Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 31
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 31 MALENA (Monica Bellucci) er mesta fegurðardísin og kynbomban í ítalska smábænum Castecuto á Sikiley. Hún er nýflutt í bæinn en maðurinn hennar er fjarverandi í stríðinu og í hvert sinn sem hún skundar í gegnum bæinn á morgn- ana vekur hún gríðarlega hrifningu karlpeningsins en kvenpeningurinn slúðrar um hana endalaust. Her unglingspilta fylgir hverju hennar fótmáli og er einn af þeim Renato Amoroso (Giuseppe Sulf- aro). Hann tekur að njósna um feg- urðardísina fótnettu og fylgjast grannt með öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og stoðar ekkert fyrir foreldra hans að draga athygli hans að öðru; þau reyna að negla fyrir glugga hans, senda hann til prestsins, síðan særingamanns og loks hóru. En ekkert dugar á piltinn. Þannig er sagan í ítösku myndinni Malenu eftir einn fremsta leikstjóra Ítala, Giuseppe Tornatore, en hún er frumsýnd í Regnboganum í dag. Með aðalhlutverkin fara Monica Bellucci, Giuseppe Sulfaro, Luciano Federico, Matilde Piana og Pietro Notarianni. Tornatore gerir sjálfur handritið eftir smásögu Luciano Vincenzoni en þeir bíóbræður Harv- ey og Bob Weinstein eru á meðal framleiðenda myndarinnar. Tornatore fór að hugsa um Mal- enu fljótlega eftir að hann lauk við myndina Cinema Paradiso, sem án efa er hans þekktasta verk. Hann rakst á smásögu Vincenzonis, sem var mikill handritshöfundur og vann m.a. með Sergio Leone, er fjallaði um dreng sem verður uppnuminn af fegurð Malenu. „Malena segir mjög einfalda sögu,“ er haft eftir leik- stjóranum. „Hún er þroskasaga piltsins og stúlkunnar í senn; barn verður að manni, stúlka verður að konu. Á endanum fjallar hún um hina eilífu baráttu á milli góðs og ills.“ Tornatore geymdi söguna hjá sér þar til einn daginn að hann hitti leik- konu sem hann taldi að gæti leikið Malenu. Hún heitir Monica Bellucci og þegar hann sá hana fylltist hann eldmóði og settist niður við skriftir með hana í huga fyrir hlutverk Mal- enu, flutti sögusviðið til Sikileyjar og bjó til óð til kvenlegrar fegurðar. „Það er allt í þessari sögu sem við getum búist við frá Giuseppe Torna- tore,“ segir bandaríski framleiðand- inn Harvey Weinstein um myndina. „Leikandi léttur húmor, fegurð Mal- enu, þroskasaga Renatos og saga um áhrif stríðsins á smábæinn; allt kemur það heim og saman í tilfinn- ingahlaðinni, epískri mynd.“ „Ég er nútímaleg, sjálfstæð kona,“ er haft eftir Bellucci, „og það var erfitt fyrir mig að sætta mig við hvernig farið er með Malenu í myndinni. En síðan hef ég skilið hana betur og það sem hún mátti þola til þess að komast af.“ Leikarar: Monica Bellucci, Giuseppe Sulfaro, Luciano Federico, Matidle Piana og Pietro Notarianni. Leikstjóri: Guiseppe Tornatore (Il Cam- orrista, Cinema Paradiso, Una Pura Formalita, L’Uomo delle Stelle, The Legend of 1900). Yndisfagra Malena Monica Bellucci í myndinni Malena. Regnboginn frumsýnir ítölsku bíómynd- ina Malenu eftir Giuseppe Tornatore með Monica Bellucci í aðalhlutverki. LEONARD Shelby (Guy Pearce) er klæddur í dýr, evrópsk föt og ekur nýlegum Jagúar og er með veskið fullt af seðlum en býr á ódýrum módelum. Þótt hann líti út fyrir að vera vel stæður kaupsýslumaður hefur hann aðeins einu hlutverki að gegna í lífinu; að hefna sín á þeim sem nauðguðu og myrtu eiginkonu hans. Hann fær enga hjálp frá lögregl- unni og Leonard er heltekinn af leit- inni að morðingjanum eða morðingj- unum. Hann á hins vegar í talsverðum erfiðleikum vegna þess að Leonard þjáist af sjaldgæfum sjúkleika sem ræðst á minni hans. Þótt hann muni vel líf sitt fyrir árás- ina á eiginkonu sína, getur hann ekki munað það sem gerðist fyrir litlum fimmtán mínútum, hvar hann er staddur, hvert hann er að fara og hvers vegna. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku spennumyndinni Memento sem frumsýnd er í Bíóhöllinni og Nýja bíói Keflavík. Með aðalhlut- verkin fara Guy Pearce, Carrie Ann Moss og Joe Pantoliano en leikstjóri er Christopher Nolan og byggir hann mynd sína á smásögu eftir bróður sinn, Jonathan. „Áhorfendur eru farnir að þekkja öll brögðin sem beitt er í spennu- tryllunum,“ segir Jonathan þessi, „og það verður sífellt erfiðara að kom þeim á óvart. Spurningin er alltaf, hvað gerist næst? Memento er öðruvísi að því leyti að hún snýr sög- unni við; fyrstu rammarnir í mynd- inni eru síðustu sekúndurnar í sög- unni. Spurningin sem áhorfendur velta fyrir sér er, hvers vegna? Spurningin í þessari sögu snýst ein- göngu um ástæðuna að baki morði“. Memento kostaði ekki mikið í framleiðslu miðað við það sem geng- ur og gerist í Hollywood. Hún var tekin á 25 dögum í Pasadena og San Fernando dalnum. Christopher Nol- an hrósar leikurunum sínum sér- staklega fyrir þeirra frammistöðu. „Guy gaf sig allan í verkið,“ segir leikstjórinn. „Hann þurfti stundum að klára níu síður á dag í tökum, sem er talsvert afrek þegar hafður er í huga sá brotakenndi stíll sem er á frásögninni.“ Moss hefur verið gríðarlega eft- irsótt í kvikmyndirnar frá því hún lék eitt aðalhlutverkið í The Matrix. Hún leikur bardömu í Memento sem er áhorfendum talsverð ráðgáta. „Er hún góð eða slæm?“ spyr leikstjór- inn Nolan. „Er hún að notfæra sér Leonard eða býr eitthvað annað undir?“ Og þriðji leikarinn er Pantoliano, sem vakið hefur athygli í Bandaríkj- unum að undanförnu fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Sopranos. „Við þurftum á leikara að halda sem gat verið ógnandi en léttur á bárunni í senn,“ segir leikstjórinn. „Joe var einmitt rétti leikarinn fyrir okkur.“ Leikarar: Guy Pearce, Carrie Ann Moss og Joe Pantoliano. Leikstjóri: Christopher Nolan (Following). Hvað kom fyrir Leonard? Bíóhöllin og Nýja bíó Keflavík frumsýna spennumyndina Memento með Guy Pearce og Carrie Ann Moss. Guy Pearce í hlutverki minnis- leysingjans í Memento. Brad Pitt og Julia Roberts lenda í bragðvondu í gamanspennumyndinni Mexíkóanum, sem frumsýnd er í þremur kvikmyndahúsum í dag. JERRY Welbach (Brad Pitt) er smákrimmi sem hefur um tvo kosti að velja. Annaðhvort heldur hann til Mexíkó að sækja verðmætan forngrip, byssu sem kölluð er Mexíkóinn, eða hljóta verra af. Skipun þessi kemur frá mafíufor- ingja hans. Hinn kosturinn er að gera það sem kærastan hans, Sam- antha (Julia Roberts), biður hann um; slíta öll tengsl við mafíuna. Jerry veltir hlutunum fyrir sér andartak og telur að það sé betra að vera á lífi og eiga reiða kærustu en dauður og eiga enga kærustu. Svo hann heldur til Mexíkó en hún lendir í Las Vegas. Þannig er upphafið á nýjustu mynd Julia Roberts, Mexíkóanum eða The Mexican, sem frumsýnd er í þremur kvikmyndahúsum í dag. Með helstu hlutverk auk hennar fara Brad Pitt, James Gandolfini, J. K. Simmons, Bob Balaban og Sherman Augustus. Leikstjóri er Gore Verbinski sem áður gerði gamanmyndina Mouse Hunt en handritið gerir J. H. Wyman. „Ég hafði mjög gaman af því hvernig sögur Pitts og Roberts flækjast saman í myndinni,“ er haft eftir leikstjóranum Verbinski, „og ekki síst öllum skrautlegu kar- akterunum sem verða á vegi þeirra. Einnig var ég spenntur yfir tökustöðunum í Mexíkó og Las Vegas og ég vissi að ég gæti leikið mér svolítið með útlit myndarinn- ar, litina og andrúmsloftið á þess- um tveimur ólíku stöðum.“ Í fyrstu var ekki gert ráð fyrir neinum stórstjörnum í aðalhlut- verkin en bæði Pitt og Roberts sýndu handritinu óvænt áhuga. Þau höfðu verið að leita að verkefni sem gaf þeim tækifæri til þess að leika saman. „Við höfum hist í gegnum tíðina og velt fyrir okkur hugmyndum,“ segir Pitt, „en það einhvern veginn gekk aldrei upp. Þessi saga var okkur hins vegar að skapi og passaði okkur frábærlega. Hún bauð upp á rétta efnasam- bandið.