Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 72
FRÉTTIR
72 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Dagbókin mín 3 G ´S
Stuck In A Moment U2
What It Feels Like For A Girl Madonna
I´m Like A Bird Nelly Furtado
Miss Jackson Outkast
Survivor Destiny´s Child
It Wasnt Me Shaggy
Road Trippin Red Hot Chili Peppers
The Call Backstreet Boys
Shiver Coldplay
Things I Have Seen Spooks
Butterfly Crazy Town
Cant Fight The Moonlight LeAnn Rimes
Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson
Outside Aaron Lewis & Fred Durst
Út á lífið Lydía Grétarsdóttir
Gravel Pit Wu Tang Clan
All For You Janet Jackson
Sonne Rammstein
Nobody Wants To Be Lonely Christina Aguilera &
Ricky Martin
Vikan 18.04. - 25.04
http://www.danol.is/stimorol
KÝRIN Ópera frá Bjólu í Djúp-
árhreppi hefur verið kjörin
ungfrú Gateway 2001 í fegurð-
arsamkeppni svartskjöldóttra kúa
sem Aco í Skaftahlíð og Lands-
samband kúabænda standa fyrir.
Það var Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra sem krýndi
hana í gær.
Eigandi Óperu er Ágúst Sæ-
mundsson. Ópera er fædd 1993
og er mikil sómakýr. Hámarks
dagsnyt hennar er 30 kg og árs-
nyt 4.500 kg. Í öðru sæti er kýrin
Eyja frá Holtaseli í Eyjafirði, eig-
endur Guðmundur Jón Guð-
mundsson og Guðrún Egilsdóttir.
Í þriðja sæti er Doppa frá Litlu-
Ásgeirsá í Víðidal, eigendur Sig-
tryggur Sigurvaldason og Vigdís
Guðmundsdóttir.
Sérstök dómnefnd valdi sig-
urkúna en almenningi var einnig
gefinn kostur á að velja falleg-
ustu kýrnar í þrjú efstu sætin á
vefsíðu keppninnar á www.aco.is.
Tæplega 1.500 manns tóku þátt í
valinu og giltu atkvæði þeirra
50% á móti atkvæðum dómnefnd-
ar. Ópera og eigendur hennar fá
fjölda verðlauna. Aco í Skaftahlíð
gefur fullkomna Gateway-tölvu
að verðmæti 180 þúsund krónur,
Mjólkurfélag Reykjavíkur gefur
tonn af kjarnfóðri. Kýrnar sem
lenda í 1. – 3. sæti fá forritið
Ískýr frá Bændasamtökum Ís-
lands og Remfló hf. gefur mjalta-
kross frá SAC og Vélaver hf. gef-
ur þeim kúm hreinlætispakka
sem hafna í þremur efstu sæt-
unum.
65 kýr frá 52
bæjum í forvali
Alls tóku 65 kýr frá 52 bæjum
þátt í forvali en svartskjöldóttar
kýr eru um 2% kúastofnsins á
landinu. Tíu voru valdar í úrslit.
Dómnefnd Ungfrú Gateway
2001 skipuðu: Baldvin Jónsson,
framkvæmdastjóri Áforms, Krist-
ín Linda Jónsdóttir, kúabóndi og
Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, Ólafur William Hand
starfsmaður Aco og Þórey Vil-
hjálmsdóttir, athafnakona.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Frá krýningu á Ungfrú Gateway. Frá vinstri: Sæmundur B. Ágústsson,
bóndi á Bjólu, Helga Sæmundsdóttir, Ágúst Sæmundsson, Baldvin Jóns-
son og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ásamt kúnni Óperu.
Landbúnaðar-
ráðherra krýnir
Óperu frá Bjólu
MICHÉLE Gendreau-Massaloux,
aðalframkvæmdastjóri Heimssam-
taka frönskumælandi háskóla, flyt-
ur fyrirlestur föstudaginn 20. apríl
í boði rektors Háskóla Íslands,
sem nefnist „Háskólar og heims-
menning“.
