Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 31 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á 25 sætum aðra leiðina til Barcelona þann 27. júní. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja komast út til Spánar og eru ekki búnir að ákveða með heimferðina. Gildir eingöngu út aðra leiðina, Keflavík – Barcelona, 27. júní. Barcelona 27. júní frá 9.900 kr. Verð kr. 9.900 Flugsæti eingöngu. Flugvallarskattar kr. 1.870. Verð kr. 11.770 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Í KVÖLD kl. 19.30 verða lokatón- leikar starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Fyrra verkið á efnisskránni er 6. sinfónía Beetho- vens, Pastoralsinfónían, eða Sveita- lífssinfónían. Hún var samin á árun- um 1807–08 og frumflutt á sannkölluðum stórtónleikum þar sem flutt voru fleiri stórvirki höfundarins: fimmta sinfónían, Kóral-fantasían, kaflar úr Messu í C-dúr og fjórði píanókonsertinn. Seinna verkið er Vorblótið eftir Igor Stravinskíj. Það var talað um „Le grand scand- al“ þegar það var frumflutt í París í maí 1913. Prúðbúnir góðborgarar áttu von á hefðbundinni ballettsýn- ingu með þokkafullum og léttstígum dansmeyjum tiplandi um sviðið, en horfðu þess í stað með hryllingi á stórkarlalegar hreyfingar dansar- anna sem túlkuðu frumstætt blót að hætti fornmanna og fengu í þokkabót tónlist við hæfi. Mörg ár liðu þar til almenningur og gagnrýnendur átt- uðu sig á mikilleik og gæðum verks- ins. Sumarið 1929 skrifaði Diaghilev, ballettstjóri Rússneska balletsins í París, vini sínum: „Í gær var Vorblót- ið flutt við mikinn fögnuð. Loksins hafa þessir einfeldningar öðlast skilning á því. The Times segir Vor- blótið vera fyrir tuttugustu öldina það sem Níunda Beethovens var þeirri nítjándu. Loksins!“ Á síðasta ári valdi tímaritið Classic CD Vor- blótið eitt af tíu mestu tónverkum þú- saldarinnar. Náttúrumúsík Við stjórnvölinn á tónleikunum í kvöld stendur fyrrverandi aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar, Petri Sakari. „Verkin sem við flytjum í kvöld eru bæði tengd nátt- úrunni. Við flytjum Sveitalífssinfón- íuna eftir Beethoven, sem er ein feg- ursta lýsing á náttúrustemmningu sem til er, en eftir hlé flytjum við Vor- blótið eftir Stravinskíj, sem er eitt af mestu verkum 20. aldarinnar. Vor- blótið er líka tengt náttúrunni en á allt annan hátt. Í Sveitalífssinfón- íunni ríkir mikil hamingja og engin vandræði fyrir utan svolítið þrumu- veður, en í Vorblótinu er hamingjan ekki jafn mikil, sérstaklega ekki fyrir brúðina sem þarf að dansa þar til hún dettur dauð.“ Það kemur Petri Sakari ekki á óvart að Vorblótið hafi verið valið eitt af tíu bestu verkum þúsaldarinnar. „Þegar verkið var frumflutt var þetta eitthvað öldungis nýtt og burtséð frá dansinum hafði fólk aldrei heyrt ann- að eins í tónlist. Það sem snart við fólki þá og gerir enn, þótt á annan veg sé, er þessi sterki rytmi, en einnig hljómur þessarar stóru hljómsveitar sem verkið krefst. Svo má líka nefna hvernig Stravinskíj mótar laglínur og byggir hljómavef kringum þær, þetta hefur allt áhrif. Það er mikill kraftur í Vorblótinu, næstum því kynferðis- legur, sérstaklega undir lokin.“ Sneggri upp á lagið Frá síðasta hausti hefur Petri Sak- ari verið aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Gävle í Svíþjóð, en jafnframt því hefur hann átt ann- ríkt sem gestastjórnandi. „Ég hef þó ekki mikið verið að stjórna sem gest- ur á Norðurlöndunum; miklu frekar annars staðar og sérstaklega mikið í þýskumælandi löndunum og á Eng- landi. Þá er ég fastur gestur Útvarps- hljómsveitarinnar í Vínarborg.“ En hvernig finnst Petri Sakari Sin- fóníuhljómsveit Íslands hafa dafnað á þeim þremur árum sem liðin eru frá því hann hætti síðast sem aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar? „Þá voru að- eins 72 hljóðfæraleikarar í hljóm- sveitinni, en nú eru þeir orðnir 80, og það er mikil breyting til góðs. Hvað listrænu hliðina snertir finnst mér hljómsveitin vera orðin sneggri upp á lagið, þau læra hraðar og æfingarnar ganga jafnar fyrir sig. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur alltaf verið frábær tónleikahljómsveit, og ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að stjórna henni á tónleikum.“ Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að koma aftur til starfa sem aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands segir Petri Sakari að það yrði þá heimsmet að stjórnandi réði sig í þriðja sinn sem aðalstjórnanda sömu hljómsveitar- innar á innan við áratug, og taldi það fremur óraunhæft. „Ég nýt þess samt að vera hér og vinna með hljómsveitinni og ég vona að henni líki enn við mig. En ég kem hingað örugglega aftur í apríl á næsta ári, þar sem við verðum aftur með stórt prógramm með þremur verkum sem ekki hafa heyrst hér áð- ur; nýju stóru verki, Hyr eftir Áskel Másson, og tveimur verkum eftir Richard Strauss sem ekki hafa heyrst hér áður á tónleikum; Sjöslæðudansinum úr Salóme og Alpasinfóníunni, sem einnig hefur tengsl við náttúruna.“ Petri Sakari stjórnar lokatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Frábær tónleikahljómsveit Morgunblaðið/Sigurður Jökull Petri Sakari hljómsveitarstjóri einbeittur við æfingar á Vorblótinu í Háskólabíói í gærmorgun. RITHÖFUNDURINN Gyrðir El- íasson tekur nú í ágústmánuði þátt í bókmenntahátíð í Molde í Noregi ásamt ekki ómerkari rithöfundum en Richard Ford, David Grossmann og Bei Dao. Bókmenntahátíðin, sem ber heitið Bjørnson-hátíðin, verður með al- þjóðlegu yfirbragði að sögn stjórn- enda og eru Bandaríkjamaðurinn Ford, ísraelski rithöfundurinn Grossmann og kínverska skáldið Bei Dao helstu stjörnur hátíðarinnar. Alls munu þó um 70 rithöfundar og skáld, Gyrðir þeirra á meðal, flytja verk sín á Bjørnson-hátíðinni. Áherslur í ritverkavali eru að þessu sinni alþjóðlegar, líkt og áður hefur komið fram, og koma höfundarnir því víða að. Eru stjórnmál og þjóð- félagsmál þá einnig gegnumgang- andi þema í skrifum þeirra flestra. Gyrðir Elías- son á há- tíð í Molde VILLUR slæddust inn í frétt um sumartónleika í Stykkishólmskirkju og verður dagskráin því birt á ný. Næstu tónleikar í röðinni eru með Óskari Guðjónssyni saxófónleikara og Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara 21. júní. Stúlknakór danska ríkisútvarps- ins verður með tónleika 2. júlí. Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari koma fram 5. júlí. 19. júlí. kemur fram djasskvartett- inn Dúett Plús. 26. júlí verða tónleikar með Þór Breiðfjörð Kristinssyni og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur og munu þau flytja lög úr söngleikjum. 2. ágúst verða tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur, þverflautuleikara og Arne Jörgen Fæo, píanóleikara. 19. ágúst skemmtir söngkvartettinn Út í vorið og með þeim eru Signý Sæ- mundsdóttir, sópran og Bjarni Jón- atansson, píanóleikari. 23. ágúst eru lokatónleikarnir en þá koma fram El- ísa Vilbergsdóttir, sópran og Ingi- björg Þorsteinsdóttir, píanóleikari. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Sumartón- leikar í Stykk- ishólmskirkju 41. ÁRGANGUR Húnavökunnar er kominn út en í ritinu eru um 300 síður af efni sem allt tengist Húnaþingi á einhvern hátt. Húnavaka er myndskreytt rit, sem gefið er út af Ungmenna- sambandi Austur-Húnvetninga og hefur komið út á hverju ári síðan 1961. Efni ritsins er ljóð, sögur, þjóð- legur fróðleikur, annáll ársins ásamt stuttu æviágripi allra Hún- vetninga sem látist hafa á árinu. Nýjung í bók þessa árs er að tíu Húnvetningar skrifa um liðna öld og spá um framtíðina á þeirri ný- byrjuðu. Stefán Jónsson bóndi á Kag- aðarhóli er ritsjóri Húnavöku og hefur hann ritstýrt henni frá upphafi. Fyrstu þrjú árin í sam- vinnu við Þorstein Matthíasson rithöfund á Blönduósi en einn eft- ir það. Í ritnefnd eru fimm manns auk Stefáns og hafa margir þeirra verið lengi í nefndinni. Á kynn- ingarfundi í Kántrýbæ á dög- unum kom fram í máli Stefáns ritstjóra, að í þessari 41 bók, sem nú eru út komnar, hafa um 400 manns skrifað samtals 9000 blað- síður. Bókin í ár skartar 34 höf- undum á öllum aldri, sem skrifa um hin ýmsu efni. Stefán sagðist undrast og jafnframt gleðjast yfir hve auðvelt væri að fá fólk til að skrifa í Húnavökuna því enginn fær greitt fyrir skrif sín að öðru leyti en því, að allir höfundar fá eintak af bókinni. Björgvin Þórhallsson, formaður USAH sagðist telja að Húnavaka væri rós í hnappagat ungmenna- sambandsins. Húnavakan hefur komið út á hverju ári frá 1961 Auðvelt að fá fólk til að skrifa Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Ritnefndarmennirnir með nýju Húnavökuna; Páll Ingþór Kristinsson, Magnús Jónsson, Stefán Jónsson ritstjóri, Ingibergur Guðmundsson og Björgvin Þórhallsson, formaður ungmennasambandsins. Skagaströnd. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.