Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 63

Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 63 DAGBÓK Úrvalið er hjá okkur www.oo.is Challenger 0-18 kg. Verð kr. 10.960 Tryggðu barninu þínu öruggt sæti Árnað heilla ALEXEY Shirov (2.722) hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Garry Kasparov (2.827). Augljóst virðist vera að sá síðarnefndi hafi sálfræðileg tök á honum, enda yrði ann- ars erfitt að útskýra suma afleiki Shirovs í jöfnum stöð- um gegn skrímslinu með þúsund augun. Nýjasta dæmið um þetta er staðan sem kom upp á milli þeirra á ofurmótinu í Astana í Ka- sakstan. Shirov lék með svörtu síðast 34. ...Kg6-f5?? en eftir t.d. 34. ...Kf7 hefði svartur seint getað tapað skákinni. Heimsmeistarinn fyrrverandi var ekki lengi að nýta sér mis- tökin: 35. Hd4! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 10. g3 De7 11. 0-0-0 Rb6 12. Rb3 Bxe3 13. Dxe3 Bd7 14. Kb1 Hfc8 15. g4 Rb4 16. Rd4 Hc5 17. a3 Rc6 18. Rcb5 Rxd4 19. Rxd4 Hac8 20. Bd3 Rc4 21. Dh3 h6 22. g5 Rxa3+ 23. bxa3 Hc3 24. gxh6 g6 25. Dg2 Hxa3 26. Rb3 Db4 27. Bxg6 Hxb3+ 28. cxb3 Dxb3+ 29. Db2 Dxb2+ 30. Kxb2 fxg6 31. h4 Kh7 32. h5 Kxh6 33. hxg6+ Kxg6 34. Hhg1+ Kf5 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Á heiðinni Geng ég og þræði grýtta og mjóa rökkvaða stigu rauðra móa; glóir, liðast lind ofan þýfða tó, kliðar við stráin: kyrrð, ró. Litir haustsins í lynginu brenna; húmblámans elfur hrynja, renna í bálin rauðu, rýkur um hól og klett svanvængjuð þoka sviflétt. --- Snorri Hjartarson 60 ÁRA hjúskaparafmæli. Í dag, fimmmtudaginn 7.júní, eiga demantsbrúðkaup hjónin Sólveig Krist- jánsdóttir fv. kennari og Ólafur H. Kristjánsson, fv. skóla- stjóri að Reykjaskóla í Hrútafirði, nú til heimilis að Hraun- tungu 77, Kópavogi. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7. júní, er sjötug Nanna L. Petersen, Fannafold 17, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar Olgeir Ol- geirsson taka á móti vinum og ættingjum föstudaginn 8. júní í félagsheimili Víkings Traðarlandi 1, Fossvogi frá kl. 18 til 21. EVRÓPUMÓT í opnum flokki, kvennaflokki og öld- ungaflokki hefst á Tenerife á þjóðhátíðardag Íslendinga og stendur yfir í hálfan mánuð. Ísland keppir aðeins í opna flokknum í þetta sinn, en þar eru þátttöku- þjóðir 36 og verða líkindum spilaðir 20 spila leikir, allir við alla. Sveit Íslands er skipuð Jóni Baldurssyni, Karli Sigurhjartarsyni, Þor- láki Jónssyni, Matthíasi Þorvaldssyni, Þresti Ingi- marssyni og Magnúsi Magnússyni, en fyrirliði er Guðmundur Páll Arnarson. Landsliðið var í æfingabúð- um um síðustu helgi og spil- aði 120 spil gegn harðsnúnu pressuliði. Hér er eitt af skemmtilegri spilum helg- arinnar: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁK ♥ ÁG83 ♦ ÁD1087 ♣ 85 Vestur Austur ♠ DG642 ♠ 873 ♥ 5 ♥ D10942 ♦ 96432 ♦ KG5 ♣ K6 ♣ Á7 Suður ♠ 1095 ♥ K76 ♦ -- ♣ DG109432 Þorlákur og Matthías voru í AV gegn Snorra Karlssyni og Aroni Þor- finnssyni í NS: Vestur Norður Austur Suður Matthías Snorri Þorlákur Aron 2 spaðar Dobl 3 spaðar 5 lauf Pass Pass Pass Matthías kom út með ein- spilið í hjarta. Aron prófaði gosann og tók drottningu Þorláks með kóng. Nú kem- ur til greina að reyna að frí- spila tígulinn, en Aron ákvað að spila frekar upp á að trompa þriðja spaðann í borði með áttunni, sem er mjög eðlileg spilamennska. Hann tók strax ÁK í spaða, henti hjarta í tígulás og trompaði tígul. Stakk svo þriðja spaðann með áttu og trompaði út. Allt samkvæmt áætlun. Vörnin virðist aðeins eiga tvo slagi á tromp, en annað átti eftir að koma á daginn. Matthías fékk fyrsta tromp- slaginn á kónginn og spilaði spaða, sem Þorlákur stakk með ás! Hjarta til baka tryggði vörninni þriðja trompslaginn á sexuna. Fal- leg flétta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert eftirlæti margra, en þarft að sýna meiri tillits- semi og hafa stjórn á tilætlunarsemi þinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt ekki hafa svo miklar áhyggjur af framtíðinni að þú getir ekki tekist á við nútíð- ina. Nauðsynlegar ákvarðanir verður að taka. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu tillitssemi í garð sam- starfsmanns þíns, sem á erfitt með að sætta sig við breyt- ingar. Það gerir bara illt verra að ýta of fast á eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu vandlega yfir fjárhags- stöðuna, þegar þú veltir fyrir þér kaupum á hlut, sem þig hefur lengi langað í. Þolin- mæði er lykilorðið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að forðast alla árekstra milli starfs og heim- ilis. Forgangsraðaðu hlutun- um og hafðu sveigjanleika, þegar annað þarf meira en hitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að kunna fótum sínum forráð og betri er krókur en kelda. Þeir sem ana áfram í hugsunarleysi enda yfirleitt alltaf í ógöng- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú vilt endilega heyra sannleikann verður þú að vera maður til þess að taka honum. Varastu að vanrækja vin sem þarf á þinni aðstoð að halda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú ættirðu að fara að sjá fyrir endann á því verkefni, sem hefur tekið allan þinn tíma um skeið. Gerðu þér dagamun, þegar allt er í höfn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að gæta þess vand- lega að týna ekki vinum og vandamönnum í annríki dags- ins. Þetta er spurning um að leyfa sér að anda endrum og sinnum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu vandlega í gegn um ný- liðna atburði og veltu því fyrir þér, hvort þú getir ekki lært eitthvað uppbyggjandi af at- burðarásinni. Vertu heiðar- legur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er óþarfi að vera svo feiminn að þora ekki að viðra skoðanir sínar við vini og vandamenn. Talaðu hreint út og jákvæð viðbrögð hjálpa þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er ekki rétti tíminn til að standa í orðræðum á vinnu- stað. Láttu smátíma líða og þá verða allir tilbúnir að heyra hvað þú hefur fram að færa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þú reynir að stytta þér leið í ákvarðanatöku, áttu á hættu að gera afdrifarík mistök. Gefðu þér tíma til þess að kanna alla málavöxtu fyrst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Rie Takeshima sem er 27 ára gömul frá Japan óskar eftir pennavini á íslandi. Hún hefur áhuga á bréfa- skrifum, tónlist, kvikmynd- um og internetinu. Rie Takeshima Ogi-kou 52, Nishiarita-cho, Nishimatsuura-gun Saga-ken 849-4103 Japan. Annegret Brandt, 14 ára gömul, frá Þýskalandi óskar eftir pennavini á Íslandi, hún hefur áhuga á tónlist, fótbolta, lestri og bréfa- skriftum. Annegret Brandt Stockholmer Str. 25 15566 Schöneiche GERMANY norwegianwood- @gmx.net ! Pennavinir FRÉTTIR HÆKKUN lyfjakostnaðar, fast- eignagjalda og ýmissa þjónustugjalda eru eitt af því sem hefur valdið kjara- skerðingu ellilífeyrisþega en þátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði sem hefur aukist verulega, hefur hlutfallslega aukist mest hjá eldra fólki að sögn Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara, en á nýliðnum landsfundi sambandsins voru kjara- og þjónustumál eldri borgara í brennidepli og voru nokkrar ályktanir um þessi mál samþykktar á fundinum. „Krafa okkar er að það sem á hefur hallað á undanförnum ár- um verði leiðrétt. Almannatrygginga- kerfið hér hefur verið að daprast í samanburði við þau kerfi sem þykja best og eru í nágrannalöndum okkar, það hefur þróast meira yfir í neyð- arhjálp frekar en tryggingar og því erum við mjög á móti,“ segir Bene- dikt. Hann segist vilja að frítekju- mark almannatrygginga verði hækk- að og látið fylgja almennri launaþróun í landinu. „Samkvæmt viðurkenndum útreikningum skortir 18% á að ellilíf- eyrir og tekjutrygging nái því hlutfalli að dagvinnulaunum verkamanna sem var árið 1991.