Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 28

Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRAN var ekkert uppáhaldsum- ræðuefni Verkamannaflokksins í kosningabaráttunni. Bæði Tony Blair forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra voru þó stöðugt spurðir um áform sín í þeim málum og voru yfirleitt áberandi ó- glaðir að svara. Staðlaða svarið var að aðild yrði hugleidd þegar efna- hagslegar forsendur aðildar væru uppfylltar. En eins og bent er á í grein í Financial Times í gær þá er svarið ekki bara einhver óyggjandi efnahagsformúla eins og ráðherr- arnir láta í veðri vaka. Það vantar ekki getgáturnar um hvort og hvenær þá. Ein er að á þingi enska alþýðusambandsins í september muni Blair tilkynna um þjóðaratkvæðagreiðslu haustið þar á eftir. En hingað til hefur Blair ekki sýnt mikla hæfileika í að takast á við erfið mál. Hver bógur verður í honum að glíma við að telja fólki hughvarf þegar skoðanakannanir sýna að 60-70 prósent kjósenda eru á móti aðild að Efnahags- og mynt- sambandi Evrópu, EMU, er óljóst. Evran – prófraun Blairs Það má þó vera léttir að Íhalds- flokkurinn undir forystu William Hague setti björgun pundsins á oddinn í kosningabaráttunni, en hafði lítt erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en hann tók upp alþýð- legri mál eins og velferðarmál, skóla, baráttu gegn glæpum og heil- brigðiskerfið að vinsældakúrfa hans tók smákipp upp á við. Þó Bretar séu almennt á móti evruaðild kippa þeir sér minna upp við tal um Evrópu en velferðarmál- in, alla vega í kosningabaráttunni. Blair hefur vissulega gengið í gegnum ýmsar eldraunir frá því hann varð óvænt leiðtogi flokksins 1994 er John Smith þáverandi leið- togi varð bráðkvaddur á besta aldri. Kosningasigurinn 1997 er flokkur- inn náði 179 þingsæta meirihluta má að hluta þakka Blair, en líka því að Íhaldsflokkurinn var fullkomlega útslitinn eftir átján ára stjórnar- setu. Stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki aðeins staðið í vinsælum aðgerðum, en að mestu leyti hefur hún haft meðbyr í ráðstöfunum sín- um. Þó Blair hafi sýnt leiðtogahæfi- leika og hæfileika til að hrífa kjós- endur hefur hann gert það hingað til með því að taka fyrir mál, sem stór hluti kjósenda er þegar sam- mála honum um, eins og meira fé til skóla og heilbrigðismála. Að takast á við evruaðild, sem meginþorri kjósenda trúir ekki á, verður próf- raun á æðra stigi. Andstætt Danmörku og Svíþjóð, tveimur Evrópusambandslöndum, sem eru utan evrunnar, er fjármála- og atvinnulífið í Englandi ekki ein- dregið með EMU-aðild. Þar gætir þvert á móti mikillar tortryggni, svo heldur ekki í þeim geira getur Blair treyst á eindreginn stuðning. Og margir benda einnig á að þó Blair sé líklega fremur einlæglega fylgj- andi evruaðild þá gildi ekki það sama um Gordon Brown fjármála- ráðherra. Aðild er ekki bara einfalt reikningsdæmi Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda með stormsveip 1997 töldu margir að nú væri lag fyrir Blair að svipta löndum sínum með sér inn í evrulandið, enda styrkur hans þá slíkur að hann virt- ist bæði geta flogið og gengið á vatni. Um haustið hélt Brown stefnuræðu, þar sem hann lagði evruaðild á ís þar til efnahagslegum forsendum, sem hann skilgreindi sjálfur, yrði mætt. Ýmsir hafa leitt að því líkum að Brown hafi þarna þvergirt fyrir aðild á kjörtímabilinu en líka komið Blair í opna skjöldu, því hann hafi ekki viljað útiloka ákvörðun. Það verður í mörg horn að líta þegar kemur að því að stíga skrefin í átt að evruaðild. Bretar þurfa að uppfylla skilyrði Maastrichtsáttmál- ans um aðild. Það gera þeir líklega nú þegar, nema þeir hafa ekki verið aðilar að