Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 60
HESTAR 60 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN verður að þessu sinni með ítölsku og spænsku yfirbragði en aðeins verður boðið upp á tvær sýningar að þessu sinni, föstudags- og laugardagskvöldið. Þetta ítalsk- spænska yfirbragð felst í því að fyrir báðar sýningarnar verður tveggja tíma kynning á spænskum og ítölskum mat og vínum. Þá verður leikin tónlist frá þessum löndum undir sýningaratriðunum og allar skreytingar í þessum dúr. Fyrir utan hinar hefðbundnu hestasýningar verður boðið upp á einstakt happdrætti á báðum sýn- ingum þar sem ágóðinn mun renna til styrktar íslenska landsliðinu sem keppa mun á heimsmeistara- mótinu í Austurríki í sumar. Segir Hafliði það einstakt fyrir þær sak- ir að þarna sé boðið upp á 32 fola- tolla hjá mörgum af fremstu stóð- hestum landsins og verður dregið um sextán þeirra á föstudagssýn- ingunni og verða það tollar hjá eft- irsóttari hestunum. Margir þess- ara stóðhesta eru að verða fullbókaðir svo þarna getur verið um einstætt tækifæri fyrir áhuga- menn um hrossarækt að komast með hryssur sínar í tæri við þá bestu. Nýr knapi á Hugin Meðal þeirra stóðhesta sem hér um ræðir má nefna Hugin frá Haga sem er hæstdæmdur kyn- bótahrossa fyrir hæfileika og stóð efstur á landsmótinu í flokki stóð- hesta sex vetra og eldri. En það verður nú gott betur en það því Huginn mun koma fram á sýning- unum og nú verður nýr knapi við stjórnvölinn því Atli Guðmundsson fær nú að spreyta sig á þessum kattfima gæðingi. Atli sem var er- lendis yfir páskana sagðist í gær hafa prófað hestinn einu sinni og myndi fara á bak honum aftur í kvöld (í gærkvöldi) þegar hann kæmi til landsins. Sagði Atli ekk- ert launungarmál að hér færi geysigóður hestur en vissulega væri fyrirvarinn stuttur. Af öðrum vinningum má nefna folatolla hjá Keili frá Miðsitju, Randveri frá Nýjabæ, Sæ frá Bakkakoti, Kraflari frá Miðsitju, Óði frá Brún, Kjarki frá Egils- stöðum, Óskari Hrafni frá Brún, Suðra frá Holtsmúla, Loga frá Skarði, Ljósvaka frá Akureyri og Glaumi frá Auðsholtshjáleigu. Á laugardagskvöldið verða dregnir út folatollar hjá Ham frá Þóroddsstöðum, Skorra frá Gunn- arsholti, Andvara frá Skáney, Geisla frá Sælukoti, Smára frá Skagaströnd, Prinsi frá Úlfljóts- vatni, Frakki frá Mýnesi, Flygli frá Vestri-Leirárgörðum, Gauti frá Reykjavík, Bjarti frá Kópavogi, Hegra frá Glæsibæ, Adam frá Ás- mundarstöðum, Snerri frá Bæ, Kjarna frá Árgerði, Aski frá Kana- stöðum og Fonti frá Feti. Miðinn í happdrættinu mun kosta 1.000 krónur og eins og áður sagði renn- ur ágóðinn til landsliðsins. Töltmeistarar í léttri sveiflu Af öðrum atriðum má nefna að þeir Sveinn Ragnarsson núverandi Íslandsmeistari í tölti og Hans Kjerúlf fyrrverandi Íslandsmeist- ari mæta með gæðinga sína þá Hring frá Húsey og Laufa frá Kollaleiru. Afkvæmi Krásar frá Laugarvatni verða sýnd og má þar nefna þau Frama og Rás frá Ragn- heiðarstöðum. Þarna koma fram ungir og vel ættaðir folar sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir al- mennings eins og Fontur frá Feti sem er undan Vigdísi frá Feti og Roða