Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 27

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 27 ...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963 NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari: „Miðað við önnur Evrópulönd eru dómar í fíkniefnamálum hér ansi þungir. Það virðist fyrst og fremst vera horft á efnismagn en ef til vill mætti skoða þessi mál í stærra samhengi.“ KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti í gær stærstu ráðstefnuna um alnæmi sem haldin hefur verið í Afríku. Ráðstefnan fer fram í Abuja, höf- uðborg Nígeríu, og hana sækja nær fimmtíu þjóðarleiðtogar. Í setningarræðunni lagði Annan fram áætlun í fimm liðum um hvernig bregðast megi við alnæm- isvandanum. Tillögurnar fela með- al annars í sér að stofnaður verði alþjóðlegur sjóður til að fjármagna baráttuna gegn útbreiðslu sjúk- dómsins, heilbrigðisþjónusta í þró- unarlöndum verði stórbætt, alnæm- isrannsóknir og fræðsla verði efld og að almenningi standi til boða smokkar, alnæmispróf og lyf. Um milljarður dollara, eða um 95 milljarðar króna, fer til alnæm- isvarna og meðferðar í þróun- arlöndum á ári hverju, en Annan sagði nauðsynlegt að margfalda þá fjárhæð; að minnsta kosti í sjö millj- arða dollara. Alnæmisráðstefna í Abuja Abuja. AFP, AP. AP Kofi Annan sést hér á skermi flytja setningarræðu ráðstefnunnar. DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, samþykkti í gær frumvarp sem leggur bann við því að útlendingar eigi meirihluta í rússneskum fjöl- miðlum. Frumvarpið var sam- þykkt með 332 atkvæðum gegn 22, en efri deild þingsins, Sam- bandsráðið, á eftir að taka það til afgreiðslu. Frumvarpið var lagt fram af þingflokki Einingar, sem styð- ur stjórn Vladímírs Pútíns. Formælandi þess, Alexander Chuyev, sagði að eignarhald út- lendinga á rússneskum fjöl- miðlafyrirtækjum myndi „skerða frelsi fjölmiðlanna og ógna þjóðaröryggi“. Aðeins hinn umbótasinnaði Jabloko- flokkur lagðist gegn frumvarp- inu og varaði við því að það gæti leitt til þess að ríkið næði yf- irráðum yfir öllum helstu fjöl- miðlum landsins. Áhyggjur manna af frelsi fjölmiðla í Rússlandi hafa farið vaxandi á undanförnum mán- uðum, einkum eftir að ríkisfyr- irtækið Gazprom tók yfir stjórnina á einu óháðu sjón- varpsstöðinni sem sendir út um allt landið, NTV. Njósnari yfirheyrður fyrir opnum tjöldum BRESKUR dómari úrskurðaði í gær að yfirheyrslur yfir fyrr- verandi njósnaranum David Shayler skyldu ekki fara fram fyrir luktum dyrum, eins og stjórnvöld höfðu óskað eftir. Shayler vann fyrir MI5, leyni- þjónustu Breta innanlands, en hann hefur verið ákærður fyrir þrjú brot er varða uppljóstran- ir um starfsemi leyniþjónust- unnar. Í blaðaviðtali fyrir fjór- um árum fullyrti Shayler að MI5 hefði hlerað símtöl forvíg- ismanna Verkamannaflokksins á 8. áratugnum og hefur síðan fóðrað fjölmiðla á ýmsum sög- um um mistök stofnunarinnar. Hann flúði til Frakklands fyrir þremur árum ásamt unnustu sinni, sem einnig er fyrrverandi njósnari, en sneri sjálfviljugur heim í fyrra. Úrskurður dómarans um að réttarhöldin yfir Shayler skuli fara fram fyrir opnum tjöldum er áfall fyrir leyniþjónustuna, enda er viðbúið að ýmsar leyni- legar upplýsingar verði gerðar opinberar í yfirheyrslunum. Málsvörn Shaylers byggist á því að réttur hans til að upplýsa almenning um mistök leyni- þjónustunnar sé sterkari lög- unum um ríkisleyndarmál, sem eru óvenju ströng í Bretlandi. STUTT Útlend- ingar ráði ekki fjöl- miðlum Gól fe fn i á st igahús Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.