Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 78
DAGBÓK 78 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss og Polar Natt- oralik fóru í gær. Oz- ernica og Morraburg komu í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un föstudag dans hjá Sigvalda kl. 11.45, bingó kl. 14, Magnús verður með harmonik- una eftir kaffi. Miðviku- d. 25. apríl verður farið um Borgarfjörð. leið- sögumaður Kristleifur Þorsteinsson, Húsafelli, lagt af stað kl. 10. Uppl. í síma 562-2571. Árskógar 4. Föstud. 20. apríl, kl. 13 opin smíða- stofan. Bólstaðarhlíð 43. Föstud. 20. apríl, kl. 9 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 vefn- aður og spilað í sal. Bingó og dans kl. 14. Vinabandið skemmtir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu að Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30– 14.30 á föstud. í dval- arheimilinu Hlaðhömr- um. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Föstud. 20. apríl, handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 gönguhópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30, föstudaginn 20. apríl. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Föstud. 20. apríl, kl. 10.30 guðs- þjónusta, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun föstudag verður tréútskurður í Flens- borg kl. 13, myndmennt kl. 13 og brids kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að sjá „Syngjandi í rigningunni“ 4. maí, miðasala í Hraunseli milli kl. 13.30 og 16. Sig- urbjörn Kristinsson verður með málverka- sýningu í Hraunseli fram í maí. Laugardags- gangan hefst á laug- ardaginn 21. apríl kl. 10 frá Hraunseli. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Laugardaginn 21. apríl verður haldið þriðja og síðasta fræðsluerindið á þessari önn á vegum Félags eldri borgara undir yf- irskriftinni Heilsa og hamingja. Einar Hjalta- son, sérfræðingur, greinir frá helstu slysa- hættum aldraðra og af- leiðingum slysa. Ásgeir Theodórs talar um krabbamein í ristli og skýrir frá fyrirhugaðri hóprannsókn til að greina sjúkdóma á byrjunarstigi. Fræðslu- fundurinn verður hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Allir velkomn- ir. Þriðjud. 24. apríl koma sænskir eldri borgarar í heimsókn kl. 10.30 Gengið verður um Laugardalinn. Hádeg- isverður í Ásgarði kl. 12.. Erindi flytja Ólafur Ólafsson formaður FEB og Benedikt Davíðsson frá LEB. Dansað undir harmónikuleik Ólafs B. Ólafssonar. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Föstud. 20. apríl, kl. 9–12 myndlist, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Félagsst. Furugerði 1. Dagskráin fellur niður fimmtudaginn 19. apríl. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun föstudag kl. 9-16.30 vinnust. opnar, m.a. bókband eftir há- degi, umsjón Þröstur Jónsson, frá hádegi spilasalur opinn. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Starfsfólk óskar öllum þátttak- endum og samstarfs- aðilum gleðilegs sum- ars. Gjábakki, Fannborg 8. Fjölskylduhátíð verður í Gjábakka sumardaginn fyrsta 19. apríl og hefst kl. 14. Föstudaginn 20. apríl, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band, kl. 9.15 vefnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Fjölskylduhátíð verður í Gullsmára sum- ardaginn fyrsta 19. apríl og hefst kl. 14. Föstu- daginn 20. apríl, Gleði- gjafarnir koma saman í Gullsmára kl. 14. og syngja vor- og sum- arlögin. Hraunbær 105. Föstud. 20. apríl, kl. 9–12 út- skurður, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að, spilað bingó. Mið- vikud. 25. apríl verður um Borgarfjörð. Leið- sögumaður Kristleifur Þorsteinsson, Húsafelli, lagt af stað kl. 10.30 uppl. í síma 587-2888. Hvassaleiti 56–58. Föstud. 20. apríl, kl. 9– 12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Föstud. 20. apríl leikfimi kl. 12.10 vinnu- stofur, gler kl. 10-13. Norðurbrún 1. Föstud. 20. apríl, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Föstud. 20. apríl, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dans- að í aðalsal. Vitatorg. Föstud. 20. apríl, kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Föstudaginn 20. apríl, spilað kl. 13.15. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður laugard. 21. apr- íl. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Föstudaginn 20. apríl, leikfimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður laugard. 21. apr- íl, kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í föstud. 20. