Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI Frjálslynda flokksins í Kaffivagninum við Grandagarð í Reykjavík kom fram hörð gagnrýni á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi, sem og á Hafrannsóknastofnun og lýst efasemdum um starfshætti og starfsaðstöðu hennar. Forsvarsmenn flokksins lýstu andstöðu við kvóta- kerfið og vilja láta skoða nánar kerfi sem byggist á sóknardaga- og veið- arfærastýringu. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, hafði fram- sögu á fundinum og stutt erindi fluttu einnig Sverrir Hermannsson, alþing- ismaður og formaður Frjálslynda flokksins, og Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Meinsemd í veiðistýringu Guðjón talaði um að þegar Haf- rannsóknastofnun birti veiðiráðgjöf sína hafi það verið þriðji svarti dag- urinn á þessu vori, sá fyrsti hafi verið þegar lög voru sett á sjómannaverk- fall og annar þegar ákveðið var að lög um kvótasetningu smábáta skyldu taka gildi. Guðjón sagði að í ljósi nið- urstöðu Hafrannsóknastofnunar varðandi stofnstærðir við Íslandsmið væri nauðsynlegt að skoða þessi mál upp á nýtt. „Við höfum lagt fram hug- myndir um hvernig það ætti að ger- ast. Meðal annars með að skoða upp á nýtt að skipta flotanum upp í útgerð- arflokka,“ sagði Guðjón og bætti við að þá leið teldi hann alveg nauðsyn- lega ef menn ætluðu að ná stjórn á fiskveiðikerfinu og horfa til framtíð- ar. Hann sagði að skilgreina þyrfti hvernig haga ætti og stýra veiðum við Íslandsmið. „Það þyrfti að minnsta kosti þrjá eða fjóra útgerð- arflokka. Einn væri þá frystiskip og nótaskip, [...] og svo strandveiði- og smábátafloti.“ Í máli Guðjóns kom fram að í strandveiðiflota gætu verið frá sex tonna bátum og upp í 200 tonna skip. Þá sagði hann að útgerð- armenn, hvort sem um væri að ræða smábáta- eða stórútgerðarmenn, ættu hvorki að hafa leigu- né sölurétt á aflaheimildum. „Þeir þurfa að hafa veiðirétt,“ sagði Guðjón, „en að þeir eigi að fara að leigja eða selja frá sér aflaheimildir það er út úr korti og verður enginn friður um það til fram- búðar. Það er í raun og veru mein- semd í útfærslu á veiðistýringunni að það skuli hafa komið til.“ Auðlindin keypt til baka Sverrir Hermannsson rifjaði upp hver átti að vera aðalforsenda kvóta- kerfisins. „Það átti að bjarga þorsk- stofninum við landið,“ sagði Sverrir. Þá varð honum tíðrætt um skýrslu auðlindanefndar frá því í febrúar á þessu ári og sagði að í henni væri hrúgað saman úr fylgsnum LÍÚ öll- um ósannindum sem sett væru undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það hefur reynst okkur með þessum hætti sem menn hafa nú fyrir augum. Þetta kerfi er með öllu ónothæft,“ sagði Sverrir og þótti menn lítið læra af reynslunni og vísaði þar til orða sjávarútvegsráðherra um að hann sæi ekki að annað kerfi en kvótakerfi gæti leyst þann vanda sem minnkun þorskafla um 60 þúsund tonn á tveimur árum valdi. „Þannig snúa röksemdir þeirra og málafærslan á haus í öllum þessum atriðum,“ sagði Sverrir og áréttaði að fulltrúar allra flokka með sæti í auðlindanefnd hafi verið þeirrar skoðunar að byggja ætti stjórn fiskveiða í meginatriðum áfram á núverandi grunni. „Mála sannast er það að eini árangurinn af þessu kerfi er að gefa örfáum mönn- um færi á að hrifsa til sín milljarða út úr fiskveiðistjórnunarkerfinu og meira að segja hafa þeir skotið því úr landi skattfrjálst,“ sagði Sverrir og bætti við: „Gera menn sér grein fyrir því að ef við ætlum í framtíðinni að halda áfram að gera út á Íslandi þá verður þjóðin að kaupa af þessum herrum sem fengið hafa auðlindina gefins úthlutaða, kaupa hana alla til baka. Og það sem stjórnvöld, bæru þau einhverja ábyrgð á sjálfum sér og stjórn landsins, ættu að tilkynna þjóðinni er: Nú verðum við að leggja hart að okkur, í áratug eða svo, til að eignast aftur auðlindina okkar og kaupa hana af þeim sem við höfum áður gefið hana.