Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður SverrirJónsson fæddist á Krossi við Beru- fjarðarströnd 23. apríl 1913. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi þriðjudaginn 29. maí síðastliðinn. For- eldrar Sveins voru hjónin Jón Eiríks- son, bóndi á Krossi við Berufjarðar- strönd, f. 24. júní 1865, d. 9. júní 1953 og Guðbjörg Elías- dóttir, húsmóðir, f. 30. apríl 1876, d. 7. desember 1968. Systkini Sverris eru Elín Jónsdóttir f. 1906, d. 1921, Jó- hann R. Jónsson sem dó fyrir ald- ur fram, Hulda Jónsdóttir f. 3. september 1908, d. 31. desember 1976, Hjalti Jónsson f. 21. janúar 1912, Guðlaugur Jónsson f. 1. ágúst 1914, d. 22. mars 1994, Ragnhildur Oddný Jónsdóttir f. 6. ágúst 1917, d. 22. janúar 1994, og Fanney Jónsdóttir f. 18. júlí 1920. Hinn 15. apríl 1955 kvæntist Sverrir eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Helgu Backman, f. 24. janúar 1930. Foreldrar hennar voru Ernst Fridolf Backman verkamaður, f. 13. ágúst 1891, d. 19. apríl 1959 og Jónína Salvör Helgadóttir húsmóðir, f. 16. júlí 1894, d. 15. nóvember 1988. Börn Sverris og Helgu eru: Guðjón Sverrisson sölumaður, f. 30. september 1950, í sambúð með Sigríði Tómasdóttur, f. 1. desember 1952. Sonur Guðjóns er Magnús Þór, f. 26. október 1977 og börn Sigríðar eru Harpa, f. 30. júlí 1970, Tómas, 9. júlí 1976 og Baldur Þór, f. 4. október 1986. Hörður Ernst Sverrisson, við- skiptafræðingur, f. 22. september 1954, kvæntur Oddnýju Gunnarsdóttur f. 25. september 1956. Börn þeirra eru Gunnar Sverrir Harðarsson, f. 8. apríl 1978, í sambúð með Lilju Björk Ket- ilsdóttur, f. 24. ágúst 1978 og eiga þau dótturina Söndru Nótt, f. 23. júlí 2000 og Helga Kristín Harðardótt- ir, f. 31. júlí 1987. Agnar Ellert Sverrisson, offset- prentari, f. 8. janúar 1962, kvænt- ur Döllu Gunnlaugsdóttur, f. 23. október 1968. Börn þeirra eru Birna Ýr, f. 5. nóvember 1988, Eyrún Rakel, f. 26 ágúst 1991 og Gabriel Ingi, f. 7. ágúst 1997. Áður en Sverrir kynntist og kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni eignaðist Sverrir Dóru Berg, f. 6. nóvember 1944 og er hún gift Sigmari Magnússyni og eiga þau fjögur börn. Sverrir bjó hjá foreldrum sín- um að Krossi að Berufjarðar- strönd uppvaxtarárin, fór snemma á sjá með föður sínum og sveitungum sínum og gekk síðan í íþróttaskólann í Haukadal þar sem hann náði góðum árangri. Leiðin lá á sjóinn aftur þar sem hann stundaði sjómennsku við erfiðar aðstæður á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Árin 1945– 1988, eða í um 43 ár, var Sverrir atvinnubílstjóri á Litlu bílastöð- inni og síðar á Hreyfli. Árin eftir að Sverrir hætti akstri glímdi hann við veikindi þau sem leiddu hann síðan til dauða. Útför Sverris fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Sverrir, ég þakka fyrir þau ár sem ég þekkti þig. Þú tókst svo vel á móti okkur Baldri Þór syni mínum þegar ég og Guðjón sonur þinn fórum að búa saman. Við gát- um talað mikið saman um Siglu- fjörð, þar sem þú varst á síld í gamla daga, af því ég er ættuð það- an. Og spjallið ykkar Baldurs um sveitina, það lyfti þér alltaf svo upp í veikindum þínum. Þú kallaðir hann alltaf, Sverrir minn, litla bóndann. Við