Í fyrirlestrinum mun Michèle
Gendreau-Massaloux fjalla um
þátt háskóla í mótun nýrrar
heimsmenningar og tengsl þeirra
við ríkisvaldið og þjóðfélagið sem
þeir tilheyra. Þá mun hún ræða
sérstöðu háskóla og mikilvægi
þess að sjálfstæði þeirra í kennslu
og rannsóknum sé virt. Ennfremur
verður í lestrinum fjallað um þró-
un vísinda í nútímanum og nauð-
syn þess að efling þeirra haldist í
hendur við aukinn mannskilning
og meiri virðingu fyrir manneskj-
unni.
Michèle Gendreau-Massaloux á
að baki merkan feril sem há-
skólakennari og stjórnandi æðri
menntastofnana.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla
Íslands föstudaginn 20. apríl nk.
og hefst kl. 12.15. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
Fjallað um þátt
háskóla í mótun
heimsmenningar
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
gönguferðar á Esju sumardaginn
fyrsta, 19. apríl. Sigrún Huld Þor-
grímsdóttir verður fararstjóri og
stefnir á Kerhólakamb. Brottför er
kl. 10:30 frá BSÍ og komið verður við
í Mörkinni 6. Þátttökugjald er 1.200
kr.
Eftir hádegi verður hugað að
fjörulífi í Kollafirði. Einar Þorleifs-
son náttúrufræðingur verður farar-
stjóri og fræðir þátttakendur um það
sem fyrir augu ber. Brottför í þá ferð
er kl. 13 frá BSÍ og Mörkinni 6 og
þátttökugjald 800 kr. Allir eru vel-
komnir og börn 15 ára og yngri
greiða ekki þátttökugjald.
Gönguferð
á Esju
ÞRIÐJI fundurinn í fundaröð
Samfylkingarinnar um lýðræðis-
mál, „Lýðræði – hugsjón og veru-
leiki“, verður haldinn í Norræna
húsinu 21. apríl kl. 11–14 og nefn-
ist hann „Fjórða valdið“.
Bryndís Hlöðversdóttir, for-
maður þingflokks Samfylkingar-
innar, flytur ávarp.
Eftirtalin erindi verða flutt:
Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisþjóð-
félagi. Herdís Þorgeirsdóttir
fjallar um lögskipað hlutverk fjöl-
miðla í lýðræðissamfélagi og
nauðsyn þess að tryggja raun-
verulegt frelsi þeirra. Fjölmiðlar
– staða þeirra í íslensku sam-
félagi. Þór Jónsson, fréttamaður
og varaformaður BÍ, fjallar um
stöðu fjölmiðla í íslensku sam-
félagi.
Eignarhald og ritstjórnar-
stefna. Þorbjörn Broddason pró-
fessor fjallar um eignarhald á fjöl-
miðlum og hvort það kunni að
hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjöl-
miðla og ef svo er á hvern hátt.
Brynhildur Þórarinsdóttir rit-
stjóri stýrir umræðum í pallborði
að loknum framsögum.
Fundur í Norræna
húsinu um fjórða valdið
ÞRIÐJI og síðasti fræðslufundurinn
á þessari önn á vegum Félags eldri
borgara í Reykjavík verður haldinn
laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Ein-
ar Hjaltason sérfræðingur greinir
frá helstu slysahættum aldraðra og
afleiðingar slysa. Ásgeir Theodórs
sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
talar um krabbamein í ristli. Tíðni
þess hefur aukist mikið, sérstaklega
hjá eldra fólki. Skýrir hann frá fyr-
irhugaðri hóprannsókn til að greina
sjúkdóma á byrjunarstigi.
Eftir flutning gefst tími til fyrir-
spurna og nánari skýringa.
Fræðslufundurinn verður haldinn
í Ásgarði, Glæsibæ, félagsheimili
Félags eldri borgara, og hefst kl.
13.30. Aðgangseyrir er kr. 300 og er
kaffi innifalið. Allir eru velkomnir.
Fyrirlestur um heilsu og
hamingju á efri árum