Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALRÍKISYFIRVÖLD í Bandaríkj-
unum halda áfram að rannsaka
mál öldungadeildarþingmannsins
Roberts G. Torricellis sem grun-
aður er um að hafa þegið ólögleg-
ar gjafir og fjárstuðning. Torric-
elli er demókrati og fulltrúi New
Jersey á þingi. Hann hefur meðal
annars haft afskipti af deilum
vegna flutninga fyrir varnarliðið í
Keflavík og réttindi útgerðarfyr-
irtækja í New Jersey í því sam-
bandi.
Rannsóknin hófst árið 1997 og
snerist í fyrstu eingöngu um ólög-
leg framlög í kosningasjóði en
síðar hafa m.a. komið fram ásak-
anir um að aðstoðarmenn Torric-
ellis hafi reynt að hindra fram-
gang rannsóknarinnar. Að sögn
The New York Times eru nú
kannaðar vísbendingar um að
Torricelli hafi brotið lög með því
að þiggja gjafir frá fyrrverandi
stuðningsmanni, David Chang, og
skýra ekki frá gjöfunum.
Chang hefur viðurkennt að
hafa gefið með ólöglegum hætti
53.700 dollara, um fimm milljónir
króna, í kosningasjóði Torricellis.
Einnig segist hann hafa reynt að
fá þingmanninn til að veita aðstoð
við framgang nokkurra stórra al-
þjóðlegra viðskiptasamninga. Hafi
hann gefið Torricelli tugþúsundir
dollara sem þingmaðurinn hafi
notað til ferðalaga og í búðarápi.
Einnig hafi hann fengið ýmsar
gjafir. Má nefna tíu klæðskera-
saumuð jakkaföt með ítölsku
sniði, Rolex-armbandsúr er kostar
um 8.100 dollara, nær 800 þúsund
krónur, skyrtuhnappa frá hinni
heimsþekktu Tiffany’s-verslun,
gólfteppi sem kostaði um 1.500
dollara, eyrnalokka handa fyrr-
verandi vinkonu Torricellis og
loks 52 tommu Toshiba-sjónvarps-
tæki. Lögmenn þingmannsins vísa
fullyrðingum Changs á bug og
segja þær uppspuna.
Strangar reglur gilda um há-
marksandvirði gjafa sem banda-
rískir þingmenn megi þiggja og
þeir mega alls ekki þiggja neitt
fyrir að fylgja eftir málum í
krafti embættis síns. Heimildar-
menn blaðsins segja að tveir fyrr-
verandi aðstoðarmenn Changs
hafi þegar við vitnaleiðslur stað-
fest orð hans og einnig munu
vera til reikningar er skjóta stoð-
um undir frásagnir hans. Kona
sem vann hjá Chang segir hann
eitt sinn hafa reynt að fá sig til
undirrita yfirlýsingu um að gjaf-
irnar væru aðeins lán til Torric-
ellis og hafi öldungadeildar-
þingmaðurinn farið fram á slíka
yfirlýsingu.
Klæðskerinn Chang Hwan Choi
ræddi við liðsmenn alríkislögregl-
unnar, FBI, árið 1997. Segir hann
David Chang eitt sinn hafa náð í
sig í verslunina og hafi þeir ekið
að heimili manns sem kynntur
var sem „John“. Tekið hafi verið
mál af manninum og síðar keypti
David Chang tíu jakkaföt er
saumuð voru eftir málunum.
Klæðskerinn segist ekki hafa ver-
ið viss um að muna nógu vel eftir
andliti mannsins en lögreglu-
mennirnir hafi tjáð sér að „John“
hafi verið Torricelli öldungadeild-
arþingmaður. Fyrir skömmu
gerðu lögreglumenn húsleit á
heimili Torricellis í Englewood í
New Jersey en ekki er ljóst hver
niðurstaðan var af henni.
Rannsóknin á gjafamáli bandaríska öldungadeildarþingmannsins Torricellis
Klæðskera-
saumuð föt og
skartgripir
Robert Torricelli (t.h.) ásamt
George W. Bush forseta.
FÁNINN, sem Suðurríkin börðust
undir í bandarísku borgarastyrjöld-
inni, verður áfram í fána Miss-
issippiríkis í Bandaríkjunum. Var
það samþykkt í almennri atkvæða-
greiðslu í fyrradag og meirihluti
kjósenda vísaði því á bug, að fáninn
væri táknrænn fyrir kynþáttamis-
rétti og hamlaði í raun efnahags-
legri framþróun í ríkinu.
Suðurríkjafáninn er uppi í
vinstra horni ríkisfánans en tillaga
um að 20 stjörnur kæmu í hans stað
var felld með miklum meirihluta.
65% vildu óbreyttan fána en 35%
ekki.
Í augum margra hvítra manna er
Suðurríkjafáninn tákn merkrar
sögu og arfleifðar en blökkumenn
líta hins vegar á hann sem beina
ögrun. Á síðustu árum hefur verið
tekist á um fánann í öðrum Suð-
urríkjanna og hefur hann alls stað-
ar látið undan síga nema í Miss-
issippi. Á síðasta ári var hætt að
flagga honum á þinghúsinu í Suður-
Karólínu og fána Georgíu var
breytt til að gera Suðurríkjakross-
inn minna áberandi.
