Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 9

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 9 Í sumarbústaðinn Stretsbuxur, peysur bolir og gallafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Lagersala á Bíldshöfða 14 Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16. www.sokkar.is oroblu@.sokkar.is TÍSKUSÝNING Í KRINGLUNNI LAUGARDAG KL. 14.00 LAUGAVEGI 95 - KRINGLUNNII I I Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Mikið úrvall af Fallegir litir gallafatnaðill i Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík sími 562 2862 Ný sending frá HVALFJARÐARGÖNGIN hafa verið lokuð síðustu fjórar nætur, frá miðnætti til sex á morgnana, vegna framkvæmda. Verið er að setja upp öfluga stálbita við báða gangamunnana sem koma eiga í veg fyrir skemmdir á göngunum þegar of hár farmur flutningabíla rekst upp í göngin. Brögð hafa verið að því að flutningabílar með of háan farm hafi keyrt niður og brotið viðvörunarskiltin beggja vegna ganganna og stórskemmt göngin sjálf. Ennfremur verða göngin þrifin, ljós hreinsuð og yf- irborðsmerkingar endurnýjaðar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Unnið að endurbótum í Hvalfjarðargöngunum ÞEIR sem hyggja á ferðalög í út- löndum þurfa í mörgum tilfellum að láta bólusetja sig gegn ýmsum sjúkdómum en Helgi Guðbergsson, yfirlæknir Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, segir Íslendinga mjög misduglega við slíkt. „Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því að það getur borgað sig að vera bólusettur ef ferðast er um Austur-Evrópu,“ segir Helgi. Þetta er misjafnt eftir borgum og svæðum en í A-Evrópu eru m.a. líkur til þess að smitast af lifrarbólgu A, blóðmauraheilabólgu og barnaveiki. Blóðmauraheila- bólgan er einnig í Mið-Evrópu. Lifrarbólga A getur smitast með mat og drykk en barnaveiki með úða. Við þessum sjúkdómum er til bóluefni. Í fæstum tilfellum þarf bólusetn- ingar áður en lagt er í ferðalög um Vestur-Evrópu, Bandaríkin, Kan- ada, Japan eða Ástralíu. Helgi ráð- leggur þeim sem ætla í ferðalög til annarra svæða í heiminum að kanna við hverju þeir eru bólusett- ir og láta endurnýja bólusetningar eða bæta við þær eftir þörfum. Hann segir nokkuð algengt að fólk fari til eyja í Karíbahafinu eða Mexíkó án þess að huga fyrst að bólusetningum. Helgi bendir á að í flestum tilfellum sé hægt er að fá bólusetningar á heilsugæslustöðv- um. Þá sé ástæða fyrir þá sem hafa dvalið á helstu berklasvæðum heims, s.s. í Indlandi og Afríku, að láta prófa sig gegn berklum. Börn eru bólusett við mænu- veiki, stífkrampa og barnaveiki. Helgi segir að slíkar bólusetningar þurfi að endurnýja eftir 10 ár hyggi fólk á ferðalög þar sem fólk getur smitast af þessum sjúkdóm- um. Ferðamenn þurfa að huga að bólusetningum EGILL Heiðar Gíslason, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins síðustu ellefu ár, hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra. Árni Magnússon, sem var aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, verður framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins eins og komið hefur fram. Egill Heiðar aðstoðarmað- ur utanríkis- ráðherra BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu þess efnis að Reykjavíkurborg gerist stofnaðili að einkahlutafélag- inu Alþjóðahúsinu ehf. með 63% eignaraðild borgarinnar. Með stofn- un Alþjóðahúss er verið að skapa sameiginlegan vettvang fólks af innlendum og erlendum uppruna. Í greinargerð með tillögu borg- arráðs kemur fram að hlutafé sé áætlað 10 milljónir króna. Seltjarn- arnes og Kópavogsbær hafa sam- þykkt aðild að hlutafélaginu og hef- ur Hafnarfjarðarbær lýst yfir áhuga. Þá hefur Reykjavíkurdeild RKÍ tekið ákvörðun um aðild. Hlut- hafar munu gera fimm ára þjón- ustusamning við Alþjóðahúsið og er rekstrarframlag sveitarfélaganna 44 milljónir króna á tilraunatíma- bilinu. Rauði kross Íslands greiðir samkvæmt sérstökum þjónustu- samningi 4 milljónir króna á ári í fimm ár og verða því föst rekstr- arframlög eigenda hlutafélagsins 48 milljónir á ári á samningstíma- bilinu. Þar af leggur Reykjavíkur- borg til 30,8 milljónir. Áætlað er að starfsemi Alþjóðahúss hefjist í sept- ember nk. Borgin gerist stofnaðili að Alþjóðahúsinu ehf. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.