Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 4

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum. Age Fitness inniheldur hreint efni unnið úr laufblöðum olífutrjáa sem eykur teygjanleika húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. FORMENN Vélstjórafélags Ís- lands og Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands telja að það geti greitt fyrir lausn kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna að felldur verður út kafli um sjómenn í frum- varpi Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra um áhafnir íslenskra skipa. Að óbreyttu hefði frumvarpið haft í för með sér fækkun stýri- manna og vélstjóra um borð í fiski- skipum hér á landi. Formennirnir fagna þessari niðurstöðu málsins. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, kveðst fagna þessu og segir að ráðherrann hafi farið rétta leið. „Það er mikil óeining um þann þátt sem varðar fiskimennina. Þetta mun liðka fyrir kjarasamn- ingum. Nú mun frumvarpið ein- göngu hafa áhrif á mönnun á far- skipum og það var orðin eining um þann þátt vegna alþjóðlegra reglna. Við höfðum undanþágu frá því að taka upp ákvæði samkvæmt þeim reglum fram til miðs þessa árs. Þetta er því mjög eðlileg lausn á málinu,“ segir Helgi. „Við vélstjórarnir höfum alltaf sagt að við getum ekki réttlætt það að laun hækki með færra fólki og við erum tilbúnir að ræða um það við LÍÚ. Krafa útgerðarmanna um þetta er því mjög eðlileg. Það er engin leið að lifa við það að laun hækki verulega við fækkun í áhöfn og við höfum tekið undir það með útgerðarmönnum,“ segir Helgi. Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, fagnar sömuleiðis niður- stöðu samgönguráðherra. „Ef sam- gönguráðherra leggur ekki fram annað frumvarp að nokkrum mán- uðum liðnum þá tek ég minn hatt ofan fyrir honum,“ segir Grétar Mar. Hann segir að að óbreyttu hefði frumvarpið leitt til þess að 70–80 störf annarra stýrimanna hefðu tap- ast og vélstjórar hefðu tapað 350 störfum. Hann er þeirrar skoðunar að þetta muni auðvelda mjög við- ræður sjómanna og útgerðarmanna. Geti menn gengið út frá því að þetta haldist óbreytt út samnings- tíma í væntanlegum kjarasamningi sjómanna og útgerðarmanna þá sé mikið unnið. Slík trygging myndi liðka mjög fyrir því að samningar gætu náðst. Almennt varðandi mönnunarmálin segir Grétar Mar að þau séu erfiður þröskuldur. Af- staða útgerðarmanna sé sú að þeir vilji ekki ræða nein önnur mál fyrr en búið er að semja um mönnunar- málin. Aðspurður hvort til greina kæmi af hálfu sjómanna að gefa eft- ir í þessu máli og fá þá hugsanlega öðrum kröfum framgengt sagði Grétar Mar: „Já, við erum tilbúnir að ræða mönnunarmálin en hvað það er að gefa eftir er erfitt að segja til um í svona samningum. Við eigum samt ekki að þurfa að borga fyrir þær kjarabætur sem við ætl- um að sækja með einhverju öðru. Auðvitað erum við þó tilbúnir að skoða alla þætti málsins,“ segir Grétar Mar. Forystumenn sjómanna um breytingar á frumvarpi samgönguráðherra Telja breytingarnar geta greitt fyrir lausn deilunnar ÁKÆRA ríkissaksóknara gegn rúmlega tvítugum karlmanni sem sakaður er um nauðgun og líkamsmeiðingar á fyrrverandi sambýliskonu sinni var þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag. Atvikið átti sér stað sumarið 1999 en þegar birta átti manninum ákæru hafði hann komist undan til Sví- þjóðar. Handtökuskipun var gefin út á hendur manninum og lögð drög að því að fá hann til lands- ins ef hann næðist. Nýlega hafði sænska lögreglan uppi á honum og kom maðurinn til landsins á miðvikudag og var ákæran þá þegar þingfest. Aðalmeðferð í málinu verður um miðjan maí. Ákærður við kom- una til landsins SAMRÆMDU prófunum lauk í gær og hefur það orðið til siðs meðal margra nemenda að fagna próflokum og það jafnvel með áfengisdrykkju. Af þessu tilefni heimsótti Bubbi Morthens tónlistarmaður nemendur í Fellaskóla og miðlaði þeim af reynslu sinni. Hann spjallaði við nem- endur um mikilvægi þess að velja rétt í lífinu, velja líf án áfengis og vímuefna. Heimsókn Bubba var liður í for- varnaverkefni Bubba Morthens og Olíufélagsins Essó. Morgunblaðið/Kristinn Bubbi heimsótti nemendur Fellaskóla CYRIL Ramaphosa sem nú sætir rannsókn vegna meints pólitísks samsæris um að