Hvítir íbúar Mississippi eru 61%
og blökkumenn 36% og segja má,
að úrslitin hafi að mestu farið eftir
þessum línum.
AP
Mississippifáninn í bakgrunni
með Suðurríkjakrossinn uppi í
vinstra horni og eintak af nýja
fánanum eins og lagt var til að
hann yrði.
Suðurríkja-
fáninn sigraði
í Mississippi
Jackson. AP, AFP.
ÍRAKSSTJÓRN fordæmdi í
gær eldflaugaárásir Írana á
búðir íranskra stjórnarand-
stæðinga innan landamæra
Íraks.
Að sögn Mujahedeen-hreyf-
ingarinnar, öflugasta hóps her-
skárra andstæðinga Írans-
stjórnar, skaut íranski herinn
allt að 66 Scud-flugskeytum á
sjö bækistöðvar hreyfingarinn-
ar innan írösku landamæranna
í gærmorgun. Talsmaður Muj-
ahedeen, Farid Suleimani,
sagði að einn liðsmaður hreyf-
ingarinnar og nokkrir Írakar
hefðu farist í árásunum.
Í yfirlýsingu sem Íraksstjórn
sendi frá sér í gær segir að Ír-
anar þurfi að axla „fulla ábyrgð
samkvæmt alþjóðalögum á því
manntjóni og eignatjóni sem
þessi bleyðulega árás olli.“
Þrátt fyrir að aðgerðir Írans-
hers í gær hafi beinst að búðum
íranskra þegna, má segja að
þetta sé mesta árásin sem Ír-
anar hafi gert á Írak frá því að
stríði þjóðanna lauk árið 1988.
Enn ríkir mikil spenna í sam-
skiptum landanna, sem stafar
ekki síst af því að stjórnarand-
stæðingar í hvoru ríki um sig
hafa bækistöðvar innan landa-
mæra hins.
Írakar for-
dæma árás-
ir Írana
Bagdad. AFP, AP.
FYRSTU viðræðum nefnda á vegum
stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kína
um njósnavélina sem nauðlenti á
Hainan eftir árekstur við kínverska
herþotu lauk í Peking í gær. Segja
heimildarmenn að þær hafi verið ár-
angurslausar og ekki hafi verið boð-
aður annar fundur í dag þótt það væri
fullyrt í kínverskum fjölmiðlum. Hins
vegar mun sendiherra Bandaríkj-
anna, Joseph Prueher, hitta að máli
kínverska embættismenn í dag.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar í
Washington sögðu að fundurinn hefði
verið „gagnslaus“ og ekkert hefði
áunnist. Er bandarísku fulltrúarnir
sneru aftur til sendiráðsins frá húsa-
kynnum utanríkisráðuneytisins í
Peking neituðu þeir að svara spurn-
ingum fréttamanna. Fyrir nefndinni
fer Peter Verga aðstoðarutanríkis-
ráðherra. Embættismaður sem ekki
vildi láta nafns síns getið sagði að Kín-
verjar hefðu harðneitað að falla frá
þeirri fullyrðingu sinni að Banda-
ríkjamenn bæru ábyrgð á árekstrin-
um. Ekkert hefði heldur þokast í deil-
unni um flugvélina sem Banda-
ríkjamenn vilja fá aftur. Áhöfninni
var á sínum tíma sleppt eftir 11 daga
stofuvarðhald á Hainan.
Bandaríkjamenn segja að njósna-
vélin hafi verið yfir alþjóðlegu haf-
svæði. Þeir hyggjast halda áfram að
stunda eftirlitsflug á svæðinu en Kín-
verjar heimta að því verði hætt.
Kínverski flugmaðurinn, Wang
Wei, lét lífið í slysinu sem varð á Suð-
ur-Kínahafi og er hann nú hylltur sem
eitt af „fórnarlömbum byltingarinn-
ar“ í ríkisfjölmiðlum landsins. Kín-
verjar segja að bandaríska vélin hafi
sveigt fyrir herþotuna en því vísa
Bandaríkjamenn á bug og kenna
óvarkárni Wangs um slysið. Hafa þeir
tekið upp harðari afstöðu eftir að
áhöfnin fékk loks að fara heim. Leið-
arahöfundur málgagns kínverska
kommúnistaflokksins, Dagblaðs Al-
þýðunnar, gerði gys að þessari
stefnubreytingu George W. Bush for-
seta og sagði hana hafa orðið „um leið
og hann heyrði að bandaríska áhöfnin
var lent í Honolulu“.
Myndbandsupptaka af kín-
verska flugmanninum birt
Bandaríkjamenn birtu í gær mynd-
band sem áhöfn njósnavélar tók upp í
janúar sl. Sést áðurnefndur Wang
fljúga þotu sinni nálægt njósnavélinni
og halda á spjaldi með netfangi sínu.
Hann bendir á blaðið og hvetur með
látbragði sínu Bandaríkjamennina til
að fljúga nær sér. Andlitsdrættir
Wangs sjást vel á myndbandinu.
