Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 25

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 25
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 25 UM síðustu áramót voru 2.428 skip á aðalskipaskrá Siglingastofnunar Ís- lands en þau voru 2.412 árið 2000. Heildarfjölgun í flotanum er því 16 skip og bátar. Í brúttótonnum talið hefur flotinn minnkað um 7.490 tonn milli ára, var 235.934 brúttótonn í fyrra. Fyrsta janúar 2001 voru 1.067 þilfarsskip á skrá, samtals 220.874 brúttótonn, en 1. janúar í fyrra voru skipin 1.014 og samtals 228.240 brúttótonn. Þilfarsskipum hefur því fjölgað um 53 milli ára en stærð skipaflotans minnkað um tæp 8 þús- und brúttótonn. Opnum bátum hefur á sama tíma fækkað um alls 37. Um áramót var 1.361 opinn bátur á aðalskipaskrá en 1. janúar 2000 voru þeir 1.398. Mælt í brúttótonnum hefur bátaflotinn minnkað úr 7.694 brúttótonnum 1. janúar 2000 í 7.570 brúttótonn 1. janúar 2001. Elsta þilfarsskipið á skrá er sem áður Baldur VE-24, smíðaður 1930. Elsti opni vélbáturinn er Síldin SH-650 sem var smíðaður 1860. Meðalaldur íslenskra þilfarsfiski- skipa var í upphafi árs 20,5 ár. Breytingar á skipaskrá Þetta kemur fram í fréttabréfi Siglingastofnunar. Á árinu urðu ýmsar breytingar á skipaskránni við eigendaskipti og fleira. Sem dæmi voru gefin út 517 mælibréf og skrá- setningarskírteini sem er nokkur fækkun frá árinu áður. Þá var heild- arfjöldinn 582 mælibréf og skrásetn- ingarskírteini. Þjóðernisskírteini voru gefin út í 141 tilviki árið 2000 en 120 tilvikum árið á undan. Nýskráningar og afskráningar Nýskráningar voru samtals 70 á árinu 2000. Af þeim voru 59 þilfars- skip en nýskráðir opnir bátar voru 11. Heldur hefur dregið úr nýskrán- ingum frá árinu 1999 en þá voru þær samtals 121 eða 82 þilfarsskip og 39 opnir bátar. Í fyrra voru afskráningar samtals 70 en þá voru afskráð 29 þilfarsskip og 41 opinn bátur. Fjöldi skipa eftir landsvæðum Ef skoðaður er fjöldi skipa eftir landshlutum kemur í ljós að flest eru skipin á Norðurlandi eða 456. Á Vestfjörðum eru samtals 449 skip á skrá, meirihlutinn fiskiskip, en 439 skip eiga heimahöfn á höfuðborgar- svæðinu og munar þar mest um fjölda skemmtibáta.                          !  "#! $% "$ Skipum fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.