steypa Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, af stóli hefur verið aðalræðismaður Íslands í Jóhannesarborg undanfarin ár. Greint var frá ásökunum á hendur Ramaphosa í Morgunblaðinu í gær. „Þetta mál er okkur allsendis óvið- komandi,“ segir Eiður Guðnason sem er sendiherra Íslands gagnvart Suð- ur-Afríku með búsetu á Íslandi. Utanríkisráðuneytið muni fylgjast með þróun mála en ekki verði gripið til neinna ráðstafana enda aðeins um ásakanir að ræða. Ráðuneytið beri fullt traust til Ramaphosa. „Ég sá í erlendum blöðum á Net- inu í morgun að margir fréttaskýr- endur hallast að því að hér sé um póli- tískar erjur fyrrverandi samherja að ræða frekar en að einhverjar sakir liggi að baki enda hefur ekkert slíkt komið fram,“ segir Eiður. Í haust verður haldin ráðstefna hér á landi fyrir ræðismenn Íslands og býst Eið- ur við að Ramaphosa taki þátt í henni. Ramaphosa er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Afríska þjóðarflokks- ins ANC. Hann var virkur í barátt- unni gegn aðskilnaðarstefnunni og var á tímabili talinn líklegur arftaki Nelsons Mandela á forsetastóli en varð að láta í minni pokann fyrir Mbeki sem tók við forsetaembættinu árið 1999. Í vefútgáfu dagblaðsins Internati- onal Herald Tribune segir að Ramap- hosa hafi lengi verið talinn keppi- nautur Mbekis um völd þrátt fyrir að hann hafi látið af stjórnmálaþátttöku. Þá hafi vinsældir Mbekis dalað þar sem hann er talinn hafa klúðrað ýms- um málum, m.a. baráttunni gegn út- breiðslu alnæmis sem herjar á íbúa Suður-Afríku. Þá er hefur glæpum fjölgað mjög í landinu á síðustu árum. Málið hefur vakið mikla athygli í S-Afríku enda er Ramaphosa og þeir Tokyo Sexwale og Matthews Phosa sem sakaðir eru um þátttöku í sam- særinu allir valdamiklir innan ANC. Þeir hafa allir snúið sér að viðskipt- um og efnast á þeim og eru taldir einna áhrifamestir blökkumanna í viðskiptalífi S-Afríku. Cyril Ramaphosa sætir rannsókn s-afrískra stjórnvalda Aðalræðismaður Íslands sakaður um samsæri AP Ramaphosa hefur m.a. gegnt stöðu óháðs eftirlitsmanns með afvopnun á N-Írlandi. Hér er hann ásamt þeim Martti Ahtisaari (t.v.), fyrrverandi forseti Finnlands, og kanadíska hershöfðingjanum John De Chastelain. Flugslysið í Skerjafirði Vill sjá dagbók- arfærslur EINN aðstandenda fórnar- lamba flugslyssins í Skerjafirði, Jón Ólafur Skarphéðinsson, hefur í bréfi til Flugmálastjórn- ar ítrekað fyrri beiðni um afrit af dagbókarfærslum flugturns- ins í Reykjavík frá 4. til 8. ágúst sl. Flugslysið varð sem kunn- ugt er hinn 7. ágúst á frídegi verslunarmanna. Jón Ólafur, sem er faðir piltsins sem lifði slysið af, sendi beiðnina 2. apríl sl. til fram- kvæmdastjóra flugumferðar- sviðs Flugmálastjórnar með vísan til upplýsingalaga. Hann fékk engin svör fyrr en 23. apríl og þá staðfestingu frá upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar um að beiðnin hefði borist. Ítrekar beiðnina Í ítrekunarbréfinu í gær, sem fjölmiðlar fengu afrit af, segist Jón Ólafur vera orðinn langþreyttur á seinagangi Flugmálastjórnar og fer fram á tafarlaus viðbrögð. Áður hefur Jón Ólafur fengið ljósrit af dagbókarfærslum flugturnsins í Vestmannaeyj- um. HANNES Karlsson, deildarstjóri í Nettó, segir að nú sé hægt að fá íslenska tómata og græna papr- iku og ástandið hafi breyst frá því sem var í byrjun vikunnar. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var deilt um það hvort framboð af íslenskum tómötum og grænni papriku væri nægilegt. Kolbeinn Ágústsson, gæðastjóri hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna, segir hins vegar í Morgunblaðinu í gær að framboð af þessum tegundum sé nægilegt. Segjast sjá fram á verðlækkun Hannes sagði að íslenskir tóm- atar og græn paprika væru kom- in núna sem ekki hefði verið til- fellið í upphafi vikunnar, eins og komið hefði fram hjá þeim aðilum sem spurðir voru í Morg- unblaðinu. Þeir sæju nú fram á að varan færi að lækka þannig að þeir horfðu bara bjartsýnir fram á sumarið. Haraldur Haraldsson hjá Fjarð- arkaupum sagði að græn paprika væri ekki til hjá sínum birgja sem væri Mata. Hann hefði ekki reynt að fá íslenska papriku ann- ars staðar enda væri hann að klára erlenda papriku sem væri ódýrari. Nú er hægt að fá tómata og papriku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.