“ Einnig vill hann að samspil almannatrygginga og skatt- kerfisins verði gert einfaldara. Hann segir að eldri borgarar leggi mikla áherslu á að heimahjúkrun verði efld til að fólk geti verið lengur heima hjá sér. „Það er bæði gott fyrir viðkomandi en einnig fyrir þjóðfélag- ið þar sem það er ódýrara að aðstoða fólk heima en að vista það á stofnun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að hjúkrunarheimilum verði auðveldað að ráða og halda starfsfólki. „Bæði þarf að auðvelda uppbyggingu á tækjakosti stofnana til að létta störfin en einnig þarf að bæta kjör starfs- fólks til að fá fólk til að staðnæmast í störfunum en mikill skortur er á starfsfólki, sérstaklega yfir sumar- tímann.“ Nú eru um 300 manns á bið- lista en Benedikt segir að með nýju hjúkrunarheimili, sem ráðgert er að opna á næstu mánuðum, lækki þessi tala niður í 200 manns sem er þó enn of mikið, bið eftir rými á hjúkrunar- heimili sé allt að tvö ár. Unglingar kenna á tölvur og fá þjóðfélagsfræðslu á móti Benedikt segir framfarir í félags- og fræðslumálum aldraðra mjög ánægjulegar. „Ýmsir aðilar hafa stuðlað að því að fólk sem komið er á eftirlaunaaldur geti sótt sér ýmiss konar fræðslu, sér til hugarhægðar og andlegrar uppbyggingar en einnig til að gera því auðveldara að búa við þær aðstæður sem það lifir við. Þann- ig er mikilvægt að fólk finni sig meira virkt í þjóðfélaginu.“ Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi tekist ákaf- lega góð samvinna á milli skólayfir- valda og félagsmiðstöðva eldri borg- ara, til dæmis hafi nemendur í efstu bekkjum grunnskóla í Garðabæ að- stoðað aldraða við að læra að nýta sér tölvutækni en síðan sáu eldri borg- ararnir um þjóðfélagsfræðslu ung- linganna á móti. „Við horfum mjög björtum augum til slíks samstarfs og viljum gjarnan efla það, ekki síst ef hægt er að nýta þessa þjónustu um leið í fræðslustarf með ungu fólki.“ Heimahjúkrun verði efld og biðlistar á stofnanir styttir Bætt kjör og þjónusta helstu hagsmunamál eldri borgara HINN ungi og efnilegi Stefán Krist- jánsson hefur heldur betur tekið við sér á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Makedóníu. Í 5. umferð sem tefld var í gær sigraði hann með svörtu, rússnesska alþjóðameistar- ann SMIRNOV Pavel (2511 Eló). Stefán sigraði einnig í fyrradag og hefur nú hlotið tvo og hálfan vinning í síðustu þremur skákum sínum. Hannes Hlífar og Jón Viktor gerðu jafntefli í sínum skákum við ungversku stórmeistarana ALMASI Zoltan (2640 Eló) og ACS Peter (2509 Eló). Hannes tefldi við Almasi með hvítu og Jón Viktor við Acs með svörtu. Bragi Þorfinnsson tapaði hinsvegar fyrir króatíska stórmeist- aranum ZELCIC Robert (2503 Eló). Hannes Hlífar er í 11-40 sæti með þrjá og hálfann vinning í fimm um- ferðum, vinningi á eftir efstu mönnu, stórmeisturunum Aseev og Timos- henko. Stefán Kristjánsson hefur tvo og hálfan vinning, Jón Viktor Gunnars- son tvo og Bragi Þorfinnsson einn og hálfann. Í 6. umferð mætir Hannes Hlífar þýska stórmeistaranum GRAF Al- exander (2649 Eló) með svörtu, Stef- án teflir við pólska stórmeistarann GDANSKI Jacek (2528 Eló) með hvítu, Jón Viktor fær hvítt á spænska stórmeistarann SAN SEG- UNDO CARRILLO Pablo (2508 Eló) og Bragi fær svart á móti ítalska stórmeistaranum ZLOC- HEVSKIJ Alexander (2469 Eló). Skák Hannesar Hlífars og Alex- anders Graf hefst kl. 14:00 og verður hún sýnd beint á netinu. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skákmanna: skak.is Stefán sigrar öðru sinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.