Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 55 SVONA spurði barn að kvöldi hins 3. mars eftir frumsýningu Ís- lenska dansflokksins á Kraak een og Kraak twee eftir Jo Ström- gren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Ég ætla að gera tilraun til þess að útskýra fyrir sjálfum mér og lesend- um Morgunblaðsins hvers vegna leikhús- gestir klöppuðu svo mikið og lengi, jafnvel blístruðu og gáfu frá sér aðskiljanlegustu gleðihljóð. Einfalt svar fyrst: Verkin tvö væru nýstárleg í mörgu tilliti. Svo sem hreyfingar dansaranna, þema dans- verkanna og sviðsmynd. Mér fannst samhengi hins skynræna og hins andlega, hins skynræna og hins heimspekilega, sterk í sýningunni. Það eru tengsl síðarnefndu reynslu- sviðanna sem ég ætla að gefa sér- stakan gaum. Til þess að gefa hug- mynd um það hvað ég á við ætla ég að tilfæra dæmi úr verkinu sem varpa eiga ljósi á hugmynd mína um fyrrgreind tengsl. (Ég mun einungis fjalla um síðara verkið sem ég tel hafa beinni heimspekilega skírskot- un en hið fyrra sem þó var ekki síðra áhorfs.) Í magnaðri lokasenu Pocket Ocean gaf speglun vatns með ljósi draumkennda tilfinningu fyrir him- neskri tilveru. Einn karldansaranna steig spor í vatnspolli á svið- inu sem varpað var á tjald með fyrrgreind- um afleiðingum í upp- lifun áhorfandans. Í há- talara heyrðust tvær raddir sem töluðu ensku. Önnur þeirra gerði margítrekaðar atlögur að skilgrein- ingu á himnaríki undir hvassri hvatningu hinnar raddarinnar. Ólýsanleg fegurð á tjaldinu og raddir sem heyktust á því að skil- greina himnaríkið. „What is heaven? Heaven is … Heaven is … Heaven is,“ með mis- munandi raddbrigðum sem gáfu allt- af von um skilgreiningu á himnarík- inu. Í þessum sífelldu tilraunum var kómískur undirtónn sem gaf reynslu leikhúsgesta enn aðra vídd. Ef ég leyfi mér að draga heimspekilega ályktun af þessari lokasenu sem gerðist á mörgum sviðum vitundar- innar, þá er himnaríki þess eðlis að því verður ekki lýst. Mesta fegurð, mesti unaður, hið himneska, verður aldrei fest í orð. Á tuttugustu öld hefur rökræða um merkingu verið áberandi á meðal heimspekinga. Kenningar litu dagsins ljós sem tak- mörkuðu alla upplifun okkar við þau hugtök sem við búum yfir. Önnur reynsla en sú sem koma má í orð eða vísar til staðreynda er talin merking- arlaus. Hið ólýsanlega er í raun ekki neitt. Góð listaverk geta afsannað slíka fásinnu og gefið okkur til kynna heim handan hugtakanna. Þegar ég fór að velta verkinu fyrir mér eftir að hafa séð það öðru sinni kom mér í hug ljóð Steins Steinars, Tíminn og vatnið. Ég fletti ljóðinu upp, viti menn; ljóðið lifnaði við vegna teng- ingarinnar við dansverkið. Líking- arnar í ljóði Steins urðu skiljanlegar og lifandi. Í verkinu eru dansararnir á stöðugum hlaupum í sömu átt und- ir beljandi ölduróti sem varpað var á tjald. Ofurseldir sinni tímanlegu til- veru gátu þeir lítið gert annað en hlaupið í takt við tímann. Í einni sen- unni eru tveir karldansaranna í hlut- verkum manna sem hreyfa sig und- arlega og virðast kjánar. Þeir einir virðast getað staldrað við í tíma og jafnvel hlaupið til baka í tímanum. Þetta atriði vakti með mér hugrenn- ingar um tengsl visku og fávisku. Og möguleikann á því að hverfa frá hinu tímanlega til hins