Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 59

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 59 ÁLFASTEINN HF. á Borgarfirði eystra varð 20 ára á mánudaginn var, en fyrirtækið var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1981, sem þá bar upp á 23. apríl. „70% söluaukning varð hjá Álfa- steini fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra og stórir viðskiptavinir hafa aukið við pant- anir sínar. Ekki er þó við svona mik- illi aukningu að búast allt þetta ár, en ljóst er að það horfir í umtals- verða söluaukningu,“ segir í frétta- tilkynningu. Sem dæmi um verkefni framund- an, er Álfasteinn að framleiða á fjórða hundarð verðlauna- og minja- gripi fyrir Landsmót ungmenna- félaganna, sem haldið verður á Austurlandi í sumar. Fimm til sex manns munu starfa hjá Álfasteini í sumar, en þrír fastir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu allt árið. Aðalstarfsemi Álfasteins felst í framleiðslu og sölu á margs konar vörum úr steini, auk þess sem í verslun Álfasteins er fjölbreytt steinasafn með flestum þeim stein- tegundum sem fundist hafa í Borg- arfjarðarhreppi. Síðasta árið hefur einnig verið unnið talsvert við skiltagerð, einkum merkingar fyr- irtækja og skilti fyrir ferðaþjón- ustuna og er það vaxandi þáttur í starfseminni, segir í fréttatilkynn- ingunni. Álfasteinn 20 ára AÐALFUNDUR Evrópusamtak- anna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu þar sem ný stjórn var kjörin. „Samtökin sem voru stofnuð í maí ár- ið 1995 eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu sem vilja stuðla að upplýstum og for- dómalausum umræðum á Íslandi um samstarf Evrópuríkja, auk þess að vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá samtökunum. Á nýliðnum aðalfundi Evrópusamtak- anna voru eftirtaldir kjörnir í aðal- stjórn: Einar Skúlason, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórn- málafræðingur og formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, Katrín Júlíusdóttir, formaður Ungra jafnað- armanna, Kristján E. Guðmundsson framkvæmdastjóri, Ólöf G. Soebech, umhverfisfræðingur og verkefnis- stjóri hjá Evrópumiðstöð Impru, Úlf- ar Hauksson, Evrópufræðingur, – formaður. Evrópusam- tökin vilja for- dómalausar umræður NÁM, líf og starf í Viðskiptahá- skólanum á Bifröst verður kynnt laugardaginn 28. apríl nk. Um- sækjendur, velunnarar háskólans og aðrir eru hvattir til að heim- sækja Bifröst af þessu tilefni. Boð- ið verður upp á leiðsögn um svæð- ið. Allar deildir Viðskiptaháskólans verða með kynningu og bjóða um- sækjendum og öðrum áhugasömum aðilum upp á viðtöl við rektor, að- stoðarrektor, kennara og deildar- stjóra. Kynnt verður nám, námsefni, verkefnavinna í tengslum við at- vinnulífið, möguleikar til fram- haldsnáms og störf að námi loknu. Nemendagarðar Viðskiptahá- skólans sýna íbúðir, herbergi og aðra aðstöðu. Upplýsingamiðstöð háskólans sýnir upplýsingaöflun og nýtingu gagnagrunna. Líkamsræktarstöð og baðsvæði verða opin gestum. Leikskólinn Hraunborg sýnir aðstöðu og leik- skólastjóri verður til viðtals. Varmalandsskóli mun einnig kynna starfsemi grunnskólans. Skólastjóri verður til viðtals og tekur á móti umsóknum. Á Bifröst búa, nema og starfa um 400 manns. Í fréttatilkynningu frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst segir að skólinn leitist við að veita hæfum einstaklingum sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og sam- skiptahæfni tækifæri til að beina kröftum sínum og hæfileikum á svið viðskipta og rekstrar. „Við- skiptaháskólinn stefnir að því að skapa nemendum sínum sam- keppnisyfirburði á vinnumarkaði að námi loknu. Við inntöku nýrra nemenda leitast háskólinn við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreytt- an nemendahóp með ólíkan bak- grunn, menntun og reynslu.“ Kynning á háskóla- þorpinu á Bifröst WALDORF-leikskólinn Ylur og Waldor-skólinn Lækjarbotnum fagna 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður kynning á starfsemi skólanna á Borgarbóka- safni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, dagana 28. apríl til 6. maí. Skólarnir starfa út frá hugmyndum Rudolf Steiners, þar sem listrænt, verklegt og bóklegt nám er lagt að jöfnu. Sýningin verður opnuð laugardag- inn 28. apríl kl. 13.30 með uppákomu nemenda. Allir eru velkomnir. Waldorf-skólinn kynntur SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til óvissugöngu laugardaginn 28. apríl. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gangan tekur 3–4 tíma og eru allir velkomnir. Tilgangur Sjálf- boðaliðasamtaka um náttúruvernd er að vernda náttúruna, veita fólki tækifæri til að vinna að náttúru- vernd, auðvelda því umgengni um náttúruna, fræðast um hana og njóta náttúrufegurðar. Óvissuganga náttúruunnenda ♦ ♦ ♦ K O R T E R Bjóðum nú mikið úrval af mjög vönduðum borðstofuhúsgögnum frá Skovby á frábæru verði! B O R Ð S T O F U H Ú S G Ö G N Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 húsgögn Ármúla8-108Reykjavík Fáanlegt í Kirsuberjavið Mahogny Beyki Ask Eik FERÐASKÓLI Flugleiða útskrifaði nýlega 24 nem- endur af ferðabraut og var meðaleinkunnin að þessu sinni 8.91. Þetta er níunda útskrift skólans frá stofnun hans árið 1992. Útskrift Ferðaskóla Flugleiða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.