Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 24
ÚR VERINU
24 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPSTJÓRAR og útgerðarmenn
flestra línuskipa sem róa með beitn-
ingavélum vara við of mikilli sókn í
keilu og löngu og leggja til að hvorki
Norðmenn né Færeyingar fái að
stunda veiðar á þessum tegundum
hér við land, en um slíkar heimildir
hefur verið samið. Þessi skip eiga
það sameginlegt að keilu- og löngu-
veiðar eru snar þáttur í þeirra af-
komu. Tilefni fundarins var að fara
yfir stöðu mála varðandi áhyggjur
manna um að þessir stofnar séu þeg-
ar ofveiddir en engu að síður notaðir
sem skiptimynt fyrir veiðar togara
og nótaskipa í lögsögum þeirra.
Burðarásar í landvinnslunni
Þessi línuskip eru burðarásar
landvinnslu víða um land og landa
stórum hluta afla síns á fiskmarkaði.
Menn höfðu á þessum fundi miklar
áhyggjur af áframhaldandi útgerð
þessara skipa eins og kemur fram í
meðfylgjandi ályktun sem afhent
var sjávarútvegsráðherra 10. apríl.
Þar kemur einnig fram að fundurinn
hvetur stjórnvöld og aðra viðkom-
andi aðila til að gæta þess að hags-
munir þessara skipa verði ekki fyrir
borð bornir í þeirri umræðu og
ákvörðunum sem framundan eru
varðandi stjórn fiskveiða við Ísland.
Á fundinum var einnig farið yfir
markaðsmál varðandi þessar teg-
undir og kom í ljós að markviss
vinna hefur verið unnin varðandi
markaðssetningu afurða úr þessum
tegundum og stefnir í að þessir
markaðir glatist aftur ef ekki verður
gripið til viðeigandi ráðstafana. Eft-
irfarandi ályktun var samþykkt á
fundinum:
Takmarka verður veiðar
„Fundur skipstjóra og útgerðar-
manna línuskipa með beitningarvél
haldinn í Reykjavík 9. apríl 2001
ályktar eftirfarandi um keilu, löngu
og blálöngu.
Fundurinn harmar þá stefnu
stjórnvalda að nota ofveidda fiski-
stofna, keilu, löngu og blálöngu, sem
skiptimynt fyrir veiðar togara og
nótaskipa í færeyskri og norskri lög-
sögu. Að áliti okkar skipstjórnar-
manna eru ofangreindir stofnar of-
veiddir. Afli á sóknareiningu hefur
minnkað, veiðisvæði dregist saman
og fiskurinn smækkað mikið.
Það er vaxandi samkeppni um
minnkandi magn á sífellt smærra
svæði. Fundurinn telur því nauðsyn-
legt að takmarka veiðarnar næstu
árin og þannig megi ná mun meiri
verðmætum út úr þessum stofnum
þegar fram líða stundir. Núverandi
sókn skilar ekki bara minni heildar-
afla heldur einnig lægri meðalvigt
sem þýðir verðminni fisk. Þetta set-
ur einnig margra ára markaðsstarf í
uppnám.
Á sama tíma og veiðar minnka og
áhyggjur skipstjórnarmanna aukast
vegna ofveiði semja stjórnvöld við
Færeyinga um ótakmarkaða keilu-
veiði sem gæti orðið jafnmikil og ár-
leg keiluveiði við Ísland undanfarin
ár. Einnig veldur það áhyggjum að á
meðan íslensk skip stunda þorsk-
veiðar á vetrarvertíð koma Færey-
ingar og Norðmenn á keilumiðin og
taka rjómann af veiðinni sem gerir
það að verkum að þegar íslensku
skipin byrja hefur veiðin minnkað
mikið. Allt þetta leiðir af sér að arð-
semi keiluveiðanna yfir sumartím-
ann er hrunin. Veiði á löngu og keilu
hefur verið stór þáttur í rekstri
beitningavélaskipa og hefur uppi-
staða þess afla á Íslandsmiðum verið
veidd yfir sumartímann.
Fundurinn skorar á sjávarútvegs-
ráðherra, samtök sjómanna og út-
vegsmanna að grípa þegar til að-
gerða til að forða þessum stofnum
frá hruni sem meðal annars miðar
að því að takmarka verulega eða
stöðva alveg veiðar Norðmanna og
Færeyinga úr þessum stofnum við
næstu endurskoðun samninga.
Vilji stjórnvöld viðhalda samning-
um við þessar þjóðir ber að gera það
með öðrum stofnum en þeim sem of-
veiddir eru.
Að lokum hvetur fundurinn við-
komandi aðila til að sjá til þess að
hagsmunir þessara skipa verði ekki
fyrir borð bornir við endurskoðun
fiskveiðistjórnunarlaganna eða við
aðrar ákvarðanir.“
Vaxandi samkeppni
um minnkandi magn
Skipstjórar og útgerðarmenn línuskipa vara við of
mikilli sókn í keilu og löngu á Íslandsmiðum
STARFSMENN Hafrannsókna-
stofnunar á Ísafirði og Póls raf-
eindavara vinna nú að þróun sjálf-
virks búnaðar til mælinga á fiski
og nota til þess tölvusjón af full-
komnustu gerð frá National
Instruments. Mikil þróun hefur
orðið á öllum hugbúnaði til mynd-
greiningar og tæknin orðin við-
ráðanleg öllum. Í upphafi er tækn-
in reynd á rannsóknarstofu og
aðferðafræðin þróuð og síðar
verður búnaður fluttur á vinnu-
stað. Á myndinni má sjá þá Hjalta
Karlsson hjá Hafrannsóknastofn-
un (hægra megin) og Hálfdán Ing-
ólfsson hjá Póls við fyrstu próf-
anir, en útklipptur fiskur úr pappa
er undir myndavélinni í bakgrunn-
inum. Allur búnaður til þessa
verkefnis hefur verið fenginn að
láni hjá verkfræðistofunni Vista.
Nota tölvusjón
við mælingar