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugar- dögum kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánu- dögum í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Gigtarfélagið. Hóp- leikfimin byrjar aftur eftir páska mánudaginn 23. apríl. Leikfimi fyrir alla; létt leikfimi, bak- leikfimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús sumardaginn fyrsta kl. 14.30 í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Ræðumaður sr. Hjálmar Jónsson. Veit- ingar: kaffi, súkkulaði og heitar vöfflur. Kvenfélag Bústaða- sóknar fer dagsferð á Njáluslóðir og víðar laugard. 26. maí. Kvöld- verður á veitingahúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Látið vita um þátttöku sem fyrst í s: 581-4842, Signý eða s:587-1798, Erla. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins heldur árlegan sum- arfagnað sinn í Breið- firðingabúð í dag sum- ardaginn fyrsta kl. 14, fyrir fólk úr Barða- strandarsýslu 65 ára og eldra. Söngfélag Skaftfelinga. Vortónleikar kórsins sem vera áttu í dag, verða haldnir í Árbæj- arkirkju 1. maí kl. 15. Í dag er fimmtudagur 19. apríl, 109. dagur ársins 2000. Sumardag- urinn fyrsti. Orð dagsins: Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 7.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍNMENNING á Íslandi hefurekki verið upp á marga fiska fram að þessu og forfeður Víkverja drukku til dæmis ekki annað en prestakaffi á hátíðlegum stundum og þá aðeins ef svo vildi til að húsfreyjan á heimilinu leit undan. Nú er öldin önnur og allir eru í vínklúbbum eða bjórfélögum og miðbærinn ber orðið nokkurn svip af þessari tómstunda- iðju landans. Ekki ætlar Víkverji þó að fara að amast yfir huggulegri stemmningu á kaffihúsum þar sem menn staupa sig á höfugum veigum í góðu meðalhófi, svona til að lyfta andanum og kitla bragðlaukana. Það er fremur að honum blöskri þetta ei- lífa fyllirí sem á árum áður átti sér helst stað í réttunum en virðist núna herja á landann undir fölsku flaggi suðrænnar menningar. x x x VÍKVERJI bjó á þessum um-ræddu suðrænu slóðum um nokkurt skeið, í miklu vínmenning- arlandi. Ekki minnist hann þess að hafa nokkurn tíma séð suðræna granna sína illa ölvaða þó vínið væri selt úr sömu hillum og ávaxtasafinn. Það var fremur eins og fólk notaði vínið með matnum eins og saltið í grautinn. Og hver vill of saltan graut? Ekki það að Víkverji þekki ekki til- finninguna sem rekur hinn dugmikla Íslending áfram þegar kemur að því að tileinka sér nýjungar. Hann lenti nefnilega í því þegar hann fór í fyrsta skipti til Ítalíu að detta ærlega í espressokaffið sem honum fannst sérlega ljúffengt. Þegar hann var bú- inn að sloka í sig úr fimm bollum fyrir hádegi, sem voru að vísu ekki nema eins og fingurbjörg hver, var hann farinn að kenna svima, svitna óhóf- lega og hélt jafnvel að hann hefði fengið snert af hitasótt. Ítalskir sam- ferðamenn hans fylgdust með athæf- inu sér til mikillar skemmtunar, töldu enda allt siðmenntað fólk vita að espressokaffis verður ekki notið nema í hófi frekar en annarra gleði- gjafa í lífinu. x x x ÞEGAR Víkverji rak fyrirskömmu augun í frétt um dreif- ingu veitingahúsa í Reykjavík, sá hann að sjálfsögðu í hendi sér af hverju vínmenningin er enn bara ómenning á Íslandi. Það er vegna þess að öll kaffihúsin og krárnar eru á lófastórum bletti í miðbænum. Hér eru enn engar hverfiskrár. Íslend- ingar stilla sig því að öllu jöfnu um að neyta áfengis á virkum dögum og safna orkunni til ærlegri drykkju um helgar. Enda kannski bara eðlilegt að allur sá fjöldi sem býr í úthverfum borgarinnar vilji nýta vel þá peninga sem fara í rándýrar leigubílaferðir til og frá miðbænum, sem aukinheldur krefjast þess að menn búi sig uppá og bregði fyrir sig betri fætinum. Enda sýnir það sig að miðbærinn yfirfyllist allar helgar og fæstir eru tilbúnir til að láta sér eitt rauðvínsglas nægja eftir að hafa staðið illa klæddir í bið- röð í lengri tíma, jafnvel á fleiri en einum stað. Fólk drekkur fyrst í sig yl og síðan hugrekki til að slást um leigubíla á skótaui sem hannað er fyr- ir léttúðugt tipl í veislusölum en ekki reikular fótskriður í íslensku vetrar- slabbi. Það myndi því óneitanlega draga heilmikið úr helgarstressinu – og ef til vill koma í veg fyrir reglulega flensufaraldra – ef tekin væri upp markviss stefna er leiddi til þess að fólk gæti rölt út á krá í næsta ná- grenni við heimili sitt í hversdagleg- um klæðnaði og fengið sér eitt valið vínglas með grönnum sínum á meðan maturinn mallar heima. Enginn myndi freistast til að keyra undir áhrifum, helgunum mætti eyða með börnunum og veikindadögum á vinnustað