Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRAN var ekkert uppáhaldsum- ræðuefni Verkamannaflokksins í kosningabaráttunni. Bæði Tony Blair forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra voru þó stöðugt spurðir um áform sín í þeim málum og voru yfirleitt áberandi ó- glaðir að svara. Staðlaða svarið var að aðild yrði hugleidd þegar efna- hagslegar forsendur aðildar væru uppfylltar. En eins og bent er á í grein í Financial Times í gær þá er svarið ekki bara einhver óyggjandi efnahagsformúla eins og ráðherr- arnir láta í veðri vaka. Það vantar ekki getgáturnar um hvort og hvenær þá. Ein er að á þingi enska alþýðusambandsins í september muni Blair tilkynna um þjóðaratkvæðagreiðslu haustið þar á eftir. En hingað til hefur Blair ekki sýnt mikla hæfileika í að takast á við erfið mál. Hver bógur verður í honum að glíma við að telja fólki hughvarf þegar skoðanakannanir sýna að 60-70 prósent kjósenda eru á móti aðild að Efnahags- og mynt- sambandi Evrópu, EMU, er óljóst. Evran – prófraun Blairs Það má þó vera léttir að Íhalds- flokkurinn undir forystu William Hague setti björgun pundsins á oddinn í kosningabaráttunni, en hafði lítt erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en hann tók upp alþýð- legri mál eins og velferðarmál, skóla, baráttu gegn glæpum og heil- brigðiskerfið að vinsældakúrfa hans tók smákipp upp á við. Þó Bretar séu almennt á móti evruaðild kippa þeir sér minna upp við tal um Evrópu en velferðarmál- in, alla vega í kosningabaráttunni. Blair hefur vissulega gengið í gegnum ýmsar eldraunir frá því hann varð óvænt leiðtogi flokksins 1994 er John Smith þáverandi leið- togi varð bráðkvaddur á besta aldri. Kosningasigurinn 1997 er flokkur- inn náði 179 þingsæta meirihluta má að hluta þakka Blair, en líka því að Íhaldsflokkurinn var fullkomlega útslitinn eftir átján ára stjórnar- setu. Stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki aðeins staðið í vinsælum aðgerðum, en að mestu leyti hefur hún haft meðbyr í ráðstöfunum sín- um. Þó Blair hafi sýnt leiðtogahæfi- leika og hæfileika til að hrífa kjós- endur hefur hann gert það hingað til með því að taka fyrir mál, sem stór hluti kjósenda er þegar sam- mála honum um, eins og meira fé til skóla og heilbrigðismála. Að takast á við evruaðild, sem meginþorri kjósenda trúir ekki á, verður próf- raun á æðra stigi. Andstætt Danmörku og Svíþjóð, tveimur Evrópusambandslöndum, sem eru utan evrunnar, er fjármála- og atvinnulífið í Englandi ekki ein- dregið með EMU-aðild. Þar gætir þvert á móti mikillar tortryggni, svo heldur ekki í þeim geira getur Blair treyst á eindreginn stuðning. Og margir benda einnig á að þó Blair sé líklega fremur einlæglega fylgj- andi evruaðild þá gildi ekki það sama um Gordon Brown fjármála- ráðherra. Aðild er ekki bara einfalt reikningsdæmi Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda með stormsveip 1997 töldu margir að nú væri lag fyrir Blair að svipta löndum sínum með sér inn í evrulandið, enda styrkur hans þá slíkur að hann virt- ist bæði geta flogið og gengið á vatni. Um haustið hélt Brown stefnuræðu, þar sem hann lagði evruaðild á ís þar til efnahagslegum forsendum, sem hann skilgreindi sjálfur, yrði mætt. Ýmsir hafa leitt að því líkum að Brown hafi þarna þvergirt fyrir aðild á kjörtímabilinu en líka komið Blair í opna skjöldu, því hann hafi ekki viljað útiloka ákvörðun. Það verður í mörg horn að líta þegar kemur að því að stíga skrefin í átt að evruaðild. Bretar þurfa að uppfylla skilyrði Maastrichtsáttmál- ans um aðild. Það gera þeir líklega nú þegar, nema þeir hafa ekki verið aðilar að ERM, gengiskerfinu, sem kveður á