Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 13

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 13 BLÓÐUG vígaferli og götulíf víkinganna í Jórvík á aust- anverðu Englandi er efni tveggja sýninga sem verða opnaðar 1. maí næstkomandi í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Eru þær settar upp í sam- vinnu við Víkingamiðstöðina (Jorvik Viking Center) í Jór- vík á Englandi. Sýningarnar hafa vakið mikla athygli á Bretlandi og um 10.000 manns komið á viku hverri til að skoða þær. „Þetta eru tvær sýningar sem við erum að flytja inn,“ sagði Björn Pétursson, sagn- fræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þær voru í Jórvíkursafninu, en núna voru þeir að setja upp nýja sýningu svo að þessar losnuðu. Önnur heitir „Saga Jórvíkur“ og er endurgerð á 10. aldar götumynd í Jórvík, en hin kallast „Blóðug víga- ferli“. Þar má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum og þar eru gestir fræddir um hernað og annað sem snýr að stríðs- rekstri víkingatímans. Þetta eru m.ö.o. raunverulegar lík- amsleifar.“ Góð skilyrði til varðveislu „Sýningin um götulífið er til komin vegna þess sem fannst á árunum 1976-1981 í Kopargötu í miðborg Jórvík- ur,“ sagði Björn. „Menn höfðu verið að byggja þar verslunarmiðstöð, en Magnús Magnússon stóð fyrir því að þarna yrði rannsakað nánar. Í framhaldi af því kom svo fornleifasjóður Jórvíkur upp í kjallara á uppgreftrarsvæð- inu og þar var settur upp bær frá tímum víkinganna, eins og hann gæti hafa litið út þann 25. október árið 948, á grundvelli þeirra gagna sem fundust. Þetta var allt í mjög góðu ástandi, vegna skilyrð- anna þarna, en jarðvegurinn er svo blautur. Þetta er nákvæm eftirlík- ing af öllu sem var grafið upp; plankarnir í húsunum og annað eru m.ö.o. nákvæmar afsteypur af því sem fannst. Beinagrindurnar eru hins vegar til komnar vegna gríð- arlega mikils bardaga í Ful- ford á Englandi, árið 1066, sem markaði upphafið að endalokum víkinga á Eng- landi; þar fór Vilhjálmur bastarður, hertogi af Norm- andí, með sigur af hólmi.“ Handverksmenn og varningur Götusýninginni er skipt í ákveðna þætti. Á einum stað er sagt frá leðursmiðnum, á öðrum eru upplýsingar um tunnusmiðinn o.s.frv. Húsin í götunni eru af ýmsum toga; þar má sjá dæmigert hús úr eikarviði og við það ávexti og grænmeti, sem selt hefur ver- ið gestum og gangandi. Þar er Winr, roskin, engilsaxnesk kona sem giftist norrænum manni. Við götuna er líka hús úr eikarviði og er búið út sem verslun sem sérhæfir sig í vörum úr beini og hjart- arhornum, en krónhjart- arhorn var algengur efnivið- ur á þessum tíma og auðvelt að búa til úr þeim alls kyns muni með einföldum verkfær- um og aðferðum. Eins var með dýrabeinin. Í götunni er líka skartgripasmiður, eng- ilsaxneski iðnaðarmaðurinn Snarri, með tveimur við- skiptavina sinna, hinum ríka Arinbirni og konu hans Guthu. Föt Snarra sýna nor- rænan stíl í engilsaxneskri vefnaðarvöru, en hin tvö eru vellauðug og ganga í inn- fluttum vefnaði frá Eystra- saltslöndum. Raf, hjartarhorn, bein og steinar Uppgröfturinn í Kopargötu leiddi í ljós fjölda skartgripa. „Gripirnir, s.s. perlur, nisti og eyrnalokkar, hringir, prjónar og nælur voru gerðir úr ýms- um efnum, eins og t.d. rafi frá Eystrasalti, svartarafi frá Whitby, beinum, hjart- arhornum og steinum. Svo er í götunni kjöt- og fisksölubúð, trévarnings- og leirkerabúð og ýmislegt fleira. En ég held að óhætt sé að segja að sjón sé sögu rík- ari,“ sagði Björn að lokum. Tvær heimsþekktar sýningar um víkingatímann á Englandi verða opnaðar í næstu viku Vígaferli og daglegt líf víkinganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Víkingasýningunni í Hafnarfirði. Hafnarfjörður