myndi fækka. Það er nefni- lega mikill munur á því að drekka einn bjór á dag í sjö daga eða drekka sjö bjóra í striklotu á einum degi. Fyrir nú utan að greiðsludreifingin kæmi af sjálfu sér og við gætum af- lagt þann afleita sið að drekka dóm- greindarlaus útá greiðslukort. ÉG VIL þakka biskupi Ís- lands fyrir að vekja athygli í ræðu á páskadag á klámi, ofbeldi og eiturlyfjum. Ég vona að yfirvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni hvað þetta varðar og taki sér Hafnarfjarðarbæ til fyrirmyndar og banni súlu- staði og allt sem þeim fylgir. Sesselja Ó. Einarsdóttir. Fokið í flest skjól UNDANFARIÐ hef ég reynt að ná sambandi við ákveðið fyrirtæki í bænum og lendi þá í því að ég er nánast settur í gíslingu í símanum á bið eftir þjón- ustufulltrúa. Eftir 10 mín- útur næ ég sambandi við þjónustufulltrúann sem síðan skilar mér áleiðis og hefst þá önnur gíslatakan og aðrar 10 mínútur að hlusta á: Því miður eru allir þjónustufulltrúar upptekn- ir. Ástæðan er víst sú að kúnninn sem er á staðnum er látinn ganga fyrir þeim sem bíða í símanum. Er það kaldhæðnislegt, því fyrir- tækið er Síminn. Ef Síminn getur ekki sjálfur veitt al- mennilega símaþjónustu er fokið í flest skjól. Gylfi Baldursson. Kærleikurinn er bestur Á MORGNI föstudagsins langa var ég að leita að ein- hverju góðu til að hlusta á í útvarpinu. Á stöðinni heyr- ist í manni þrumandi ræðu, líklega á kristilegri stöð, og annar sagði amen í sífellu. Hann var óspar á að dæma fólk og heimurinn var svo spilltur að hans áliti að hann sá ekki ljósan punkt í tilverunni. Þennan sama morgun sá ég í Bréf til blaðsins í Morgunblaðinu grein eftir Einar Inga Magnússon, Hinn grimmi guð, þar sem hann talar um m.a. hræðsluáróður sem prédikaður er um alla biblí- una. Það var ömurlegt þennan morgun að hlusta á manninn í útvarpinu sem beitti þessu vopni, reiði guðs, miskunnarlaust við fólk. Það er nú bara svo að guð og almættið eru öfl hins góða. Þau auðsýna okkur kærleik án skilyrða. Við erum hér í lífsins skóla og erum öll að ganga í átt til þroska og því eru lagðar fyrir okkur ýmsar þrautir og öllum miðar áfram. Það er oft talað um að guð muni dæma okkur en við dæmum okkur sjálf með verkum okkar hér á jörðu. Það skiptir kannski ekki öllu máli hve oft við förum í kirkju, þó það sé mjög gott, heldur hvernig við komum fram við samferðamenn okkar og þá sem erfitt eiga. Orðið kærleikur heyrist því miður sjaldan og ég gat ekki heyrt neitt um hann í ræðu mannsins í útvarpinu. Kærleikurinn er bestur og ofar öllu og ef við höfum hann að leiðarljósi þá náum við langt. Sigrún. Slæm viðskipti ÉG KEYPTI mér tölvuleik nýlega sem ég gat svo ekki notað vegna þess að tölvan sem ég á var ekki nógu öfl- ug fyrir leikinn. Á kassan- um stóð hversu stórt minni þyrfti að vera í tölvunni til að nota leikinn og átti mín tölva að ráða við leikinn, en það reyndist ekki rétt, það þurfti stærra minni en til- tekið var á kassanum. Þeg- ar ég ætlaði að skila leikn- um og fá annan í staðinn var því neitað en mér bent á að kaupa mér stærra minni í tölvuna. Finnst mér þetta ekki góðir viðskiptahættir. Vil ég vara fólk við þessu og bið það að athuga vel hvort tölvan þeirra sé nógu öflug fyrir leikina sem það er að kaupa. Neytandi. Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL fannst í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Upplýsingar gefur Ólafur á föstudag, laugardag og sunnudag á Bensínstöðinni, Birkimel. Selma er týnd SELMA sem er eins og hálfs árs gömul læða, svört og hvít, týndist frá Garða- bæ. Selma stökk í skott á bíl í Garðabæ og úr skott- inu í Eskihlíð 12, 2. apríl sl. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 565-8108. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Biskupi þakkað K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 eyðslusamur, 8 slátrar, 9 geta tekið við, 10 spil, 11 kaka, 13 líkamshlutar, 15 hlusta, 18 óreglu, 21 glöð, 22 í slæmu skapi, 23 óþreytt, 24 samsvarandi. LÓÐRÉTT: 2 dulin gremja, 3 biða, 4 að baki, 5 ýlfrar, 6 feiti, 7 skordýr, 12 guð, 14 borð- uðu,15 sleipur, 16 öku- maður, 17 virðið, 18 mik- ið, 19 klámfengið, 20 afkomenda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 storm, 4 fimur, 7 kaðal, 8 ástin, 9 dúr, 11 nart, 13 eiri, 14 endar, 15 fugl, 17 rauf, 20 ann, 22 teigs, 23 ískra, 24 messa, 25 karta. Lóðrétt: 1 sýkin, 2 orður, 3 mild, 4 flár, 5 metti, 6 runni, 10 úldin, 12 tel, 13 err, 15 fótum, 16 glits, 18 askur, 19 flaka, 20 asna, 21 nísk. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.