kveðjum þig með ást og virð- ingu, Sigríður Tómasdóttir og Baldur Þór. Elsku Sverrir. Það er komið kvöld og ég er að hugsa til þín. Ég minnist þín fyrst er ég kom með Agnari syni þínum á Sléttuveginn og þú og Helga tókuð svo vel á móti mér. Eftir sem leið á og heimsókn- irnar á Sléttuveginn urðu fleiri fannst mér ég ekki geta sleppt degi án þess að hitta ykkur. Ég man að ég spurði þig hvaðan þú værir ætt- aður og þú svaraðir: frá Krossi á Berufjarðarströnd. Þá hrópaði ég eins og litlu börnin: „Ég hef komið þangað líka!“ Sem lítil stelpa hafði ég verið gestur þar tvö sumur og þótti okkur Sverri þetta merkileg tilviljun. Alltaf var gaman að hlusta á þig rifja upp gamla tímann, hvernig sjómennskan var þá og hvernig hún er nú til dags. Elsku Sverrir, það er svo margt sem við spjölluðum um sem við eigum bara í hjarta okkar. Þú varst mér ekki bara tengdafaðir heldur voruð þið Helga mínir bestu vinir, ég gat allt- af leitað til ykkar ef eitthvað bjátaði á. Ég þakka þér hversu góður afi þú varst, alltaf hreint að lauma aur- um í lófa þeirra Eyrúnar Rakelar, Birnu Ýrar og Gabríels Inga. Elsku tengdapabbi og vinur, í sumar ætl- um við Agnar með börnin vestur að Hlíðarvatni að veiða eins og þú gerðir á árum áður, þá fóruð þið Helga með drengina og vinahjónum og áttuð ógleymanlegar stundir við vatnið. Elsku Sverrir, að lokum minnist ég þeirrar stundar þegar augasteinninn þinn, hann Gabríel Ingi, kom í heiminn. Það var ekki hægt að fara beint heim af fæðing- ardeildinni heldur urðum við að koma við á Sléttuveginum og lofa þér og ömmu að sjá prinsinn. Síðan eru liðin tæp fjögur ár og dreng- urinn fjörugur og lipur eins og þú varst á þínum yngri árum, enda íþróttamaður úr Haukadalsskóla. Þú sagðir líka oft að drengurinn væri líkur þér þegar þú varst ung- ur. Elsku Sverrir minn, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Dalla Gunnlaugsdóttir. SVERRIR JÓNSSON næmi og innileika. Er þá óminnst ljúflingsins sem Gísli var, hann sem öllum vildi vel og ítrekaði það ætíð með ljúfu og hæv- ersku viðmóti sínu. Kynni okkar Gísla hófust fyrir 30 árum er við kenndum bæði við sama tónlistarskóla og voru það góð kynni sem entust alla tíð. Sérstaklega er ég þakklát fyrir elsku þá og umhyggju sem hann sýndi mér þegar ég tók við starfi hans sem skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar, er hann lét af störfum fyrir rúmu ári. Þó svo hann væri hættur störfum þýddi það ekki að hann væri hættur að láta sig skólann varða. Hann fylgdist grannt með og mætti þegar hann treysti sér til sök- um vanheilsu. Það var okkur einstök ánægja að hann skyldi sjá sér fært að vera með okkur þegar salur skólans var vígð- ur þann 22. mars sl. og hvað hann virtist ánægður með aðbúnað skól- ans sem hann var búinn að eyða ævi- starfi sínu í að byggja upp. Kennarar, nemendur og annað starfsfólk Tónlistarskóla Garða- bæjar þakka fyrir ómetanleg störf, við vottum eiginkonu og fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð. Agnes Löve skólastjóri. Kær samstarfsmaður og vinur er látinn. Alltof fljótt. Ég kynntist Gísla Magnússyni, þegar ég var lítil stelpa í Tónó í Reykjavík. Seinna átti ég því láni að fagna að starfa með