um að í tvö ár megi gengið ekki hafa flökt nema innan tilskil- inna marka miðað við evruna. Ef Bretar ganga svo langt að sækja um aðild má þó búast við að þetta verði þeim ekki fjötur um fót. Í nýrri úttekt Deutsche Bank er ályktað sem svo að hinar gullnu for- sendur Browns fyrir aðild séu þeg- ar fyrir hendi. Breskt efnahagslíf sé nægilega mikið í takt við evruland- ið. Ef Brown gæti fellt sig við þetta er langsamlega stærsti þröskuldur- inn þó eftir, sem er að fastnegla gengi pundsins miðað við evruna. Undanfarna mánuði hefur Blair viðrað þá skoðun að þrátt fyrir and- stöðu Breta gegn aðild treysti hann sér vel til að snúa þeim á sitt band, að uppfylltum öllum efnahagsfor- sendum. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana hélt það líka í haust og hafði hann þó viðskiptalíf og vinsæla hægriflokka á evrubux- unum að baki sér, en tókst þó ekki að sannfæra landa sína. Viðbót í kosningunum í dag við ofursigurinn 1997 stappar örugg- lega stálinu í Blair, en ef hann stendur í stað eða það saxast á for- skotið hugsar hann vísast sinn evr- ugang frekar. En þegar hann fer í alvöru að ræða málið við kjósendur kemst hann kannski að því sama og Nyrup: Að kjósendur líta á evruað- ild sem sjálfstæðismál og ekki bara sem reikningsdæmi. „Blair hefur ekki efni á því að láta langdregna óvissu um hvort hann þori eða ekki skyggja á annað kjörtímabil sitt. Hann og Brown verða að ákveða sig hið fyrsta. Taka þeir áhættuna?“ spyr Martin Wolf blaðamaður í Financial Times í gær. „Ég veit það ekki. En ég yrði undr- andi ef þeir gerðu það.“ Hrekkur Tony Blair eða stekkur? Að afstöðnum kosn- ingum er ljóst að það verður, að sögn Sigrúnar Davíðsdóttur, mikill þrýstingur á bresku stjórnina að gera upp hug sinn um EMU-aðild. AP Tony Blair heilsar kjósendum í Castleford í Norður-Englandi í gær. sd@uti.is HÓPAR ungmenna börðust við óeirðalögreglu á götum Leeds á Norður-Englandi í fyrrakvöld og hermt er að óeirðirnar hafi hafist vegna orðróms um að lögreglan hafi beitt asískan mann harðræði þegar hún handtók hann fyrir minniháttar brot á umferðarlögum. Lögreglan sagði að asísk ungmenni hefðu hafið óeirðirnar í hverfinu Harehills í Leeds og blökkumenn og hvítir menn hefðu síðan slegist í hóp með þeim. Alls tóku um 150 manns þátt í óeirðunum og köstuðu múr- steinum og bensínsprengjum að lög- reglunni. Kveikt var í verslun og 25 bílum og tveir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum. Sex manns voru handteknir fyrir óspektir og íkveikjur. „Þeir voru ekki allir asískir,“ sagði Steve Smith, að- stoðaryfirlögregluþjónn borgarinnar. Smith sagði að mennirnir sem voru handteknir væru allir frá Leeds en grunur léki á að ungmenni frá öðrum borgum hefðu farið þangað í því skyni að æsa til óeirða. Viku áður kom til átaka milli asískra og hvítra ung- menna í Oldham, sem er 65 km frá Leeds. Talsmaður lögreglunnar sagði að óeirðirnar í Harehills-hverfinu hefðu hafist þegar lögreglumenn hefðu far- ið þangað til að rannsaka bensín- sprengjuárás. „Hún virðist hafa verið upphafið að skipulagðri árás á lög- reglumenn sem voru sendir á svæð- ið,“ sagði hann. Hundruð lögreglumanna voru send í hverfið og þyrla var notuð til að fylgjast með óeirðaseggjunum. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að asískur maður hefði verið hand- tekinn á sunnudag fyrir umferðar- lagabrot en kvaðst ekki vita hvort óeirðirnar tengdust handtökunni. AP Lögreglumenn á varðbergi í miðborg Leeds í Englandi eftir að asísk ungmenni kveiktu í verslun og bílum í borginni í fyrrakvöld. Óeirðir í Leeds raktar til handtöku Leeds. Reuters, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.