Viðræður um njósnavél
enn árangurslausar
Washington. AFP, AP, The Daily Telegraph.
VIÐBRÖGÐ fjölmiðla, stjórnmála-
skýrenda og fulltrúa stjórnarand-
stöðuflokka í gær við sjónvarpsvið-
tali við Lionel Jospin, forsætis-
ráðherra Frakklands, sem sent var
út í beinni útsendingu í fyrrakvöld,
voru meira eða minna öll á eina leið:
að frammistaða hans hafi verið léleg;
tilsvör hans hafi verið innihaldsrýr
og andlaus.
„Jospin lýsti engu yfir,“ var fyr-
irsögn dagblaðsins Le Parisien á
umfjöllun þess um viðtalið sem beðið
hafði verið með allnokkurri eftir-
væntingu, bæði vegna þess að á rík-
isstjórninni standa mörg spjót þessa
dagana og þeir Jospin og Jacques
Chirac forseti eru báðir farnir að
setja sig í stellingar fyrir kosninga-
baráttu um forsetaembættið en ár er
nú í að bæði forseta- og þingkosn-
ingar fari fram í Frakklandi.
Le Monde sagði að Jospin hefði
ekki notað tækifærið til að setja
stjórninni ný markmið eins og al-
mennt hafði verið vænzt að hann
myndi gera. Le Figaro sagði að for-
sætisráðherrann hefði ekki gert
neitt annað en að verja stefnu stjórn-
arinnar; hann hefði ekki bætt neinu
nýju við.
Í viðtalinu, sem stóð í 45 mínútur,
eyddi Jospin mestum tíma í að verja
stefnu samsteypustjórnar sinnar í
efnahags- og félagsmálum. Sagði
hann þá hörðu gagnrýni sem stjórn-
in hefði sætt vera óréttmæta; hún sé
á réttir braut og muni halda völdum.
Stjórnin hefur átt á brattann að
sækja frá því Sósíalistaflokkur Jo-
spins fór illa út úr sveitarstjórnar-
kosningum í síðasta mánuði.
Fulltrúar hægriflokkanna, sem
eru í stjórnarandstöðu, sögðu viðtal-
ið hafa verið „flatneskjulegt“ og
„leiðinlegt“ og forsætisráðherrann
hefði með frammistöðu sinni farið
illa með gott tækifæri.
„Þetta var glatað tækifæri vegna
þess að honum mistókst að lýsa yfir
einhverju sem sennilegt væri til að
sýna Frökkum að hann væri í
tengslum við þau vandamál sem hrjá
þá,“ sagði Charles Pasqua, formaður
RPF, klofningsflokks úr Gaullista-
flokknum RPR.
Jospin
veldur
von-
brigðum
París. AFP, AP.
AP
Lionel Jospin í viðtalinu á sjónvarpsstöðinni France 2 í fyrrakvöld.
FJÓRIR menn voru í gær
dæmdir til dauða og líflátnir í
Kína vegna sprengjutilræða er
kostuðu 108 manns lífið í borg-
inni Shijiazhuang, norðarlega í
landinu, hinn 16. mars. Aðal-
hvatamaðurinn, Ji Ruchao, var
41 árs. Hann var sagður hafa
staðið fyrir morðunum til að
hefna sín á fólki sem honum var
illa við. Íbúar í borginni hafa
hins vegar látið í ljós grun um að
glæpaflokkar hafi verið að verki
en einnig geti tilræðismenn hafa
verið óánægðir verkamenn og
hermenn.
„Jin var illa við nágranna sína
og einnig tengdamóður sína,
fyrrverandi eiginkonu og systur
sína vegna smávægilegra mál-
efna,“ sagði í skeytum opinberu
fréttastofunnar Xhinhua um
niðurstöður dómarans. „Hann
ákvað því að nota sprengjur til
að fá útrás.“ Jin var einnig
dæmdur fyrir hnífstunguárás á
fyrrverandi unnustu sína um
viku fyrir sprengjutilræðin.
Hinir mennirnir þrír, sem
voru teknir af lífi, voru sakaðir
um að hafa aðstoðað Jin við að
ná í ólöglegt efni sem notað var í
sprengjurnar og við að búa þær
til. Eru þeir félagar sagðir hafa
stundað ólöglega framleiðslu og
verslun með slík efni í nær ár.
Sprengjurnar sprungu með
fárra klukkustunda millibili. Jin
er sagður hafa flutt þær á
nokkra valda staði daginn áður á
þriggja hjóla vélhjóli sínu en síð-
an fengið sér leigubíl morguninn
eftir til að geta verið fljótur í för-
um þegar hann setti kveikibún-
að þeirra af stað.
Jin var handtekinn átta dög-
um eftir tilræðin og var þá
staddur í um 2000 kílómetra
fjarlægð, í Guanxi-héraði í Suð-
ur-Kína. Leitin að honum er
sögð hin umsvifamesta í sögu
glæpamála í Kína.
Fjórir líflátnir í Kína
Dæmdir
fyrir
sprengju-
tilræði
Peking. AFP, Reuters.