honum í um það bil 19 ár. Sem maður og skólastjóri var Gísli ein- staklega ljúfur og hann leyfði okkur kennurunum að starfa í friði, hafði held ég fullkomið traust á því, sem við vorum að gera. Það er margs að minnast; allir tónleikarnir, prófin, kaffihléin daglegu og þegar við kennararnir fórum út saman í lok anna. Ég held að Gísli hafi verið ham- ingjusamur maður. Hann átti ein- staka konu, sem stóð við hlið hans og studdi hann, börn og barnabörn, sem hann var svo stoltur af. Eftir einu man ég alltaf: Það var fyrir tveim árum í Smiðsbúð 6, þar sem Tónlistarskóli Garðabæjar var áður til húsa. Þá kom Gísli þar að, sem ég stóð fyrir neðan tröppurnar, tók undir sig stökk og hljóp upp tröppurnar, sneri sér svo við og hló eins og smástrákur. Hann gat verið svo glettinn og þannig vil ég minn- ast hans. Ég þakka samfylgdina, kæri Gísli, og við eigum held ég eftir að hittast aftur og starfa þá kannski saman í nýjum tónlistarskóla. Þín, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir. Yndislegur maður er fallinn frá. Gísli var ekki bara mikill listamaður heldur ekki síður dásamlegur fjöl- skyldufaðir er fylgdist vel með sínu fólki og það var auðfundið að fjöl- skyldan sat ávallt í fyrirrúmi. Barnabörnum sínum var hann ein- stakur afi sem var ætíð mættur til að hvetja þau til dáða hvort heldur þau væru að taka þátt í íþróttamót- um, spila á tónleikum eða eitthvað annað stæði fyrir dyrum hjá þeim. Elsku Gísli minn, það voru mikil for- réttindi að fá að kynnast þér og henni Stellu þinni sem ætíð hefur staðið sem klettur þér við hlið og vart er hægt að hugsa sér yndislegri tengdaforeldra en ykkur. Blessuð sé minning þín. Guðrún. Minn elskulegi vinur, Gísli Magn- ússon, er látinn. Fyrstu kynni mín af Gísla voru á unglingsárunum en þá gaf Haraldur Ólafsson forsjóri Fálk- ans út nokkrar hljómplötur með fremstu tónlistarmönnum þjóðar- innar. Fósturföður mínum, Haf- steini Guðmundssyni bókaútgef- anda, var falið að sjá um útlitshönnun þessara platna og ég man það skýrt að dag einn var hann að vinna að útlitsgerð einleiksplötu með Gísla Magnússyni. Á skrifborði pabba lá ljósmynd af ungum manni sem átti að prýða framhlið hljóm- plötunnar og mér varð starsýnt á þessa mynd. Mér fannst þessi ungi maður vera svo fallegur og göfug- mannlegur að ég spurði pabba strax hver hann væri. Þegar platan var gefin út fékk pabbi eintak og ég hreifst mjög af þessum fallega og fágaða leik Gísla. Þá grunaði mig ekki að þessi maður ætti eftir að verða einn af mínum allra bestu vin- um mörgum árum síðar. Okkar per- sónulegu kynni hófust árið 1973 en þá fól þáverandi tónlistarstjóri rík- isútvarpsins, Árni Kristjánsson pí- anóleikari, okkur að gera hljóðritun fyrir útvarpið. Ég man mjög vel eft- ir þessari fyrstu æfingu okkar. Ég var fullur eftirvæntingar og mjög stoltur að fá tækifæri til að leika með Gísla. Æfingin fór fram á heim- ili Gísla á Bergstaðastræti 65 en við sama tækifæri hitti ég konu hans Þorgerði Þorgeirsdóttur, kallaða Stellu, og varð samstundis ljóst hví- lík gersemi þessi kona var og hefur ætíð verið, bæði honum og öllum sem hafa kynnst henni. Ég hreifst strax af þessu fallega heimili, en það sem hafði