Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 13 BLÓÐUG vígaferli og götulíf víkinganna í Jórvík á aust- anverðu Englandi er efni tveggja sýninga sem verða opnaðar 1. maí næstkomandi í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Eru þær settar upp í sam- vinnu við Víkingamiðstöðina (Jorvik Viking Center) í Jór- vík á Englandi. Sýningarnar hafa vakið mikla athygli á Bretlandi og um 10.000 manns komið á viku hverri til að skoða þær. „Þetta eru tvær sýningar sem við erum að flytja inn,“ sagði Björn Pétursson, sagn- fræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þær voru í Jórvíkursafninu, en núna voru þeir að setja upp nýja sýningu svo að þessar losnuðu. Önnur heitir „Saga Jórvíkur“ og er endurgerð á 10. aldar götumynd í Jórvík, en hin kallast „Blóðug víga- ferli“. Þar má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardögum og þar eru gestir fræddir um hernað og annað sem snýr að stríðs- rekstri víkingatímans. Þetta eru m.ö.o. raunverulegar lík- amsleifar.“ Góð skilyrði til varðveislu „Sýningin um götulífið er til komin vegna þess sem fannst á árunum 1976-1981 í Kopargötu í miðborg Jórvík- ur,“ sagði Björn. „Menn höfðu verið að byggja þar verslunarmiðstöð, en Magnús Magnússon stóð fyrir því að þarna yrði rannsakað nánar. Í framhaldi af því kom svo fornleifasjóður Jórvíkur upp í kjallara á uppgreftrarsvæð- inu og þar var settur upp bær frá tímum víkinganna, eins og hann gæti hafa litið út þann 25. október árið 948, á grundvelli þeirra gagna sem fundust. Þetta var allt í mjög góðu ástandi, vegna skilyrð- anna þarna, en jarðvegurinn er svo blautur. Þetta er nákvæm eftirlík- ing af öllu sem var grafið upp; plankarnir í húsunum og annað eru m.ö.o. nákvæmar afsteypur af því sem fannst. Beinagrindurnar eru hins vegar til komnar vegna gríð- arlega mikils bardaga í Ful- ford á Englandi, árið 1066, sem markaði upphafið að endalokum víkinga á Eng- landi; þar fór Vilhjálmur bastarður, hertogi af Norm- andí, með sigur af hólmi.“ Handverksmenn og varningur Götusýninginni er skipt í ákveðna þætti. Á einum stað er sagt frá leðursmiðnum, á öðrum eru upplýsingar um tunnusmiðinn o.s.frv. Húsin í götunni eru af ýmsum toga; þar má sjá dæmigert hús úr eikarviði og við það ávexti og grænmeti, sem selt hefur ver- ið gestum og gangandi. Þar er Winr, roskin, engilsaxnesk kona sem giftist norrænum manni. Við götuna er líka hús úr eikarviði og er búið út sem verslun sem sérhæfir sig í vörum úr beini og hjart- arhornum, en krónhjart- arhorn var algengur efnivið- ur á þessum tíma og auðvelt að búa til úr þeim alls kyns muni með einföldum verkfær- um og aðferðum. Eins var með dýrabeinin. Í götunni er líka skartgripasmiður, eng- ilsaxneski iðnaðarmaðurinn Snarri, með tveimur við- skiptavina sinna, hinum ríka Arinbirni og konu hans Guthu. Föt Snarra sýna nor- rænan stíl í engilsaxneskri vefnaðarvöru, en hin tvö eru vellauðug og ganga í inn- fluttum vefnaði frá Eystra- saltslöndum. Raf, hjartarhorn, bein og steinar Uppgröfturinn í Kopargötu leiddi í ljós fjölda skartgripa. „Gripirnir, s.s. perlur, nisti og eyrnalokkar, hringir, prjónar og nælur voru gerðir úr ýms- um efnum, eins og t.d. rafi frá Eystrasalti, svartarafi frá Whitby, beinum, hjart- arhornum og steinum. Svo er í götunni kjöt- og fisksölubúð, trévarnings- og leirkerabúð og ýmislegt fleira. En ég held að óhætt sé að segja að sjón sé sögu rík- ari,“ sagði Björn að lokum. Tvær heimsþekktar sýningar um víkingatímann á Englandi verða opnaðar í næstu viku Vígaferli og daglegt líf víkinganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Víkingasýningunni í Hafnarfirði. Hafnarfjörður FRAMKVÆMDIR við uppsetningu