“ Sverrir sagði með ólíkindum að vel upplýst þjóð skuli láta mata sig á því að þetta sé heimsins besta fiskveiði- kerfi. Hann sagði ennfremur ekki rétt hjá forstjóra Hafrannsókna- stofnunar að þorskveiði hafi ekki ver- ið sjálfbær undanfarin 40 ár og nefndi árið 1971 og árin 1952 til 1972 máli sínu til stuðnings. Svartar vikur Grétar Mar Jónsson sagði að frek- ar en að tala um svarta daga væri um svartar vikur hjá sjómannastétt að ræða. „Við erum að kljást við kvóta- þegana sem hafa fengið gefins veiði- heimildir af Íslandsmiðum og eru með frekju og yfirgangi að sölsa und- ir sig meiri völd. Í fyrsta lagi er núna verið að vinna að því að einkavæða Stýrimannaskólann [...] þeim finnst þeir ekki hafa nóg völd þar. LÍÚ hef- ur staðið fyrir því að búið er að eyði- leggja Fiskifélag Íslands, sem var sameiginlegur vettvangur þar sem menn í sjávarútvegi gátu rætt málin og þeir höfðu ekki neina yfirburða- stöðu til að ráða gangi mála. Svo er komin tillaga um að endurskoða stjórn Hafrannsóknastofnunar með það í huga að þeir fái meiri völd þar. Þá er líka komin hugmynd um að setja stjórn yfir Fiskistofu og þar ætla þeir sér að hafa tögl og hagldir líka. Það er spurning hvort lýðræðið sé ekki orðið í hættu þegar ákveðin öfl geta komist upp með að stjórna svona á öllum sviðum og ráðið yfir öll- um hlutum sem snúa að íslenskum sjávarútvegi,“ sagði Grétar. Í umræðum eftir framsögur veltu menn upp ýmsum möguleikum sem skýrt gætu skekkju í stofnstærðar- tölum hjá Hafrannsóknastofnun. Velt var upp spurningunni um hversu mikið hvalir ætu úr fiskistofn- um og sveiflum í veiðanleika milli ára. Til snarpra orðaskipta kom um brott- kast og sýndist sitt hverjum. Menn virtust engu að síður sammála um að stóran hluta vandans mætti rekja til fjársveltis Hafrannsóknastofnunar og voru menn almennt sammála um að styrkja bæri stofnunina. Fundur Frjálslyndra um sjávarútvegsmál á Kaffivagninum Vilja afnema leigu- og sölurétt á kvóta Frjálslyndi flokkurinn boðaði til morgunfundar í gær þar sem ræddar voru ráðleggingar fiski- fræðinga varðandi há- marksafla og staða út- gerðar í landinu. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sverrir Hermannsson og Guðjón A. Kristjánsson sátu fyrir svörum í fjörugum umræðum á Kaffivagninum. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt rúmlega þrítugan mann í 60 daga fangelsi en hann var fund- inn sekur um að hafa ekið fjórum sinnum undir áhrifum áfengis á jafn mörgum mánuðum. Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust. Um var að ræða fjögur mál sem voru sameinuð í eitt. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði átta sinnum sætt sektarrefsingum frá 1990, þar af tvisvar vegna ölv- unaraksturs. Þau brot höfðu þó ekki ítrekunaráhrif. Maðurinn var ennfremur sviptur ökurétti ævi- langt. Þá var 36 ára gamall karlmaður dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt fyrir að aka gaffallyft- ara um götur á Suðureyri í þeim tilgangi að fara með sorp á sorp- hauga. Í ljós kom að maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum og hafði ekki réttindi til að aka vinnuvélum. Erlingur Sigtryggsson dóms- stjóri kvað upp dómana. 