Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 37

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 37 Í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 26. apríl, er grein eftir Ey- dísi K. Sveinbjarnar- dóttur, þar sem hún titlar sig sem stjórnar- formann Geðhjálpar. Í þeirri grein er rétti- lega gagnrýnd hin nei- kvæða fjölmiðlaum- ræða sem orðið hefur um málefni Geðhjálp- ar. Hún segir jafn- framt að Geðhjálp sé sjúklingafélag, ekki starfsmannafélag. Ey- dís gagnrýnir þar að undirritaður skuli bjóða sig fram til for- mennsku Geðhjálpar þar sem hann er fagmaður, launaður geðlæknir, og geti ekki setið báðum megin borðs- ins. Ábyrgð stjórnar Geðhjálpar Því er til að svara að hin neikvæða umræða um Geðhjálp að undan- förnu í fjölmiðlum er fyrst og fremst runnin undan rótum stjórnar Geð- hjálpar, frá formanni sjálfum, Ey- dísi K. Sveinbjarnardóttur og fram- kvæmdastjóra félagsins, Sveini Magnússyni. Stuðningsþjónusta Geðhjálpar er alfarið á ábyrgð stjórnar Geðhjálpar og fram- kvæmdastjóra. Þegar hún var sett á laggirnar 1994 laut hún eftirliti og stjórn svonefnds samstarfshóps en við síðustu endurnýjun samnings um stuðningsþjónustuna við Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra, félagsmálaráðuneyti og Félagsþjón- ustuna í Reykjavík í ársbyrjun 1999 fór stuðningsþjónustan beint undir stjórn Geðhjálpar og stjórn fram- kvæmdastjóra og frá þeim tíma hef- ur enginn samstarfshópur verið starfandi. Það húsnæði sem Geðhjálp hefur haft fyrir skjólstæðinga, sem mest er gagnrýnt nú, hefur verið í notkun í mörg ár. Það var tekið í notkun með vitund og vilja stjórnar Geð- hjálpar á sínum tíma. Núverandi stjórn Geðhjálpar og framkvæmda- stjóri hafa hins vegar ekkert gert í því á síðustu misserum að lagfæra þar ástandið. Að framkvæmd stuðn- ingsþjónustunnar hafi ekki verið með eðlilegum hætti á síðustu miss- erum er algerlega á ábyrgð stjórnar Geðhjálpar og framkvæmdastjóra. Stjórnin og framkvæmdastjóri hafa ekki sinnt skyldu sinni þar. Allt frá því að Eydís og félagar í stjórninni ráku fyrrverandi framkvæmda- stjóra félagsins á síðasta ári hefur ríkt ófremdarástand hjá Geðhjálp og stuðningsþjónustan hefur ekki notið þess styrks sem hún þarfn- aðist hjá stjórninni. Ítarleg úttekt var gerð á starfsemi Stuðningsþjón- ustunnar í ágúst 1999 af dr. Sig- urlínu K. Davíðsdóttur og þá var framkvæmd stuðningsþjónustunnar í góðu lagi og skýrsla hennar jákvæð í alla staði varðandi starfsemina. Það að ekki hafa verið gerðar úr- bætur hvað húsnæði varðar, það að ekki hafa verið ráðnir fagaðilar til að veita stuðningsþjónustunni forystu eða starfa hjá henni er alfarið á ábyrgð stjórnar Geðhjálpar og framkvæmdastjóra. Framkvæmda- stjórinn hefur endurtekið í fjölmiðl- um gert þessa starfsemi tortryggi- lega og látið að því liggja að dauðsföll hafi orðið vegna vanrækslu starfsfólks. Þetta eru alvarlegar og ljótar ásakanir, meiðandi bæði fyrir starfsmenn og eins aðstandendur þeirra látnu. Vitað er að andlát þau sem hér um ræðir tengdust á engan hátt nokkurri vanrækslu hjá stuðn- ingsþjónustu Geðhjálpar. Báðum megin borðsins Það er ankannalegt að sjá það í blaðagrein hjá Eydísi K. Svein- bjarnardóttur, æðsta stjórnanda geðhjúkrunar á Íslandi, sviðsstjóra geðhjúkrunar á Landspítala – há- skólasjúkrahúss að það sé neikvætt fyrir félag eins og Geðhjálp að fá til forystu fagmann, þ.e. geðlækni. Sjálf hefur hún setið í stjórn árum saman og nú upp á síðkastið sem formaður, áður vara- formaður, þó svo