rennibrautar í Grafarvogslaug og byggingu lendingarlaugar og kennslulaugar gætu tafist þar sem eina tilboðið sem barst í fram- kvæmdina reyndist mun hærra en kostnaðaráætlun sagði til um. Að sögn Kristins J. Gíslasonar verfkefnisstjóra hjá embætti borgar- verkfræðings var kostnaðaráætlun rúmar 27 milljónir króna en eina til- boðið sem barst var rúmar 41 milljón en það var frá Sperru ehf. Því hafi tilboðinu verið hafnað og er óákveðið hvernig staðið verður að málum í framhaldinu. Búið er að fullhanna verkið og umrædd rennibraut er á leiðinni til landsins og jafnvel komin á hafnarbakkann að sögn Kristins. Formlega séð sé verkið enn á verk- áætlun á þessu ári en búast megi við einhverjum töfum af þessum sökum. Ástæðu þess að viðbrögð við út- boðinu voru svo dræm telur Kristinn vera óvenju góðan vetur hjá verktök- um en nánast sé hægt að tala um að sumarástand hafi verið. Þá sé mikil spenna á vinnumarkaðinum og því freisti slík verkefni húsasmíðameist- ara ekki. Morgunblaðið/RAX Kátir krakkar í Grafarvogslaug bíða spenntir eftir rennibrautinni. Rennibrautin bíður Grafarvogur HÚSFÉLAG verslunarmið- stöðvarinnar Glæsibæjar hef- ur hug á að reisa allt að 8.111 fermetra sjálfstæða byggingu fyrir verslanir, heilsugæslu- stöð, læknastofur og skrif- stofur á lóð Glæsibæjar og hef- ur Borgarskipulag Reykja- víkur auglýst til kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðar- innar. Skipulagssvæðið afmarkast af Gnoðarvogi, Álfheimum, Suðurlandsbraut og Engja- vegi en í tillögunni er gert ráð fyrir að lóð verslunarmiðstöðv- arinnar stækki í átt að Engja- vegi. Byggt verði þriggja til átta hæða verslunar- og þjón- ustuhús á norðvesturhluta lóð- arinnar ásamt bílgeymslu á þremur hæðum fyrir 361 bíl. Gert er ráð fyrir að jarðhæð núverandi byggingar stækki í norðaustur og byggð verði inn- dregin hæð ofan á hluta henn- ar. Teiknistofan Óðinstorgi hef- ur endurunnið tillögu af upp- byggingu á lóð Glæsibæjar í þeim tilgangi að efla þar versl- un og þjónustu, að sögn Helga Hjálmarssonar arkitekts, en verslunarmiðstöðin var byggð 1969 og hefur engin breyting verið gerð á umfangi hússins síðan. Á tillögunni kemur fram að rekstur Glæsibæjar hafi átt í vök að verjast í samkeppni við stórmarkaði sem rutt hafi sér braut á sviði verslunar og þjónustu. Nánasta umhverfi sé að mestu fastmótað en umsvif athafnalífs með uppbyggingu í Skeifunni, við Suðurlands- braut og Grensásveg hafi auk- ist mjög og áformuð sé enn meiri uppbygging, m.a. á veg- um Landssíma. Glæsibæ hafi hins vegar ekki tekist að auka umsvif sín til jafns við fram- angreind svæði og sé tillög- unni ætlað að bæta úr því. „Uppbyggingu Glæsibæjar- lóðar er ætlað að þjóna borg- arbúum vel og þá ekki síst íbú- um Heima- og Vogahverfa,“ segir meðal annars. Vegna nýja hússins er sótt um 1.245 fermetra lóðar- stækkun. Gert er ráð fyrir að stækka verslunarrými Glæsi- bæjar um 500 fermetra með því að byggja að hluta yfir norðurtorg hússins og reisa léttbyggða, inndregna 700 fer- metra hæð ofan á læknaálmu Glæsibæjar. Byggt verður glerþak á milli Glæsibæjar og nýbyggingar og settir gler- veggir á milli akreina. Þá verð- ur byggt glerþak yfir aðkomu- leið frá Gnoðarvogi við austurjaðar stæðahússins. Gert er ráð fyrir þriggja hæða útbyggingu sem felld er inn í glervegg vesturhliðar hússins. Suðurhluti hússins er fimm hæðir samkvæmt teikningunni og aðalhúsið átta hæðir en með þessu er byggingin felld að að- lægðri byggð og umhverfi, að sögn Helga. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og bygging- arfulltrúa til 18. maí Vilja reisa nýtt átta hæða hús Heimar/Vogar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.