Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 24
ÚR VERINU 24 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTHAFSKARFAVEIÐIN á Reykjaneshrygg hefur lítið glæðst undanfarna daga. Nú eru um 30 er- lend skip á veiðunum, rétt utan ís- lensku landhelgislínunnar. Kristján Helgason, skipstjóri á togaranum Polar Siglir, sagði í sam- tali við Morgunblaðið gær að aflinn væri að jafnaði um eitt tonn á tog- tímann en færi upp í tvö tonn hjá einstaka skipum. Hann segir hita- stig sjávar nokkuð hærra en í fyrra, karfinn veiðist jafnan í kuldaskilum en þeirra hafi ekki orðið vart ennþá. „Skipin hafa flest verið að draga á sama blettinum og það hefur lítið verið leitað annarsstaðar. Við höfum reynt að leita víðar á svæðinu, bæði innan og utan línunnar, en það virð- ist allsstaðar vera of hlýr sjór, mun hlýrri en var á þessu svæði í fyrra. Það er hinsvegar ekki mikið að marka, enda erum við eina skipið sem hefur leitað innan lögsögunnar. Þetta er eins og leita að saumnál í heystakki.“ Vantar íslensku skipin Kristján segir þetta ástand hins- vegar ekkert óvenjulegt og að því þurfi enginn að örvænta ennþá. „Það fékkst hér góður afli á sama tíma í fyrra en hann er greinilega seinna á ferðinni í ár. Ég hef nú ekki teljandi áhyggjur af þessu, aflabrögðin hljóta að glæðast þegar kemur fram í maí. Hinsvegar getur leynst karfi innan lögsögunnar en það er bara of erfitt fyrir eitt skip að leita að hon- um. Það er því ekki hægt að segja til um hvort íslensku skipin eru að missa af einhverju í verkfallinu. En vonandi komast þau hingað á Hrygginn sem fyrst,“ sagði Kristján skipstjóri. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Um 30 erlend skip eru nú að veiðum á Reykjaneshrygg, flest frá Rússlandi, Þýskalandi, Spáni og Noregi. Enn fremur dræmt á Hryggnum FYRSTI aðalfundur Fiskmarkaðar Íslands var haldinn í Stykkishólmi 20. apríl sl. Í skýrslu formanns félagsins, Sigurbjarnar Svavarssonar, kom fram að Fiskmarkaður Íslands varð strax við stofnun stærsti fiskmarkað- ur á Íslandi og má áætla að hlutdeild hans nemi 36–38% af því magni sem selt er á fiskmörkuðum hér á landi. Tilurð Fiskmarkaðar Íslands er til- komin með sameiningu þriggja markaða. Í byrjun síðasta árs keypti Fiskmarkaður Breiðafjarðar öll hlutabréf Fiskmarkaðs Snæfellsness og var rekstur þeirra sameinaður. Á síðari hluta ársins var síðan ákveðið að sameina Fiskmarkað Breiðafjarð- ar og Faxamarkað undir nafninu Fiskmarkaður Íslands. Höfuðstöðvar félagsins er í Ólafsvík. Fiskmarkað- urinn starfar á sjö stöðum í Stykk- ishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Arnarstapa, Akranesi og Reykjavík. Afkoma síðasta árs var aðeins rúmar fjórar milljónir króna og segja forsvarsmenn félagsins að hún sé alls ekki vera viðunandi. Rekstrargjöld bera merki kostnaðar við hinar miklu sameiningar. Gera varð m.a. starfs- lokasamninga við framkvæmdastjóra tveggja félaga. Miðað við hvernig þetta fyrsta starfsár félagsins byrjar er útlit fyrir að hluthafar félagsins muni hafa betri arð af félaginu í ár en í fyrra. Í fyrra voru seld 27.571 tonn af fiski fyrir 3.506 milljónir króna og var meðalverð 127.20 krónur. Hagnaður af rekstri nam tæpum 4,2 milljónum króna. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 5% arð til hluthafa, en þeir voru í árslok 229 og átti enginn meira en 10% hlutafjár. Framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands er Tryggvi Leifur Óttarsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á fyrsta aðalfundi Fiskmarkaðar Íslands var kjörin ný stjórn. Á myndinni eru stjórn og framkvæmdastjóri. Sitj- andi eru Sigurbjörn Svavarsson formaður og Tryggvi Leifur Óttarsson framkvæmdastjóri og í aftari röð eru aðrir stjórnarmenn; Sævar Friðþjófsson, Jón Ásbjörnsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Páll Ingólfsson og Bæring Guðmundsson. Hluthafar eru 229 og á enginn þeirra meira en 10% hlutafjár. Bjartari horfur hjá Fiskmarkaði Íslands Stykkishólmi. Morgunblaðið. VIÐSKIPTI STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur fjallað um afkomu Marels hf. árið 2000 sem tilkynnt var þinginu 12. mars. Afkoman reyndist lakari en vænta mátti á grundvelli þeirra upplýsinga sem félagið hafði áður birt opinberlega og lækkaði verð hlutabréfa félagsins verulega í kjöl- far afkomutilkynningarinnar. Í nóv- ember 2000 bauð Marel út nýtt hlutafé. Útboðinu lauk 1. desember. Í útboðs- og skráningarlýsingu félagsins segir m.a.: „Markmið Mar- els er að vaxa um að meðaltali a.m.k. 15% milli ára og að rekstrarhagn- aður fyrir skatta og fjármagnsliði verði á bilinu 8-12% af veltu. Horfur eru á að þessi liður verði um 8% á árinu 2000. Ekki er þó búist við að markmið um vöxt náist á árinu 2000 eftir 50% innri vöxt á árinu 1999. Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís- lands, segir að frá félaginu hafi eng- ar vísbendingar borist um að þessum markmiðum rekstraráætl- unar yrði ekki náð fyrr en við birt- ingu afkomufréttarinnar. Af hálfu Verðbréfaþings hafi því verið talið nauðsynlegt að kanna málið frá tveimur sjónarhornum. Í fyrsta lagi hvernig staðið hafi verið að gerð út- boðs- og skráningarlýsingarinnar. Í öðru lagi hvort félaginu hafi borið skylda til að birta afkomuviðvörun. Gera ekki athugasemd við útboðslýsingu Finnur segir að óskað hafi verið eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að vinnu við gerð útboðs- og skráningarlýsingar félagsins. „Starfsmenn þingsins áttu bæði fundi og stóðu í bréfaskriftum við forsvarsmenn Marels og starfsmenn Búnaðarbankans sem höfðu umsjón með útboði Marels í nóvember. Ósk- að var eftir skýringum félagsins á því ósamræmi sem er milli áætlana félagsins og afkomu ársins 2000, sér- staklega í ljósi þess hve langt var lið- ið á reikningsárið þegar þegar félag- ið birti útboðs-og skráningarlýsingu. Fengust þær skýringar að salan hefði reynst heldur minni en reiknað var með í áætlun og jafnframt seink- aði afhendingum, sem leiddi til þess að minna var tekjufært á árinu 2000. Verðbréfaþing telur ekki ástæðu til annars en að ætla að útboðs- og skráningarlýsing Marels hafi verið samin af fullum heilindum. Afkomuviðvörun eðlileg Hins vegar telur þingið það óvið- unandi að félagið skyldi ekki birta upplýsingar um að markmið rekstr- aráætlunar næðust ekki fyrr en við birtingu fréttar um afkomu ársins 2000. Að mati þingsins mátti for- svarsmönnum félagsins vera ljóst fljótlega eftir að rekstrarárinu 2000 lauk að frávik yrðu. Því er félagið átalið fyrir að hafa ekki birt afkomu- viðvörun, skv. 21. gr. reglna þingsins um upplýsingaskyldu.“ Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segist vera mjög hissa á áminn- ingu Verðbréfaþingsins en að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig sérstak- lega um málið, því sé nú lokið með tilkynningu Verðbréfaþingsins. Aðspurður segir Finnur að frá árinu 1998 hafi komið upp nokkur tilvik þar sem Verðbréfaþingið hafi séð ástæðu til þess að áminna fyr- irtæki. Sem dæmi megi nefna að þingið hafi talið að orðalag í jákvæðri af- komuviðvörun sem Búnaðarbankinn birti í desember 1999 hafi ekki verið nægilega skýrt. „ Í júní 1999 var birt yfirlýsing vegna reikningsskila Mar- el og í nóvember 1998 vegna skrán- ingarlýsingar sem Íslenskar sjávar- afurðir og Landsbanki Íslands stóðu að. Þá hafa nokkrir þingaðilar verið áminntir vegna misbrests á að þeir tilkynntu um utanþingsviðskipti í samræmi við reglur þingsins.“ Stjórn Verð- bréfaþings áminnir Marel Afkoman lakari en vænta mátti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.