“ „Ég hef þekkt Brad í mörg ár,“ segir hin nýbakaða óskarsverð- launaleikkona Julia Roberts, „og við höfum næstum því náð að leika saman í nokkur skipti en ekkert orðið úr því. Þegar þetta handrit rak svo á fjörur okkar vorum við ekki lengi að hugsa okkur um. Við erum góðir vinir og það er engin spenna á milli okkar og okkur líður vel þegar við erum saman.“ Um persónu sína í myndinni seg- ir Pitt: „Jerry er ekki svalur, eins og það er kallað, heldur bara eins og ég og þú en í stórkostlegum vandræðum sem hann á erfitt með að koma sér útúr.“ Um Samantha segir Roberts: „Hún heldur að Jerry sé laus við krimmaferilinn en þegar annað kemur í ljós verður sprenging.“ Leikarar: Julia Roberts, Brad Pitt, James Gandolfini, J. K. Simmons, Bob Balaban og Sherman Augustus. Leik- stjóri: Gore Verbinski (Mouse Hunt). Pitt og Roberts í Mexíkó Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku bíó- myndina Mexíkóann eða The Mexican með Brad Pitt og Julia Robers. PARKER (Ryan Phillippe) og Longbaugh (Benicio Del Toro) halda að þeir hafi fengið frá- bæra hugmynd og setja hana í framkvæmd. Þeir ræna Robin (Juliette Lewis), sem er svo- kölluð leigumóðir og gengur með barn, og heimta lausnargjald af verðandi foreldrum barnsins. Þegar hins vegar Parker tekur að verða hrif- inn af Robin byrjar áætlunin að fara út um þúf- ur. Ekki batnar það þegar leigumorðingjar á vegum mafíunnar birtast með lausnargjaldið og við tekur stjórnlaus óreiða. Þannig er söguþráðurinn í spennumyndinni The Way of the Gun, sem frumsýnd er í dag í Kringlubíói og Nýja bíói Akureyri. Leikstjóri hennar er Christopher McQuarrie, sá hinn sami og skrifaði handrit Góðkunningja lögreglunnar eða The Usual Suspects. Er þetta fyrsta bíó- myndin sem hann leikstýrir. Með aðalhlutverkin fara Ryan Phillippe, Benicio Del Toro, James Caan, Taye Diggs og Juliette Lewis. Einhverjir hafa líkt frásagnarstíl McQuarrie við stíl hins ofbeldisfulla Sam Peckinpah. Leik- stjórinn segist hins vegar hafa byggt nokkuð á tveimur öðrum annáluðum leikstjórum þegar hann gerði The Way of the Gun, John Huston og Sidney Lumet. „Ég vildi alls ekki að þessari mynd yrði líkt við myndir Peckinpahs,“ er haft eftir honum. „Hann var mjög stíliseraður, notaði mikið það bragð að sýna atburðina hægt, notaði mikið of- beldi. Í þessari mynd er ofbeldið meira tilfinn- ingalegt, það er ekkert blóðbað í henni.“ Benicio Del Toro, sem hreppti Óskarinn um daginn, segist hafa verið ánægður með handritið sérstaklega. „Það er svo gersamlega óútreikn- anlegt,“ segir leikarinn, „og það er svo gaman að því hvernig hann fer að því að segja söguna, hún er svo þétt og hrynjandin svo góð í henni“. Ryan Phillippe er ungur leikari á uppleið í Hollywood. Hans fyrsta mynd var White Squall en síðan hefur hann leikið í myndum eins og Cruel Intentions og I Know What You Did Last Summer. Hann er einnig framleiðandi. Juliette Lewis vakti fyrst athygli þegar hún lék kornung í mynd Martin Scorsese, Víghöfða eða Cape Fear. Hún var útnefnd til Óskarsins fyrir leik sinn í myndinni og kvikmyndatilboðin streymdu inn. Hún lék í myndum eins og Hus- bands and Wives fyrir Woody Allen, What’s Eating Gilbert Grape eftir Lasse Hallström, Natural Born Killers eftir Oliver Stone og Strange Days eftir Bigelow. Benicio Del Toro er ört vaxandi leikari og eft- irsóttur eftir að hann hreppti Óskarinn fyrir Traffic. Hann lék í Góðkunningjum lögreglunn- ar og kynntist þar McQuarrie en aðrar myndir hans eru m.a. China Moon, Fearless og Fear and Loathing in Las Vegas. Leikarar: Ryan Phillippe, Benicio Del Toro, James Caan, Taye Diggs og Juliette Lewis. Leikstjóri: Christopher MCQuarrie. Mislukkaðir mannræningjar Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna spennu- myndina The Way of The Gun með Benicio Del Toro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.