Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 27 ...og þú svífur„ S K Ý “Útgefandi glæsilegra tímarita síðan 1963 NÝTT SPENNAND I T ÍMAR I T Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari: „Miðað við önnur Evrópulönd eru dómar í fíkniefnamálum hér ansi þungir. Það virðist fyrst og fremst vera horft á efnismagn en ef til vill mætti skoða þessi mál í stærra samhengi.“ KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti í gær stærstu ráðstefnuna um alnæmi sem haldin hefur verið í Afríku. Ráðstefnan fer fram í Abuja, höf- uðborg Nígeríu, og hana sækja nær fimmtíu þjóðarleiðtogar. Í setningarræðunni lagði Annan fram áætlun í fimm liðum um hvernig bregðast megi við alnæm- isvandanum. Tillögurnar fela með- al annars í sér að stofnaður verði alþjóðlegur sjóður til að fjármagna baráttuna gegn útbreiðslu sjúk- dómsins, heilbrigðisþjónusta í þró- unarlöndum verði stórbætt, alnæm- isrannsóknir og fræðsla verði efld og að almenningi standi til boða smokkar, alnæmispróf og lyf. Um milljarður dollara, eða um 95 milljarðar króna, fer til alnæm- isvarna og meðferðar í þróun- arlöndum á ári hverju, en Annan sagði nauðsynlegt að margfalda þá fjárhæð; að minnsta kosti í sjö millj- arða dollara. Alnæmisráðstefna í Abuja Abuja. AFP, AP. AP Kofi Annan sést hér á skermi flytja setningarræðu ráðstefnunnar. DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, samþykkti í gær frumvarp sem leggur bann við því að útlendingar eigi meirihluta í rússneskum fjöl- miðlum. Frumvarpið var sam- þykkt með 332 atkvæðum gegn 22, en efri deild þingsins, Sam- bandsráðið, á eftir að taka það til afgreiðslu. Frumvarpið var lagt fram af þingflokki Einingar, sem styð- ur stjórn Vladímírs Pútíns. Formælandi þess, Alexander Chuyev, sagði að eignarhald út- lendinga á rússneskum fjöl- miðlafyrirtækjum myndi „skerða frelsi fjölmiðlanna og ógna þjóðaröryggi“. Aðeins hinn umbótasinnaði Jabloko- flokkur lagðist gegn frumvarp- inu og varaði við því að það gæti leitt til þess að ríkið næði yf- irráðum yfir öllum helstu fjöl- miðlum landsins. Áhyggjur manna af frelsi fjölmiðla í Rússlandi hafa farið vaxandi á undanförnum mán- uðum, einkum eftir að ríkisfyr- irtækið Gazprom tók yfir stjórnina á einu óháðu sjón- varpsstöðinni sem sendir út um allt landið, NTV. Njósnari yfirheyrður fyrir opnum tjöldum BRESKUR dómari úrskurðaði í gær að yfirheyrslur yfir fyrr- verandi njósnaranum David Shayler skyldu ekki fara fram fyrir luktum dyrum, eins og stjórnvöld höfðu óskað eftir. Shayler vann fyrir MI5, leyni- þjónustu Breta innanlands, en hann hefur verið ákærður fyrir þrjú brot er varða uppljóstran- ir um starfsemi leyniþjónust- unnar. Í blaðaviðtali fyrir fjór- um árum fullyrti Shayler að MI5 hefði hlerað símtöl forvíg- ismanna Verkamannaflokksins á 8. áratugnum og hefur síðan fóðrað fjölmiðla á ýmsum sög- um um mistök stofnunarinnar. Hann flúði til Frakklands fyrir þremur árum ásamt unnustu sinni, sem einnig er fyrrverandi njósnari, en sneri sjálfviljugur heim í fyrra. Úrskurður dómarans um að réttarhöldin yfir Shayler skuli fara fram fyrir opnum tjöldum er áfall fyrir leyniþjónustuna, enda er viðbúið að ýmsar leyni- legar upplýsingar verði gerðar opinberar í yfirheyrslunum. Málsvörn Shaylers byggist á því að réttur hans til að upplýsa almenning um mistök leyni- þjónustunnar sé sterkari lög- unum um ríkisleyndarmál, sem eru óvenju ströng í Bretlandi. STUTT Útlend- ingar ráði ekki fjöl- miðlum Gól fe fn i á st igahús Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.