sterkust áhrif á mig var þetta einstæða andrúmsloft sem ætíð hefur fylgt þessu heimili. Ein- hver unaðslegur friður og fegurð sem ég hef ætíð fundið þar innan dyra. Svona andrúmsloft skapast einungis þar sem friður og fegurð eru ríkjandi í hugum húsráðenda. Eftir þessa áðurnefndu hljóðritun okkar Gísla fór í hönd náin samvinna sem var bæði lærdómsrík og gef- andi. Auk fjölda tónleikaferða um þvert og endilangt Ísland héldum við tónleika á öllum Norðurlöndun- um, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessar ferðir voru allar mjög ánægjulegar þótt ekki væri maður alltaf jafnsáttur við sjálfan sig, en Gísli var einstaklega góður ferða- félagi og traustur eins og klettur. Hjálpsemi hans og djúp vinátta kom ekki síst í ljós þegar ég átti sjálfur við alvarleg veikindi að stríða vet- urinn ’84–’85. Gísli var einstakt prúðmenni og hvarvetna þar sem hann fór var eftir því tekið. Fyrir ut- an margþætt störf hans sem píanó- leikari og kennari var hann um margra ára skeið skólastjóri Tón- listarskólans í Garðabæ. Hann var ákaflega vinsæll og farsæll skóla- stjóri sem ævinlega hafði að leiðar- ljósi heill og velferð allra, jafnt kennara semnemenda. Þegar meinsemd sú sem að lokum náði yfirhöndinni greindist var hún að sjálfsögðu mikið áfall en Gísli sýndi í þessari baráttu mikinn styrk og þolgæði. Hann bókstaflega óx að sama skapi andlega sem honum hnignaði líkamlega Við fráfall Gísla er kvaddur einn fremsti píanóleikari þjóðarinnar. Ég kveð vin minn með djúpum söknuði og við hjónin sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnar Kvaran sellóleikari. Það er svo skemmtileg sagan af Gísla þegar hann var 2–3 ára og amma Sigga fékk grammófón á Eskifjörð. Hann varð svo hrifinn af tækinu og því sem úr því kom að hann fullyrti að hann ætlaði að verða grammófónn þegar hann yrði stó... Og hvenær eru menn eða verða grammófónar? Jú þegar ég vaknaði í húsinu öll mín barns- og unglingsár var Gísli að spila – fyrst yfir rúminu mínu, seinna undir því. Stigagang- urinn, hljómbotn hæðanna varð hjartsláttur hússins og þá vissi ég að þríeykið – flygillinn, músíkin og Gísli – væru grammófónn. Þegar hús vaknar, hljómar og vakir í meira en hálfa öld við leik og störf listamanns þá er það gott hús með góðan anda. Við munum öll þegar flygillinn flutti í húsið og hús- ið utan af flyglinum varð húsið handa okkur. Elsku Gísli frændi minn – sá ljúf- lingur og drengur góður – hve þög- ult er orðið nú. Hvað flygillinn og húsið sakna hans. Hvað grammó- fónninn er annars undursamlegt tæki því alltaf verður hægt að hlusta á Gísla minn spila og njóta þess. Ástarþakkir fyrir tónlistaruppeldi mitt – það á ég honum að þakka og margt, margt fleira. Guð blessi Gísla Magnússon. Sigríður Guðjónsdóttir. GÍSLI MAGNÚSSON                             !   !"#   $ % & $ %   '  (  '  (  ) * '  &%#   +, LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 "           -./ .-./. 0 123 42 42)# 3 5 (  6 #   $    %      & '  ( -2432&2-24( &  784294 &")) 42-24( & &"))  4 4   1-24( & &"))  ,    :& && -24( & &")) -2432&2 *8  4  ) ;"3-24( &  ))   &) &")) <242;  -24( & &")) ) 32=    (  (1,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.