Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRGANGUR ´54 AKUREYRI Gagnfræðingar - stúdentar og aðrir 19. maí er dagurinn Þá ætlar árgangurinn að hittast á Akureyri og eyða saman degi og nótt (Bátsferð, dagur, ball - nótt) Allir hvattir til að mæta. Síðast (´96) fengu færri en vildu Vinsamlega tilkynnið þátttöku. Habbi 462 4976 Ingveldur 462 2912 Jón Lár 462 5191 Kittý 461 1814 Magga Á. 461 5510 Steina Sig. 462 4521 Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Teigahverfi og Huldugil á Akureyri • Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður gö gutúr sem borgar sig! Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600 27.-28. apríl, föstudags- og laugardagskvöld STJÖRNUDANSLEIKUR Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar A k u r e y r i UNNIÐ hefur verið af kappi við að búa keppn- isbrautir vegna alþjóðlega snjókrossmótsins sem haldið verður í Ólafsfirði á morgun, laugardag og í því skyni hefur snjó verið ekið úr fjöllum og inn í miðbæinn. Auk íslensku keppendanna taka þátt þekktir snjó- krossmenn frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Nor- egi, en finnskur ökuþór sem hugðist taka þátt í keppninni forfallaðist á síðustu stundu. Gestirnir eru flestir í hópi tíu bestu snjókrossökumanna í sín- um heimalöndum. Mótið hefst kl. 13 á morgun, en því lýkur með grillveislu og um kvöldið verður vegleg flugeldasýn- ing og dansleikur í Tjarnarborg. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Snjó er nú mokað af miklu kappi inn í miðbæ Ólafsfjarðar þar sem alþjóðlegt snjókrossmót fer fram á morgun. Snjókrossbrautir búnar til í Ólafsfirði PÁLL Ólafsson, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi í Ólafsfirði, tók einnig við stöðu ferðamálafulltrúa bæjar- ins síðastliðið haust, en þá var gerð sú breyting á starfi hans að hann gegnir nú hálfri stöðu ferðamála- fulltrúa á móti hálfri stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Páll vinnur nú að því að und- irbúa helstu viðburði sumarsins en þar er af nógu að taka. Meðal at- burða má nefna, Nikulásarmótið í knattspyrnu yngri flokka, Jóns- messubrennu, Blúshátíð verður í lok júní og Berjadagar í ágúst svo eitthvað sé nefnt, en Páll sagði þessa viðburði draga til sín fjölda gesta. Að sögn Páls er nú verið að end- urprenta bæklinginn „Gönguleiðir í Ólafsfirði“ eftir Björn Þór Ólafs- son og skipuleggja í samvinnu við skíðadeild Leifturs gönguferðir um Ólafsfjörð í sumar. Af ýmsu fleiru er að taka því fyrirhugað er að halda stór golf- mót í sumar og eins verður Tröllaskagatvíþrautin á sínum stað auk margvíslegra annarra atriða sem tengjast útivist, íþróttum og menningu. „Með samstilltu átaki á Ólafsfjörður mikla möguleika bæði sem vetrarparadís og eins sem úti- vistar- og fjölskylduævintýrastað- ur á sumrin,“ sagði Páll, en hann sagði Ólafsfjörð hafa jákvæða ímynd sem íþróttabær og útivist- arstaður. Að veiða ferðamenn Mikið hefur verið unnið að kynn- ingarmálum og sagði Páll það starf nú að skila sér. Hann sagði mark- miðið að fylla bæinn af ferðamönn- um og reyna að skapa sem flest störf í tengslum við ferðaþjónustu, en aðalatriðið varðandi það væri að menn væru samstilltir og sam- stiga. „Ólafsfirðingar hafa verið miklir aflakóngar og nú er kominn tími til að veiða ferðamenn. Við erum með ágætis veiðarfæri og fína beitu; nú er bara að ýta úr vör, halda á réttu miðin og draga inn í sameiningu,“ sagði Páll. Ferðamálafulltrúi hefur starfað í Ólafsfirði frá því síðasta haust Fjölmargir við- burðir á dag- skrá í sumar Morgunblaðið. Ólafsfirði. SNJÓKARLINN Snæfinnur sem jafnan prýðir Ráðhústorg- ið á Akureyri um páskana var jafnaður við jörðu í gærmorg- un, en óhætt er að segja að hann hafi þá verið orðinn ansi óhrjálegur og saddur lífdaga. Þrír ungir piltar sáu sér leik á borði að göslast aðeins í snjón- um sem lá yfir torginu þegar Snæfinnur var allur. Þetta voru þeir Pétur Þorri og bræðurnir Arnar og Bjarki sem lögðu sitt af mörkum til að hjálpa sólinni að breyta snjókarlinum í vatn. Að baki þeim sátu þrír eldri heiðursmenn á bekk og fylgd- ust með aðförunum. Snæ- finnur allur Morgunblaðið/Margrét Þóra LAUFÁSPRESTAKALL: Sameiginlegur kirkjuskóli fyr- ir allt prestakallið verður í Laufási á sunnudag, 29. apríl, kl. 11. Farið verður í leiki og grill- að. Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju á mánudags- kvöld, 30. apríl, og hefst hún kl. 21. Kirkjustarf VERKMENNTASKÓLINN og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir samstarfssamning við Ný- herja um frekari fartölvuvæðingu skólanna. Í samningnum er m.a. fólgið að skólarnir, nemendur þeirra, kennarar og annað starfs- fólk gefst kostur á að kaupa eða leigja fartölvur á hagstæðu verði auk þess sem Nýherji leggur til búnað til þess að koma á örbylgju- sambandi í skólunum. Í Verkmenntaskólanum verða í þessu skyni settir upp 13 sendar sem tryggja munu að tölvunotend- ur geti verið í örbylgjusambandi við net skólans hvar sem þeir eru staddir í hinu 12.000 fermetra hús- næði hans. Einnig er gert ráð fyrir því að örbylgjusamband verði á milli skólanna tveggja og innan ekki langs tíma geti jafnvel bæði starfs- menn og nemendur þeirra verið tengdir örbylgjusambandi við net skólanna frá heimilum sínum á Ak- ureyri. Í dag, föstudaginn 27. apríl, verður Nýherji með kynningu á fartölvum fyrir nemendur og kennara VMA í Gryfjunni kl. 09– 12. Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Nýherji Samstarf um far- tölvuvæðingu og örbylgjusamband KÓR félags eldri borgara á Ak- ureyri og Kór eldri borgara í Hafn- arfirði halda sameiginlega tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laug- ardaginn 28. apríl, og hefjast þeir kl. 17. Stjórnandi Akureyringanna er Guðjón Pálsson en Guðrún Ás- björnsdóttir stjórnar Hafnfirðing- um. Söngskráin er fjölbreytt og taka kórarnir fjölda laga, bæði einir sér og svo saman í lokin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Eldri borg- arar syngja ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.