Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝÐANDINN hefur skapandi hlut- verk með höndum og er í raun með- höfundur að þýddum texta,“ sagði Alexandra Büchler í ræðustóli á mál- þinginu Literature Across Frontiers (Bókmenntir yfir mærin) í Prag fyrir skömmu. „Þýðandinn getur gert ann- að tveggja: styrkt eða skemmt orð- spor höfundarins á alþjóðavett- vangi.“ Alexandra Büchler er tékknesk en hefur um árabil verið búsett í Bret- landi. Hún þýðir milli tékknesku, ensku og grísku og hefur einnig unn- ið að kynningu ástralskra bók- mennta. Hún var einn einn helsti skipuleggjandi málþingsins og lagði áherslu á að þýðendurnir sem þang- að mættu fengju að taka þátt í upp- lestrarkvöldum ásamt rithöfund- unum sjálfum. „Höfundum er iðulega boðið á bókmenntahátíðir og upp- lestra og í því liggur ágætur auka- peningur fyrir suma þeirra. Þýð- endur fá hins vegar nær aldrei þetta tækifæri, sem er synd þar sem þeir eru ekki í neinum hálaunaflokki held- ur, “ sagði Büchler í samtali við Morgunblaðið þegar stund gafst milli stríða. „Oft er það líka þannig að ef bók gengur illa á erlendum markaði er skuldinni skellt á vonda þýðingu. Ef bókin slær hins vegar í gegn er það alltaf höfundinum sjálfum að þakka – aldrei góðri þýðingu. Mál- þing eins og þetta miðar ásamt öðru að því að sýna þýðendum viðurkenn- ingu í verki og ekki síður að gefa þýð- endunum kost á að hitta höfundana „sína“ og mynda þannig persónuleg tengsl.“ Rúmlega tuttugu rithöfundar frá ýmsum Evrópulöndum tóku þátt í málþinginu og sumir þeirra eru einn- ig þýðendur. Auk tékkneskra þýð- enda sátu þingið þýðendur frá Bandaríkjunum og þýðendur stórra og smárra Evrópumála. Flóðbylgja í kjölfar flauelsbyltingarinnar Pallborðsumræður undir yfir- skriftinni „Rödd af kantinum“ voru tileinkaðar þýðendum, með áherslu á tékkneskan veruleika. Í framsöguerindi Miroslavs Jindra, stjórnarmanns í Samtökum tékkneskra þýðenda, kom fram að þýðendur hefðu ávallt átt stóran hlut í því að hefja tékknesku aftur til virð- ingar eftir ýmis tímabil niðurlæg- ingar og hafta sem gengu yfir á 20. öld. „Ef lítið land vill vera samkeppn- ishæft á alþjóðamarkaði verður það að drekka í sig heimsbókmenntirnar með þýðingum. Og ef tungumálið gengur í gegnum þrengingar og þró- un þess hægist, eru þýðingar mik- ilvæg aðferð til þess að auðga málið og auka trú á því aftur,“ sagði Jindra í sögulegu skautahlaupi gegnum liðna áratugi. Þá vék hann máli sínu að þeim tíu árum sem liðin eru frá flauelsbylting- unni, en frá og með henni hefur sprottið upp ótrúlegt magn sjálf- stæðra forlaga í Tékklandi og fjöldi útgefinna titla hefur farið upp í tölu sem enginn kann lengur að nefna. „Síðasta áratuginn hefur mikill hluti útgefinna bóka verið þýðingar,“ sagði hann, en á tímum komm- únistastjórnarinnar giltu strangar reglur sem takmörkuðu útgáfu þýddra fagurbókmennta. Nýfengið frelsi hefur að sögn Jindra komið af stað eins konar ruslbylgju; slúð- urblöð og reyfarar fylla nú hillur og gæðastaðlar eru ekki hafðir í sömu hávegum og áður. Afgreiðslufólk í bókabúðum er að auki óundirbúið og illa upplýst og erfitt er að nálgast leiðbeiningar um þann frumskóg sem tékknesk bókaútgáfa er orðin. „Þessi flóðbylgja hefur haft þær afleiðingar að kröfur markaðarins til þýðenda hafa minnkað. Ekki var til nógu mikið af góðum þýðendum til þess að svara hinni snarauknu eft- irspurn Tékka eftir erlendu efni, þannig að óundirbúið fólk fór að taka að sér þýðingar í stórum stíl. Afleið- ingin hefur verið bratt fall á gæða- kvarðanum,“ sagði Jindra þunglega. Hann kvaðst þó ekki hafa gefið sig svartsýninni algjörlega á vald og sagði að ekki mætti skilja orð sín þannig að ígrundaðar þýðingar á tékknesku væru á hverfanda hveli. „Þvert á móti. Um þessar mundir eru til dæmis að koma fram ungir þýðendur sem gefa fyrirheit um nýtt blómaskeið, og margir hinna reynd- ari vinna enn markvisst gegn rusl- slagsíðu markaðarins.