Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 35 NÝLEGA lauk fyrsta starfsári for- skóla fyrir leiklistarnám sem dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðing- ur og Inga Bjarnason leikstjóri komu á laggirnar síðastliðið haust. Námið stóð yfir haust- og vorönn, og er ætlað að veita undirbúning fyrir formlegt leiklistarnám. Að sögn Jóns Viðars Jónssonar gekk starfsemi skólans þennan fyrsta vetur mjög vel en fimmtán nem- endur fóru í gegnum námið. „Þetta var náttúrlega tilraun hjá okkur, enda hefur vantað nám af þessu tagi í skólakerfið,“ segir Jón og bætir því við að af viðbrögðunum sem þau Inga fengu eftir að hafa auglýst námið, sé ljóst að þörfin fyrir skóla af þessu tagi sé mikil. „Nú þegar Listaháskólinn hefur verið stofnaður, sjá menn kannski enn betur að enginn fer inn í tón- listardeild eða myndlistardeild skólans án þess að hafa farið í gegnum einhvers konar fornám. Í leiklistinni er engu slíku til að dreifa. Menn fara bara beint í inn- tökupróf og eru mjög misjafnlega vel búnir undir það.“ Í skólanum var lögð áhersla bæði á praktískt og fræðilegt nám. Inga Bjarnason og Helga Jóns- dóttir leikkona kenndu leiktúlkun, framsögn og textameðferð en Jón Viðar sá um fræðilegu hliðina, með fyrirlestrum um leiklistarsögu og leikritagreiningu. „Við reyndum að gera miklar kröfur í náminu, enda er markmið þess ekki síst að kenna fólki ákveðinn vinnuaga og veita innsýn í það sem starfið felur í sér. En um leið var hugsunin einnig sú að námið gagnaðist þeim sem vildu fá aukið sjálfstraust til að koma fram og tala fyrir stórum hópi.“ Að lokum segir Jón Viðar að þau Inga séu ákveðin í að halda starf- semi skólans áfram. „Við stefnum að því að hefja skólann aftur næsta haust, og jafnframt er á dag- skránni hjá okkur að fjölga kennslustundum, kennurum og kennslugreinum. Við höfum verið að sinna ákveðnum þörfum með þessu námi og það viljum við gjarnan þróa umfram það sem okkur var fært þennan fyrsta vet- ur“. „Ákveðin að halda starfi skólans áfram“ Morgunblaðið/Ásdís Jón Viðar Jónsson og Inga Bjarnason með nemendum úr forskóla fyrir leiklistarnám. Á myndina vantar nokkra nemendur. Fyrsta starfsári forskóla fyrir leiklistarnám lokið HÁSKÓLI Íslands og Stofnun Árna Magnússonar efna til sam- komu í hátíðasal Háskóla Íslands á laugardag kl. 14 í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að Kon- ungsbók eddukvæða og Flateyjar- bók voru færðar heim og fengnar Háskóla Íslands til ævinlegrar varðveislu. Páll Skúlason háskólarektor flytur ávarp og setur samkomuna. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra flytur ávarp. Prófessor Pet- er Foote frá Lundúnum talar um handritamálið frá sjónarhóli þeirra sem utan við það stóðu. Benedikt Erlingsson og Erlingur Gíslason flytja eddukvæðið Hárbarðsljóð. Þar segir frá því að Ása-Þór kem- ur að sundi og kallar á ferju, en ferjukarlinn Hárbarður, sem reyndar er Óðinn faðir hans í dul- argervi, neitar að ferja hann yfir og deila þeir drykklanga stund uns Þór verður frá að hverfa. Ólafur Halldórsson handritafræðingur flytur erindi um Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða. Kynnt verður ný útgáfa Konungsbókar eddukvæða, gefin út af Lögbergi, handritaforlagi Eddu – miðlunar og útgáfu. Hér er um að ræða ljós- prent ritsins alls, en einnig er prentaður stafbrigðaréttur texti handritsins, lína fyrir línu, og gegnt hverri blaðsíðu með þeim texta er textinn með nútímastaf- setningu. Þetta er III. bindi í rit- röðinni Íslensk miðaldahandrit, sem Lögberg gefur út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Vésteinn Ólason, forstöðu- maður Árnastofnunar, ritar inn- gang að útgáfunni, og er hann einnig birtur í enskri þýðingu. Rit- stjórn textanna annaðist Guðvarð- ur Már Gunnlaugsson, sérfræðing- ur við Árnastofnun. Upplag útgáfunnar er takmark- að, 500 tölusett eintök, og mun Vé- steinn Ólason afhenda mennta- málaráðherra 1. eintakið í minn- ingu þess atburðar þegar Helge Larsen, menntamálaráðherra Dan- merkur, afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni handritið fyrir þrjátíu árum. Að dagskránni lokinni gefst gestum kostur á að líta handritin tvö augum og skoða hina nýju út- gáfu Konungsbókar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Komu Konungs- og Flateyjarbókar minnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.