hún væri á sama tíma fram- kvæmdastjóri hjúkrun- ar á Barna- og ung- lingageðdeild og síðar sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði. Henni hefur greinilega ekki fundist hún sitja báðum megin borðs. Forveri hennar, Pétur Hauksson, geð- læknir sat sem formað- ur í mörg ár og var far- sæll í starfi og ekki komu fram neinar kvartanir um að hann sæti báðum megin borðsins. Og undan honum sat sálfræðingur sem for- maður Geðhjálpar. Þannig hafa fag- aðilar í langan tíma veitt Geðhjálp forystu. Því miður hefur núverandi stjórn og framkvæmdastjóri ekki haft skilning á starfi þeirrar þjón- ustu sem Geðhjálp er að veita veik- asta fólkinu. Þeir hafa ýtt þeirri þjónustu til hliðar og gert hana tor- tryggilega í augum fólks. En þeir mörgu aðilar sem nota þjónustu stuðningsþjónustu Geðhjálpar eru margir hverjir alvarlega veikir og ef ekki væri stuðningsþjónustan þyrftu þeir að dveljast innilokaðir á sjúkra- deildum og eða væru í reiðileysi og húsnæðisleysi á götunni. Með stofn- un stuðningsþjónustunnar var gert átak í þjónustu við þá sem alvarleg- ast eru veikir og með góðum ár- angri. Lokaorð Þó að Geðræktarverkefnið hafi tímabundið verið fært frá Geðhjálp er ljóst að þeir aðilar sem njóta nú þjónustu stuðningsþjónustu Geð- hjálpar þarfnast mikillar þjónustu áfram. Ekki er hægt að ýta þeim frá því þá bíður þeirra aðeins gatan eða innlögn á lokaðar sjúkradeildir. Gleymum því ekki að margir þeirra sem njóta stuðningsþjónustu Geð- hjálpar í dag áttu áður fyrr hvergi höfði að halla og voru í miklu hús- næðishraki og oft á götunni. Undirritaður hvetur félagsmenn í Geðhjálp til að mæta á aðalfundinn til að styrkja stöðu félagsins með því að kjósa undirritaðan sem formann svo halda megi áfram uppbyggingu og góðu starfi hjá Geðhjálp. Hér er átt við kröftugt félagsstarf, hags- munagæslu, stuðningsþjónustu fé- lagsins og geðræktarstarf til hags- bóta fyrir landsmenn alla. Mikil- vægt er að halda uppi öflugri starf- semi og sérstök nauðsyn að byggja upp þjónustuna á ný eins vel og hægt er því þeir sem njóta þjónust- unnar í dag eiga ekki í önnur hús að venda. Bætum hag geðsjúkra Kristófer Þorleifsson Geðheilbrigði Sérstök nauðsyn er að byggja upp þjónustuna á ný, segir Kristófer Þorleifsson, eins vel og hægt er því þeir sem njóta þjónustunnar í dag eiga ekki í önnur hús að venda. Höfundur er geðlæknir og í fram- boði til formanns Geðhjálpar. Szymon Kuran REQUIEM Tónleikar í Landakotskirkju og geisladiskur gefinn út á 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Íslands Kammersveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur, Kvennakór Reykjavíkur og Drengjakór Laugarneskirkju • Tónleikar í Landakotskirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 20.00: UPPSELT • Tónleikar í Landakotskirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 20.00. Forsala í bókabúðum Máls og menningar, Laugavegi 18 og Síðumúla 7-9 Verkið vekur með okkur samkennd með öllum þeim sem þessi sjúkdómur vitjar og með ættingjum og vinum sem standa nærri. Gildi tónlistar er ótvírætt í öllu andstreyminu. Hún gefur okkur styrk til að trúa á sigur lífsins. fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins Allur ágóði af útgáfu geisladisksins rennur til Krabbameinsfélags Íslands og verður nýttur til verkefna sem tengjast stuðningshópum sjúklinga. Geisladiskurinn er seldur í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is HRÍFANDI LISTAVERK Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.