tímalausa og há- leita. Sakleysi og opinn hugur eru trúlega öflugustu tæki frjálsrar hugsunar og því fannst mér fánalæti dansaranna eiga að gefa hugboð um leið út úr hinni tímanlegu hraðlest sem fangar eins og vindur laufblað. Mikið hefur verið rætt og ritað um listgagnrýni upp á síðkastið. Af hverju er listgagnrýni og umræða um listir ekki frjórri en raun ber vitni? Hér á eftir ætla ég að setja fram tilgátu um þetta efni. Ég hall- ast að því að heppileg leið í fræði- legri eða hálffræðilegri umræðu, eins og gagnrýni í dagblöðum hlýtur að teljast, sé að setja fram megintil- gátu og gera tilraun til þess að leiða hana út með dæmum. Ég gerði til- raun til þess hér að ofan. Að sjálf- sögðu hef ég aðeins forsendur til að greina brot þess veruleika sem dans- verkin eru. Sjónarhorn okkar mark- ast af því sem við höfum lært og því meira sem við höfum lært um tiltekið sjónarhorn því meiri möguleika höf- um við til að setja fram fróðlega greiningu fyrir alla þá sem hafa áhuga á tilteknu verki. Sérhæfing- artilhneiging nútímamanna hefur leitt til þess á tuttugustu öld að „sér- stakar fræðigreinar“ hafa myndast um viðfangsefni. Hvað eigum við að segja um fræðigreinar sem lúta sér- staklega að sértæku viðfangsefni eða jafnvel stofnunum í samfélaginu? Hætta er á því að slíkar fræðigreinar verði yfirborðslegar, þverfaglegar er það kallað á fínu máli, með litla hug- takalega innstæðu. Ímyndum okkur sérhæfingu í iðnaði. Maður fer í skóla til þess að læra að búa til sum- arbústaði. Hann lærir það sem hann þarf að læra í trésmíðum, í raflögn- um, í undirvinnu o.s.frv. Að svo miklu leyti sem það er vit í hug- myndinni sem slíkri er þessi maður sérfræðingur í því að búa til sum- arbústaði. Vafalaust gæti hann fúsk- að við að leggja raflagnir í hvaða hús sem er, fúskað við að smíða hvað sem er, en ef horft er sérstaklega til þess náms sem hann hefur stundað tak- markast þekking hans við að búa til sumarbústaði. Sérhæfing af þessu tagi býr ekki til fræðilegt sjónarhorn heldur vita þeir sem læra slík fræði sitthvað um tiltekið viðfangsefni en það grundvallast ekki á einni fræði- grein sem þeir eru sérfræðingar í heldur mörgum. Tökum dæmi: Það er engan veginn umdeilanlegt að leikritið „Abel Snorkó býr einn“ er öðru fremur heimspekilegt verk. Leikhúsfræðingur gæti vitanlega fjallað um allt í þessu verki sem sér- staklega lýtur að leikhúsinu en það er undir hælinn lagt hvort hann get- ur gert heimspekilegum vangavelt- um höfundar verksins almennileg skil. Væri ekki áhugavert að sjá hvað stærðfræðingur segði um kvikmynd- ina Pí sem sýnd var í Ríkissjónvarp- inu nýlega? Ég er með öðrum orðum að hvetja til þess að svið gagnrýn- innar verði víkkað og um leið gert sérhæfðara í öðrum skilningi en ofangreind sérhæfing. Með því fáum við heilsteyptari mynd af þeim list- ræna veruleika sem við viljum svo gjarnan fá betri forsendur til þess að skilja. Sigurður Björnsson Ballett Sakleysi og opinn hugur, segir Sigurður Björnsson, eru trú- lega öflugustu tæki frjálsrar hugsunar. Höfundur er lektor við KHÍ. „Af hverju þurfum við að klappa svona mikið?