“ Samtök tékkneskra þýðenda hafa um árabil hvatt unga þýðendur til dáða með því að halda samkeppni og verðlauna bestu þýðingarnar. En samtökin vekja einnig athygli á þýð- ingum með öðrum hætti; á hverju ári í tengslum við Bókastefnuna í Prag veita þeir skammarverðlaun fyrir verstu þýðingu ársins! Upp úr henni er lesið fyrir gesti, þýðandanum til háðungar, en „verðlaunahafarnir“ hafa að sjálfsögðu aldrei mætt til þess að taka við hinum vafasama heiðri. Fagurbókmenntir þýddar í Karlsháskólanum Jindra tók fram í lokin að besta leiðin til þess að ala upp góða þýð- endur væri að halda úti góðri tungu- málakennslu í skólum, og um þann þátt fjallaði Viola Parente-Capková, finnskukennari við Karlsháskólann í Prag. Í máli hennar kom fram að mikil áhersla væri lögð á þýðingar í skor finnsku og ungversku við Karlshá- skólann og sama ætti við í skor nor- rænna mála. Væri sú kennsla aðskilin sjálfri þýðingaskor skólans. „Í þýðingaskor er þýtt af stóru málunum og áhersla lögð á þýð- ingafræði, en við einbeitum okkur að bókmenntaþýðingum. Nemendur eru þjálfaðir í að þýða yfir á tékknesku af þeim málum sem kennd eru og hljóta reglulega þjálfun í vinnusmiðjum.“ Áþreifanlegasti ávöxtur þjálfunar- innar á síðasta ári voru útvarps- þáttaraðir fyrir tékkneskt útvarp, sem hétu Vika sænskra smásagna, Vika norskra smásagna o.s.frv. þar sem lesnar voru bestu þýðingar nem- enda á norrænum smásögum. Einnig hafa kennarar námskeiðanna gefið út árbækur norrænna bókmennta með þýðingum nemenda sinna. „Útgáfa árbókanna er fjármögnuð af Norðurlandaráði en einnig fáum við aðstoð frá bókmenntakynn- ingastofnunum Norðurlandanna. Hins vegar lifir deildin mín í stöð- ugum ótta við að verða lokað vegna fjárskorts. Það yrði veruleg synd, því með kennslu þeirri sem hér hefur verið lýst ala kennararnir, sem und- antekningarlaust eru sjálfir þýð- endur, arftaka sína upp. Um er að ræða fólk sem kann ekki bara við- komandi tungumál vel, heldur fólk sem er að auki sérfrótt um sögu og menningu landsins sem í hlut á,“ sagði Viola Parente-Capková. Hver er þessi þýðandi? Morgunblaðið/Sigurbjörg Þrastardóttir Hin vafasama verðlaunaafhending: Fulltrúar Samtaka tékkneskra þýð- enda kynna „verstu þýðingu ársins“ og lesa upp ófyrirgefanlegar villur undir hlátrasköllum áheyrenda. Ljósmynd/Martin Civín Alexandra Büchler, þýðandi og einn helsti skipuleggjandi mál- þingsins, ávarpar gesti. Ljósmynd/Martin Civín Viola-Parente Capkova vinnur að uppeldi nýrra þýðenda við finnskuskor Karlsháskólans. sith@mbl.is Bókmenntir eru ein fárra listgreina sem þurfa millilið til að skiljast í öðrum löndum. Þýðandinn gegnir stóru en oft vanmetnu hlutverki í sköpun þess sem kallast heims- bókmenntir. Á bókmenntamálþingi í Prag fann Sigurbjörg Þrastardóttir að Tékkar hafa skilning á framlagi þýðandans. FYRIR nokkrum árum kynnt- umst við Dr. Alex Cross (Morgan Freeman), bráðsnjöllum rannsókn- arlögreglumanni og leiðtoga, í Kiss the Girls, dágóðri fjöldamorðingja- mynd. Nú er Cross aftur mættur til leiks, í kvikmyndagerð Along Came a Spider, annarrar spennusögu eftir James Patterson. Það væri forvitni- legt að lesa bókina, miðað við Kiss the Girls, ættu flestar skekkjurnar og götin í framvindunni alls ekki að vera frá hendi rithöfundarins. Hvað um það, þau eru þarna og skaða yfir höfuð vel gerðan glæpatrylli. Cross verður á í upphafi myndar og missir félaga sinn í dauðann. Leggst í þunglyndi, uns síminn hringir, hann verður að hrista af sér slenið og leggja sitt af mörkum til að hafa upp á dóttur þingmanns, sem hefur verið rænt af Soneji (Michael Wincott), einum kennara hennar í dýrum einkaskóla fyrir framan nefið á lífverðinum Jezzie Flannigan (Monica Potter). Jezzie er í slæmum málum hjá húsbændum sínum, FBI. Fyrir orð Cross, fær hún tækifæri að bæta sig – sem nýr félagi lögreglu- mannsins. Nú hefst leikur kattarins að mús- inni, hringurinn þrengist um Soneji, þegar ný hlið kemur upp á teningn- um og Cross verður að endurskoða atburðarásina á nýjan leik. Það á ekki af Ný-Sjálendingnum Tamahori að ganga í Vesturheimi. Kom til kvikmyndaborgarinnar með pálmann, Eitt sinn stríðsmenn, í höndunum, en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina. Hann kemst ekki nærri því