Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL að byrja með er hollt að hafa hugfast að Men Of Honor er byggð á sönnum atburðum. Aðalpersónan, Carl Brashear (Cuba Gooding Jr.), var fyrsti þeldökki Bandaríkjamaður- inn sem komst í raðir kafara sjóhers- ins, þá braut hann einnig blað í sögu hersins er hann varð fyrstur til að halda störfum þrátt fyrir alvarlega bæklun. Brashear var sem sagt raun- veruleg hetja. Brashear lofar föður sínum að enda ekki einsog hann; sem fátækur bóndi. „Góður sonur gleymir aldrei,“ segir karlinn og þau verða einkunnarorð drengsins, sem veitir ekki af í því óendanlega mótlæti sem á eftir að mæta honum á leiðinni úr óbreyttum hermanni í þjóðhetju. Brashear hóf herþjónustu á öndverðum sjötta ára- tugnum, þegar Truman forseti var nýbúinn að gefa út þá umdeildu yf- irlýsingu að framvegis yrði herinn op- inn fyrir lituðum mönnum á öllum sviðum. Hann komst á þrákelkninni í kafaraskóla sjóhersins, þar sem hann mætti andúð bekkjarbræðranna, enn- fremur Billy Sunday, hans nánasta yfirmanns og yfir öllu vokar æðsti maður skólans, Mr. Pappy (Hal Hol- brook). Hann hefur heitið því að eng- inn litaður komist í gegnum námið á meðan hann dregur lífsandann. Brashear er ósvikið efni í frum- kvöðulinn, bugast ekki í öllu mótlæt- inu og kemst við illan leik í gegnum lokaprófin. Kynnist stúlkunni sinni (Aunjanue Ellis), í leiðinni. Verður að lokum þjóðhetja þegar hann sigrar fyrir herdómstólum og heldur sinni gráðu eftir alvarlegt slys við skyldu- störf. Nýtur þá fulltingis Sundays, sem nú hefur snúist á sveif með hin- um þeldökka heiðursmanni. Gamal- dags mynd um gamaldags gildi eins- og heiðarleika, þrautseigju og metnað. Leikstjórinn Tillman segir dramatíska og átakamikla sögu vafn- ingalaust, fylgist fyrst og fremst með leikurunum sínum, þeir eru hans brellumeistarar. Gooding er traustur sem óvenju kargur einstaklingur, þrárri en argasti túnvargur, og veitir ekki af. De Niro leikur annan ámóta óbifanlegan þverhaus, sem tekur þó sinnaskiptum og snýst á sveif með manninum sem hann hafði mesta skömm á. Hinsvegar eru aðrar per- sónur illa gerðar, nánast óþarfar eins- og þær koma við söguna. Þetta eru báðar aðalkvenpersónurnar, Jo, eig- inkona Brashears, og Gwen, hin dul- arfulla spúsa Billys Sunday. Þær nást aldrei í fókus. Uppúr stendur saga af manni sem sakir óvenju mikilla mannkosta tókst að brjóta blað í langri og strangri baráttu fyrir jafn- rétti kynþáttanna. Metnaðarfullur þverhaus KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n , B í ó h ö l l i n , B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri George Tillman, Jr. Handritshöfundur Scott Marshall Smith. Tónskáld Mark Isham. Kvik- myndatökustjóri Anthony B. Rich- mond. Aðalleikendur Robert de Niro, Cuba Gooding, Jr., Charlize Theron, Aunjanue Ellis, Hal Hol- brook, Michael Rappaport, Powers Boothe, David Keith. Sýningartími 125 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. Árgerð 2000. MEN OF HONOR 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson MAGNÚS Einarsson, mannfræð- ingur og ljósmyndari, verður með litskyggnusýningu í Norræna hús- inu í dag, fimmtudag, kl. 14 og kl. 15.30. Sýningin sem kallast Lands- lag – pláneturnar samanstendur af 420 litskyggnum af íslensku lands- lagi og mannlífi á öllum árstíðum. Fjórar samhæfðar skyggnusýning- arvélar birta myndirnar, en það er tónlistin Pláneturnar eftir G. Holst sem stýrir birtingarhætti hverrar myndar. Með þessum hætti verður úr kröftugt „Slide