“ EFTIR nokkuð langan aðdraganda hefur starfsheiti röntg- entækna verið breytt í geislafræðingar. Gamla starfsheitið var arfur frá þeim tíma þegar minni menntun- ar var krafist til starfs- ins en nú er. Af sömu rót er líklega sá al- gengi misskilningur að starfið sé bæði einhæft og einfalt. ,,Geisla“-forskeytið hefur víðtæka skír- skotun í starfi geisla- fræðinga, ekki er ein- göngu unnið með röntgengeisla heldur einnig með gammageisla frá geislavirkum efn- um og fleiri gerðir rafsegulgeislun- ar. Geislavarnir og geislameðferð eru einnig hluti af starfi geislafræð- inga. Endingin ,,-fræðingur“ er að fyrirmynd annarra stétta sem eru með álíka mikla menntun að baki, samanber hjúkrunarfræðinga, nær- ingarfræðinga, lyfjafræðinga og fleiri. Starf geislafræðinga er nú meira krefjandi og fer fram í mun fjöl- breyttara umhverfi en starf röntg- entækna áður fyrr. – Tækninni hef- ur fleygt fram. Allt of margir tengja orðið röntgentæknir einungis við gamaldags röntgenmyndir og vinnu í myrkraherbergjum tímunum sam- an. Raunveruleikinn er allt annar og bjartari. Á nýrri myndgreiningar- deildum heyra myrkraherbergin sögunni til og bráðlega fara film- urnar sömu leið þegar stafrænir myndnemar og tölvuskjáir taka við hlutverki þeirra. Nú þegar byggist stærsti hluti myndgerðarinnar á tölvuvinnslu og öðrum myndmóttökurum en filmum. Sérsvið geislafræð- inga er yfirgripsmikil þekking á jónandi geislun og notkun hennar í þágu sjúk- dómsgreiningar og sjúkdómsmeðferðar. Þeirra er þörf hvar- vetna í heilbrigðisþjón- ustunni þar sem unnið er með jónandi geislun, og þörfin fer vaxandi þar sem með stöðugum tækninýjungum opnast fleiri leiðir til að kanna mannslíkamann án inngrips (t.d. skurðaðgerð). Geislafræði er nú kennd við heil- brigðisdeild Tækniskóla Íslands, námið er 8 annir og lýkur með BS- gráðu. Hvað er geisla- fræðingur? Jónína Guðjónsdóttir Höfundur er formaður Röntgentæknafélags Íslands. Starfsheiti Sérsvið geislafræðinga er yfirgripsmikil þekk- ing á jónandi geislun, segir Jónína Guðjóns- dóttir, og notkun henn- ar í þágu sjúkdóms- greiningar og sjúkdómsmeðferðar. Á NÝLIÐNUM að- alfundi SAF komu fram spár um að eftir 15 ár komi milljón erlendir ferðamenn til landsins. Helstu áhyggjuefni for- svarsmanna SAF voru að það vantaði fleiri hótel í Reykjavík og að við þyrftum að huga að vegum landsins svo að þeir gætu tekið á móti þeirri milljón manna sem myndu aka á þeim eftir árin fimmtán. Ekki kom fram í opin- berum ummælum þeirra að í útreikning- um væri gert ráð fyrir því að íbúum landsins kynni einnig að hafa fjölgað og þeir gætu þar með gert kröfu til meira landnæðis fyrir sig og sína og tækju sitt pláss á veg- unum. Eina sem horft var á er að landið okkar verður sífellt vinsælli áfangastaður. Bráð erlendra fjárfesta Ég sá fyrir mér að farið yrði að leita eftir erlendu fjármagni til að hefja ýmsar byggingarframkvæmdir til að taka á móti öllum þessum ferða- mönnum. Mér komu í huga orð bandarísks ferðamálafræðings sem kom hingað til lands haustið 1999 þegar hálendið var sem mest í um- ræðunni og sagði að Íslendingar hefðu svo litla reynslu í ferðaþjón- ustu að hætta væri á að þeir yrðu auðveldlega erlendum fjárfestum að bráð þegar þeir fengju áhuga á land- inu. Efnahagsleg velgengni – sokkin í úrgang Nokkur svæði í heiminum hafa orðið erlendum fjárfestum að bráð og sagan er ekki falleg. Á árunum milli 1970 og ’80 