Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 2
YFIRBRAGÐ h t skunnar hefur ekki arsins og handt skur af msu tagi ber TÖSKUTÍSKA með óvæntu sniði Öruggur sigur KA í fyrsta úrslitaleiknum /C2 Slæmt að sjá ekki leiki Íslands beint /C4 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚI Alþýðusambands Íslands í svonefndri grænmetisnefnd landbúnaðarráðherra hefur í sam- ráði við fulltrúa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Samtaka atvinnulífsins krafist þess að eng- ar frekari hækkanir á tollum á innflutt grænmeti taki gildi, nýlegar tollahækkanir verði afturkallaðar og allir tollar verði felldir niður á grænmeti sem ekki sé framleitt hér á landi. Þetta gerðist á síðasta fundi nefndarinnar á þriðjudag, en hún hefur verið boðuð aftur til fundar á mánudaginn kemur. Guðmundur Sigþórsson, for- maður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tillaga ASÍ yrði þar til umfjöllunar, en fram hefur komið að ASÍ muni endurskoða starf sitt með nefndinni og frekara samstarf komi ekki fram skýr vilji til aðgerða fyrir næstu mánaðamót. Tillaga launþegasamtakanna og Samtaka at- vinnulífsins er þríþætt. Í fyrsta lagi vill ASÍ að álagningu magntolla á papriku sem átti að taka gildi 29. apríl verði frestað ótímabundið, en tollarnir áttu þá að hækka úr 199 kr. í tæpar 300 kr. á hvert kíló. Í öðru lagi er þess krafist að hækkun tolla á tómötum frá 22. apríl verði felld úr gildi tafarlaust. Loks er lagt til að lögum verði breytt þannig að tollar á grænmeti sem ekki er framleitt hér á landi verði felldir niður. Um er að ræða tegundir á borð við jöklasalat, lauk, kúrbít, eggaldin og fleiri sem ekki hafa verið framleiddar hérlendis. Fram kemur að þessar tegundir beri að minnsta kosti 30% verðtoll og magntolla að auki í mörgum tilfellum. Hefur fundað tvisvar sinnum Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, sagði að því hefði verið lýst yfir þegar nefndin hefði verið sett á laggirnar að markmið hennar væri að lækka verð á grænmeti til neytenda og það væri ástæðan fyrir tillögu samtakanna. Nefndin hefði hafið starf- semi fyrir páska. Hún hefði fundað tvisvar sinnum, en á sama tíma hefðu tollar og magngreiðslur á grænmeti hækkað einu sinni mjög umtalsvert um 20. apríl og nú stæði til önnur hækkun vegna grænnar papriku um mánaðamótin. „Við einfaldlega segjum við ráðherra og ráðu- neytið og þess vegna bændurna; þetta er ekki það sem við töluðum um. Þið verðið að sýna einhvern lit. Þið verðið að sýna að þið meinið eitthvað með því sem þið eruð að segja,“ sagði Halldór. Hann sagði að einfaldasta aðgerðin, meðan skoð- uð væri einhver endanleg niðurstaða, sem að þeirra mati gæti aðeins orðið ein, þ.e.a.s. að fella niður þessa tolla og magngreiðslur og eftir atvikum skoða með hvaða hætti hægt væri að styðja garðyrkju- bændur í eðlilegri samkeppni við að framleiða vörur sem fólk vildi kaupa, væri að breyta reglugerðinni og ráðherra hefði fulla heimild til þess. Hins vegar gæti verið flóknara að afnema tolla á þær tegundir sem ekki hefðu neina samkeppni innanlands vegna þess að það gæti kallað á endurskoðun tollalaganna. Það hefði ekki verið hægt að rökstyðja það með nokkrum hætti á hverju þeir tollar byggðust. Fulltrúar launþega og vinnuveitenda í grænmetisnefndinni Engar frekari tolla- hækkanir taki gildi MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við nýja höfn sem standa mun við Gleðivík í Berufirði. Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpa- vogs, sagði að bryggjan myndi nýt- ast fiskimjölsverksmiðjunni Gauta- vík, sem og nýrri laxeldisstöð Salar Islandica, sem verið væri að koma á laggirnar. Áætlaður heildarkostn- aður við hafnarframkvæmdirnar væri um 180–190 milljónir. Ólafur sagði að framkvæmdir hefðu hafist í mars og að áætlað væri að ljúka fyrri áfanga verksins í ágúst, en á næsta ári yrði lokið við seinni áfang- ann, en þá yrði m.a. steypt þekja á bryggjuna og tengt rafmagn. Að sögn Ólafs verður hægt að nota bryggjuna strax í haust, en dýpið við hana verður um 9 metrar, en til samanburður er dýpið við gömlu höfnina 5,5 metrar. Hann sagði að nýja höfnin myndi þannig gjörbreyta allri aðstöðu. Stærri skipum yrði gert auðveldara að koma til hafnar og að það opnaði möguleika fyrir meiri umsvif á svæðinu. Hafnarfram- kvæmdir í Berufirði Morgunblaðið/RAX NIÐURSTAÐA fékkst ekki á fundi Þjórsárveranefndar í gær varðandi umsögn um áform Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón og sjötta áfanga Kvíslaveitu. Boðað var til nýs fundar í næstu viku þar sem stefnt er að því að nefndin skili af sér sameiginlegu áliti, að sögn for- manns hennar, Gísla Más Gísla- sonar prófessors. Hann sagði við Morgunblaðið að nefndarmenn hefðu viljað kynna sér gögn í mál- inu betur áður en þeir kæmust að endanlegri niðurstöðu. Nefndinni er ætlað að vera Nátt- úruvernd ríkisins til ráðgjafar um málefni Þjórsárvera. Gísli Már er fulltrúi Náttúruverndar ríkisins í nefndinni en að auki eiga Lands- virkjun, Gnjúpverjahreppur, Afrétt- arfélag Flóa- og Skeiðamanna og Ásahreppur þar fulltrúa. Gísli Már er andvígur áformum Landsvirkjunar og telur að virkj- unarkostir fyrirtækisins á svæðinu við Þjórsárver séu nú þegar full- nýttir. Gísli Már lagði fram tillögu á fundinum í gær um að nefndin legðist gegn áformum Landsvirkj- unar en hún var ekki afgreidd. Fleiri hugmyndir komu fram á fundinum og m.a. kynnti fulltrúi Landsvirkjunar áform fyrirtækis- ins. Fulltrúar sveitarfélaganna lögðu ekki fram tillögur í gær. Að sögn Gísla Más komu sér- fræðingar fyrir nefndina í gær og kynntu rannsóknir sem þeir hafa gert á Þjórsárverum og nágrenni á undanförnum árum. Fundurinn hefði af þeim sökum verið afar gagnlegur. Boðað til nýs fundar í Þjórsárveranefnd Jón er annar umsjónarmaður út- varpsþáttarins Tvíhöfða. Maðurinn gaf sig fram í afgreiðslu útvarpsstöðv- arinnar og óskaði eftir því að koma í viðtal. Jón tjáði honum þá að það væri ómögulegt þar sem þættinum væri lokið og óskaði maðurinn þá eftir því að verða ráðinn til starfa við þáttinn. „Ég sagði honum þá að það væru eng- ar lausar stöður í augnablikinu,“ sagði Jón sem gekk við svo búið út. Maðurinn elti Jón út úr húsinu og þegar út var komið tók hann upp sleggju og gerði sig líklegan til þess að slá hann. Jón hljóp þá undan og tókst að hlaupa manninn af sér. Mað- urinn mun fljótlega hafa kastað sleggjunni frá sér en tók í staðinn upp grjóthnullung. Jón hljóp þá inn í bókaverslun í Austurstræti og til- kynnti um málið til lögreglu. Ráðist að Jóni Gnarr í Aðalstræti MAÐUR réðst að útvarpsmanninum og skemmtikraftinum Jóni Gnarr fyrir utan útvarpsstöðina Radíó-X í Aðalstræti um klukkan 11 í gærmorgun og gerði sig líklegan til að slá hann með sleggju. ELDUR kom upp í spónagámi við timburverksmiðju BYKO við Skemmuveg í Kópavogi síðdegis í gær. Starfsmenn BYKO réðust til at- lögu við eldinn og á meðan Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var á leiðinni á staðinn náðu þeir að slökkva eldinn að mestu. Við það fengu þeir snert af reykeitrun og þurfti að senda fimm þeirra til aðhlynningar á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis var eng- inn þeirra með alvarleg einkenni reykeitrunar. Skemmdir af eldinum reyndust óverulegar enda starfsmennirnir sagðir hafa komið í veg fyrir stórtjón. Morgunblaðið/Þorkell Slökkviliðsmenn voru fljótir að klára það verkefni sem starfs- menn BYKO í Kópavogi hófu. Starfsmenn fengu reyk- eitrun Eldur í BYKO ENGINN árangur varð á fundi sjó- manna og útgerðarmanna í gær en að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara létti yfir viðræðunum í kjölfar frétta um breytingu á afstöðu samgönguráðherra til frumvarps um áhafnir á íslenskum skipum. Fundur er boðaður í dag. Háskólakennarar funduðu í gær- morgun með viðsemjendum og komu síðan aftur á fund seinnipartinn. Þá voru kennarar í Kennarafélagi Kennaraháskóla Íslands á fundi með viðsemjendum í gær en þeir hafa boðað verkfall frá 7. maí nk. Léttara yfir viðræðunum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.