frá Múla, grár foli undan Hlökk frá Hólum og Skorra frá Blönduósi, topphestur segja þeir félagar. Sær frá Bakkakoti og Ósk- ar Hrafn frá Brún verða þarna einnig. Vestlendingar munu mæta með athygliverð hross að sögn Hafliða og kynna væntanlegt fjórðungs- mót. Félag tamningamanna mun bjóða upp á atriði á faglegu nót- unum eins og þeir félagar orðuðu það. Tíu bestu skeiðreiðarmenn ársins munu láta skeiða í gengum höllina. „Ekkert stökkflandur, heldur skeiðsprettir eins og þeir gerast bestir,“ skaut Vignir inn í. Þá munu gullprinsessurnar Freyja Amble, Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Karen Líndal Marteinsdóttir sýna listir sínar á færleikum sínum. Sýningarnar eiga hvor um sig að taka tvo tíma að hléum meðtöldum og hefjast báðar klukkan 21 en höllin verður opnuð klukkan 19 og mun þá hefjast matar- og vínkynn- ing. Þá munu strákarnir á Borg- inni mæta og taka lagið á báðum sýningum og í Fáksheimilinu verða dansleikir bæði kvöldin þar sem Skriðjöklarnir endurvaktir leika fyrir dansi ásamt hljómsveitinni Sputnik þar sem sjálfur evróvisj- ónsöngvari okkar Íslendinga mun sjá um sönginn. Forsala aðgöngu- miða á sýninguna mun hefjast í dag klukkan 18 í Reiðhöllinni. Þeir félagar kváðust þess full- vissir að þeim tækist að fylla höll- ina á föstudag. „Aðeins verður boðið upp á tvær sýningar og lagt ívið meira í þá fyrri þannig að nú er um að gera að vera snar í snún- ingum og tryggja sér miða á föstu- dagssýninguna áður en þeir seljast upp,“ sagði Hafliði brattur að vanda. Morgunblaðið/Valdimar Þeim leiðist ekki sýningarstjórunum þótt starfið sé bæði erfitt og tíma- frekt sem og launin lág, reyndar engin að þeirra sögn. En hér gleðjast þeir með Súsönnu Ólafsdóttur sem var að sýna þeim tvo gæðinga. Höllin fyllt á föstudag „Við ætlum að gera það sem áður hefur ekki tekist; sem sagt að fylla Reiðhöllina í Víðidal á föstudagskvöldið af mannskap,“ segja þeir félagar og sýningarstjórar á væntanlegum Hestadögum 2001 Hafliði Halldórsson og Vignir Jónasson þegar Valdimar Kristinsson mætti í höllina á annan í páskum þar sem þeir völdu hross til sýningarinnar. SÁTT og samlyndi virðist ríkja hjá hrossaræktarmönnum um þessar mundir ef marka má nýafstaðinn að- alfund Félags hrossabænda. For- maðurinn Kristinn Guðnason hlaut rússneska kosningu á friðsömum fundi þar sem fundarmenn voru sam- mála um að beina því til landbúnaðar- ráðuneytisins, framleiðnisjóðs og annarra hlutaðeigandi aðila að leggja fé til rannsókna á frystingu sæðis þannig að ná megi tökum á þessari aðferð við geymslu sæðis. Sömuleiðis var samþykkt að fara þess á leit að gerð verði könnun á áhrifum útflutn- ings sæðis á lífhrossamarkaðinn. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Vil- hjálmur Svansson sérfræðingar á Keldum fluttu erindi um sumarex- emsrannsókn þá sem er í gangi á Til- raunastöðinni. Markaðsmálin voru rædd talsvert á fundinum og voru fundarmenn nokkuð sammála um að sameiginlegt markaðsstarf hagsmunaaðila í hesta- mennskunni skilaði sér nokkuð vel þótt skoðanir væru skiptar um hverj- ir ættu að leggja fé til starfsins eða hvar ætti að leita eftir fjármagni. Formaðurinn sagði að fjárhags- staða FH væri að komast í gott lag eftir ýmiskonar hagræðingu og sam- drátt í starfseminni. Þá sagði hann að vel hefði verið unnið í öflun markaða á hrossakjöti og nýlega hefði verið skrifað undir samning við fyrirtæki í Belgíu sem heitir Multimeet sem væru stærstir í sölu á hrossakjöti í heiminum. Þessi samningur gerði það að verkum að nú væri hægt að farga um 100 hrossum á viku og sú tala gæti farið hækkandi. Kristinn upplýsti að allt kjötið sem þeir keyptu væri unnið hér á landi sem yki tvímælalaust vægi samningsins. Verð á hrossakjöti hefur hækkað heldur við þessa breyttu stöðu og nú fengju menn um 10 þúsund krónur fyrir hrossið og taldi Kristinn líklegt að það ætti enn eftir að hækka. Þá væri unnið að því að koma folaldakjöti á markað erlendis. Sagði Kristinn að þessi breytta staða ætti að auðvelda mönnum mjög að losa sig við óarðbær hross og vildi hann hvetja menn bæði til sjávar og sveita að ganga einarðlega fram í að fækka hrossum. Aðspurður um það hvort hann þyrfti ekki að fækka hrossum sjálfur sagðist hann hafa fellt 80 hross á síðasta ári og það sem af væri þessu ári hefði þegar fargað 28 hrossum og hann væri ennþá að brýna hnífinn. „Ég þarf að fækka meira,“ sagði formaður Félags hrossabænda. Sátt og samlyndi hjá hrossabændum FÁKSMENN héldu á föstudag og laugardag sitt árlega nýhestamót þar sem keppt er í fjór- og fimm- gangi, en auk þess var keppt í tölti, slaktaumatölti og gæðingaskeiði þar sem mótið var um leið hluti af alþjóðlegri dómararáðstefnu og haldið í samvinnu við Hestaíþrótta- dómarafélagið. Í töltinu var keppt í þremur flokkum og má nú sjá þess merki að verið er að laða nýtt fólk í keppni því í flokki III eru nöfn sem óþekkt eru á vettvangi keppnis- mennskunnar. Sú styrkleikaflokk- un sem reynd hefur verið til þess virðist ekki hafa gengið nógu langt til að lokka ný andlit í hópinn en svo virðist sem Fáksmenn séu að rata inn á rétta braut. Mótið tókst vel í alla staði enda veður og að- stæður góðar. Þá eru Fáksmenn einnig iðnir við að bjóða upp á opin mót en líklegt er að í framtíðinni muni lokuð félagsmót heyra sög- unni til. Á laugardagskvöldið var haldið svokallað kvennatölt í Reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi og eins og nafnið ber með sér voru ein- göngu konur meðal keppenda. Þátttaka var sérlega góð og ágæt mæting í „brekkuna“ þótt ekki hafi þar verið setið hvert sæti. Geysir í Rangárvallasýslu hélt sitt síðasta vetrarmót og lauk þar með stigakeppni vetrarins. Nú var í fyrsta skipti boðið upp á ung- hrossakeppni þar sem hross fædd 1996 komu fram. Smári í Hreppum hélt sitt seinna punktamót eins og þeir kalla það. Þar var jafnframt valinn gæðingur vetrarins sem var Sunna frá Vorsa- bæ I en eigandi og knapi var Unn- ur Lísa Schram. Morgunblaðið/Valdimar Sigurreifar áhugakonur, f.v.: Oddrún á Náttfara, Gréta á Kolgrímu, Hulda á Dimmu, Þórunn á Gæfu, Freyja á Kópi og Vigdís á Jarlhettu. Nýhestamót og kvennatölt Þær eru sigursælar, Birgitta og Birta frá Hvolsvelli, en þær sigr- uðu í opnum flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.