þegar farið var að huga að uppbyggingu á ferðamannasvæði á Cancun-eyju í Mexíkó bjuggu þar 12 fjöl- skyldur og svæðið inn til landsins í sama hér- aði var þakið nokkuð ósnortnum regnskógi, en þar bjuggu um 45 þús. Maya-indíánar. Í dag koma árlega til Cancun 2,6 miljónir ferðamanna, þar eru meira en 20.000 hótel- herbergi og íbúar með fasta búsetu eru um 300.000. Ferðamenn eyða árlega um 1,7 billj- ónum bandaríkjadala þar og efnahagsleg velgengni svæð- isins hefur orðið til þess að samsvar- andi ferðamannastaðir eru nú í bygg- ingu meðfram allri strönd Mexíkó. Þegar Cancun var hannað sem ferða- mannasvæði var gerð tilraun til að huga að umhverfis- og félagslegum þáttum, en hvorugur þátturinn lenti í fyrsta sæti. Alveg gleymdist að gera ráð fyrir heimamönnum sem myndu leita þarna vinnu og búa nú í hreys- um. Sú gleymska leiddi til þess að frárennsli frá 75% íbúa á Cancun er ekki hreinsað og rennur beint í hafið. Stór hluti hins náttúrulega umhverf- is í kringum Cancun hefur verið eyði- lagður, skógar hafa verið hoggnir, mýrlendi og vötn hafa verið fyllt upp. Vegna mengunar og eyðileggingar á náttúrulegu umhverfi hafa margar fuglategundir og ótal sjávar- og dýrategundir algerlega horfið. Talið er að rifið við Punta Nizuc verði al- gerlega líflaust eftir önnur fimm ár og Cancun er að drukkna í úrgangi og yfirvöld þar eiga í vandræðum með að urða þau 450 tonn af úrgangi sem til falla daglega. Verndum það sem við ætlum að selja Landið okkar er hreint og tiltölu- lega ómengað, náttúrufegurðin ein- stök, það er friðsælt, býður upp á æv- intýralega reynslu og jafnframt öryggi og hér er hægt að drekka vatnið beint úr krönunum, nokkuð sem aðeins fá lönd í heimi geta orðið státað af. Mikilvægt er að við vernd- um það sem við eigum og látum græðgina ekki ná tökum á okkur með því að stefna á að fá sem flesta ferða- menn hingað. Mun viturlegra er að selja landið dýrar og fá færri ferða- menn hingað en að hugsa stöðugt um magn og lágt verð eins og við værum að rusla út ódýrri pakkavöru. Við er- um að selja fyrsta flokks afurð, land okkar og menningu, og verðum að meðhöndla þá afurð sem slíka. Við erum smá en í smæð okkar eig- um við möguleika á að taka upp sjálf- bæra ferðaþjónustu á öllu landinu. Með því gætum við öðlast svipaðan sess meðal áfangastaða heims og t.d. Belize og Costa Rica, sem hafa lagt mikla áherslu á að þróa sjálfbæra ferðaþjónustu. Við eigum að stefna að því að setja okkur umhverfis- stefnu, vinna samkvæmt henni, leita eftir vottun þriðja aðila á starfsemi okkar, gæta þess að nýjar hótelbygg- ingar séu ekki í hróplegu ósamræmi við landslagið og huga að frárennsl- ismálum okkar svo eitthvað sé nefnt. Með öðrum orðum eigum við að vinna í anda Staðardagskrár 21 og sjálfbærrar þróunar, sem ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt á alþjóða- vettvangi og fjölmargar sveitar- stjórnir vinna nú eftir. Guðrún G. Bergmann Umhverfisvernd Mikilvægt er að við verndum það sem við eigum og látum græðg- ina ekki ná tökum á okk- ur, segir Guðrún G. Bergmann, með því að stefna á að fá sem flesta ferðamenn hingað. Höfundur er ferðaþjónustuaðili og umhverfisverndarsinni. Viljum við milljón ferðamenn? ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.