60 daga fangelsi vegna ölvunar- aksturs UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur hefur í fram- haldi af áliti borgarlögmanns falið Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að gefa þeim aðilum sem fyrirhugað er að setja sölubann á tóbaki, „kost á andmælum og athuga- semdum áður en sölubann kemur til framkæmda“, eins og segir í bókun nefndarinnar. Þar segir ennfremur að brotlegir aðilar verði krafðir um áætlun þar sem fram komi hvaða aðgerðir þeir hyggist grípa til í því skyni að koma í veg fyrir að starfsmenn selji eða afhendi ungmennum und- ir 18 ára aldri tóbak. Nefndin felur Heilbrigðiseftirlit- inu jafnframt að að ítreka leiðbein- ingar sínar gagnvart söluaðilum, ásamt því að aflétta sölubanni þeg- ar í stað sé sýnt fram á úrbætur varðandi sölu tóbaks til ungmenna. Brot á reglum um sölu á tóbaki Krafist áætlunar um úrbætur FYRIRTÆKIN Frigg ehf. og Sám- ur-Hreinn ehf., sem bæði hafa notað nonylfenóletoxýlöt, sem eru niður- brotsefni í framleiðslu á tjöru- hreinsum, hyggjast hætta notkun efnanna á næstunni. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær er um að ræða efni sem hafa svipuð áhrif og kvenhormónin estrogen og geta þau haft alvarleg áhrif á frjó- semi manna og dýra. Samkvæmt svokölluðu OSPAR-samkomulagi, sem Íslendingar eiga aðild að, er kveðið á um að dregið verði úr notk- un efnanna og að notkun þeirra til iðnaðarnota verði hætt frá og með þessu ári. Lúther Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Frigg, bendir á að enn sé engin reglugerð til sem kveði á um að notkun efnanna skuli hætt, einungis sé um tilmæli að ræða. „Áður en vöru er breytt mikið þarf ákveðin aðlögun og vöruþróun að eiga sér stað og hún getur verið tímafrek því mikilvægt er að gæði efnanna haldi sér. Okkar vöruþróun stefnir að því að gera efnin sem um- hverfisvænust án þess þó að minnka virkni efnanna.“ Lúther bendir á að fyrirtækið framleiði nú þegar tjöru- hreinsa sem innihalda ekki umrædd efni en markaðurinn hafi kallað á hreinsa sem innihalda nonylfenóe- toxýlöt þar sem þau séu sterkari en hin. Sigurður Sigurðsson, efnaverk- fræðingur hjá Frigg, ítrekar að ekki sé verið að brjóta gegn lögum eða reglugerðum. Hann bendir á að Hollustuvernd ríkisins hafi ekki fylgst grannt með málinu hingað til, ef til vill muni stofnunin ekki fylgja málinu eftir af neinni alvöru fyrr en komin sé reglugerð eða lög um mál- ið. Hjá Frigg sé verið að vinna í því aðtaka umrædd efni úr framleiðslu og er stefnt á að búið verði að ryðja þessum efnum burt fyrir haustið. Hollustuvernd hyggst gera átak Ágúst Már Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Sáms-Hreins, segir fyrirtækið hafa vitað að umrædd efni muni hverfa af markaðnum og því sé í bígerð að bregðast við því með framleiðslu á nýjum efnum sem fyrst. Hann telur að fyrirtækið muni hætta notkun á efnunum á þessu ári. Níels Jónsson, sérfræðingur á eit- urefnasviði Hollustuverndar ríkis- ins, bendir á að þar sem OSPAR- samkomulagið feli einungis í sér til- mæli um að hætt verði við notkun efnanna hafi stofnunin lítið í hönd- unum til að grípa til aðgerða í mál- inu. Níels segir þegar vera til góð efni á markaðnum sem komið geti í stað nonylfenóletoxýlata. „Þessi efni eru hins vegari dýrari og þess vegna eru þau ef til vill ekki notuð.“ Holl- ustuvernd hyggst gera átak á næst- unni varðandi notkun umræddra efna í íslenskum fyrirtækjum. Fyrirtæki hyggjast hætta notkun niðurbrotsefna í hreinsivörum Umhverfisvænu efnin dýrari ♦ ♦ ♦ OLÍUFÉLÖGIN hafa nú öll hækkað verð á eldsneyti. Almenn hækkun er sú sama, fimm krónur á bensín og fjórar á dísilolíu. Olís hækkaði hjá sér verð fyrsta þessa mánaðar og Skeljungur þann fimmta. Olíufélagið hf., Esso, hinkraðið aðeins lengur en fylgdi svo í kjölfarið í gær. Gunnar Skaptason, hjá Bensín- orkunni ehf., segir að þrátt fyrir að þeir hafi einnig hækkað sitt verð í gær passi þeir samt upp á að vera lægstir og að það muni 20 aurum á lítraverði 95 oktana bensíns hjá þeim og ÓB-Bensíni sem Olís rekur. Bensínverð hækkar hjá öllum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.