FRAMKVÆMDIR við uppsetningu rennibrautar í Grafarvogslaug og byggingu lendingarlaugar og kennslulaugar gætu tafist þar sem eina tilboðið sem barst í fram- kvæmdina reyndist mun hærra en kostnaðaráætlun sagði til um. Að sögn Kristins J. Gíslasonar verfkefnisstjóra hjá embætti borgar- verkfræðings var kostnaðaráætlun rúmar 27 milljónir króna en eina til- boðið sem barst var rúmar 41 milljón en það var frá Sperru ehf. Því hafi tilboðinu verið hafnað og er óákveðið hvernig staðið verður að málum í framhaldinu. Búið er að fullhanna verkið og umrædd rennibraut er á leiðinni til landsins og jafnvel komin á hafnarbakkann að sögn Kristins. Formlega séð sé verkið enn á verk- áætlun á þessu ári en búast megi við einhverjum töfum af þessum sökum. Ástæðu þess að viðbrögð við út- boðinu voru svo dræm telur Kristinn vera óvenju góðan vetur hjá verktök- um en nánast sé hægt að tala um að sumarástand hafi verið. Þá sé mikil spenna á vinnumarkaðinum og því freisti slík verkefni húsasmíðameist- ara ekki. Morgunblaðið/RAX Kátir krakkar í Grafarvogslaug bíða spenntir eftir rennibrautinni. Rennibrautin bíður Grafarvogur HÚSFÉLAG verslunarmið- stöðvarinnar Glæsibæjar hef- ur hug á að reisa allt að 8.111 fermetra sjálfstæða byggingu fyrir verslanir, heilsugæslu- stöð, læknastofur og skrif- stofur á lóð Glæsibæjar og hef- ur Borgarskipulag Reykja- víkur auglýst til kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðar- innar. Skipulagssvæðið afmarkast af Gnoðarvogi, Álfheimum, Suðurlandsbraut og Engja- vegi en í tillögunni er gert ráð fyrir að lóð verslunarmiðstöðv- arinnar stækki í átt að Engja- vegi. Byggt verði þriggja til átta hæða verslunar- og þjón- ustuhús á norðvesturhluta lóð- arinnar ásamt bílgeymslu á þremur hæðum fyrir 361 bíl. Gert er ráð fyrir að jarðhæð núverandi byggingar stækki í norðaustur og byggð verði inn- dregin hæð ofan á hluta henn- ar. Teiknistofan Óðinstorgi hef- ur endurunnið tillögu af upp- byggingu á lóð Glæsibæjar í þeim tilgangi að efla þar versl- un og þjónustu, að sögn Helga Hjálmarssonar arkitekts, en verslunarmiðstöðin var byggð 1969 og hefur engin breyting verið gerð á umfangi hússins síðan. Á tillögunni kemur fram að rekstur Glæsibæjar hafi átt í vök að verjast í samkeppni við stórmarkaði sem rutt hafi sér braut á sviði verslunar og þjónustu. Nánasta umhverfi sé að mestu fastmótað en umsvif athafnalífs með uppbyggingu í Skeifunni, við Suðurlands- braut og Grensásveg hafi auk- ist mjög og áformuð sé enn meiri uppbygging, m.a. á veg- um Landssíma. Glæsibæ hafi hins vegar ekki tekist að auka umsvif sín til jafns við fram- angreind svæði og sé tillög- unni ætlað að bæta úr því. „Uppbyggingu Glæsibæjar- lóðar er ætlað að þjóna borg- arbúum vel og þá ekki síst íbú- um Heima- og Vogahverfa,“ segir meðal annars. Vegna nýja hússins er sótt um 1.245 fermetra lóðar- stækkun. Gert er ráð fyrir að stækka verslunarrými Glæsi- bæjar um 500 fermetra með því að byggja að hluta yfir norðurtorg hússins og reisa léttbyggða, inndregna 700 fer- metra hæð ofan á læknaálmu Glæsibæjar. Byggt verður glerþak á milli Glæsibæjar og nýbyggingar og settir gler- veggir á milli akreina. Þá verð- ur byggt glerþak yfir aðkomu- leið frá Gnoðarvogi við austurjaðar stæðahússins. Gert er ráð fyrir þriggja hæða útbyggingu sem felld er inn í glervegg vesturhliðar hússins. Suðurhluti hússins er fimm hæðir samkvæmt teikningunni og aðalhúsið átta hæðir en með þessu er byggingin felld að að- lægðri byggð og umhverfi, að sögn Helga. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og bygging- arfulltrúa til 18. maí Vilja reisa nýtt átta hæða hús Heimar/Vogar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.