að endurskapa gæðin að baki frumrauninni, hér á hann þó einkum í höggi við míglekt handrit sem rænir myndina öllum trúverð- ugheitum. Sögufléttan er dálítið óvanaleg og viðkvæm, þannig að best er að hafa sem fæst orð um innviði Along Came a Spider. Þeir eru fúnir. Freeman er alltof góður leikari fyrir slíkan samsetning, sem verður aldrei virkilega spennandi þó umgjörðin hans Tamahoris sé í vandaðri kant- inum. Þeir eiga betra skilið. Rán á rán ofan KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , L a u g a r á s b í ó Leikstjóri Lee Tamahori. Handrits- höfundur Marc Moss. Tónskáld Jerry Goldsmith. Kvikmyndatöku- stjóri Matthew Leonetti. Aðalleik- endur Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott, Penelope Ann Miller, Michel Moriarty. Sýningartími 104 mín. Bandarísk. Paramount. 2001. ALONG CAME A SPIDER Sæbjörn Valdimarsson BANDARÍSKA gamanmyndin „Say It Isn’t So“ er framleidd af grínbræðrunum Peter og Bobby Farelly, sem frægir eru fyrir ósvíf- inn og groddalegan heimskuhúmor í myndum sínum. Handritshöfund- arnir Peter Gaulke og Gerry Swall- ow gaukuðu að þeim handriti mynd- arinnar fyrir nokkrum árum enda sagan og persónurnar nokkuð í stíl Farelly-bræðra og viti menn, bræð- urnir gleyptu agnið og afréðu að framleiða gamanmyndina. Hún er vissulega samin í stíl þeirra bræðra en er langtum síðri en það sem þeir hafa sjálfir gert og á endanum held- ur mislukkuð. Kannski ein ástæða þess sé sú að þeir Gaulke og Swallow þora ekki að ganga nógu langt í sínum heimskuhúmor. Eitt það besta við Farelly-bræðurna er að þeir þora að ganga fram af manni og upp- skera oftast hlátur fyrir vikið. „Say It Isn’t So“ sýnir tilburði í þá átt en fremur er það mélkisulegt, ómark- visst og það sem verst er, húmors- laust. Önnur ástæða er örugglega Chris Klein í aðalhlutverkinu. Hann á að leika góðhjartaðan dreng sem er yf- ir sig ástfanginn af klaufalegri hár- greiðslukonu, sem Heather Graham leikur, en er svo sviplaus og leið- inlegur myndina út í gegn að það er með ólíkindum. Það er sama hvað fyrir hann kemur, hann breytir aldrei um svip eða skiptir skapi heldur er allan tímann sama leið- inlega geðluðran. Aðrir leikarar eru líflegri eins og Sally Field í hlutverki móður hár- greiðslukonunnar og fulltrúi „hvíta hyskisins“. Hún tekur hlutverk sitt tröllatökum og er næstum það eina sem gaman er að í allri myndinni að fráslepptum kannski Orlando Jones lappalausum. Í smiðju Farelly-bræðra KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , S a m b í ó i n Á l f a b a k k a Leikstjórn. J. B. Rogers. Handrit: Peter Gaulke og Gerry Swallow. Framleiðendur: Peter og Bobby Farelly. Aðalhlutverk: Chris Klein, Heather Graham, Sally Field, Richard Jenkins, Orlando Jones og Eddie Cibrian. 100 mín. „SAY IT ISN’T SO“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns Íslands hefur nýlega gefið út og sent til heimildarmanna sinna spurningaskrá 101 um útileiki ásamt aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku. Kristján Eldjárn sendi fyrstu spurningaskrána af þessu tagi til eldra fólks árið 1960, skrá 1 um slátrun og sláturverk og var hún 27 síður í fólíó stærð. Síðan hafa spurn- ingaskrár deildarinnar minnkað að vöxtum og meira er nú spurt um reynslu fólks á öllum aldri. Nýjustu skrárnar eru aðgengileg- ar á heimasíðu Þjóðminjasafnsins og hægt er að svara þeim þar. Þar er einnig yfirlit yfir á annað hundrað skrár og aukaspurningar sem send- ar hafa verið út frá þjóðháttadeild. Skrá 101 er samstarfsverkefni safnfræðslu og þjóðháttadeildar í Þjóðminjasafni. Þar er spurt um úti- leiki af ýmsu tagi á 20. öld, m.a. gullabú, eltingaleiki, feluleiki, farar- tæki, útileiktæki, vetrarleiki, úrtölu- þulur, prakkarastrik og margt fleira. Efni sem safnast verður skráð á þjóðháttadeild og notað í safn- kennslu Þjóðminjasafnsins. Mikil- vægt er, að heimildarmenn úr sem flestum héruðum svari skránni. Sama er að segja um aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku. Eltingaleik- ir og ösku- dagstilhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.