Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 19.04.2001, Síða 72
FRÉTTIR 72 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagbókin mín 3 G ´S Stuck In A Moment U2 What It Feels Like For A Girl Madonna I´m Like A Bird Nelly Furtado Miss Jackson Outkast Survivor Destiny´s Child It Wasnt Me Shaggy Road Trippin Red Hot Chili Peppers The Call Backstreet Boys Shiver Coldplay Things I Have Seen Spooks Butterfly Crazy Town Cant Fight The Moonlight LeAnn Rimes Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson Outside Aaron Lewis & Fred Durst Út á lífið Lydía Grétarsdóttir Gravel Pit Wu Tang Clan All For You Janet Jackson Sonne Rammstein Nobody Wants To Be Lonely Christina Aguilera & Ricky Martin Vikan 18.04. - 25.04 http://www.danol.is/stimorol KÝRIN Ópera frá Bjólu í Djúp- árhreppi hefur verið kjörin ungfrú Gateway 2001 í fegurð- arsamkeppni svartskjöldóttra kúa sem Aco í Skaftahlíð og Lands- samband kúabænda standa fyrir. Það var Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra sem krýndi hana í gær. Eigandi Óperu er Ágúst Sæ- mundsson. Ópera er fædd 1993 og er mikil sómakýr. Hámarks dagsnyt hennar er 30 kg og árs- nyt 4.500 kg. Í öðru sæti er kýrin Eyja frá Holtaseli í Eyjafirði, eig- endur Guðmundur Jón Guð- mundsson og Guðrún Egilsdóttir. Í þriðja sæti er Doppa frá Litlu- Ásgeirsá í Víðidal, eigendur Sig- tryggur Sigurvaldason og Vigdís Guðmundsdóttir. Sérstök dómnefnd valdi sig- urkúna en almenningi var einnig gefinn kostur á að velja falleg- ustu kýrnar í þrjú efstu sætin á vefsíðu keppninnar á www.aco.is. Tæplega 1.500 manns tóku þátt í valinu og giltu atkvæði þeirra 50% á móti atkvæðum dómnefnd- ar. Ópera og eigendur hennar fá fjölda verðlauna. Aco í Skaftahlíð gefur fullkomna Gateway-tölvu að verðmæti 180 þúsund krónur, Mjólkurfélag Reykjavíkur gefur tonn af kjarnfóðri. Kýrnar sem lenda í 1. – 3. sæti fá forritið Ískýr frá Bændasamtökum Ís- lands og Remfló hf. gefur mjalta- kross frá SAC og Vélaver hf. gef- ur þeim kúm hreinlætispakka sem hafna í þremur efstu sæt- unum. 65 kýr frá 52 bæjum í forvali Alls tóku 65 kýr frá 52 bæjum þátt í forvali en svartskjöldóttar kýr eru um 2% kúastofnsins á landinu. Tíu voru valdar í úrslit. Dómnefnd Ungfrú Gateway 2001 skipuðu: Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, Krist- ín Linda Jónsdóttir, kúabóndi og Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, Ólafur William Hand starfsmaður Aco og Þórey Vil- hjálmsdóttir, athafnakona. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Frá krýningu á Ungfrú Gateway. Frá vinstri: Sæmundur B. Ágústsson, bóndi á Bjólu, Helga Sæmundsdóttir, Ágúst Sæmundsson, Baldvin Jóns- son og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ásamt kúnni Óperu. Landbúnaðar- ráðherra krýnir Óperu frá Bjólu MICHÉLE Gendreau-Massaloux, aðalframkvæmdastjóri Heimssam- taka frönskumælandi háskóla, flyt- ur fyrirlestur föstudaginn 20. apríl í boði rektors Háskóla Íslands, sem nefnist „Háskólar og heims- menning“. Í fyrirlestrinum mun Michèle Gendreau-Massaloux fjalla um þátt háskóla í mótun nýrrar heimsmenningar og tengsl þeirra við ríkisvaldið og þjóðfélagið sem þeir tilheyra. Þá mun hún ræða sérstöðu háskóla og mikilvægi þess að sjálfstæði þeirra í kennslu og rannsóknum sé virt. Ennfremur verður í lestrinum fjallað um þró- un vísinda í nútímanum og nauð- syn þess að efling þeirra haldist í hendur við aukinn mannskilning og meiri virðingu fyrir manneskj- unni. Michèle Gendreau-Massaloux á að baki merkan feril sem há- skólakennari og stjórnandi æðri menntastofnana. Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 20. apríl nk. og hefst kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Fjallað um þátt háskóla í mótun heimsmenningar FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Esju sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Sigrún Huld Þor- grímsdóttir verður fararstjóri og stefnir á Kerhólakamb. Brottför er kl. 10:30 frá BSÍ og komið verður við í Mörkinni 6. Þátttökugjald er 1.200 kr. Eftir hádegi verður hugað að fjörulífi í Kollafirði. Einar Þorleifs- son náttúrufræðingur verður farar- stjóri og fræðir þátttakendur um það sem fyrir augu ber. Brottför í þá ferð er kl. 13 frá BSÍ og Mörkinni 6 og þátttökugjald 800 kr. Allir eru vel- komnir og börn 15 ára og yngri greiða ekki þátttökugjald. Gönguferð á Esju ÞRIÐJI fundurinn í fundaröð Samfylkingarinnar um lýðræðis- mál, „Lýðræði – hugsjón og veru- leiki“, verður haldinn í Norræna húsinu 21. apríl kl. 11–14 og nefn- ist hann „Fjórða valdið“. Bryndís Hlöðversdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar, flytur ávarp. Eftirtalin erindi verða flutt: Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisþjóð- félagi. Herdís Þorgeirsdóttir fjallar um lögskipað hlutverk fjöl- miðla í lýðræðissamfélagi og nauðsyn þess að tryggja raun- verulegt frelsi þeirra. Fjölmiðlar – staða þeirra í íslensku sam- félagi. Þór Jónsson, fréttamaður og varaformaður BÍ, fjallar um stöðu fjölmiðla í íslensku sam- félagi. Eignarhald og ritstjórnar- stefna. Þorbjörn Broddason pró- fessor fjallar um eignarhald á fjöl- miðlum og hvort það kunni að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjöl- miðla og ef svo er á hvern hátt. Brynhildur Þórarinsdóttir rit- stjóri stýrir umræðum í pallborði að loknum framsögum. Fundur í Norræna húsinu um fjórða valdið ÞRIÐJI og síðasti fræðslufundurinn á þessari önn á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Ein- ar Hjaltason sérfræðingur greinir frá helstu slysahættum aldraðra og afleiðingar slysa. Ásgeir Theodórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum talar um krabbamein í ristli. Tíðni þess hefur aukist mikið, sérstaklega hjá eldra fólki. Skýrir hann frá fyr- irhugaðri hóprannsókn til að greina sjúkdóma á byrjunarstigi. Eftir flutning gefst tími til fyrir- spurna og nánari skýringa. Fræðslufundurinn verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, og hefst kl. 13.30. Aðgangseyrir er kr. 300 og er kaffi innifalið. Allir eru velkomnir. Fyrirlestur um heilsu og hamingju á efri árum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.