ERM, gengiskerfinu, sem kveður á um að í tvö ár megi gengið ekki hafa flökt nema innan tilskil- inna marka miðað við evruna. Ef Bretar ganga svo langt að sækja um aðild má þó búast við að þetta verði þeim ekki fjötur um fót. Í nýrri úttekt Deutsche Bank er ályktað sem svo að hinar gullnu for- sendur Browns fyrir aðild séu þeg- ar fyrir hendi. Breskt efnahagslíf sé nægilega mikið í takt við evruland- ið. Ef Brown gæti fellt sig við þetta er langsamlega stærsti þröskuldur- inn þó eftir, sem er að fastnegla gengi pundsins miðað við evruna. Undanfarna mánuði hefur Blair viðrað þá skoðun að þrátt fyrir and- stöðu Breta gegn aðild treysti hann sér vel til að snúa þeim á sitt band, að uppfylltum öllum efnahagsfor- sendum. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana hélt það líka í haust og hafði hann þó viðskiptalíf og vinsæla hægriflokka á evrubux- unum að baki sér, en tókst þó ekki að sannfæra landa sína. Viðbót í kosningunum í dag við ofursigurinn 1997 stappar örugg- lega stálinu í Blair, en ef hann stendur í stað eða það saxast á for- skotið hugsar hann vísast sinn evr- ugang frekar. En þegar hann fer í alvöru að ræða málið við kjósendur kemst hann kannski að því sama og Nyrup: Að kjósendur líta á evruað- ild sem sjálfstæðismál og ekki bara sem reikningsdæmi. „Blair hefur ekki efni á því að láta langdregna óvissu um hvort hann þori eða ekki skyggja á annað kjörtímabil sitt. Hann og Brown verða að ákveða sig hið fyrsta. Taka þeir áhættuna?“ spyr Martin Wolf blaðamaður í Financial Times í gær. „Ég veit það ekki. En ég yrði undr- andi ef þeir gerðu það.“ Hrekkur Tony Blair eða stekkur? Að afstöðnum kosn- ingum er ljóst að það verður, að sögn Sigrúnar Davíðsdóttur, mikill þrýstingur á bresku stjórnina að gera upp hug sinn um EMU-aðild. AP Tony Blair heilsar kjósendum í Castleford í Norður-Englandi í gær. sd@uti.is HÓPAR ungmenna börðust við óeirðalögreglu á götum Leeds á Norður-Englandi í fyrrakvöld og hermt er að óeirðirnar hafi hafist vegna orðróms um að lögreglan hafi beitt asískan mann harðræði þegar hún handtók hann fyrir minniháttar brot á umferðarlögum. Lögreglan sagði að asísk ungmenni hefðu hafið óeirðirnar í hverfinu Harehills í Leeds og blökkumenn og hvítir menn hefðu síðan slegist í hóp með þeim. Alls tóku um 150 manns þátt í óeirðunum og köstuðu múr- steinum og bensínsprengjum að lög- reglunni. Kveikt var í verslun og 25 bílum og tveir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum. Sex manns voru handteknir fyrir óspektir og íkveikjur. „Þeir voru ekki allir asískir,“ sagði Steve Smith, að- stoðaryfirlögregluþjónn borgarinnar. Smith sagði að mennirnir sem voru handteknir væru allir frá Leeds en grunur léki á að ungmenni frá öðrum borgum hefðu farið þangað í því skyni að æsa til óeirða. Viku áður kom til átaka milli asískra og hvítra ung- menna í Oldham, sem er 65 km frá Leeds. Talsmaður lögreglunnar sagði að óeirðirnar í Harehills-hverfinu hefðu hafist þegar lögreglumenn hefðu far- ið þangað til að rannsaka bensín- sprengjuárás. „Hún virðist hafa verið upphafið að skipulagðri árás á lög- reglumenn sem voru sendir á svæð- ið,“ sagði hann. Hundruð lögreglumanna voru send í hverfið og þyrla var notuð til að fylgjast með óeirðaseggjunum. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að asískur maður hefði verið hand- tekinn á sunnudag fyrir umferðar- lagabrot en kvaðst ekki vita hvort óeirðirnar tengdust handtökunni. AP Lögreglumenn á varðbergi í miðborg Leeds í Englandi eftir að asísk ungmenni kveiktu í verslun og bílum í borginni í fyrrakvöld. Óeirðir í Leeds raktar til handtöku Leeds. Reuters, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.