á Spor- vagninum Girnd árið 1995 en á ní- unda áratugnum stýrði hann sýningum í Þjóðleikhúsinu á borð við Roshomon og Kirsuber á Norður- fjalli, hvorttveggja japönsk verk sem vöktu athygli. Haukur stundaði framhaldsnám í leikstjórn í Bret- landi og Japan á áttunda áratugnum en settist fljótlega að í Noregi og hefur starfað þar að mestu síðan. „Ég reikna með að búa áfram í Noregi þar sem ég er orðinn vel kunnugur leikhúslífinu en sem leik- stjóri er nauðsynlegt að fara á milli staða og að mörgu leyti er betra að vera staðsettur í Skandinavíu en á Íslandi.“ Hann segir að Skandinavía sé þó alls ekki eitt atvinnusvæði fyrir leik- húsfólk þar sem hvert land fyrir sig byggi á ákveðinni hefð og sjálfstæði leikhúslífsins í hverju landi sé mikið. „Það er talsverður munur á milli landanna hvað leikhúsið varðar og t.d. er danskt leikhús frábrugðið því sænska og norska, svo dæmi sé tek- ið. Leikstjórar í lausamennsku verða að hafa persónuleg tengsl við leik- hússtjóra til þess að geta komið sér áfram og svo er auðvitað nauðsynlegt að leik- hússtjórarnir þekki eitthvað til fyrri verka manns. Sjálfur þekki ég það úr starfi mínu sem leikhússtjóri að ráða ekki óþekkta menn nema að mjög vel athuguðu máli.“ Haukur hefur fylgst nokkuð vel með ís- lensku leikhúsi í heim- sóknum sínum hingað og segir stórkostlegt að sjá hversu góðir ís- lenskir leikarar séu. „Ég hef einnig séð margar frábærar leiksýningar hér á undanförnum ár- um en tel mig geta greint vissa þró- un í átt að því sem kallað er „leik- stjóraleikhús“. Það virðist vera ákveðin tilhneiging til ofhleðslu í leikstjórn sem er öfugt við þróunina annars staðar á Norðurlöndunum. Margt af því sem ég hef séð hefur þó verið mjög spennandi og það er frá- bært að upplifa þann gríðarlega áhuga á leikhúsi sem er hér meðal fólks. Hér eru allir að fara í leikhús og allir eru tilbúnir að tala um leik- hús. Þetta er algjört einsdæmi.“ Hann segist að sjálfsögðu vera þess albúinn að starfa hér heima ef tækifæri byðist. „Ég ætla að vera í fríi næstu vikurnar og er búinn að taka að mér verkefni í gamla leik- húsinu mínu, Samíska þjóðleikhús- inu, í haust. Það er leikgerð eftir gamalli norskri skáldsögu, Lajla eft- ir J.A. Friis. Þetta er rómantísk saga um ástir samískrar stúlku og norsks manns. Þetta verður stórt verkefni fyrir leikhúsið og sýningin verður leikin á tveimur tungumálum, sam- ísku og nýnorsku. Lengra inn í fram- tíðina sé ég nú ekki á þessari stundu,“ segir Haukur og segist njóta þess til fullnustu að lesa bara leikrit sem hann langar til að lesa „ … og hafa næði til þess að hugsa bara um einn hlut í einu“. „Langar að snúa mér óskiptur að leikstjórn“ Haukur J. Gunnarsson Haukur J. Gunnarsson hættur sem leikhússtjóri í Tromsø í Noregi STOFNFUNDUR Samtaka um leik- minjasafn verður haldinn í Iðnó næstkomandi laugardag kl. 15. Að stofnun samtakanna standa um 20 félög, samtök og stofnanir á sviði leik- listar. Dagskrá stofnfundarins verður þannig að Sveinn Einarsson, leik- stjóri og dr. Jón Viðar Jónsson, leik- húsfræðingur, flytja erindi og Ólafur J. Engilbertsson, leikmyndahöfund- ur, flytur skýrslu undirbúnings- nefndar. Auk hefðbundinnar dagskrár stofnfundarins verður boðið upp á tónlistaratriði, uppákomur og leik- lestur. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á málefninu og vilja ger- ast stofnfélagar. Ólafur Engilbertsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Félag leik- mynda- og búningahöfunda hefði að undanförnu leitað samráðs við önnur fagfélög í leiklist og leiklistarstofnan- ir um stofnun safns um leiktjöld, leik- muni, búninga, líkön, teikningar og aðra muni sem hafa leiklistarsögulegt gildi, og hefja kerfisbundna skrán- ingu þeirra. „Félagið hefur frá stofn- un árið 1994 haft að markmiði að efla skilning á faginu og efla rannsóknir á því. Í þeim tilgangi stofnaði félagið rannsóknasjóð á sl. ári. Markmið sjóðsins eru einkum þau að stuðla að frumskráningu muna einsog líkana, búninga, teikninga og annarra muna sem bjarga þarf frá glötun. Félagið hefur undanfarið unnið að því að stofnuð verði samtök um leikminja- safn á Íslandi. Margir hafa viðrað nauðsyn þessa á undanförnum árum, en þörfin er brýn meðal leikmynda- og búningahöfunda og brúðugerðar- fólks þar sem dæmi eru um að lík- önum, teikningum o.fl. höfundaverk- um hafi verið hent því enginn var til að taka við þeim. Á undanförnum mánuðum hefur félagið kynnt málið þjóðminjaverði og menntamálaráðherra, m.a. með fulltingi Bandalags íslenskra lista- manna, og hefur málefnið hlotið já- kvæðar undirtektir. Nýlega ákvað menntamálaráðuneytið að styrkja undirbúning að leikminjasafni og er nú svo komið að öll helstu fagfélög í leiklist og allar helstu leiklistarstofn- anir landsins hafa sameinast um það markmið að stofna Samtök um leik- minjasafn.“ Að sögn Ólafs er hugmyndin sú að í fyrstu verði aðaláherslan lögð á skráningu leikminja. „Gert er ráð fyr- ir að leikminjar verði skráðar í Sarp, skráningarkerfi Þjóðminjasafnsins. Lögð verður áhersla á þess konar skráningu og lítið umfang til að byrja með og að geymsluhúsnæði verði fengið þegar nauðsyn krefur.“ Ólafur minnir á að hugmynd um leikminjasafn sé ekki ný af nálinni. „Þessi hugmynd hefur af og til skotið upp kollinum. Fyrir fjórum árum var sýning á leikmunum, búningum o.þ.h. í kjallara Borgarleikhússins og fóru þá fram nokkrar umræður um stofn- un slíks safns m.a. að frumkvæði Helga Sigurðssonar á Árbæjarsafni, sem lýsti yfir miklum áhuga á við- fangsefninu. Í Borgarleikhúsinu hef- ur Jón Þórisson lagt mikla vinnu í söfnun muna, en segir einungis vanta fjármuni og aðstöðu til að setja safn á laggirnar. Gunnar Bjarnason í Þjóð- leikhúsinu hefur rætt um nauðsyn leikminjasafns í gegnum árin og eins Björn G. Björnsson, sýningahönnuð- ur og fyrsti forstöðumaður leik- myndadeildar Sjónvarps. Jón Viðar Jónsson viðraði nauðsyn Leiklistar- sögusafns í fyrsta bindi að Safni til sögu íslenskrar leiklistar er kom út fyrir um þremur árum og Sveinn Ein- arsson hefur um árabil unnið að ritun íslenskrar leiklistarsögu og unnið að varðveislu muna tengdum henni. Marga fleiri mætti nefna, þ.á m. ýmsa aðila innan Félags íslenskra leikara,“ segir Ólafur að lokum. Stofnfundur samtaka um leikminjasafn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Módel af leikmyndum hafa mörg farið forgörðum en eru þó oft eina heimildin um heildarútlit sýninga. TEIKNILISTIN er vanmetinn tjáningarmáti þótt hún sé gjarnan undirstaða annarrar myndlistar, og reyndar frumforsenda allra hluta sem búnir eru til. Þannig er teiknun langmikilvægasta tegund myndlistar og jafnframt eitt merkasta fag sem menn ástunda. Á Íslandi hefur teikn- un sjaldnast notið sannmælis, trúlega vegna þess að innlendur iðnaður