Show“ þar sem myndir og tónar renna saman í eitt. Sýningin varp- ar ljósi á það hvernig pláneturnar eiga sér hugsanlega stoð í lands- lagi Íslands. Aðgangseyrir kr. 800. Eitt verka Magnúsar Einarssonar. Skyggnusýn- ing með tónlist RÁÐSTEFNA um japanska menn- ingu verður haldin í Húsi versl- unarinnar, Kringlunni 7, á laug- ardag kl. 13. Ráðstefnan er á vegum Íslensk-japanska félagsins og Japönsku menningarmiðstöðv- arinnar. Áhersla verður lögð á ýmsa þætti japanskrar nútímamenn- ingar en á dagskránni eru fyr- irlestrar og skemmtiatriði. Dag- skráin er tvíþætt. Annars vegar verður fjallað um daglegt líf í Japan. Sjónum verður beint að japönsku stórborginni og sam- tímalegri hönnun. Hins vegar verður fjallað um þær hræringar sem efst eru á baugi í menningu og listum. Gunnhildur Gunnarsdóttir, for- maður íslensk-japanska félagsins, opnar ráðstefnuna. Auðun Georg Ólafsson stjórn- málafræðingur fjallar um jap- anska menningu séða með augum Íslendings; Kristín Ísleifsdóttir myndlistarmaður fjallar um jap- anska samtímahönnun; Gunn- hildur Gunnarsdóttir arkitekt fjallar um japanska byggðaþróun; Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður fjallar um japanska kvikmyndagerð; Stefán Baldur Árnason bókmenntafræðingur fjallar um Haruki Murakami og póstmódernisma í bókmenntum; Björn Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur nefnir fyr- irlestur sinn Hreyfingin milli rammanna: Manga og menningin. Í lokin verða umræður. Aðgangur er ókeypis. Manga er samnefni yfir japanskar myndasögur, sem átt hafa mikilli vel- gengni að fagna um heim allan. Þær verða meðal þess sem fjallað er um á þinginu um japanska menningu hinn 21. apríl næstkomandi. Ráðstefna um jap- anska menningu SAMKÓR Vopnafjarðar heldur tónleika í Miðgarði í Skagafirði á morgun, föstudag, kl. 20.30. Sungin verða lög úr ýmsum átt- um, t.d. úr óperum, negrasálm- ar, erlend þjóðlög og íslensk o.fl. Karlakór syngur tvö lög. Einnig verður frumflutningur á nýju lagi eftir stjórnanda kórs- ins, Zbigniew Zuchowicz. Und- irleikari er Teresa Zuchowicz. Kórinn hefur sungið í Reykja- vík og víða á Norður- og Aust- urlandi en þetta er í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram í Skagafirði. Samkór Vopna- fjarðar í Miðgarði ÍRSKU myndlistarmennirnir Oona Hyland og Ian Joyce halda fyrirlest- ur í Listaháskóla Íslands á Laugar- nesvegi 91 á mánudag kl. 12.30 í stofu 24. Þau eru kunn fyrir gerð grafík- og bókverka og reka grafík- verkstæði á Norður-Írlandi, þar sem þau bjóða starfandi listamönnum gestavinnustofur og aðgang að vinnuaðstöðu, auk þess að halda þar sýningar og námskeið. Þau koma hingað til lands á vegum Listahá- skólans og í fyrirlestrinum segja þau frá uppbyggingu verkstæðis síns og fjalla um eigin verk. Á námskeiðinu umbrot prent- gripa, sem hefst á mánudag, verða kennd undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress-umbrotsforritinu. Námskeiðið er grunnnámskeið, ætl- að þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kennari er Margrét Rósa Sigurð- ardóttir, prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ. Kennt verð- ur í tölvuveri Listaháskóla Íslands, stofu 301, Skipholti 1. Á námskeiðinu Rýmisverk – blönduð tækni, sem hefst 22. maí, er markmiðið að nemendur kynnist gerð þrívíðra verka með blandaðri tækni. Kennari er Hrafnhildur Sig- urðardóttir myndlistarmaður. Kennt verður í LHÍ, Skipholti 1, stofu 112. Fyrirlestur og námskeið í LHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.