Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 16

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRGANGUR ´54 AKUREYRI Gagnfræðingar - stúdentar og aðrir 19. maí er dagurinn Þá ætlar árgangurinn að hittast á Akureyri og eyða saman degi og nótt (Bátsferð, dagur, ball - nótt) Allir hvattir til að mæta. Síðast (´96) fengu færri en vildu Vinsamlega tilkynnið þátttöku. Habbi 462 4976 Ingveldur 462 2912 Jón Lár 462 5191 Kittý 461 1814 Magga Á. 461 5510 Steina Sig. 462 4521 Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Teigahverfi og Huldugil á Akureyri • Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður gö gutúr sem borgar sig! Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600 27.-28. apríl, föstudags- og laugardagskvöld STJÖRNUDANSLEIKUR Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar A k u r e y r i UNNIÐ hefur verið af kappi við að búa keppn- isbrautir vegna alþjóðlega snjókrossmótsins sem haldið verður í Ólafsfirði á morgun, laugardag og í því skyni hefur snjó verið ekið úr fjöllum og inn í miðbæinn. Auk íslensku keppendanna taka þátt þekktir snjó- krossmenn frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Nor- egi, en finnskur ökuþór sem hugðist taka þátt í keppninni forfallaðist á síðustu stundu. Gestirnir eru flestir í hópi tíu bestu snjókrossökumanna í sín- um heimalöndum. Mótið hefst kl. 13 á morgun, en því lýkur með grillveislu og um kvöldið verður vegleg flugeldasýn- ing og dansleikur í Tjarnarborg. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Snjó er nú mokað af miklu kappi inn í miðbæ Ólafsfjarðar þar sem alþjóðlegt snjókrossmót fer fram á morgun. Snjókrossbrautir búnar til í Ólafsfirði PÁLL Ólafsson, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi í Ólafsfirði, tók einnig við stöðu ferðamálafulltrúa bæjar- ins síðastliðið haust, en þá var gerð sú breyting á starfi hans að hann gegnir nú hálfri stöðu ferðamála- fulltrúa á móti hálfri stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Páll vinnur nú að því að und- irbúa helstu viðburði sumarsins en þar er af nógu að taka. Meðal at- burða má nefna, Nikulásarmótið í knattspyrnu yngri flokka, Jóns- messubrennu, Blúshátíð verður í lok júní og Berjadagar í ágúst svo eitthvað sé nefnt, en Páll sagði þessa viðburði draga til sín fjölda gesta. Að sögn Páls er nú verið að end- urprenta bæklinginn „Gönguleiðir í Ólafsfirði“ eftir Björn Þór Ólafs- son og skipuleggja í samvinnu við skíðadeild Leifturs gönguferðir um Ólafsfjörð í sumar. Af ýmsu fleiru er að taka því fyrirhugað er að halda stór golf- mót í sumar og eins verður Tröllaskagatvíþrautin á sínum stað auk margvíslegra annarra atriða sem tengjast útivist, íþróttum og menningu. „Með samstilltu átaki á Ólafsfjörður mikla möguleika bæði sem vetrarparadís og eins sem úti- vistar- og fjölskylduævintýrastað- ur á sumrin,“ sagði Páll, en hann sagði Ólafsfjörð hafa jákvæða ímynd sem íþróttabær og útivist- arstaður. Að veiða ferðamenn Mikið hefur verið unnið að kynn- ingarmálum og sagði Páll það starf nú að skila sér. Hann sagði mark- miðið að fylla bæinn af ferðamönn- um og reyna að skapa sem flest störf í tengslum við ferðaþjónustu, en aðalatriðið varðandi það væri að menn væru samstilltir og sam- stiga. „Ólafsfirðingar hafa verið miklir aflakóngar og nú er kominn tími til að veiða ferðamenn. Við erum með ágætis veiðarfæri og fína beitu; nú er bara að ýta úr vör, halda á réttu miðin og draga inn í sameiningu,“ sagði Páll. Ferðamálafulltrúi hefur starfað í Ólafsfirði frá því síðasta haust Fjölmargir við- burðir á dag- skrá í sumar Morgunblaðið. Ólafsfirði. SNJÓKARLINN Snæfinnur sem jafnan prýðir Ráðhústorg- ið á Akureyri um páskana var jafnaður við jörðu í gærmorg- un, en óhætt er að segja að hann hafi þá verið orðinn ansi óhrjálegur og saddur lífdaga. Þrír ungir piltar sáu sér leik á borði að göslast aðeins í snjón- um sem lá yfir torginu þegar Snæfinnur var allur. Þetta voru þeir Pétur Þorri og bræðurnir Arnar og Bjarki sem lögðu sitt af mörkum til að hjálpa sólinni að breyta snjókarlinum í vatn. Að baki þeim sátu þrír eldri heiðursmenn á bekk og fylgd- ust með aðförunum. Snæ- finnur allur Morgunblaðið/Margrét Þóra LAUFÁSPRESTAKALL: Sameiginlegur kirkjuskóli fyr- ir allt prestakallið verður í Laufási á sunnudag, 29. apríl, kl. 11. Farið verður í leiki og grill- að. Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju á mánudags- kvöld, 30. apríl, og hefst hún kl. 21. Kirkjustarf VERKMENNTASKÓLINN og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samstarfssamning við Ný- herja um frekari fartölvuvæðingu skólanna. Í samningnum er m.a. fólgið að skólarnir, nemendur þeirra, kennarar og annað starfs- fólk gefst kostur á að kaupa eða leigja fartölvur á hagstæðu verði auk þess sem Nýherji leggur til búnað til þess að koma á örbylgju- sambandi í skólunum. Í Verkmenntaskólanum verða í þessu skyni settir upp 13 sendar sem tryggja munu að tölvunotend- ur geti verið í örbylgjusambandi við net skólans hvar sem þeir eru staddir í hinu 12.000 fermetra hús- næði hans. Einnig er gert ráð fyrir því að örbylgjusamband verði á milli skólanna tveggja og innan ekki langs tíma geti jafnvel bæði starfs- menn og nemendur þeirra verið tengdir örbylgjusambandi við net skólanna frá heimilum sínum á Ak- ureyri. Í dag, föstudaginn 27. apríl, verður Nýherji með kynningu á fartölvum fyrir nemendur og kennara VMA í Gryfjunni kl. 09– 12. Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Nýherji Samstarf um far- tölvuvæðingu og örbylgjusamband KÓR félags eldri borgara á Ak- ureyri og Kór eldri borgara í Hafn- arfirði halda sameiginlega tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laug- ardaginn 28. apríl, og hefjast þeir kl. 17. Stjórnandi Akureyringanna er Guðjón Pálsson en Guðrún Ás- björnsdóttir stjórnar Hafnfirðing- um. Söngskráin er fjölbreytt og taka kórarnir fjölda laga, bæði einir sér og svo saman í lokin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Eldri borg- arar syngja ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.