á sér svo stutta sögu. Enn rekur marga í rogastans þegar þeim er bent á mik- ilvægi teikninga í sköpunarferli allra hluta. Það er eins og þeir hafi ekki áttað sig á því hvernig iðnvarningur verður til. Ásmundur Ásmundsson rissar án afláts þó svo að fæstar myndanna séu undirbúningsteikningar. Bunkar af teikningum í stærðunum A-fjórir gera honum erfitt að ákvarða hvað skuli upp á vegg og hvað ekki. Fyrir sýningu sína á Gangi, Rekagranda 8, kaus hann því að fá gesti á boðslista sýningastaðarins til að velja eina teikningu og mátti sú teikning ekki vera hin sama og einhver annar gest- ur valdi. Með þessu velti Ásmundur kvölinni af valinu yfir á gesti sína og sendi um leið óvænta hendingu inn í sýningu sína. Það er skemmst frá því að segja að Ásmundur er góður teiknari, og ætti það svo sem síst að koma á óvart svo laginn og lunkinn listamaður sem hann er. Eins og svo margir rýmis- kærir listamenn býr innra með hon- um mikil og sterk hugsýn sem hann bregður upp með fáum en afgerandi dráttum. Þannig geta einfaldar áherslur lifnað í meðförum hans og gefið til kynna mun meir en línuspilið segir til um. Þá er gaman að sjá að Ásmundur ræður yfir stílrænni breidd sem skerpist með ólíkum teiknimiðlum. Með blýanti teiknar hann allt öðruvísi en með bleki eða penna, og munurinn á grófu rissi og fínlegum línufléttum ljær myndum hans þunga þar sem þær hanga saman á veggnum. Eins og hvatvísum lista- mönnum er oft eigin- legt hafa teikningar Ásundar gjarnan yfir- bragð hálfkærings, hálfkveðinnar vísu eða kæruleysis, líkt og lista- maðurinn væri ekki að hugsa mikið um það sem flyti undan penna hans. En þannig ein- kenni skyndiafgreiðslu má oft finna í teikning- um bestu listamanna, allt frá Beuys aftur til Munch eða Daumier svo dæmi séu tekin. Meðfram slíku hraða- kroti eru svo nákvæmar og næmlega gerðar teikningar þar sem fín- legt mynstur, eða við- kvæmar línur ráða för svo einna helst minnir á grafík. Það sem teikn- ingar Ásmundar eiga þó sameiginlegt er óborganleg fyndnin þar sem slagkrafturinn gengur annaðhvort út yfir allan þjófabálk eða vegur salt á mörkum háðs og hárfínnar glettni. Megi þessi sýn- ing verða öðrum til eftirbreytni svo vegur íslenskrar teiknilistar vænkist sem fyrst. Teikning sem árátta MYNDLIST G a l l e r í G a n g u r , R e k a g r a n d a 8 Til 6. maí. Opið eftir samkomulagi í síma 5518797. TEIKNINGAR – ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON Ljósmynd/Halldór Björn Runólfsson Hluti af teiknisýningu Ásmundar Ásmunds- sonar í Galleríi Gangi við Rekagranda. Halldór Björn Runólfsson Hafnarborg Myndlistarsýningu Stein- unnar Helgadóttur í Sverrissal Hafnarborgar lýkur á mánu- dag. Sýningin hefur yfirskrift- ina Í gegnum glerið og er ljós- myndir af stelpum og myndbandi þar sem stelpa les texta um heimsmet kvenna. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Sýningu lýkur SÝNINGIN Alþýðulist í Þor- lákshöfn verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 15. Sýningin er liður í hátíðahöldum í bænum, en þess er minnst að 50 ár eru frá því að núverandi búseta hófst í Þorlákshöfn. Sýningin er samsýning þrjátíu Þorláks- hafnarbúa sem sýna málverk, grafík, ljósmyndir, leirmuni, glermuni, útsaum, bútasaum, myndverk í tré, stein og járn. Sýningunni lýkur 13. maí. Alþýðulist í Þorláks- höfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.